Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 Haldið ykkur fast / i ÞVIHER KEMUR: SIÐAST OSTA V p KILOID AF GOUDA 26% t w t IKILOAPAKKNINGUM LÆKKAR UM: VAR: 755,30 KR/KG VERÐUR: 555,30 KR/KG ql Q v> * A+K myndvarpar • Niðurfellanlegur armur • Hæðarstilling á borði • Frábær myndgæði TEIKNIÞJÓNUSTAN SF, Bolholti 6,105 Rvk. S. 91 -82099. HScholtes SB52 Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart eöa hvítt glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. TH 483 B Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halogen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Funahöfða 19 sími 685680 Afmæliskveðja: Richardt Ryel Hinn mikli heiðursmaður og sí- hressi unglingur, Richardt Ryel, er 75 ára í dag. Leiðir okkar Richardts lágu ekki saman fyrr en fyrir 10 til 15 árum. Ég á því erfitt með að rekja ævi og uppruna þessa mæta manns. En þó tel ég mig vita að hann fædd- ist á Akureyri 18. október 1915, sonur þeirra hjóna Gunnhildar og Baldvins Ryel kaupmanns og ræðis- manns. Richardt Ryel er tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni Ellen Guðmunds- dóttur á hann eina dóttur, Gunn- hildi, sem er búsett í Bandaríkjun- um. Seinni kona Richardts er Helga Ryel og eiga þau þijár dætur, þær Sólveigu, Hjördísi og Margréti. Einkasoninn Kjartan misstu þau hjón fyrr á þessu ári og varð það þeim mikið og erfitt áfall. Richardt starfaði fyrst sem kaup- maður á Akureyri en síðar alllengi í Reykjavík við eigin umboðs- og heildverslun. Jafnframt sýslaði hann með frímerki hér heima og erlendiíf. Eins og ísland hefur Dan- mörk átt mikil ítök í þeim hjónum Helgu og Richardt enda er Helga dönsk og hann danskur í föðurætt. Hér á árum áður bjó Richardt í Danaveldi í allmörg ár en flutti aftur heim, eins og hann sjálfur kallar ísland. Bjuggu þau hjónin hér á landi þar til fyrir 6 árum, en fluttust aftur út, enda höfðu öll börn þeirra þá þegar flutt til Dan- merkur, og vildu þau vera sem mest í návist þeirra. Þeirra er saknað til muna í góðra vina hópi hér heima. Þó hefur hann komið heim sinu sinni á ári og teflt með okkur á sumarmóti okkar skákfélaganna. En síðastliðið sum- ar komsthánn ekki, vegna smáveik- inda. Ég held og vona að þau séu afstaðin núna og hann verði með okkur að ári. Richardt er mikill heimspeking- ur, hefur lesið og grúskað mikið í þeim fræðum og er vel heima í boðskap þekktra snillinga, s.s. Kants og Schopenhauers. Jafn- framt á þróunarkenning Darwins sterk ítök í honum. Málakunnátta hans er dáiítið sérstök því hann hefur stundað alllengi mál sem eru ekki allra, og má þar nefna grísku, hebresku og rússnesku. Hann hefur náð furðu góðri fótfestu á þessum lítt plægða akri okkar íslendinga. Tvær bækur hefur hann skrifað nú síðari ár, „Kveðja frá Akureyri" og „í frásögur færandi“. Þetta eru fróðlegar, skemmtilegar og vel skrifaðar bækur, sem flestir ættu að eiga og lesa og þá sérstaklega bókina „I frásögur færandi“ fyrir þá er ferðast eitthvað að ráði. Fyrir hönd skákfélaganna, bæði í litla og stóra skákklúbbnum, sendi ég þessum sómamanni heillaóskir á þessum merku tímamótum. í minn- ingu góðra liðinna daga og allra skemmtilegra samverustunda hér heima og einnig í Holte, sendist kær kveðja frá mér og minni fjölskyldu. Helga og Richardt Ryel taka á móti gestum á afmælisdaginn, 18. október, á Rosengardsvej 25, 2830 Virum, kl. 15.00 til 18.00, en heim- ilisfang þeirra er Sölleröd Park 12, 1-17, 2840 Holte. Heill þér 75 ára og enn eldri, kæri vinur. Guðfinnur Til leigu Verslunar- eða skrifstofuhúsnæði 225 fm ásamt lager- rými 116 fm er til leigu í Verkfræðingahúsinu við Engjateig gegnt Hótel Esju. Góð bílastæði. Góð að- koma að húsinu með tengingu við Suðurlandsbraut. Upplýsingar veittar í síma 688504. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 20. október verða til viðtals Anna K. Jónsdóttir, formaður Dagvistar barna, í hafnar- nefnd, skipulagsnefnd, stjórn heilsugæslu vesturbæjarumdæmis, heilbrigðisnefnd, Innkaupastofn- un Reykjavíkur, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarnefndar, í byggingarnefnd aldraðra. f 9 \ rk 'ík, d) f\^p

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.