Morgunblaðið - 18.10.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.10.1990, Qupperneq 7
MORCUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1». OKTÓBER 1990 '') ■ Á/# t « { , V > : <* '■,] j-—■ 4 V * f, hrr *i n iii '"r / ' % * > "'"1 1 h " * 1 » ^ *w ö* Ein stærsta fjármálaákvörðun sem einstaklingar og hjón taka í lífinu er í hvers konar húsnæði þau búa. Hversu ötórt á það að vera? Á að leigja, kaupa eða byggja? Og þegar aldurinn færist yfir: Borgar sig að búa áfram í stóra, gamla húsinu eða er betra að minnka við sig? Það er mikilvægt að íhuga vel allar hliðar þessara ákvarðana og skipuleggja fjármálin Að kaupa eða stækka við sig: Þeir sem eru að kaupa í fyrsta sinn standa frammi fyrir því að nauðsynlegt er að eiga dágóðan hluta af kaupverði íbúðar þegar lagt er upp. Ungt fólk þarf því að sýna þolinmæði, skipuleggja fram í tímann og safna í nokkur ár áður en lagt er út í húsnæðiskaup. Þeir sem eru að stækka við sig njóta fyrri húsnæðisspamaðar en þurfa þó yfirleitt líka að leggja fyrir í nokkum tíma til að auka eigið fé áður en ráðist er í kaup. Þeir njóta yfirleitt ekki sama stuðnings frá ríkinu og fólk sem er að kaupa í fyrsta sinn, hvort sem það er í formi lána eða vaxtabóta. Nauðsynlegt að eiga 25-30% af kaupverði íbúðar Sveiflur í fasteignaverði eru geysimiklar hér á landi. Það hefur m.a. í för með sér að hlutfall eigin fjár í íbúðarkaupum eða byggingum þarf að vera hærra hér en í nágrannalöndunum. Æskilegt eraðeiga25-30% af kaupverði íbúðar þegar lagt er af stað í leit að draumaíbúðinni og gera ekki ráð fyrir að taka lán fyrir meiru en 70- 75%. Að öðmm kosti gæti komið upp sú staða að markaðsverð íbúðar nægði ekki til að borga upp lán af henni og þar með getur fólk ekki brugðið á það ráð að selja til að losna undan skuldabagg- anum ef aðstæður í fjármálum breytast skyndi- lega. Safni fólk hins vegar vænum sjóði ásamt því að sníða sér stakk eftir vexti og ætíar sér ekki um of fyrst í stað, geta húsnæðiskaup gengið nokkuð vel, þrátt fyrir háa raunvexti. Og þá verður kannski líka eitthvað eftir fyrir hornsófanum sem passar svo vel inn í nýju stofuna. vel. Þeir sem kaupa eða byggja verða að gæta þess vel að reisa sér ekki hurðarás um öxl og byija ekki með tvær hendur tómar, heldur leggja fyrir og safna þar til nokkur „húsnæðissjóður" hefur myndast. Þeir sem em einir eftir í kotinu verða að gera upp Ein stærsta Qármálar áhöiðunin ^ í lífinu við sig hvort þeir vilja minnka við sig og losa þannig sparifé sem annars er bundið í of stóm húsnæði. Það má síðan nota til að njóta lífsins á eftirlaunaárunum eða hjálpa bömum og barnabörnum. Að minnka við sig.til að auka tekjumar Það hefur lengi loðað við okkur íslendinga að byggja stórt og leggja mikið í íbúðarhúsnæði. I fjölda ára var líka tryggast að geyma spariféð í jámbentri steinsteypu á meðan verðbólgu- draugurinn átupp sparifé í bönkum. Því er það að fjöldi fólks býr í óþarflega stóru húsnæði þegar að eftírlaunaárunum kemur og börnin em farin að heiman. Sumir hafa líka á langri ævi sparað svo mikið að þeir eiga tvær íbúðir. Það er staðreynd að tekjur flestra minnka vemlega þegar kemur að eftírlaunaárunum og sparifé sem bundið er í steinsteypu kemur ekki að miklum notum við að bætavið þær. Því getur það borgað sig að selja stóm íbúðina og kaupa aðra minni, og losa þannig sparifé. Það leikur líka lítill vafi á að séu íbúðirnar tvær er hagkvæmara að selja aðra. Dæmi: Tökum dæmi af hjónum sem seldu húsið sitt og keyptu sér minni íbúð. Þau fengu 4 m.kr. greiddar í milli og geyma þær í Sjóðsbréfum 2 hjá VIB. Ársfjórðungslega fá þau greidda vexti af bréfunum. Ef vextir eru 7% yfir verðbólgu gefa4millj. kr. 280 þús. kr. ívextiáári, eða70 þús. kr. fjórum sinnum á ári, sem jafngildir rúmum 23 þús. kr. í skattfrjálsar tekjur á mánuði. Dálagleg viðbót við eftirlaunin það. í rólegheitunum heima... Bæklinga um þjónustu VIB má fásenda heim í pósti. Þannig getur þú ígmndað fjármálin í róleghei- tunum heima og lagt gmnninn að fjárhagslegu öryggi fjölskyld- unnar. • Upplýsingar • Utreikningar • Ráðgjöf • Dæmi Þeir sem em að hugleiða húsnæðiskaup þurfa að huga vel að fjármálunum og umfram allt að skipuleggja þau vel. Hjá Húsnæðis- stofnun er hægt að fá mat á greiðslugetu, en starfsmenn VIB geta aðstoðað fólk við að átta sig á því hvað það þarf að leggja mikið fyrir í hverjum mánuði til að eignast 25-30% af kaupverði íbúðar eftir ákveðinn tíma og gert sparnaðinn fyrirhafnarlítinn og einfaldan. Hversu mikið lagt er fyrir fer eftir getu og þörfum hvers og eins. Sumir þurfa að byrja frá grunni, aðrir eiga einhverjar eignir, t.d. bíl eða litla íbúð. Ef vextir em 5% getur ungt par sem er að kaupa sínafyrstu íbúð t.d. eignast950 þús. kr. á 18 mánuðum með því að leggja fyrir 38 þús. kr. á mánuði. Að minnka við sig Ráðgjafar VIB geta líka aðstoðað þig við að reikna út hversu miklar tekjur þú færð af því að selja húsið og kaupa minni íbúð. Það fer eftir því hversu mikið fé fæst greitt í milli, en einnig eftir því hverjir vextir em og hvort þú vilt ganga hægt og sígandi á höfuðstólinn eða fá aðeins greiddar vaxtatekjur af honum. Yfirleitt er hagkvæmast að geyma höfuðstólinn í verðbréfum. Hvers konar bréf það em fer hins vegar eftir aðstæðum og þörfum hvers og eins. Þeir sem eiga miklar eignir ættu t.d. að kaupa spariskírteini ríkissjóðs sem em eignarskattsfijáls. Áðrir sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af eignar- skattinum geta keypt önnur verðbréf sem gefa hærri ávöxtun. Fyrir þá sem vilja hafa tekjur af sparifénu býður VIB sérstaklega Sjóðsbréf 2.Vextir umfram verðbætur af þessum bréfum em greiddir út fjórum sinnum á ári og þannig má hafa regluleg- ar tekjur af sparifénu. Verið velkomin í VÍB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.