Morgunblaðið - 17.10.1990, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 17.10.1990, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 ÍSLENSKI HANDBOLTINN 7. UMFERÐ Föstudagur 19.10. KA- Víkingur Kl. 20:30 r Iþróttahöllin Akureyri Laugardagur 20.10. Fram-KR Kl. 16:30 Laugardalshöll Laugardagur 20.10. FH-ÍR Kl. 16:30 Kaplakriki, Hafn. Laugardagur 20.10. Selfoss-Haukar Kl. 16:30 r Iþróttahús Selfoss Laugardagur 20.10. Grótta- ÍBV Kl. 16:30 Seltjarnarnes Laugardagur 20.10. Valur-Stjarnan Kl. 16:30 Hlíðarendi VÁTRYGGIIVGAFÉLAG ÍSLANDS HF KNATTSPYRNA Guðjón Þórðar M son aftur til ÍA Verðurframkvæmdastjóri Knatt- spyrnufélagsins og aðalþjálfari þess GUÐJÓN Þórðarson var ígær- kvöldi ráðinn framkvæmda- stjóri Knattspyrnufélags ÍA og jafnframt aðalþjálfari þess. Guðjón, sem þjálfaði lið ÍA fyr- ir nokkrum árum, en hefur þjálfað lið KA síðustu þrjú ár og gerði það m.a. að meistur- um 1989, er því kominn á heimaslóðir að nýju og tekst á við vandasamt verkefni — að koma Akranesliðinu ífremstu röð að nýju. Samningur Guð- jóns við IA er til tveggja ára. . Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hér væri að mörgu leyti um tíma- mótasamning að Ján ræða því Guðjón Gunnlaugsson fengi mjög fjöl- breytt verkefni til að vinna að. Hann mun annast þjálfun 2. deildar liðs- ins auk þess sem hann mun móta og hafa yfirumsjón með þjálfun annarra flokka, og um áramótin tekur hann síðan við stöðu fram- kvæmdastjóra félagsins — verður í skrilarfrá Akranesi raun sá fyrsti sem svo fjölþættu starfi gegnir hjá íslensku liði. „Þetta er tilraun hjá okkur til að bijóta upp hefðbundið form þessara starfa,“ sagði Gunnar, „og vissu- lega vonumst við eftir því að það eigi eftir að skila góðum árangri.“ Guðjón Þórðarson sagði að vissu- lega væri þetta áhugavert verkefni og hann væri ánægður með að vera kominn heim að nýju. Hann sagði mikinn efnivið fyrir hendi á Akra- nesi, og það væri sérstaklega áhugavert að fá að móta framtíð þeirra mörgu efnilegu leikmanna í knattspyrnunni sem þar væru. Hann sagði að vissulega væri tölu- verður munur á að vera þjálfari á Akranesi eða Akureyri. „Mér leið vel á Akureyri og átti þar góðan tíma, en að mörgu leyti var það erfítt. Aðstæður á Akranesi eru betri og allir leikmenn eru á staðn- ; um allt árið, þannig að fyrir mig er þetta skaplegri vinnuaðstaða." Guðjón var spurður hvort hann teldi sig þurfa að styrkja leik- mannahópinn fyrir komandi átök, með aðfluttum leikmönnum. „Það er ekki tímabært að svara því,“ Guðjón Þórðarson. sagði hann, en bætti við að liðið þyldi það vel að fá sterkari leik- menn. „I dag er ég fyrst og fremst að hugsa um þá leikmenn sem við höfum og sé hvort ekki megi fá meira út úr þeim. Hann sagðist aðspurður að sér litist vel á slaginn í 2. deild næsta sumar, „vitanlega ætlum við okkur að komast að nýju í hóp þeirra bestu, en það er ekk- ert sjálfgefíð í þeim efnum. Helm- ingur liðanna getur sigrað, en það hefur þó oft viljað brenna við að þegar lið falla milli deilda þá verður visst spennufall, bæði hjá leikmönn- um og ekki síður stjórn, en mér sýnist mikil alvara vera í þessu hér á Akranesi og allir eru ákveðnir í að gera sitt besta.