Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 NEYTENDAMÁL Mengandi eitur- efni í gólfteppum Gólfteppi hafa Iengi verið vinsæl, þau þykja hlýleg, _ mjúk undir fæti og þægileg. En ekki er þar allt sem sýnist. I ágústblaði tímaritsins „Science News“ birtist áhugaverð grein um leyndar hættur í gólfteppum. Greinarhöfundur bendir á, að í þeim löndum sem gest- um er mætt í dyrum með pör af inniskóm, sé ekki aðeins verið að bjóða gesti velkomna, heldur sé þar um mjög hagsýna athöfn að ræða, þ.e. að koma í veg fyrir að þeir beri óhreinindi inn á teppin. Fólk með ung börn sem skríða um gólf, ætti að taka sér þennan sið til fyrirmyndar, segir í greininni, og gæta sérstakrar varkárni, þar sem gólfteppi geta verið „hafsjór mengandi eiturefna sem fólk ber inn á teppin með skónum utan frá. Þess- ar upplýsingar og fieiri komu fram á alþjóðaráðstefnu um „Loftslag og gæði lofts innan dyra“, sem haldin var í Toronto í Kanada í ágúst sl. John W. Roberts og samstarfs- menn hans efnagreindu ryk úr tepp- um 40 heimila sem byggð höfðu verið í Seattle fyrir 1950. Niðurstöð- ur þeirra leiddu í Ijós, að meðal-blý- magn í ryki gólfteppa var langt yfir þeim mörkum sem venjulega kalla á sérstakar hreinsunaraðgerðir. Þó voru nokkur frávik. A fjórum heimil- um, þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu fyrir reglu að fara ekki inn á teppin á útiskófatnaði, mældist minna en 10% mengun eiturefna í teppunum miðað við magnið á tepp- um þeirra heimila þar sem gengið var um inni á útiskófatnaði. Munur- inn var 240 míkrógrömm á fermetra miðað við 2.900 míkrógrömm á fer- metra. Og í sex fjölbýlishúsum þar sem gengið var um teppalögð and- dyri og eftir teppalögðum göngum að íbúðunum reyndust mengunar- efnin í teppum íbúðanna vera um 440 míkrógrömm á fermetrgi. Blýmagn í ryki gólfteppanna reyndist vera í beinu sambandi við blýmagnið í jarðveginum utan dyra, sem þykir benda til að jarðvegurinn sé helsta ástæðan fyrir menguninni innan dyra. Hið mikla blýmagn við grunn húsa sem byggð voru fyrir 1950 bendir til notkunar á blýauð- ugri málningu, sem notuð var hér áður fyrr. Að gera þessi hús upp getur þó gert illt verra, segir í greininni, mengunin getur margfaldast, þegar blý losnar frá gömlu málningunni og gömlum lögnum við breytingar. Vísindamennirnir fundu út að á níu heimilum sem höfðu verið gerð upp ári fyrir könnunina margfaldaðist blýmagnið í teppunum og fór yfir 12.600 míkrógrömm á fermetra. Blýið er ekki það eina sem menn hafa áhyggjur af, óeðlilega mikið magn skordýraeiturs hefur fundist á hundruðum heimila sem rannsökuð voru af David E. Camann við „So- uthwest Research Institute" í San Antonio í Texas. Camann og sam- starfsmenn hans könnuðu heimili sem ársfjórðungslega eru meðhönd- luð með skordýraeyði af sérstökum fagmönnum. í rannsókn, sem stóð yfir í 10 daga, komu fram fjölmörg skordýraeitur í lofti og teppum sem voru aðallega rakin til jarðvegs utan dyra og borist höfðu inn með skó- fatnaði. Rykið sem ryksogið var úr teppum í dagstofu reyndist innihalda 16 tegundiráf skordýraeitri og fund- ust um tveir þriðju þeirra einnig í andrúmslofti herbergjanna. Aukning og samþjöppun skor- dýraeitursins sem fram kom í þess- ari 10 daga könnun, þar á meðal chlordane, heptachlor, dieldrin og DDT, í teppunum, þar sem mengun- in varð þéttari eftir því sem nær dró útidyrum að dyramottu og dyra- palli, þótti vísbending'þess að rekja mætti efnin til jarðvegs utan dyra. John W. Roberts, sem hefur haft að lífsstarfi að mæla og efnagreina húsryk, hefur áður sýnt fram á að teppi getur innihaldið 100 sinnum meira af fínu rusli en teppalaust gólf. Þeim mun hærri sem þræðir teppisins eru þeim mun erfiðara er Það er hvergi friður - skordýraeitrið er allsstaðar að ná úr þeim rykinu, jafnvel þó ryksugur nái fimm sinnum meira ryki upp með teppaburstum en sé rykið