Morgunblaðið - 18.10.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.10.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 27 plnrgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Velferðarmál, skatt ar og hrossakaup Talað er utn nauðsyn þess að lækka skatta á Islandi. Það væri verðugt verkefni. En eins og samneyzlan er þyrfti gífurlegt átak á öllum sviðum til að draga úr út- gjöldum ríkisins. Hítin er nánast botnlaus og það er eins og öllum þyki sjálfsagt að gera út á hana. Stjórnmálamenn ausa skattpening- um fólksins út og suður og víla ekki fyrir sér að kaupa sér atkvæði og vinsældir með allskyns fyrirgreiðsl- um, enda atkvæðasamir í meira lagi. Allt á kostnað almennings. En margt í opinberum rekstri væri unnt að spara, ekki síður en í einkarekstri sem hefur orðið að standa sig á markaðnum, auka hagkvæmni og láta enda ná saman. Ef vel ætti að vera tæki ríkið einnig til hendi og drægi saman seglin, en það er ekki sérfag stjómmálamanna eins og kunnugt er. Fjárlögin eru svika- glenna, þótt einhverjir tilburðir séu í þá átt að stöðva þensluna. Öll einkafyrirtæki væru löngu farin á hausinn sem lytu fjármálastjóm hins opinbera. Þau hafa ekki endalausan varasjóð í hítina, þ.e. skattpeninga almennings. Aðhaldssemi í fjármálum virðist ekki vera metnaðarmál íslenzkra stjómmálamanna og annarra þeirra sem fara með opinbert fé. Á sama tíma og einkafyrirtækjum hefur ver- ið nauðsynlegt að draga saman segl- in og leita ýmissa úrræða til sparn- aðar eins og við höfum séð undanfar- in misseri hefur ríkið fremur þanið út starfsemi sína en dregið úr henni. Það er enginn sjáanlegur spamaður neins staðar. Það hvarflar ekki að nokkmm manni að nauðsynlegt sé að ríkið sýni gott fordæmi og dragi úr útgjöldum þar sem þau em ekki bráðnauðsynleg eða unnt væri að láta ýmsar framkvæmdir eða stjóm- sýslu sitja á hakanum og bíða betri tíma. Allir skara eld að sinni köku. Og nú er svo komið að ríkið hefur ekki einu sinni bolmagn til að greiða þeim sómasamleg Iaun sem ráðnir eru í mikilvæg embætti á vegum þess. Ríkisstarfsmenn era síður en svo of sælir af launum sínum. Lengst af hafa þau verið þynnt út með óða- verðbólgu en síðar hefur kaupmátt- arskerðingin verið fólgin í harkalegu aðhaldi til að kveða þessa sömu verð- bólgu niður og hefur það þá að sjálf- sögðu komið niður á lífskjömm al- mennings. Þessar aðgerðir em þó að öllum líkindum raunbetri úrlausn fyrir launafólk heldur en kaupmátt- arskerðingar með gúmmítékkum sem hafa verið ávísanir á verðlitlar krónur sem hafa bmnnið á verð- bólgubálinu. Nú em krónurnar líklega eitthvað verðmeiri en áður, en samt er kaupmáttarskerðingin með þeim hætti að sumir hafa vart til hnífs og skeiðar, talað er um fá- tækt og bent á heila þjóðfélagshópa sem vart skrimta vegna erfiðra að- stæðna og lágra launa. Sem betur fer komast flestir nokkurn veginn af, sumir vel en aðrir ágætlega eins og hvarvetna gerist í öllum þjóðfé- lögum. En við verðum að beina at- hyglinni að þeim sem berjast í bökk- um. Við eigum ekki að þola fátækt í þjóðfélagi okkar. Og við verðum að treysta hag þeirra sem hafa farið á mis við velmegunina, bæta aðstæð- ur þeirra, efla sjálfstraustið