Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 236. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 Prentsmiðjá Morgunblaðsins Sænskir löggjafar vilja sýna gott fordæmi: 0 _ ^ iVvUiei Dick Cheneyi Moskvu Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Moskvu og á myndinni sést Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi bjóða ráðherrann velkominn. Cheney óskaði Sovétleiðtoganum til hamingju með friðarverðlaun Nóbels og svaraði hinn síðarnefndi að það væri sérstök ánægja að fá slíkar heillaóskir frá ráðamanni í hermálum. Að sögn Moskvuútvarpsins fjölluðu mennirnir tveir um samskipti ríkjanna, þ. á m. afvopnunarmál og Persaflóadeiluna en ekki var skýrt nánar frá viðræðunum. Tekið var fram að Che- ney væri að endurgjalda heimsókn Dímítris Jazovs, varnaramálaráðherra Sovétríkjanna, er var í Banda- ríkjunum fyrir skömmu, og heimsókn Bandaríkjamannsins tengdist á engan hátt Persaflóadeilunni. Þingfararkaup hækkar ekki næstu 12 mánuði Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKIR þingmenn hafa ákveð- ið að laun þeirra hækki ekki næstu tólf mánuðina. Markmiðið er að leggja enn frekari áherslu á það hve kjörnir fulltrúar þjóðar- innar telja efnahagsástandið al- varlegt. Fulltrúar ríkisvaldsins í viðræðum um kjarasamninga lögðu fyrir nokkru til að. allir launþegar sættu sig við nær eng- ar kauphækkanir til að sporna Gísli á leið frá Kúvæt til Bagdad ÞÆR upplýsingar bárust til íslenska utanríkisráðuneytis- ins fyrr í vikunni að Gísli H. Sigurðsson læknir, sem lokað- ist inni í Kúvæt við innrás ír- aka 2. ágúst síðastliðinn, hygðist fara til Bagdad næstu daga. Fulltrúi sænska utanrík- isráðuneytisins er á leið til Bagdad og hefur hann verið beðinn að reyna að fá Gísla lausan. við sivaxandi verðbólgu. Þing- menn jafnaðarmanna báru fram tiiiöguna um frystingu launa og fengu stuðning umhverfisvernd- arsinna og kommúnista en borg- araflokkarnir voru hugmyndinni andvígir. Laun þingmanna eru nú um 25.000 krónur (um 240.000 ÍSK) á mánuði og hægt er að fá 4.000- 7.000 krónur að auki ef þingmaður býr í meira en 15 km fjarlægð frá þinghúsinu í Stokkhólmi. Ráðherr- arnir, sem hafa um 40.000 (tæpar 400.000 ÍSK) á mánuði, eru einnig reiðubúnir að sætta sig við óbreytt laun. Verðbólga er nú um 12% á árs- grundvelli og hefur ekki verið hærri í 20 ár. Ýmis verkalýðssamtök hafa tekið undir hugmyndir fulltrúa ríkis- valdsins um að stöðva kauphækkan- ir en önnur vilja ekki sætta sig við slíka lausn þar sem verðhækkanir hafi verið um tíu af hundraði. Orð- rómur hefur verið á kreiki í nokkrar vikur um væntanlega gengislækkun. Efnahagssérfræðingar segja að fari svo að verðlagshækkanir verði bætt- ar upp í samningum um kaup og kjör verði óhjákvæmiiegt að fella gengi krónunnar. Stasi-njósnari handtekinn í Þýskalandi: Upplýsti íraka um hemaðar- leyndarmál vestrænna ríkja Bonn. dpa. Embættismaður í utanríkisráðuneytinu í Bonn, sem handtekinn hefur verið grunaður um njósnir fyrir fyrrum öryggislögreglu Austur-Þýskalands, Stasi, lét einnig írökum í té hernaðarleyndarmál vestrænna ríkja um Persaflóamálið, að því er þýskir leyniþjónustu- menn sögðu í gær. Njósnarinn hét Júrg'en Gietler en breytti nafni sínu í Mohammed eft- ir að hafa tekið múhameðstrú. Leyniþjónustumennirnir staðfestu við þýsku fréttastofuna dpa að Reuter Saddam Hussein íraksforseti hefði fengið upplýsingar frá Gietler um aðgerðir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Persaflóadeil- unni eftir innrás íraka í Kúvæt 2. ágúst. „Mál Gietlers er mjög alvar- legt,“ sögðu leyniþjónustumennirn- ir. Þýska