Morgunblaðið - 18.10.1990, Page 22

Morgunblaðið - 18.10.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 TRAMilRYGGUR MÓTAÐUR :: fiylil tetsMðvfiu * Umhverfisverkefni í Alftamýrarskóla: Vatnsmýrin o g Tjörnin könnuð Opna úr Matreiðslubók Iðunnar. Matreiðslubók Ið- unnar komin út IÐUNN, bókaútgáfa, hefur gefið út Matreiðslubók Iðunnar eftir Anne Willan, en íslenzkur rit- stjóri var Hilmar B. Jónsson. Bókin skiptist í eftirtalda meg- inkafla: Kryddjurtir,. krydd og bragðefni, Súpur og soð, Sósur, Mjólk, ostur og egg, Fita og olía, Fiskur, Skeldýr, Fuglar, Kjöt og kjötvörur, Grænmeti, Sveppir, Kommeti og belgjurtir, Pasta, Mjöl, brauð og deig, Bokur, sætabrauð og Smákökur, Kökur og krem, Syk- ur og súkkulaði, Kaldir eftirréttir ogís, Ávextirog hnetur, Geymsla matvæla, Matreiðsla í örbylgjuofni og Matreiðsluáhöld. Aftast í bókinni eru svo listi yfír matargerðarhugtök og orðaskrá. Hilmar B Jónsson segir m.a. í formála bókarinnar, að ekki sé nóg að safna mataruppskriftum, heldur verði menn einnig og ekki síður að tileinka sér grundvallaraðferðir og læra að laga þær að bestu hráefnum sem fáanleg er hveiju sinni. „Upp- skriftir ætti nefnilega fyrst og fremst að hafa til hliðsjónar. Það em innkaupin og matreiðslan sjálf sem mestu skipta, og hér í bókinni em þessi atriði sett í öndvegi." Og einnig segir Hilmar: „Enginn verður fullnuma í matargerðarlistinni af því einu að lesa bækur. En fáar bækur em ánægjulegri en góðar matreiðslubækur, og slíkar bækur era líka annað og meira en náma af fjölbreyttum og góðum upp- skriftum; þær em einnig kennslubækur, uppflettirit um hrá- efni og aðferðir og hugmyndabanki fyrir alla þá sem vilja þreifa sig áfram, læra að skapa sína eigin rétti. Þær Ijúka Upp leyndradómum fyrir notendum sínum og örva þá til að reyna eitthvað nýtt. Þannig er þessi bók einmitt í ríkara mæli en aðrar matreiðslubækur sem út hafa komið á íslensku, og þess vegna kemur hún öllum að gagni, bæði byijendum og lærðum mat- reiðslumönnum." Bókin er 528 blaðsíður. Hún er sett og brotin um hjá G. Ben. prent- stofu hf. og prentuð á Ítalíu. NEMENDUR í 9. bekk Álftamýr- arskóla hafa að undanförnu unn- ið umhverfisverkefni um Vatn- smýrina og Tjörnina. Að sögn Fannýjar Gunnarsdóttur liffræðikennara, fjallar verkef- nið um ýmsa líffræðilega þætti í umhverfinu fuglalíf og gróður auk þess sem nemendur kynna sér sögu svæðisins, byggingar og skipulag. Verkefnið tekur um tvo mánuði og eru fluttir fyrir- lestrar, sýndar skyggnur og kvikmyndir, farið í skoðunar- ferðir, tekin viðtöl og aflað heim- ilda. Verkefnið er eitt af mörgum sem unnin eru í skólum og á dagvistarheimilum í vetur og munu tengjast dagskrá og sýn- ingu Milja 91. Þær Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir og Helga Gunnarsdóttir em í hópi þeirra nemenda, sem langt eru kominir með að vinna umhverfis- verkefnið. Guðbjörg hefur safnað heimildum um Reykjavíkurflugvöll og tilurð hans, hvenær fýrsta flug- vélin lenti á vellinum og hvernig staðið var að framkvæmdun við lagningu hans. „Við höfum ekki unnið svona verkefni fyrr þar sem afla verður heimilda,“ sagði hún. „Og ég hefði ömgglega ekki nennt að iæra þetta af bók, en það hefur verið mjög gaman að finna þessar heimildir og lesa jafnvel þó það sé tímafrekt. Svo höfum við tekið við- töl við þá sem til þekkja og nú á bara eftir að ná í einn mann.