Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 nmnmn Þessir hringdu .. . Skiljið eftir miða S.A.JVt. hringdi: „Eg hef tekið eftir því að þegar fólk hringir í mann lætur það bara hringja fjórum sinnum en leggur svo á. Það takur mann oft dálítin tíma að komast í símann og svo heldur það að maður sé ekki heima þegar maður svarar ekki strax. Eins er það bagalegt þegar fólk kemur í heimsókn og maður hefur brugðið sér eitthvað frá, t.d. út í búð. Þeir sem koma ættu að setja lítin miða í póstkass- ann með nafni og hvenær þeir komu. Þá gæti maður hringt til þeirra.“ „Penthouse" Málræktarunnandi hringdi: „Ég hef oft undrað mig á því að það er eitt orð sem hefur alveg gleymst að þýða, orðið „penthouse“. Ég hef látið mér detta í hug að þýða mætti þetta orð sem þakíbúð, sem kannski þykir ekki nógu fínt. En hvað sem því líður þyrfti að finna einhvert viðunandi íslenskt orð yfir þetta.“ Hjól Hjól fannst í Elliðaárdal fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 83685. Kettlingur 10 mánaða síamskettlingur, fress, fór að heiman frá Engihjalla 9 á laugardagskvöld. Vinsamlegast hringið í síma 611230 eða síma 44718 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Köttur Ljósbröndóttur högni fannst í garði við Miklubraut fyrir skömmu. Eigendur hans eru vin- samlegast beðnir að hefa sam- band við Dýraspítalann í Víðidal eða við Ásdísi í síma 24456. VIÐ BORGUM BRÚSANN ■i&jUt* 'hct Upp með hendurnar, eins og skot! Með morgnnkafíinu Til Velvakanda. Eftir að hafa horft á sjónvarps- fréttir frá Rússlandi um lausn Rússa á vín- og vímuvandamálum fór ég að íhuga aðferð þeirra, rétt- lætingu hennar og gildi. í fyrstu fannst mér hranalega, næstum ómanneskjulega að verki staðið. Ég fékk samúð með ógæfumönnunum, sem smalað var saman næstum eins og sláturfé á haustdegi. Aðbúnaður allur virtist í lágmarki, vinnuað- staða og fæði sjálfsagt á svipuðum nótum. Aðal aðferðin var að láta óreglumennina vinna - þræla fyrir land og þjóð án iauna, þar til and- legt og líkamlegt heilsufar hafði veitt þeim þrek og skilning á að allar lífsbrautir eru betri án fylgdar Bakkusar og fíkniefnabaróna háns. Eitthvað mun þó sumum hafa fip- Til Velvakanda! Hinn 10. október birtist í Velvak- anda bréf frá Árna Helgasyni í Stykkishólmi, sem telur sig í hæstu hæðum en virðist gleyma því að samtímis er hann staddur á ösku- haugi jarðlífsjns í miskunnarlausum efnisheimi. Árni heldur því fram, að allar hörmungar í jarðlífinu síð- astliðin 2.000 ár séu að mestu leyti drykkjumönnum að kenna. Þar er um misskilning að ræða. Það er allt reglufólk sem hefur komið af stað styrjöldum og ýmisskonar vandræðum síðastliðin 2.000 ár. ast í þeim fræðum, því mikið fram- boð er á alls konar vímuefnum og drykkja er mikil og almenn í Rúss- landi. Síðan fór ég að bera saman að- ferðir íslendinga og Russa í þessum efnum. Varðandi mannúðleg sjón- armið stöndum við langt framar, sennilega fremstir allra þjóða. Hér er drykkjumönnum veittur góður aðbúnaður meðan þeir búa sig und- ir næstu drykkjuhrotu og þannig koll af kolli þar til þeir sjá að sér eða farast. Ég og þú borgum brús- ann á einn eða annan hátt. Oft eru þessir ógæfumenn að upplagi greindir og gjörvulegir, kannski draumóramenn, lítt vinnugefnir og kærulausir um eigin hag og ann- arra. Þeir spila á kerfið. Eru á at- vinnuleysisstyrk, eru á framfæri Drykkjumenn hafa aldrei komið af stað styijöldum. Um drykkjufólk sem misnotar áfengi er aðeins unnt að segja að það býr tij sitt eigið böl og vand- ræði. Orð Árna Helgasonar um það viðurkenni ég undirritaður sem ör- ugga staðreynd en tal hans um betri heim er örugglega út í bláinn. Við förum að lokum öll yfir móðuna miklu, sú staðreynd er ekki umflúin frekar en að hinn óhreini og mis- kunnarlausi efnisheimur líður undir lok samtímis óhreinu jarðlífi. Þorgeir Kr. Magnússon foreldra, „slá“ vini og vandamenn, jafnvel betla fyrir bjór og brauði. Svo maður tali nú ekki um þá