Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 25 Gorbatsjov á við mik- inn andblástur að stríða -segir Páll Pétursson þingmaður og formaður sendi- nefndar Norðurlandaráðs á ferð um Sovétríkin MENN eru ekki á eitt sáttir um það hér hver áhrif friðarverð- launin til Gorbatsjovs hafi. Sumir álíta að með þessu sé verið að signa hann, styrkja leiðtogann og hann muni eiga auðveldara með að halda ríkinu saman. Aðrir telja að friðar- verðlaunahafi muni að sjálf- sögðu ekki senda neinn her inn í nágrannalöndin eða beita hon- um innanlands," segir Páll Pét- ursson, forseti Norðurlandar- áðs, í símaviðtali við Morgun- blaðið frá Rígu í Lettlandi. Páll fer fyrir sjö manna sendi- nefnd ráðsins í Sovétríkjunum ásamt tíu starfsmönnum. Norð- urlandabúarnir hafa verið í Sovétríkjunum síðan á sunnu- dag og kannað möguleika á auknum tengslum Norðurlanda við Eystrasaltsríkin þijú Eist-‘ land, Lettland og Litháen. Páll var á ferð sl. sumar í Sov- étríkjunum og hitti á ný suma viðmælendur sína úr þeirri ferð. Hann sagði að menn virtust öllu daufari í dálkinn núna; vandamál- in virtust enn fleiri og erfiðari viðfangs. Ljóst væri að efnahags- málin væru Gorbatsjov þung í skauti en friðarverðiaun Nóbels væru utanríkisstefnu hans til framdráttar. í Moskvu ræddu nefndarmenn m.a. við Lúkjanov, forseta Æðsta Páll Pétursson ráðsins, og sagði Páll að forsetinn virtist býsna íhaldssamur. „Við töluðum líka við Hasbalatov, vara- forseta Rússlands, sem hafði allt á hornum sér með stjórn Sov- étríkjanna og taldi Rússland hafa goldið sambandsins við hin lýð- veldin. Það var mjög athyglisvert að hitta þennan mann. Annars er merkilegast hvað menn eru opnir, þeir segja frá bæði góðum og slæmum hlutum. Við héldum til Vilnu í Litháen á þriðjudagskvöld og áttum við- ræður við þarlenda ráðamenn, m.a. Landsbergis forseta, sem bauð til hádegisverðar, Janis Jurkans utanríkisráðherra og tvo aðra ráðherra auk fulltrúa stjórn- málasamtaka og þingnefnda. Við höfum fýrst og fremst rætt um möguleika á samvinnu í umhverf- ismálum og menningarmálum, einnig ijallað um aukin viðskipti. Eg tel að þessi ferð hafi verið mjög gagnleg, lærdómsrík, en að sjálfsögðu höfum við ekki undir- ritað neina samninga, höfum ekki umboð til þess. Við eigum að kanna málin.“ í dag, fimmtudag, á nefndin viðræður við lettneska ráðamenn í Rígu en síðan verður haldið til Eistlands. Þar mun nefndin eiga fund með forsetum allra lýðveldanna þriggja í Tallinn á föstudag en á laugardag verður haldið heim á leið. Páll sagði að sér virtist ástand- ið í Litháen vera allgott, bjartsýni ríkti þótt skortur væri á ýmsu. „Við hittum menntamálaráðher- rann, sem er einn aðalsamninga- maðurinn í viðræðum við Moskvu- stjórnina, hann var heldur bjart- sýnn, taldi talsverðar líkur á að hægt yrði að leysa málin með góðu. Það hefur skánað hljóðið í mönnum þar.