Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 52
 FIMMTUDAGUR 18. OKTOBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Loftferðaeftirlitið telur umsókn ís- flugs ekki fullnægjandi: .Flugráð mælir með að Flugleiðir haldi Amsterdamfluginu Loftferðaeftirlit Flugmáiastjórnar getur ékki gefið jákvæða um- sögn um umsókn Isflugs hf. um leyfi til reksturs áætlunarflugs, meðal annars vegna þess að stjórnendur stofnunarinnar fengu ekki þær upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins sem þeir óskuðu. I fram- haldi af því var samstaða um það í Flugráði að félagið fullnægði ekki þeim undirstöðukröfum sem gerðar eru til úthlutunar leyfa til áætlunarflugs og mælti ráðið með að Flugleiðum yrði veitt áfram- haldandi leyfi til áætlunarflugs til Amsterdam og Hamborgar. Jafn- framt mælti ráðið með því að heimildir íslenskra aðila til leiguflugs 1 yrðu rýmkaðar. í umsögn Loftferðaeftirlitsins um umsókn Isflugs kemur fram að til þess að fullnægja ákvæðum reglu- gerða um fjármögnun stofnkostn- aðar og þriggja mánaða reksturs þarf ísflug að hafa handbærar 238,7 milljónir kr., samkvæmt út- jVrnór til Bordeaux ARNÓR Guðjohnsen, landsliðs- maður í knattspyrnu, er á förum til Frakklands í dag þar sem hann kannar aðstæður hjá franska 1. deildarfélaginu Bordeaux. And- erlecht, félag Arnórs í Belgíu, hafur náð samkomulagi við franska félagið um félagaskiptin. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að að Bordeaux sé tilbúið til að greiða andvirði 65 milljónir íslenskra króna fyrir Arnór. Sjá bls. 51. ^Háskólinn: Kennarar ræða verkfall FÉLAG háskólakennara ákvað á félagsfundi í gær að fresta at- kvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Félagið hefur verið með lausa samninga frá í febrúar sl. reikningum Loftferðaeftirlitsins. Fram kom að innborgað hlutafé í Isflugi er 11 milljónir. Stjórn félags- ins hefur heimild til að auka hluta- fé í allt að 300 milljónir kr. og í umsókn þess kom fram að stjórnin hefði aflað hlutafjárloforða að fjár- hæð 106 milljónir kr. Fram kom hjá starfsmönnum Loftferðaeftir- litsins að þeir höfðu óskað nánari upplýsinga um fjárhagsstöðu fé- lagsins, meðal annars um í hvaða formi hlutafjárloforðin væru, en forráðamenn félagsins hefðu ekki veitt þær upplýsingar. Á grundvelli þessa taldi Flugráð að Isflug fullnægði ekki þeim undir- stöðukröfum sem nú eru gerðar til flugfélaga sem sækja um leyfi til áætlunarflugs og mælti með um- sókn Flugleiða um áætlunarflug til Amsterdam og Hamborgar, sem félagið hefur sinnt síðan Arnarflug hætti flugi. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, var við upphaf Flugráðsfundarins og hlýddi á skýrslu Loftferðaeftirlitsins. Um- sögn Flugráðs var send til ráðherra síðdegis í gær og er búist við ákvörðun hans í dag. Á fundinum í gær mælti Flugráð með að heimildir íslensku félaganna til leiguflugs yrðu rýmkaðar, en það mun m.a. vera hugsað til aðhalds félögum sem annast millilandaflug- ið. Aftúr á móti taldi ráðið óráð að auka heimildir erlendra leiguflugfé- laga, það kynni að breyta samn- ingsstöðu okkar varðandi þetta at- riði í yfirstandandi samningavið- ræðum á milli EFTA og EB. Þurrkaður saltfiskur var tekinn úr umbúðum frá SÍF í gær og settur í aðrar. Morgunblaðið/Sverrir Þrem fyrirtækjum baiinað að flylja út í SIF-umbúðum Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda lagði í gær bann við því að Sveinborg hf., Skagi hf. og Fiskverkun Karenar og yilhjálms í Garði flyttu út þurrkaðan saltfisk í umbúðum merktum SÍF, en þessi fyrirtæki hafa flutt út saltfisk á vegum SÍF. í skeyti, sem SÍF sendi þessum framleiðendum í gær segir orðrétt: „Þar sem varan er ekki seld á vegum SÍF er lagt bann við því að henni verði afskipað í þessum umbúðum. Ef eigi verður skipt um umbúðir nú þegar mun SIF láta kyrrsetja vöruna.