og auka tekjurnar. Það er framskylda þessa velferðarþjóðfélags og að því eigum við nú að vinna öðru fremur. En það verður ekki gert nema með aðhalds- semi, og þá einkum með velferðar- starfi ýmisskonar og félagslegri að- stoð þar sem þurfa þykir. Meðan ekkert er að gert til að draga úr umsvifum ríkisins þar sem unnt væri og allt látið reka á reiðanum án niðurskurðar í ríkisrekstri verður engin von til þess að velferðarkerfið fái án skattpíningar þá fjármuni sem nauðsynlegir geta verið í baráttunni við vansæld og erfiðleika. Þetta eiga stjórnmálamenn að hugsa um, fyrst og síðast. Þeir eiga að hafa forystu um að efla almenningsálit sem hnígur að þessu. í stað þess þenja þeir ríkisbáknið út á öllum sviðum, ekki sízt þar sem spara mætti. Ein- att er bent á menntakerfið og heil- brigðisþjónustuna sem blóraböggla. Þessi kerfi eru dýr, það er rétt. En menntakerfið er grundvöllur þess að við lifum af sem þjóð og þegnam- ir fái það uppeldi og hljóti þá þekk- ingu sem nauðsynleg er til að við- halda arfi okkar og menningu, en það er forsenda þess að við séum þjóð. Við leggjum minna til mennta og menningar en ýmsar þjóðir aðr- ar. Við leggjum ekki meira til heil- brigðismála en aðrar þjóðir sem gera út á velferðarríki. Gunnar Sigurðs- son yfirlæknir Ijrflækningadeildar Borgarspítalans hefur nýlega bent á það í grein hér í blaðinu að fjöl- miðlar hafí verið „í sífelldri leit að bmðli í heilbrigðiskerfínu, vitandi þó að rekstrarkostnaður íslenska heilbrigðiskerfísins sem hluti af þjóðarframleiðslu er nákvæmlega sá sami og er í þeim löndum í Evrópu sem við viljum helst bera okkur sam- an við í velferðarmálum". Verst er þó gamla fólkið sett. Það lækkar enginn skatta til að draga úr þjónustunni við það. Meðan við getum ekki boðið öllu gömlu, sjúku fólki upp á mannsæmandi aðstæður, hjúkmn og aðhlynningu, ættum við að hafa hægt um okkur og hreykja okkur lítið af þeim íslenzka þjóðfé- lagsveruleika sem við blasir. Sú saga verður ekki rakin hér. En þau em mörg vandamálin á íslenzkum heim- ilum vegna þess að ekki er hægt að koma öllu þessu sjúka fólki á viðeig- andi hjúkmnarheimili þar sem það getur fengið þá aðhlynningu sem þjóðfélaginu ber skylda til að veita því. Það er rétt sem landlæknir seg- ir nýlega í grein hér í blaðinu að heimilin séu „ekki lengur í stakk búin til þess að sinna umönnunar- sjúklingum sökum mannfæðar og vinnu fjarri heimilum". Og að lokum er ástæða til að vekja athygli á þeim orðum hans að stefnan í öldmnar- málum hafí ekki verið heppileg „því að of mikil áherzla hefur verið lögð á byggingu elliheimila en mun síður hjúkrunarheimila". Það er þó upp- örvandi að Reykjavíkurborg hyggst nú ásamt öðmm reisa tvö ný hjúkr- unarheimili fyrir aldraða — og veitir ekki af. Mikil menningarsöguleg verðmæti í Laugarnesi Minjavernd: DANSKUR minjaráðgjafi Erland Porsmose var nýlega staddur hér á landi í boði Listasafns Siguijóns Ólafssonar og Norræna hússins. Um síðustu helgi flutti Erland fyrirlestur í Norræna húsinu um vernd- un minja á Fjóni þar sem síðustu tíu árin hefur verið unnið að því að skrá menningarsögulegt landslag 640 smá þorpa. Auk þess fjall- aði Erland um Nordisk