“ Ráðherranefnd Norðurlandar- áðs hefur boðið fulltrúum Eystra- saltsríkjanna að vera viðstaddir næsta fund ráðsins sem verður í Kaupmannahöfn í vetur. Art Blakey Reuter Art Blakey látinn Bandaríski jass-trommuleikar- inn Art Blakey lést á þriðjudag í New York í Bandarikjunum 71 árs að aldri. Banamein hans var lungnakrabbamein. Blakey fór lengi fyrir hljómsveit sinni „Jazz Messengers" (Boðberar jassins). Hann lagði jafnan ríka áherslu á að fá yngri menn til liðs við sig og koma þeim til þroska á sviði jasstónlistar. Var hann vanur að reka menn úr hljómsveitinni þegar honum þótti þeir hafa lært nóg til að þeim mætti auðnast að þroskast frekar sem sjálfstæðir listamenn. Blakey var þekktastur fyrir framlag sitt til nútíma jass- tónlistar en áhrif frá blús- og trúar- söngvum blökkumanna voru löng- um áberandi í tónlist hans. í gegn- um tíðina lék hann með mörgum þekktustu tónlistarmönnum jass- sögunnar þ. á m. Charlie Parker, Theolonius Monk, Billy Erkstine, Sarah Vaughan, Miles Davis, Mary Lou Williams og Dizzy Gillespie. Art Blakey kom tvisvar til íslands ásamt hljómsveit sinni, síðast í júní 1982. ■ SAMEINUÐU ÞJÓÐ- UNUM - Vladímir Petrovskíj, aðstoðarutanríkisráðherra Sov- étríkjanna, lagði til á þriðjudag að fram færi atkvæðagreiðsla á öllum þjóðþingum heimsins um hvort banna ætti kjarnorkutilraunir. Hann lagði þessa tillögu fram á fundi öryggismálanefndar allsheij- arþings Sameinuðu þjóðanna og sagði að bann við kjarnorkutilraun- um væri nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Þjóðir heims og kjörnir fulltrúar þeirra ættu að taka loka- ákvörðunina, ekki stjórnarerindrek- ar og hernaðarsérfræðingar. ■ SOFÍU - Námsmenn í há- skólum Búlgaríu þurfa nú að greiða skólagjöld í fyrsta sinn í fjóra ára- tugi og er það liður í aðgerðum stjórnvalda til að rétta bágan efna- hag landsins við. Laganemar þurfa til að mynda að greiða 3.000 leva, um 63.000 ÍSK, fyrir veturinn, en það samsvarar tíu mánaðarlaunum verkamanns. ■ BELFAST - Kaþólikki og mótmælandi voru skotnir til bana í tveimur' árásum í Belfast í gær. Liðsmenn írska lýðveldishersins, IRA, myrtu 24 ára mótmælanda er hann beið eftir leigubíl eftir að hafa setið að drykkju á krá með vinum sínum. Ólögleg samtök mót- mælenda, Frelsissveitir Ulster, drápu rúmlega fertugan þriggja barna faðir fyrir utan áfengisversl- un. Áskrifuminúnn er 83033 léttsápa,verndar húðina Sebamed léttsápan hefur pH-gildið 5,5 sem er það sama og pH-gildi heilbrigðar húðar. Þess vegna er hún frábær sápa fyrir þá sem ekki þola venjulega sápu, þvo sér oft eða hafa óhreina húð. Sebamed léttsápan hentar í raun vel fyrir alla þá sem láta sér annt um húðina og vilja vernda heilbrigði hennar. Sebamed sápan hreinsar á mildan hátt. Hún freyðir vel og ilmurinn af henni er bæði mildur og þægilegur. Sebamed léttsápan fæst í næsta apóteki bæði í föstu og fljótandi formi. Sll ■d iquid cleanser ForsensitiV..^3^ fflgð u C' - L okadanar rýaiingarsölonaar Meiri verðlækkun. 15% viðbótarafsláttur á eldri vörum. Gildir á meðan birgðir endast. Gólfflísar 30x30 og 40x40 kr. 1.500,- Vegg-marmari kr. 3.000,- Gólf-marmari kr. 4.000,- I.Ú.: Veggflísar I5x 15 kr. 799,- Aðrar stærðir kr. 1.090,- við Gullinbrú, Stórhöfða 17, sími 674844 - Fax 674818

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.