Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) (P* Vandamál frá deginum i gær eru ennþá að angra þig, en þú færð mikilsverðan stuðning frá nánum ættingja eða vini. Leggðu áherslu á samstöðu og einingu. 1 dag skaltu taka ákvarðanir upp á þitt eindæmi. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú verður fyrir vonbrigðum með ákveðið mál sem þú áttir von á að leystist í dag. Þú hefur frjálsar hendur og þér ætti því ekki að vera nein vorkunn að byija á öðr- um verkefnum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Gerðu eitthvað til að hafa meira gaman af því að lifa. Erfíðleikar í samskiptum við eina manneskju þurfa ekki að koma í veg fyrir að þú skemmtir þér. Taktu þátt í íþróttum og annarri líkams- mennt. Krabbi (21. júní - 22. júlíj Vera kann að þér þyki biðin löng nú um stundir. Gættu þess því að hafa ávallt nóg að gera. Heppnin eltir þig á röndum þegar v þú ferð út að versla. Reiddu þig 1 fyrst og fremst á eigið frumkvæði í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú veist ef til vill ekki ennþá hvernig þú átt að snúa þér í vand- ræðum þínum. Þú færð góðar fréttir símleiðis eða bréfleiðis. Taktu þátt í félagslífinu í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þú ert enn að kljást við vandamál- in frá í gær. Frumkvæði þitt kem- ur þér að gagni í vinnunni og skapar þér aukna tekjumöguleika. (23. sept. - 22. október) Þú þarft að komast í hæfilega Oarlægð frá vandamáli sem þú glímir við heima fyrir í dag. Hafðu samband við vini þina sem búa í fjarlægð og farðu í heimsókn til þeirra. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Það sem gerist á bak við tjöldin er þér í hag. Þú verður að lesa á milli línanna núna þar sem ein- hveijir þeirra sem þú átt skipti við hliðra sér við að svara. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Gættu þín á fjárglæframönnum í dag. Láttu fjárhagsáhyggjumar ekki koma í veg fyrir að þú þigg- ir vinsamlegt heimboð. Steingeit (22. des. - 19. janúar) X* Þó að þú hljótir ekki þá viðurkenn- ingu, sem þú telur þig eiga skilið, í dag, kemur það ekki á neinn hátt í veg fyrir að þú getir haldið áfram á sömu braut. Víktu per- sónulegum hégómaskap til hliðar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh - Þetta er ekki heppilegur tími til að gefa öðmm ráð. í dag áttu að gleðjast og sinna hugðarefnum þínum. Þú breytir ferðaáætlun þinni að verulegu leyti. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Njóttu lifsins fremur heima hjá þér en að heiman. Þér gengur allt í haginn í starfi þínu og í fjármál- um, en þú verður fyrir vonbrigð- um með einn vina þinna. AFMÆLISBARNIÐ á stundum auðveldara með að fara með fjár- mál annara en sín eigin. í pen- ingamálum á það bæði til að vera hinn mesti nirfill og sannur höfð- ingi. Því þykir varið í að glíma við erfíð mál og er sterkast þegar mest á reynir. Það er heimspeki- lega sinnað. Leiðtogahæfileikar þess eru óvenjulegir og þvf geðj- ast ekki að þeirri tilhugsun að vera undirtylla. Stj'órnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS BN&IN , SPUZNlHG/ HANN Ef? Ap Þyktast! H4NW Eft \A9 GABSA! FERDINAND SMÁFÓLK TMIS 15 MV REPORT ON AUTUMN UJMEN THE LEAVE5 BESINTOFALL FROM TME TREES... Þetta er ritgerð mín um haustið, þegar laufin fara að falla af trjánum ... IF TMEV FELL FROM R0CK5, WE'P ALL BE IN TROUBLE! Ef þau féllu af klettum, værum við í vanda stödd! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er vandséð hvernig hægt er að fá 9 slagi í gröndum á spil NS, en Þjóðverjanum Ro- howsky tókst það þó í úrslitaleik HM gegn sveit Mike Moss. Að vísu með nokkurri hjálp frá sveitarforingja mótherjanna. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ G32 V10752 ♦ 64 ♦ 10832 Norður ♦ 954 VKG8 ♦ Á107 ♦ DG76 II Suður ♦ ÁK10 VÁ963 ♦ K982 ♦ 64 Austur ♦ D876 V D2 ♦ DG53 ♦ ÁK9 Vestur Noröur Austur Suöur Moss Nippgen Coon Rohowsky — — — 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: spaðatvistur. Rohowsky drap drottningu austurs með ás, spilaði tígli á ás og tígultíunni úr borði. Aust- ur lagði ekki á og tían átti slag- inn. Þá kom hjartagosi! Og hann hélt líka. Átta slagir í húsi og tímabært að kanna laufið. Ro- howsky fór heim á tígulkóng og spilaði laufi á drottningu blinds. Austur drap og spilaði spaða, ás og GOSÁ! Moss ætlaði ekki að stífla litinn og suður tók ánægður úrslitaslaginn á spaða- tíu._ Á hinu borðinu spiluðu Bandaríkjamennirnir í NS 2 hjörtu og unnu þijú. Þjóðverjar græddu því 9 IMPa. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Tel Aviv í Israel í vor kom þessi staða upp í skák hinnar þekktu sænsku skákkonu Piu Cramling (2.490), sem hafði hvítt og átti leik, og ísraelska stórmeistarans Yehuda Griinfeld (2.530). Svartur lék síðast 20. - e6-e5 og hótaði hvíta riddaranum á d4, en Pia lét sér fátt um þá hótun finnast: 21. Kg2! - Be7 (21. - exd4? er auðvitað svarað með 22. Hhl), 22. g6! - fxg6, 23. Be6+ og svartur gafst upp, því hann er mát í næsta leik eftir 23. - Kh8, 24. Dxh7+ og 23. - Kf8, 24. Dxh7 er auðvitað vonlaus. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Psakhis, ísrael, 8 v. 2.-4. Tal, Sovétr., Pia Cramlin og Lev, ísra- el, 7 ‘A. 5. Grunfeld 6 v. Pia Cramlin hefur náð góðum árangri að undanförnu, en staðið í skugga Polgarsystra. Hún verður í sænska karlalandsliðinu á ólympíumótinu í Novi Sad, en það verður þannig skipað: Andersson, Hellers, Karlsson, Wedberg, Pia Cramlin og Wessmann. Á meðal þeirra sem ekki komast í lið eru stórmeistarinn Schussler, og hinir hættulegu sóknarskákmenn Ernst og Hector.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.