Kulturlandskabsforbund, norræna nefnd sem fjallað hefur um menningarsögulegar minjar í Iandslaginu. Erland lauk cand. phil prófí í sagnfræði frá háskólanum í Óð- insvéum árið 1976 og doktorsprófí árið 1987. Hann skrifaði doktors- ritgerð um sögu sveitaþorpa á Fjóni á tímum ræktunarsamvinnu og hefur sérhæft sig í tiltölulega ungri fræðigrein sem nefnd hefur verið menningarladslagsfræði. Þessi fræðigrein er lítið þekkt á Islandi en að sögn Erlands er hún vel- þekkt í Danmörku og í Svíþjóð en í báðum löndunum hafa menning- arlandslagsfræði verið stunduð síðustu tíu áram. Menningarlandslagsfræði Erland segir menningarlands- lagsfræði fjalla um menningar- sögulegar minjar í landslagi. „I hugum flestra er varðveisla minja annað hvort falin í því að varðveita núverandi umhverfi fólks, hús og garða, eða halda upp á fyrritíma- byggingar. Færri gera sér grein fyrir því að þarna á milli er stór eyða sem hefur gleymst. Við mun- um ekki eftir öllum þeim minjum sem maðurinn hefur markað í um- hverfí sínu í aldanna rás. Hann hefur ræktað akra, lagt vegi, byggt hús og borgir, svo eitthvað sé nefnt. Óll þessi ummerki em verð- mæti sem hætt er við að glatist. ef ekki er hugað að verridun þeirra og skráningu menningarlandslags- ins,“ segir Erland og nefnir Þing- velli sem dæmi. „ Þingvellir eru fallegir en það sem fyrst og fremst gefur staðnum gildi em menning- arsögulegar minjar sem tengjast staðnum, ritaðar heimildir og leifar frá fyrri tíð.“ Verðmæti í hættu Annað dæmi um menningar- sögulegt landslag er Laugarnesið," segir Erland um leið og hann lítur út um gluggann á skrifstofu Birg- ittu Spur í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í Laugarnesinu. „Á þessu litla svæði,“ segir hann og bendir niður að sjó, „má fínna menningarsögulegt landslag frá landnámsöld allt til dagsins í dag. Héma niður við sjóinn var t.d. land- námsjörðin Laugarnes en um hana er getið í Njálu. Sagt er frá því að eftir víg Glúms Oleifssonar er átti Hallgerði langbrók hafí hún skipt á jörðum við Þórarin bróður Glúms sem bjó í Laugarnesi. Getið er um hjáleigur í rituðum heimild- um og snemma á 13. öld er getið um kirkju í Laugarnesi í kirkna- skrá Páls biskups Jónssonar. Seinna, eða á 19. öld, verður svo biskupssetur á Laugarnesi en að- eins um stundarsakir því fyrir alda- mótin var biskupssetrið flutt inn til Reykjavíkur. Nokkm seinna byggðu danskir Oddfellowar hold- veikraspítala hér rétt fyrir ofan en í seinni heimsstyrjöldinni lagði breski herinn hald á spítalann sem var gríðarlega stórt timburhús. Bretarnir létu spítalann ekki nægja °g byggðu fjöldan allan af bröggum allt í kringum spítalann. Einn þess- ara bragga varð seinna vinnustofa Siguijóns Ólafssonar og grunnur- inn að Listasafninu,“ segir Erlend og bætir því við, alvarlegur í bragði, að ekki sé seinna vænna fyrir ís- lendinga að gæta að þeim menning- arverðmætum sem enn finnast á nesinu. Verndun og skráning minja Árið 1980 fannst yfirvöldum á Fjóni kominn tími til að huga að verndun 640 smá þorpa á eynni. Dr. Erland Porsmose í Laugarnesinu. Morgunblaðið/KGA Þau létu ekki sitja við orðin tóm og fengu Erland til liðs við sig. Honum var falið það verkefni