“ Gísli Jón Kristjánsson fiskmats- stjóri segist harma mjög þau mistök Ríkismats sjávarafurða að heimila þessum fyrirtækjum útflutning á þurrkuðum saltfiski í umbúðum SÍF. „Þarna hefur okkur greinilega orðið á í messunni en við reynum að hafa vakandi auga með því að rétt vörumerki séu notuð,“ segir Gísli Jón. Sigurður Haraldsson aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍFsegir að einn af eftirlitsmönnum SÍF hafi upp- götvað I gærmorgun að verið væri að hlaða þurrkuðum saltfiski inn í þijá gáma og fiskurinn hafi meðal annars verið í umbúðum frá SÍF. „Við könnuðumst ekki við þenn- an útflutning og spurðum því ut- anríkisráðuneytið hvort leyfi væri fyrir honum. Ráðuneytið sagði svo vera og við iýstum að sjálfsögðu furðu okkar á að við hefðum ekki verið látnir vita um þennan útflutn- ing að minnsta kosti. Við sögðum ráðuneytinu að Jþessi fiskur væri í umbúðum frá SIF og ekki kæmi til greina að flytja hann þannig út. Ráðuneytið sagði hins vegar að útflutningsleyfið hefði verið veitt með því skHyrði að fiskurinn væri ekki í okkar umbúðum. Vörumerki SÍF er skrásett og það er hreint lagabrot ef fyrirtæki nota umþúðir annarra,“ segir Sigurður. Hann segir að fiskinum hafi að hluta til verið pakkað upp í samn- inga, sem SÍF hefði gert og því hafi hann verið í umbúðum frá SÍF. Gísli Jón Kristjánsson fiskmats- stjóri segir að fyrirtækin þijú í Garði hefðu á þriðjudag beðið Ríkis- mat sjávarafurða um úttekt á þurrkaða saltfiskinum og fyrirtæki í Reykjavík hefði þá einnig beðið um úttekt á blautverkuðum salt- fiski, sem það flytti út sjálft. Morgunblaðið náði í gær sam- bandi við Guðberg Ingólfsson hjá Sveinborgu hf., en hann sagðist ekkert vilja segja um þetta mál. Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ: Kaupmáttur sjómanna hefur aukíst um 13% á þessu ári EINAR ODDUR Kristjánsson formaður Vinnuveitendasambands ís- lands segir að kaupmáttur sjómanna hafi hækkað yfir 13% á þessu ári eftir að tekið hefur verið tillit til skerðingar á hlut þeirra vegna hærra olíuverðs. Á meðan hafi kaupmáttur annarra launþega staðið i stað, eins og samið var um í febrúarsamningunum. Farmanna- og fiskimannasambandið hefur boðað verkfall yfirmanna á fiskiskipum frá og með 20. nóvember til að knýja fram endurskoðun á hlutdeild í olíukostnaði skipa. Einar Oddur Kristjánsson sagði við Morgunblaðið, að afurðaverð á mörkuðum erlendis hefði hækkað um það bil um 28% á þessu ári. ~Sú hækkun hefði skilað sér inn í fiskverð hérlendis og jafnframt komið beint fram í hlut sjómanna. Á móti þeirri hækkun hefði hlutur sjómanna skerst um 7% vegna olíu- verðshækkunarinnar nú, þannig að eftir stæði 20% launahækkun, sem þýddi 13% kaupmáttaraukningö miðað við 7% verðbólgu á árinu. „Þótt sjómenn séu ekkert ofsælir af sínum launum eiga þeir að sætta sig við þau, því þeir hafa fengið meiri kjarabót en nokkrir aðrir launþegar. Þeir höggva því sem hlífa skyldu ef Farmanna- og fiski- mannasambandið brýtur niður launastefnuna. Og það myndi særa hvern mann holundarsári ef við gæfum eftir, þótt ekki væri nema stafkrók. Þá væri búið að stefna allri okkar vinnu í upplausn og allt sem við höfum gert og sagt til þessa væru svik,“ sagði Einar Oddur. Hann sagðist óttast að menn sæju ekki hvaða ógn stafaði af verk- fallsboðun sjómanna. Nú þegar væri sóknarmætti íslenska fisk- veiðiflotans beitt af öllum. mætti til að tryggja að leyfilegur kvóti náist fyrir verkfallsboðunina. Þá skipti engu máli þótt samningar næðust rétt áður en verkfallið ætti að skella á því veiðar og vinnsla myndu stöðv- ast eftir þann tíma. Því treysti hann því að sjómenn sjái að verkfallsboð- unin sé frumhlaup og skrifi undir þá samninga sem hafi verið tilbúnir þegar verkfallið var boðað. Sjá bls. 4: Svik við allt sem við höfum sagt, ef við gefum eftir gagnvart. sjóiuöpnum. Yatnsveita V estmannaeyja: 500 m varn- argarðurvið Markarfljót VEGAGERÐ ríkisins áætlar að unnt sé að afstýra skemmd- um á vatnsveituæð Vest- mannaeyja og Austur-Landey- inga og lagnakerfi Pósts og síma vestan brúarinnar yfir Markarfljót með byggingu 500-700 metra langs varnar- garðs skammt vestan við Markarfljót. Talið er að kostn- aður vegna byggingar slíks garðs nemi 4-5 milljónum kr. Á sameiginlegum fundi Land- græðslunnar, Vegagerðarinnár, bæjarstjórnar- og bæjarveitna Vestmannaeyja, Pósts og sím'a og þingmanna Suðurlandskjör- dæmis á Hvolsvelli 8. október sl. kom fram að brýnt er að þegar í haust verði byggður varnargarður svo tugmilljóna tjóni verði afstýrt á leiðslunni sjálfri auk ófyrirsjáanlegra af- leiðinga í Vestmannaeyjum þar sem neyðarástand gæti skapast. Fundurinn var haldinn vegna þess hættuástands sem hefur á skömmum tíma skapast við Markarfljót þar sem fljótið hefur brotið niður land vestan brúar- innar. Markarfljót rennur nú aðeins örfáa metra frá lögnum Pósts og síma en þar liggja bæði línur á einstaka bæi og í millistöðvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.