blaðið Bild hafði skýrt frá þessu máli og sagt að írakar hefðu að öllum líkindum fengið Gietler í þjónustu sína fyrir milligöngu Stasi. Hann hefði komið upplýsingunum í íraska sendiráðið í Bonn. Gietler starfaði í skjaladeild ut- anríkisráðuneytisins í Bonn og hafði þar aðgang að leynilegum upplýs- ingum. Leyniþjónustumennirnir sögðu að hann hefði látið íraka hafa „næstum hverja einustu skýrslu Bandafíkjamanna um Persaflóa-má)ið“ áður en þeir síðar- nefndu hófu hernaðaruppbyggingu sína á svæðinu. Hann hefði einnig haft aðgang að upplýsingum frá leyniþjónustum annarra vestrænna ríkja, svo sem þeirri þýsku. Heimildarmennirnir bættu við að fundist hefðu „fjölmörg" leynileg gögn frá þýska utanríkisráðuneyt- inu við leit á heimili Gietlers, Hann hefði meðal annars látið írökum í té skýrslur frá þýskum sendiráðum í arabaríkjunum. Þá hefði hann fengið þeim skjöl varðandi leynilega samninga Atlantshafsbandalagsins (NATO) og skýrslur bandaríska sendiherrans hjá NATO. Talsmenn Atlantshafsbandalags- ins í Brussel neituðu að tjá sig um málið í gær. Fjárlög í Bandaríkjunum: Oldungadeildin ræðir nýja útgáfu Washington. Reuter. Öldungadeild Bandaríkjaþings byijaði í gær að ræða enn eina útgáf- una af fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sú útgáfa er sögð George Bush Bandaríkjaforseta nieira að skapi en frumvarp það sem fulltrúadeildin samþykkti í fyrrakvöld. Þingið liefur frest til miðnættis aðfaranótt laugardags til að afgreiða fjárlög ella má búast við að starfsemi hins opinbera lamist að miklu leyti. neitunarvaldi samþykkti öldunga- deildin frumvarpið. Sagðist hann ekki heldur reiðubúinn að undirrita ijáraukalög til að útvega ríkinu fé sem skortir vegna þess að Qárlög hafa ekki verið afgreidd. Búist er við að næstu daga verði reynt til þrautar að stilla saman strengi þingdeildanna tveggja. Það sem helst greinir frumvarpsdrög öld- ungadeildarinnar frá frumvarpi full- trúadeildarinnar er að í stað hækk- aðs tekjuskatts er gert ráð fyrir auknum skatti á bensín. Samkomulag hefur náðst um það í grundvallaratriðum milli þings og ríkisstjórnar að minnka fjárlagahall- ann um 500 milljarða dala á næstu fimm árum. Hins vegar er ágreining- ur um leiðirnar. Fulltrúadeildin sam- þykkti í fyrrakvöld frumvarp þar sem lagðar eru auknar skattbyrðar á hátekjufólk í Bandaríkjunum. Fylgi við frumvarpið skiptist nokkurn veg- inn eftir flokkslínum og voru það demókratar sem veittu því brautar- gengi. Bush brást ókvæða við hækk- un tekjuskattsins og sagðist beita í dag fer Peter Oswald, yfir- maður pólitísku deildar sænska utanríkisráðuneytisins, til Bagdad til að reyna að fá 90 Svía, sem þar eru enn í gíslingu, lausa. Arne Nyberg, sendifull- trúi í sænska sendiráðinu í Reykjavík, sagðist í gær hafa komið þeirri beiðni til Oswalds frá íslenska utanríkisráðuneyt- inu að reynt yrði að fá Gísla lausan með Svíunum. Eins og kunnugt er fékk Gísli ekki að fara frá Kúvæt með eig- inkonu sinni Birnu G. Hjaltadótt- ur í byijun september. Að sögn Finnboga Rúts Arnarsonar í íslenska utanríkisráðuneytinu hafa Svíar frá upphafi verið beðnir um að reyna að greiða fyrir því að íslendingamir, þar á meðal Gísli, fengju að fara úr landi. Sú ósk hefði verið áréttuð nú þegar fréttist um ferð Peters Oswalds til Bagdad. Demanta- tré Þetta demantajóla- tré er til sýnis í Tókíó á sýningu 32 japanskra demanta- fyrirtækja. Tréð er 25 sm hátt og skreytt með 1.034 demöntum, alls 91 karata, Það er metið á 150 milljónir jena, 60 milljónir ÍSK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.