að skrá menningarlandslagssögu þor- panna auk þess sem hann gaf yfir- völdum ráðleggingar um hvaða minjar ætti að varðveita öðrum fremur. „Við verðum auðvitað að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki varðveitt öll vegsum- merki manna. Samfélagið tekur örum breytingum sem við vildum síst standa í vegi fyrir. Við viljum þó halda tengslum við fortíðina með því að varðveita góð dæmi um það sem maðurinn hefur skilið eft- ir sig í landslaginu í aldanna rás. í sumum tilfellum, t. d. þegar rústir eru varðveittar, er þetta auð- velt, en í öðrum tilfellum felur varð- veislan í sér ómælda vinnu. Dæmi um þetta er í Svíþjóð þar sem reynt er að varðveita yfirgefna akra en sífellt verður að stinga úr þeim tré sem eru komin í akrana um leið og hætt er að nota þá. Eins eru þessu farið með dönsku heiðarnar. Þeim verður að sinna til þess að þær varðveitist í sömu mynd og áður.“ Erland hóf störf sem safnvörður við Kerteminde Museum 1980 og var samhliða lektor í byggingasögu við háskólann í Óðinsvéum. Hann hefur verið menningarsögulegur ráðgjafi yfírvalda á Fjóni í minja- verndarmálum frá 1981. Nú er Erland .forstöðumaður safnsins í Kerteminde. Hann hefur gefið út fjölda bóka og rita um bygginga- sögu, landbúnaðar- og héraðssögu. Meðal annars má nefna 10 síðna bæklinga um menningarlandslags- sögu þorpanna 640 sem hann hefur rannsakað á Fjóni. Atvinnuástand öryrkja betra en í nágrannalöndunum 11. október 1990 og í framhaldi af ráðstefnu um atvinnumál fatlaðra. Formaður bandalagsins, Arnþór Helgason, flutti ítarlega skýrslu um starfsemi bandalagsins. Öiyrkja- bandalagið hefur átt náið samstarf við stjórnvöld um lausn ýmissa hags- munamála fatlaðra, veitt umsögn um ýmis lagafrumvörp og átt full- trúa í nefndum, sem unnið hafa að samningu fmmvarps um húsnæðis- stofnun ríkisins og endurskoðun laga um málefni fatlaðra. Þá hafa sam- skipti bandalagsins við erlend sam- tök aukist en Öryrkjabandalagið tek- ur þátt í starfí norrænna samtaka og alþjóðlegra um endurhæfingu o.fl. Þá hefur bandalagið veitt ýmsa styrki til velferðarmála fatlaðra. Á ráðstefnunni kom fram að at- vinnuástand öryrkja hér á landi er íslands var haldinn fimmtudaginn honum efndi Öryrkjabandalagið til betra en í nágrannalöndum okkar. Þó hefur reynst erfítt að útvega þeim sem em mest fatlaðir atvinnu við sitt hæfí. í umræðum og fyrirlestrum kom fram að leita verður nýrra leiða til þess að skapa fötluðu fólki-atvinnu- tækifæri. Reglugerð um öryrkja- vinnu hefur reynst mjög erfið í fram- kvæmd og þrátt fyrir ítrekuð til- mæli hefur reynst ókleift að fá henni breytt. Varpað var fram hugmynd um endurhæfíngu fatlaðra og starfs- menntun á vegum einkafyrirtækja en til þess að það sé unnt verður ríkisvaldið að styðja við bakið á at- vinnurekendum í þessu skyni. Þá komu fram hugmyndir um sam- ræmdari stjórn á framleiðslu vernd- aðra vinnustaða til þess að koma í veg 'fyrir óæskilega samkeppni þeirra á milli. Átvinnumál fatlaðra á lands- byggðinni eru nokkuð annars eðlis en á Reykjavíkursvæðinu, en þar veldur einhæfni atvinnulífsins nokkmm vandræðum við lausn á atvinnumálum fatlaðra. í máli Soffíu