“ Guðjón sagðist hefja æfingar nú í byijun nóvemb- er, og verður æft með litlum hléum í allan vetur. ÍHtim r;. FÓLK ■ ÞORVARÐUR Björnsson og Guðmundur Haraldsson verða línuverðir hjá Óla B. Olsen, þegar hann dæmir leik Anderlecht og Omonía í Evrópukeppni bikar- hafa. Leikurinn fer fram í Briissel í næstu viku. ■ LITLAR breytingar urðu á stjórn Knattspyrnufélags ÍA á aðalfundi þess í vikunni. Gunnar Sigurðsson var endurkjörinn form- aður, en athygli vekur að í vara- stjórn koma tveir „gamlir refir“, sem báðir voru formenn Knatt- spyrnuráðs ÍA á sínum tíma; Har- aldur Sturlaugsson og Gylfi Þórðarson. t o HANDBOLTI HSÍ ætlar aðráða framkvæmda- stjóra Handknattleikssambands ís- lands hefur ákveðið að segja upp tveimur af þremur starfsmönn- um á skrifstofu sambandsins. „Pjár- hagsstaða sambandsins er ekki góð um þessar mundir og höfum við því ákveðið að fækka um eitt stöðugildi á skrifstofu okkar. Við munum ráða framkvæmdastjóra í fullt starf fljót- Iega,“ sagði Gunnar Gunnarsson, varaformaður HSI. „Þetta er ástæðan fyrir því að við fækkum á skrifstofunni. Þá má geta þess að við erum með lands- liðsþjálfara í fullu starfi og mun hann hafa bækistöð á skrifstofu okkur í sambandi við vinnslu á ýmsum verkefnum sem við kemur landsliðinu ogþjálfun,“ sagði Gunn- ar, en fyrirhugað er að breytingar verði á skrifstofu HSÍ um áramót. DÓMAR-AR Íblaðinu í gær er greint frá fádæma atburði, sem átti sér stað skömmu fyrir blakleik á sunnudag. Leikmenn 1. deildar liðs Fram í blaki neituðu að sam- þykkja settan dómara á leik ÍS og Fram — sögðu hann hliðhollan ÍS — og höfðu leikmenn- irnir sitt fram. Þetta er alvarlegt mál, sem ekki er hægt að láta afskipta- laust. Þetta er árás á dómara, sem snertir ekki aðeins blakíjiróttina heldur getur haft ófyrirsjáanleg áhrif á allar keppnisíþróttir. Ef menn gera sér ekki grein fyrir verkaskipt- ingunni og ábyrgð hlutaðeigandi aðila í íþróttum er illt í efni. Ef leikmenn ætla að gerast dómar- ar án þess að þekkja reglurnar er ver af stað farið en heima setið. Dómarar í keppnisíþróttum eru gjarnan gagnrýndir meira en góðu hófí gegnir. Gagnrýnin er að vissu leyti réttmæt, ef við- komandi standa sig ekki í starfi. Dómarar verða að þekkja leikinn og lögin, gæta hlutleysis og fara eftir settum reglum. Keppnis- manni, sem hefur lagt sig allan fram og reynir ávallt að gera sitt besta, sárnar ekkert eins mikið og ranglát dómgæsla, sem getur á augabragði lagt allt erfiðið í rúst. Og því miður eru þess dæmi að dómarar hafa ráð- ið úrslitum. Þrátt fyrir það er algjörl virðingarleysi að leik- menn og þjálfarar berji bumbur áður en flautað er til leiks og dæmi menn fyrir verknað, sem þeir hafa ekki frainið. Keppni fer ekki fram nema að vissum skilyrðum uppfylltum. Leikreglur eru til þess að fara eftir og dómara ber að sjá til að þeim sé framfylgt. Ábyrgð félaganna felst meðal annars í því að fá áhugasamt fólk til að taka að sér dómgæsluna. Við- komandi samband heldur utan um dómaramálin, sér um nauð- synlega fræðslu, námskeið og endurmenntun, fær dómurum verkefni við hæfi og hefur eftir- lit með störfunum. Menn byija að hjólg áþríhjóli, síðan á tvíhjóli og ef áhugi og geta eru fyrir hendi tekur vélhjólið við en ekki öfugt. Ef viðhalda á keppnisíþrótt- um með því markmiði að ná ávallt lengra, verður að huga að öllum samvirkandi þáttum samtímis. Keppni verður ekki haldin án dómara. Tómt mál er að lengja keppnistímabilið í knattspyrnu fyrr en yfírbyggðir vellir úti um allt land verða að veruleika. Skammsýni er að fjölga liðum og leikjum nema aðstaða sé tryggð, leikmenn séu fyrir hendi, lærðir þjálfarar og hæfir dómarar til taks vegna aukinna verkefna. Óréttmætar árásir á einn hlekk keðjunnar eru óþolandi og til þess eins að fæla menn frá. Menn verða að læra að beina spjótum sínum í rétta átt ef stinga skal á meininu. Hvernig geta menn leyft sér að dæma dómara, sem hefur ekki dæmt, fyrir að dæma leik, sem hefur ekki farið fram? Og hvernig stendur á því að menn komast upp með svona hringavitleysu? Steinþór Guðbjartsson „Hvernig stendur á því aö menn komast upp meö svona hringavitleysu?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.