“ Helga hefur kynnt sér gömul hús við Tjörnina og sögu þeirra. „Það kom vemlega á óvart hvað mikið er til af gömlum heimildum um Tjömina og umhverfí hennar,“ sagði Helga. „Alþingishúsið stendur til dæmis í kálgarðinum sem var við Smiðshús og var rétt við Dóm- kirkjuna, og svo var Líkn þar sem nú er bílastæði," sagði Helga. „Hrefna á Árbæjarsafni hefur hjálpað okkur með heimildir og þar Skagfirska söngsveitín. Skag'firska söngsveitin heldur afmælistónleika SKAGFIRSKA söngsveitin á tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni heldur kórinn afmælistónleika í Lang- holtskirkju laugardaginn 20. október og hefjast þeir kl. 16.00. Á söngskránni em eingöngu lög eftir Skagfirðinga: Eyþór Stefáns- son, Jón Bjömsson, Pétur Sigurðs- son og Geirmund Valtýsson. Flest þessara laga hefur kórinn flutt áður á tónieikum svo þetta verður nokkurs konar skagfirskur tón- listarannáll, kórsöngur, einsöngur og dúettar. Einsöngvarar að þessu sinni verða Fríður Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Halla Jónsdóttir, María K. Einarsdóttir, Óskar Pétursson og Svanhildur Sveinbjömsdóttir. Píanóleikari á tónleikunum verður Ólafur Vignir Albertsson. Þennan sama dag kemur út myndarlegt afmælisrit um sögu kórsins í máli og myndum. Rit- stjóri er Sveinn S. Pálmason. Enn- fremur kemur út ný hljómplata á vegum kórsins og er það fimmta platan sem hann gefur út. Platan ber heitið Ljómar heimur, og er nafn hennar sótt í ljóð eftir Friðrik Hansen. Um kvöldið 20. október verður svo afmælishóf Söngsveitarinnar í Borgartúni 6. Styrktarfélagar og aðrir velunnarar kórsins em vel- komnir til þátttöku í kvöldfagnað- inum sem hefst kl. 19.30. Miðasala verður í Pennanum, Austurstræti 18., Ýmislegt fleira er framundan í starfi kórsins. Má þar nefna fyrir- hugaða tónleikaferð til Selfoss og Njarðvíkur. Tónleikar verða í Fjöl- brautaskólanum á Selfossi sunnu- daginn 28. október kl. 16. og um kvöldið í Njarðvíkurkirkju. Hefjast þeir kl.21.00. Stjórnandi Skagfirsku söng- sveitarinnar er Björgvin Þ. Valdi- marsson. (Frcttatilkynning) Morgunblaðið/Ámi Sæberg Til vinstri er Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, sem hefur kynnt sér allt um ReykjavíkurflugvöII og Helga Gunnarsdóttir en hún fjallar um byggð við Tjörnina og sögu. er hægt að sjá hvernig Tjömin var áður og hvar var byggð. Við höfum líka kynnt okkur hvernig Tjörnin hefur breyst og nú síðast með nýj- um bakka við Fríkirkjuveg og við höfum fengið að vita að við Tjarnar- götu á að vera ijóður, þar sem fugl- arnir geta verpt og verið í friði með ungana fyrir mávum og öðmm vargfugli.“ Miljg 91: Ráðstefna um umhveríis- fræðslu á Norðurlöndum NORRÆN ráðstefna Miljg 91, verður haldin í fimmta sinn í Reykjavík dagana 12. til 14. júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir um 800 þátttak- endum, þar af 500 erlendum. Markmið ráðstefnunnar er að efla um- hverfismenntun á Norðurlöndum en fyrst og fremst á Islandi. Að sögn Svavars Gestssonar menntamálaráðherra, er ráðstefnan eitt af mikil- vægustu verkefnum sem menntamálaráðuneytið hefur ráðist í og von- andi yrði hún tií að efla umhverfisfræðslu í skólum í framtíðinni. Samstarfsnefnd fjögurra ráðu- neyta skipa undirbúningsnefnd ráð- stefnunnar og er Þorvaldur Örn Árnason námsstjóri í menntamála- ráðuneytinu formaður hennar. Sagði hann að þessi ráðstefna yrði líklega sú síðast sem haldin yrði með þessu sniði á Norðurlöndum, en þær hafa þegar verið haldnar