Lárusdóttur, framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar Austurlands um mál- efni fatlaðra, kom fram að knýjandi nauðsyn er á skipulagðri atvinnuleit í nánum tengslum við atvinnuleit sveitarfélaganna. Ráðstefnu bandalagsins um at- vinnumál fatlaðra sóttu um 120 manns og þóttu umræður marka þáttaskil á þessu sviði. (Frcttatilkynning) # Morgunblaðið/Árni Sæberg Engm beygjuljós við Snorrabraut Einu gatnamótin á Miklubraut, sem ekki eru búin beygjuljósum fyrir vinstribeygjur, eru við Snorrabraut. Þar myndast oft langar raðir bifreiða á annatíma. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra, er ekki fyrir- hugað að setja upp beygjuljós, þar sem umferðip er lítil til vinstri að jafnaði og ljósin tefðu fyrir umferð um gatnamótin. Um 40.000 bflar fara um Miklubraut á sólarhring. Þing Múrarasambands Islands: Málefni Evrópubanda- lagsins bar hæst á þinginu NÍUNDA þing Múrarasambands íslands var haldið í Reykjavík 29. september sl. og sóttu það 32 fulltrúar og gestir víðsvegar að af landinu. í Múrarasambandi íslands eru 8 félög. Þingforseti var kjör- inn Jón Guðnason, Reykjavík, og varaþingforseti Kjartan Ó. Tómas- son, Akureyri. Stefán Már flytur erindi sitt. Honum á hægri hönd er Helgi Steinar Karlsson og á vinstri hönd Gísli Dagsson. Fjölmörg mál vom rædd og af- greidd á þinginu. Meðfylgjandi em ályktanir þingsins sem samþykktar vom um eftirtalda málaflokka: Kjara- og atvinnumál. Fræðslu- og eftirmenntun. Aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Málefni lífeyrissjóða. ísland og Evr- ópubandalagið, ákvæði Rómarsátt- málans um fijálsa för launþega og rétt til atvinnurekstrar. Flutt vom á þinginu erindi um eftirtalin mál: Fræðslu- og eftir- menntun: Ástráður Þórðarson múr- ari, kennari við Iðnskólann. Guð- mundur Hjálmarsson múrari, kenn- ari við Tækniskólann. Guðmundur Pálmi Kristinsson verkfræðingur. Ryk- og mengunarmælingar: Víðir Kristjánsson deildarstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins. Ákvæði Rómarsáttmálans um fijálsa för launþega og rétt til at- vinnurekstrar: Stefán Már Stefáns- son prófessor og fylgir úrdráttur úr erindi hans hér með. I lok þingsins fór fram stjórnar- kjör til næstu tveggja ára og hlutu eftirtaldir kosningu: Miðstjóm: Helgi Steinar Karls- son, Reykjavík, formaður; Haf- steinn Sigurvinsson, Garði, vara- formaður; Rafn Gunnarsson, Reykjavík, Hörður Runólfsson, Reykjavík, Kjartan Ó. Tómasson, Akureyri, Vilhjálmur Pálmason, Blönduósi, Magnús Sveinbjömsson, Selfossi, meðstjórnendur. Varastjóm: Einar Helgason, Hvolsvelli, Ottó Jónsson, Borgar- nesi, Sigurður R. Guðmundsson, ísafírði, Tryggvi Gunnarsson, Ak- ureyri, Hilmar Guðlaugsson, Reykjavík, Sæmundur Harðarson, Hornafirði, Jóhannes Ólafsson, Keflavík. Sambandsstjórn: Guðmundur R. Guðmundsson, Borgamesi, Svavar Tjörvason, Keflavík, Gísli Andrés- son, Akureyri, Gísli Dagsson, Reykjavík, Áðalsteinn Maríusson, Sauðárkróki, Ásbjöm Hartmanns- son, Selfossi, Gunnar Bjarnason, Homafirði, Öm Sveinbjörnsson, Isafirði. Varamenn: Kristján Hannibals- son, Akranesi, Sigfús Jóhannesson, Keflavík, Jón Sigþór Gunnarsson, Akureyri, Gísli Magnússon, Reykjavík, Þór Þorvaldsson, Sauð- árkróki, Haukur Logi