dregið upp með sogkrafti. Það sem vakin er athygli á í grein- inni, er að efni sem koma utan frá geta haldist við innan dyra árum saman og hlaðist upp. Robert og Camann birtu niðurstöður rann- sókna sinna í „Bulletin of Environ- mental Contamination and Toxicol- ogy“ í nóvember 1989, þeir fundu í teppum tveggja heimila af fjórum eiturefni sem notuð erp sem viðar- vörn, jafnvel þó útipallar þessara heimila hefðu ekki verið meðhöndl- aðir með viðarvörn í þijú til fimm ár. Þeir fundu einnig chlordane, di- eldrin og DDT jafnvel þó húseigend- ur minntust þess ekki að hafa notað slík efni, og DDT hafi verið tekið af almennum markaði árið 1972. Þó rannsóknir þessar hafi verið gerðar í Bandaríkjunum, ættu þær að verða okkur umhugsunarefni. Að vísu er ekki algengt hér á landi að gengið sé á útiskófatnaði inni á heimilum, en teppi eru víðar eins og á göngum og á stigahúsum sambýl- ishúsa og stofnana. Fyrir um 20 árum voru teppi lögð á ganga og kennslustofur margra grunnskóla sem byggðir voru á þeim tíma. Astæðan er ekki ljós, e.t.v. var verið að spara. í mörgum þessum skólum bauð þessi ráðstöfun upp á mikla erfiðleika, vegna rykmengun- ar sem kom fram í þyngslum í önd- unarfærum nemenda og kennara. Nemendur hafa eðlilega borið inn LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA FISKELDISFRÆDINGA Ráðstefna Fiskeldi á íslandi Hver er staða atvinnugreinarinnar? Laugardaginn 20. október nk. stendur Landssamband íslenskra fiskeldisfræðinga (L.Í.F.) fyrir ráðstefnu um stöðuna í íslensku fiskeldi. Vegna tíðra áfalla í rekstri fiskeldisstöðva undanfarin ár hefur L.Í.F. ákveðið að efna til þessarar ráðstefnu til þess að varpa Ijósi á stöðu atvinnugreinarinnar. - Hvað olli hinum hraða uppgangi upp úr 1980? - Er laxeldið á brauðfótum vegna skorts á rekstrarfé, hárra skammtímaskulda og verðlækkunar á laxi? - Er botninum náð og hvert stefnir? Til að leita svara við þessum spurningum og öðrum, sem upp kunna að koma, hefur L.Í.F. kallað til fyrirlesara úr ýmsum áttum. Það er mikilvægt að flestir þeir sem, láta sig málið varða, mæti og taki þátt í umræðum. Öllum er heimill aðgangur. Fundarstaður verður Hótel Holiday Inn. Þátttökugjald verður krónur 1600 og innifalin í því verða skriffæri og kaffi. Fundarstjóri: Ingvi Hrafn Jónsson. Nánari upplýsingar fást í síma 91-2 29 30, 91-8 22 47 (Þröst- ur) eða 91-64 21 81 (Valdimar). DAGSKRÁ: Kl. 10.00 Setninq: Valdimar Friðriksson, formaður Landssam- bands íslenskra fiskeldisfræðinga. 10.10 Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslandslax: Staða fiskeldis. 10.30 Jóhann Antonsson, stjórnarformaður ábyrgðardeildar fiskeldislána: Bankar, sjóðir og fiskeldið. 10.50 Jón Kristjánsson, fiskifræðingur: Hvað má læra af mis- tökunum? 11.10 Umræður og fyrirspurnir. 12.00 Matarhlé 13.15 Pétur Bjarnason, sjávarútvegsfræðingur: Umhverfi fisk- eldis og opinber umfjöllun. 13.35 Kristján T. Högnason fiskeldisfræðingur: Fiskeldi frá sjónarhóli starfsmanns. 13.55 Valdimar Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur: Liggur framtíðin í bleikjueldi? 14.20 Dr. Hannes Hafsteinsson frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna: Sölu- og markaðsmál á íslenskurn fiskeldisafurðum. 14.45 Kaffihlé 15.10 Umræður og fyrirspurnir 16.15 Ráðstefnu slitið 18.00-20.00 Léttar veitingar í boði ÍSTESS hf. LOKAÓSKIRNAR UPPFYLLTAR Sindri hefur tekið að sér umboð fyrir Otto C. Jensen, einn stærsta seljanda loka á Norðurlöndum, fyrirtæki sem er virt fyrir vandaðar vörur. l KÚLULOKI RENNILOKI h —'i... Í) KEILULOKI SPJALDLOKI Fyrirliggjandi eru í birgðastöð okkar fjölmargar gerðir loka s.s. kúluloka, renniloka, keiluloka og spjaldloka í ýmsum gerðum og stærðum. Sérpöntum eftir óskum. SINDRI BORGARTÚNI 31 • PÓSTHÓLF 880 • 121 REYKJAVlK • SÍMI 62 72 22 | f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.