Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 37

Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 37 % Ii fclk f fréttum Sorg árið 1990, Karólína ásamt náinni vinkonu sinni, fyrirsætunni Ines de la Fressange. Sorg árið 1982, Albert, Reinier og Karólína fylgja Grace til grafar. DAUÐSFALL Hvernig reiðir furstafjölskyldunni nú af? Miklar vangaveltur eru nú uppi um hvernig furstafjölskyld unni í Mónakó muni reiða af eftir sviplegt fráfall Stefanos Cas- hiragi, eiginmanns Karólínu prinsessu, en þetta er í annað skiptið á átta árum sem voveiflegt dauðsfall í fjölskyldunni þenur fjölskylduböndin til hins ýtrasta. Missir Karólínu er mikill, það er mál manna að verða ekkja svona ung með þrjú börn sé mun þyngra áfall fyrir hana en að missa móð- ur sína í bílslsysinu forðum árið 1982. Vangavelturnar eru vegna þess að fjölskyldan hefur ekki verið talin ýkja sterk á svellinu, sérstak- lega eftir hið sviplega fráfall Grace Kelly furstaynju. Reinier fursti hefur ekki borið sitt barr síðan að mati sérfræðinga og mikið hefur mætt á Karólínu að halda utan um Ijölskylduna þar sem systkini hennar, krúnuerfing- inn Albert, sem hefur lýst yfir að hann viti vart í hvorn fótinn hann eigi að stíga, svo takmarkaður sé áhugi sinn á furstanafnbótinni, og Stefanía, sem á erfitt með ein- kalíf sitt og flækist úr einu mis- lukkuðu sambandi í það næsta, föður hennar til ákafrar skap- raunar. Nú eru ekki horfur á því að Reinier, Albert eða Stefanía geti reitt sig á sterkan persónuleika Karólínu til þess að leiða þau áfram lífsins veg, Karólína hefur um nóg annað að hugsa næstu misseri. Að venju er mörgum spurning- um varpað fram við svona tæki- færi. Til dæmis spurningin hvers vegna Cashiragi hætti ekki hrað- bátakeppni, en 14 dauðsföll hafa Fjölskyldan samankonnn yfir pottunum. ástæða sssiasssKa ■ 1966, Grace og Reinier ásamt Stefanía er þarna einnig ef vel orðið í slíkum keppnum síðustu fjögur árin og iyrir þremur árum börnunum Karólínu og Albert, er gætt. varð hann vitni að því er vinur hans lét lífið, og það er talin ein þess að hann ók báti sínum ef til vill of hratt, að hann var að vinna upp glataðar mínútur er fóru í að bjarga félaga úr brennandi flaki daginn áður. Þá hafði keppnisreglum nýlega verið breytt með þeim hætti, að Cas- hiragi kvartaði undan því að hann væri þar með nauðbeygður að nota bát sem væri ekki fyllilega öruggur — sem kom síðan eftir- minnilega á daginn. Vitað er að Karólínu var lítt um bátsmennsku Cashiragi gefið, en ekki er til þess vitað að hún hafi farið fram á það við hann að hann hætti keppni. Hann sagði sjálfur að svo hefði ekki verið, hins vegar ætlaði hann að hætta að eigin frum- kvæði að keppninni lokinni og vonaðist hann til að geta hætt á toppnum eins og kallað er, eða með því að verja heimsmeistara- titil sinn. AFMÆLI Iðnskólinn fær tölvubúnað að gjöf Itilefni af tíu ára afmæli fyrir- tækisins hefur Apple-umboðið á ís landi ákveðið að gefa bókiðna- deild Iðnskólans í Reykjavík tölvu- búnað að verðmæti u.þ.b. tvær milljónir króna. Þann 10. sept. sl. afhenti Grímur Laxdal gjöfina sem er tvær öflugar Macintosh-tölvur með stórum umbrotsskjám, Apple- myndskanni, Laserwriter PostS- cript-leisiprentari ásamt forritum til prenthönnunar og umbrots. „Þessi gjöf er deildinni sérstak- lega kærkomin vegna þeirrar miklu útbreiðslu sem Macintosh- og Apple-tölvubúnaður hefur með- al þeirra sem starfa við útgáfu blaða og bóka. Samskonar búnað- ur og sá sem bókiðnardeildin hefur nú fengið er notaður í fjölmörgum prentfyrirtækjum," segir í frétt frá Iðnskólanum. Morgnnblaðið/Keli GESTIR Brautaskólinn í heimsókn á ritstjórn Morgunblaðsins Nokkrir nemendur í Brautaskólanum í Blesugróf 27 heimsóttu Morgunblaðið síðastliðinn fímmtudag til þess að fræðast um það, hvernig Morgunblaðið verður til. Þau sýndu blaðinu og framleiðslu þess mikinn áhuga og höfðu mikla ánægju af heimsókninni. Morgunblaðið þakkar þeim fyrir komuna. Frá afhendingu tölvubúnaðarins. Talið frá vinstri Grímur Laxdal forstjóri, Haraldur Blöndal deildarstjóri, Haukur Már Haraldsson kennari og Ingvar Ásmundsson skólameistari. COSPER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.