Mikaelsson, Hveragerði, Kolbeinn Þorgeirsson, Hornafirði, Jón Þorláksson, ísafirði. Endurskoðendur: Gunnar M. Hansen, Reykjavík, Einar Öm Guð- jónsson, Reykjavík. Til vara: Gísli Dagsson, Reykjavík. Umræður um Evrópubandalagið Stefán Már vék í upphafi máls • síns að því að í umræðunni um aðild að Evrópubandalaginu eða samningi um evrópskt efnahags- svæði væri oft talað um frelsin fjög- •ur. Hann talaði hins vegar um frels- in fímm eða fímm frelsisþætti. Þ.e. í fýrsta lagi að vörur gætu farið óhindrað milli landa, í öðru lagi fijálsa för launþega milli landa, í þriðja lagi rétt til fijálsrar atvinnu- starfsemi, í ijórða lagi rétt til fijálsrar þjónustustarfsemi og loks í fímmta lagi rétt til fíjálsra fjár- majgnshreyfínga. I þessu erindi kvaðst hann ætla að fjalla um tvo þessara þátta, þ.e. fijálsa för launþega milli landa og fijálsan rétt til atvinnustarfsemi. Hann vék síðan fyrst að ákvæðum Rómarsamningsins um fijálsa för launþega landa á milli sem mundi skipta miklu máli hvað ísland varð- aði. Hann bendi á að Evrópubanda- lagið væri bandalag sem lyti að markaði að mestu. Ekki væri að því stefnt, a.m.k. ekki skv. Rómar- samningnum, að búið væri til eitt þjóðfélag úr mörgum. Hins vegar væri það takmark að aðildarríkin mynduðu saman einn markað að því er varðaði framangreinda þætti. Viðræður þær sem nú standa yfír um sameiginlegt efnahagssvæði sagði hann að fjölluðu í mörgum megin atriðum um sama efni og Rómarsamningurinn, þó aðeins tak- markaðra. Ræðumaður vék þá næst að því hvers vegna höfundar Rómarsamn- ingsins legðu svo mikla áherslu á fijálsa för Iaunþega milli landa. í fyrsta lagi teldu þeir slíkt skapa launþegum betri atvinnutækifæri en þeir hefðu ella og í öðru lagi væri slíkt hagkvæmt fyrir fram- leiðsluna, t.d. þegar skortur væri á sérmenntuðu fólki á einu svæði leiddi þetta til að auðveldara yrði að fá slíkt fólk til starfa þar. Af því leiddi svo aftur að unnt væri að framleiða vöru á hagkvæmari hátt og með minni tilkostnaði. Ná- kvæmlega sama hugsun væri svo að baki réttinum til fijálsrar at- vinnustarfsemi. Fyrirtæki kynnu að sjá sér hag í að starfa í öðru landi en heimalandi sínu. Þau kynnu að ráða yfírþekkingu sem skorti í landi því sem þau vildu flytja starfsemi sína til eða þau teldu ytri aðstæður henta starfsemi sinni betur. Hugs- unin væri sú að ef fyrirtæki teldi sér hagkvæmt að flytja sig um set ætti það að fá að gera það. Árang- urinn ætti þá að verða sá að vörurn- ar yrðu ódýrari og launin betri. Annað mál væri svo hvort sú yrði raunin. Stefán Már vék því næst að því að f tilteknum ákvæðum Rómar- samningsins væri fjallað um fijálsa för launþega landa á milli. Laun- þegi væri í stuttu máli sá sem vinn- ur verk í þágu annarra gegn launa- greiðslu. Hér yrði þó að hafa í huga að hugtakið launþegi í Rómarsamn- ingnum gæti aldrei orðið annað en EB lagahugtak. Ekki skipti máli hvernig hugtakið væri skilið í ein- stökum aðildarlöndum. Bandalagið sjálft ákvæði hver væri launþegi í skilningi þess og ágreiningur í því efni heyrði undir dómstóla bandalagsins í Lúxem- borg sem í framkvæmd skýrði allan EB-rétt rúmri skýringu. Ræðumað- ur vék því næst að því hvað hugtak- ið