í höfuðborgum hinna Norðurlanda. Fyrst og fremst verður fjallað um umhverfismenntun með áherslu á uppeldi, fræðslu og miðlun upplýsinga. Ráðstefnugestum verður skipt niður í starfshópa sem fjalla um ákveðin þrettán þemu, til dæmis lofthjúp jarðar og verndun hans, hafíð verndun þess og nýting, orkulindir, orkuvinnsla og umhverfís- áhrif. Kynnt verða verkefni í skólum og á dagheimilum auk þess sem far- ið verður í vettvangskönnun. Meðan á ráðstefnunni stendur verður sér- stök sýning í Hagaskóla og í Mela- skóla. í skýrslu sem tekin hefur verið saman og gefín út í tengslun við ráðstefnuna, er kannað hvernig um- hverfísfræðslu er háttað á dagvistar- heimilum, grunnskólum og í fram- haldsskólum hér á landi. Könnunin náði til 215 dagvistarheimila og bár- ust svör frá 38, 210 grunnskóla og svömðu 89 og 35 framhaldsskóla og svöruðu 8. Niðurstaða könnunarinn- ar sýnir að styttri vettvangsferðir eru famar á dagheimilum og í fram- haldsskólum en gmnnskólanemend- ur fara í lengri ferðir. Yngri bömin hreinsa og fegra umhverfi sitt en því er minna sinnt í framhaldsskólum. Á tæpum þriðjungi dagvistarheimila og næstum helmingi grunnskóla gróð- ursetja börnin tré og blóm og sinna gróðurvernd en aðeins fjórðungur framhaldsskólanema. Öll uinfjöllun um alvarlegri umhverfísmál er.mun meiri eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu. Að sögn Sigurlínar Sveinbjarnardóttur verkefnisstjóra, er skýrslan ætluð öllum þeim er áhuga hafa. Dagbjartur Einarsson stj ómarfomiaður SÍF; Vona að Magnús taki uppsögnina aftur DAGBJARTUR Einarsson, stjórn- arformaður Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, vill koma á framfæri eftirfarandi yfir- lýsingu í tilefni af frétt um upp- sögn Magnúsar Gunnarssonar framkvæmdastjóra SIF: Magnús Gunnarsson hefur á und- anförnum ámm unnið mjög gott og umfangsmikið starf fyrir Sölu- samband íslenskra fiskframleiðenda og það fer ekki á milli mála að nán- ast allir fískverkendur umhverfis landið bera mikið traust til hans. Eg verð að undirstrika að ég er sam- mála sjónarmiðum Magnúsar í fram- leiðslu- og sölumálum, enda er þekk- ing haris á saltfískmörkuðum íslend- inga mjög mikil og nýtur hann auk þess mikils trausts hjá öllum helstu viðskiptavinum okkar erlendis. Mat hans á því að útflutningur á ferskum, flöttum físki rýri vemlega markaðs- möguleika saltfísks er hárrétt að mínum dómi. Stjórn SÍF hefur unnið að því, ásamt Magnúsi, að fá menn, sem vilja stunda útflutning á ferskum, flöttum fiski til samkeppnisaðila okk- ar í Evrópu, til að hætta þessari starfsémi, þar sem hún eyðileggur fyrir sölu á íslenskum saltfíski, og fá þá til að starfa innan SÍF, sem sérhæfír sig í hágæðasaltfískfram- leiðslu. Það er deginum ljósara að Magnús hefur átt stóran þátt í að móta framt- íðarstefnu SIF í framleiðslu- og markaðsmálum. Hann er að vinna að mörgum stórverkefnum á þessu sviði og við megum ekki missa hann frá SÍF þegar mörg þessara verka era enn á undirbúningsstigi eða í vinnslu. Þetta em tímamótamál, sem snerta aðstöðu okkar innanlands, markaðsmál erlendis, stöðu okkar í samskiptum við Evrópubandalagið og annað í þeim dúr. Það er von mín að Magnús Gunnarsson dragi uppsögn sína til baka þegar hann kemur heim úr viðskiptaerindum er- lendis um helgina og að við leysum ágreiningsmálin þannig að allir fé- lagsmenn SÍF geti vel við unað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.