sem eru svo langt leiddir að lemja og rífa veski af gömlum farlama veg- farendum. Að þessu athuguðu og þegar hugsað er til þeirra gífurlegu fjárupphæða sem slíkir óreiðumenn kosta þjóðfélagið, beint og óbeint, tel ég að skoða beri nánar vinnu- skyldureglu Russa, þó að mannúð- arhefð þeirra mætti vissulega end- urskoða. Vill ekki íjármálaráðherra eða heilbrigðisráðherra upplýsa þjóðina í blöðum og sjónvarpi um hvað öll sú heilbrigðisþjónusta sem snýr að fíkniefna- og áfengisvandamálum kostar. Og hvað um löggæslukostn- aðinn? Hvað um eignatjónið? Hvernig er hægt að meta það tjón sem heimilin verða fyrir? Tjónin í umferðinni ásamt tjóni á lífi og lim- um samborgaranna? Á þjóðin ekki rétt á þessum upplýsingum? J.T. ------» ♦ «------ Hestur guðanna Til Velvakanda. Ég vil þakka Sjónvarpinu fyrir stórgóða sænska hestamynd, Hest- ur guðanna, sem sýnd var 9. októ- ber. Það var gaman að sjá svona fallega og vel tekna mynd með ís- lenska hestinum. Ég vona að mynd- in verði endursýnd, því hún á erindi til margra og gæti ég vel hugsað mér að sjá hana aftur. Hestakarl. Sýndarmennska * HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Alaugardaginn fyrir viku gripu eigendur um 800 veitinga- staða í Stokkhólmi og víðar í Sví- þjóð til þess óvenjulega ráðs að bjóða vörur sínar á verði sem þeir töldu sambærilegt við það, er tíðk- ast í aðildarríkjum Evrópubanda- lagsins. Leiddi þetta til þess að verðlag á sænskum matsölustöðum lækkaði um allt að helming. Með þessu vildu veitingamenn mótmæla hækkun á virðisaukaskatti í 25% sem kom til sögunnar í janúar síð- astliðnum og varð skatturinn þá hinn hæsti í veröldinni. í Svíþjóð eins og hér, þar sem skatturinn slagar í þetta (24,5%), telja menn það ti! dæmis standa ferðaþjónustu fyrir þrifum, hve hátt verð er í veit- ingahúsum. Þennan dag var unnt að fá súpu, kjúkling og eftirrétt fyrir 550 ÍSK á veitingastað nokkrum í Stokk- hólmi. Kunningi Víkveija sem var í Stokkhólmi þennan dag sagði að sérstakt andrúmsloft hefði ríkt í borginni. Miklar biðraðir hefðu myndast við veitingastaði og fólk fagnað framtaki veitingamann- anna. Er talið að þessi aðgerð hafi orðið vatn á myllu þeirra sem mæla með aðild Svíþjóðar að Evrópuband- alaginu. XXX Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á dagskrár rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu. Víkveiji hlustar ekki nægilega mikið á útvarp sjálf- ur til að dæma um, hvernig til hef- ur tekist. Þó sýnist honum að í þessari dagskrá eins og annars staðar fjölgi þeim þáttum, sem byggjast fremur á því að fá fólk til viðtals á stundinni en vandlegum undirbúningi og íhugun. Viðtalsþætti má að sjálfsögðu vinna þannig að þeir gefi heildar- mynd af einhverjum atburðum eða tímabili. Minnist Víkveiji þar til dæmis þátta sem Páll Heiðar Jóns- son hefur unnið með efinsöflun víða um lönd. Skyndiviðtala- og síma- þættir henta ekki til slíkra hluta og í þeim er yfirleitt aðeins hreyft við yfirborðinu. 0 Isunnudagsblaði Morgunblaðsins var skýrt frá nöfnum nokk urra þeirra manna, sem hafa verið fengnir til þess að annast þætti í hinni nýju dagskrá rásar 1 hjá Rík- isútvarpinu. Víkveiji sá þar, að þrír fyrrverandi ritstjórar Þjóðviljans hafa fengið lausastörf hjá þessari ríkisrás: Silja Aðalsteinsdóttir verð- ur leiklistargagnrýnandi, Þráinn Bertelsson kvikmyndagagnrýnandi og Einar Karl Haraldsson á að ann- ast umræðuþátt í vikulokin á móti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrum borgarfulltrúa Kvennalist- ans, sem hefur skipað sér til vinstri við Þjóðviljann. Unnt er að ráða af þessari upp- talningu að Þjóðviljanum hafi geng- ið illa að halda lengi á ritstjórum undanfarin ár, enda hafa umsvif blaðsins dregist saman jafnt og þétt og það berst í bökkum. Sú spurning vaknar hvort ráðamenn dagskrár rásar 1 telji það henni til framdráttar að fá þann blæ á hana sem þetta mannval gefur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.