frjáls för launþega á milli landa fæli í sér. Hann skilgreindi það svo að launþegar ættu að geta farið óheft milli landa til að afla sér at- vinnu. Þess bæri hins vegar að gæta að Rómarsamningurinn geymdi ekki ákvæði um frelsi þegna aðildarríkjanna til að ferðast óhindrað milli aðildarríkjanna í öðru skyni en atvinnuleit. Ekki væri um að ræða fijálsan búseturétt. Réttur- inn væri alfarið bundinn við ferð í atvinnuleit og til að setjast að í öðru landi að fenginni atvinnu þar. Þá væri mikilvægt að óheimilt væri með öllu að mismuna þegnum aðild- arríkjanna við ráðningu í störf og hvað laun og önnur starfskjör varð- aði. Nánartiltekið sagði ræðumaður að um væri að ræða: 1. Launþegi í einu aðildarríki á þess kost að sækja um laust starf í öðru aðildarríki. Skylt er aðild- arríkjum að viðurkenna þann rétt hans. 2. Launþegi getur ferðast óheft milli aðildarríkjanna og innan þeirra í því skyni að afla sér starfs. 3. Launþegi má búa í landinu þar sem hann fær starf að því leyti sem * nauðsynlegt er vegna atvinnunnar. 4. Launþegi má dvelja áfram í landinu eftir að starfí lýkur skv. þeim reglum sem framkvæmda- stjórn EB setur. Til þess að ná þeim markaði sem stefnt er að með Rómarsamningn- um sagði ræðumaður samninginn veita stofnunum EB víðtækan rétt til að setja reglugerðir og tilskipan- ir til frekari útfærslu samningsins. Hvað launþega varðar sagði hann slíkar reglur hafa verið settar í tals- verðum mæli. Þar kæmi m.a. fram að launþegi sem fengið hefur atvinnu utan heimalands síns nýtur ekki aðeins sömu launakjara og þegnar dvalar- landsins, heldur ber og að veita honum sambærileg félagsleg rétt- indi svo sem til öflunar húsnæðis og aðgangs að skólum fyrir sig og fjölskyldu sína. Næst vék ræðumaður að tak- mörkunum sem réttur launþega til fijálsrar farar sætir en þær kvað hann vera: 1. Aðildarríki getur komið í veg fyrir að launþegi fái rétt til starfs og dvalar í landinu ef slík neitun styðst við allsherjarreglu, eða ör- yggis- og heilbrigðissjónarmið. 2. Þegar um er að ræða opinbera þjónustu gilda takmarkanir einkum þegar um er að ræða sérstaka trún- aðarmenn stjórnvalda. 3. Þegar um hrein innri málefni aðildarríkis er að ræða gilda tak- markanir. 4. Óbeinar hindranir geta loks orðið réttinum til fyrirstöðu svo sem kröfur um málakunnáttu, menntun o.fl. Fyrirlesari kvað þýðingu slíkra takmarkana minni en ætla mætti þar sem dómstóll EB skýrði allar slíkar takmarkanir þröngt og stofn- anir bandalagsins störfuðu mark- visst að því að ryðja óbeinum hindr- unum úr vegi. Stefán Már vék að lokum sér- staklega að réttinum til fijálsrar atvinnustarfsemi. Atvinnustarfsemi væri sú starfsemi sem færi fram fyrir reikning og á áhættu viðkom- andi aðila. Þegar um atvinnustarf- semi í þessu sambandi væri að ræða þyrfti að ákveða hverrar þjóð- ar fyrirtækið væri, þ.e. hvort þjóð- erni þess veitti jiví rétt skv. Rómar- samningnum. I því sambandi væri byggt á því hvar heimili fyrirtækis- ins væri, þ.e. hvar það hefði valið sér heimili eða hvar það hefði aðal- starfsemi sína. Gagnstætt því sem væri um fijálsa för launþega milli landa kvað hann kjamann í reglun- , um um rétt til fijálsrar atvinnu-. starfsemi ekki í sjálfu sér vera frelsi. Rétturinn gengur hér skemmra. Þarna væri kjarninn sá að ekki mætti mismuna atvinnufyr- irtækjum á grundvelli þjóðernis. Atvinnufyrirtæki sem ætti heima í einu aðildarríki mætti flytja um set og stunda starfsemi sína í öðru . aðildarríki og ætti m.a. jafnan að gang að auðlindum þess, fullnægði það lagaskilyrðum sem sett væru fyrir starfseminni í því ríki. Frá aðalreglunni væru svo undantekn- ingar sem í meginatriðum væm hliðstæðar þeim undantekningum sem gilda varðandi launþega. Ályktun um EB 9. þing Múrarasambands Islands, haldið í Síðumúla 25, Reykjavík, laugardagnn 29. september 1990, samþykkir að beina því til íslenskra stjómvalda að þau sýni ítmstu að- gát í könnunar- og undirbúnings- viðræðum EFTA og EB um evr- ópskt efnahagssvæði. Á hinn bóginn hvetur þingið til að reynt verði að ná sem hagstæð- ustum viðskiptasamningum við Evrópubandalagið jafnframt því sem stóraukin áhersla verði lögð á aukna markaðssókn í löndum Norður-Ameríku og Austur-Asíu og í þeim löndum Austur-Evrópu sem ekki eru þegar á leiðinni í Evr- ópubandalagið. Þetta telur þingið nauðsynlegt til að skapa okkur við- unandi samningsaðstöðu í við- skiptasamningum okkar við Evr- ópubandalagið í framtíðinni. Ályktun um málefni lífeyrissjóða 9. þing Múrarasambands íslands haldið í Síðumúla 25, Reykjavík laugardaginn 29. september 1990 samþykkir að senda fjármálaráð- herra greinargerð Guðjóns Hansen tryggingafræðings, dagsetta . 29 september 1989: „Um frumvarp ti laga um starfsemi lífeyrissjóða 04 áhrif lagasetningar á starfsem Lífeyrissjóðs múrara," þar sen hann fjallar um frumvarp það sen Endurskoðunarnefnd Lífeyriskerfii samdi og lagt var fyrir Alþingi í 112. löggjafarþingi 1989-1990. Jafnframt beinir þingið því til ráðuneytisins að áður en nýtt laga- frumvarp um þetta um þetta efni verði lagt fyrir Alþingi á frumvarp- inu meðal almennings, m.a. með fundarhöldum með sjóðfélögum ein- stakra lífeyrissjóða, þar sem færi gefíst á að koma að athugasemdum varðandi efni frumvarpsins og að ræða hvort og þá að hvaða leyti það mundi leiða til breytinga á rétt- arstöðu einstakra hópa sjóðfélaga. Jafnframt yrði komið á umræðu í sjónvarpi og útvarpi þar sem gagn- rýnendum framvarpsins gæfist kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við höfunda þess og rökstyðja þau. Þingið telur brýnt að vel sé vand- að til löggjafar sem snertir með beinum hætti hagsmuni alls al- mennings og að til þess að svo megi verða þurfi öll sjónarmið að fá að koma fram og hafa áhrif á endanlega gerð frumvarpsins. Þingið telur að endurskoða þurfi reglur um tekjutryggingu aldraðra og annarra bótaþega Trygginga- stofnunar ríkisins. Endurskoðun þessi verði gerð með það fyrir aug- um að hækka til muna skerðingar- mörk þau sem sett eru vegna aðild- ar bótaþega að hinum almennu lífeyrissjóðum. Líta má á að lífeyrissjóðina sem sparifé sjóðfélaganna. Venjulegt sparifé skerðir ekki tekjutryggingu hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ennfremur skorar þingið á fjár- málaráðherra, að beita sér fyrir því, að tvísköttun lífeyrisgreiðslna verði hætt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.