Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 33 Léttrugluð barátta í Beverly-hæðum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regfnboginn: Líf og fjör í Beverly Hills - „Scenes From the Class Struggle in Beverly Hills Leikstjóri og söguþráður Paul Bartel. Aðalleikendur Jacquel- ine Bisset, Ray Sharkey, Robert Beltran, Mary Woronov, Ed Begley, Jr., Wallace Shawn, Arnetta Walker, Rebecca Scha- effer, Paul Bartel, Paul Mazur- sky. Bresk-bandarísk. 1990. Enn á ný hæðist Bartel að vandamálum og stéttabaráttu hinna forríku, stöðutáknum þeirra og silíkónveröld, bragðlausri, lykt- arlausri og náttúrulausri, nema til komi jarðsamband frá almenn- ingi, gleðikonum, ökuþórum, vinnuhjúum. o.s.frv. Það má enda- laust deila um aðferðir og árangur Bartels, að maður tali ekki um gæði mynda hans. Þetta er hans vandaðasta mynd til þessa og „slípaðasta", þó svo hún eigi eftir að hneyksla fleiri en hitt. En háð- ið er á sínum stað og skopskynið í góðu lagi, oftast. En hlutverka- skráin er mögnuðust alls. Fyrst skal telja ekkjuna Clare (því mið- ur eina persónan sem er leikin af vanefnum og getuleysi, af Bis- set), uppþornuð, nýorðin ekkja eftir millann Sidney (Mazursky gerir honum ábúðamiki! skil), sem reyndar kemur við sögu þar sem hann vill sækja spúsu sína og flytja með sér til Vítis! Næsti ná- granni hennar er Lizbeth (frú Bartel, eða Mary Woronov, skilar henni með ágætum og dálítilli náttúru), nýskilin við tískulækn- inn og flagarann Howard (hinn smávaxni og spillti Shawn lifir sig mjög auðveldlega inní rulluna), og með augun á þjóninum Juan, sem Beltran (Gaby - A True Story, Eating Roul) túlkar af lat- ínskri karlrembu. Þá koma til sög- unnar rithöfundurinn Peter, reyndar mislukkuð kveif (Begley í enn einu dýrðlegu sjálfsháðinu), kona hans, áður mella, með meiru, leikin af hreinum ogtærum gamanleikhæfileikum af óþekktri, þeldökkri leikkonu, Arnettu Wal- ker, nautnaseggurinn Mo, sem er að leggja uppí Afríkuferð til að ráða bót á hungri í heiminum — á limúsínu, með 17 ára frænku sína í farteskinu. Og ekki má gleyma húshjálpinni Frank, sem allt vill liggja, kyn skiptir ekki máli. Þennan klóka skrattakoll leikur Sharkey af innlifun sem maður hefur ekki séð hjá þessum óútreiknanlega leikara síðan í The Idolmaker. Forvitnilegur hópur, ekki satt? Kristján Kristjánsson ásamt Þor- leifi Guðjónssyni bassaleikara. Blúskvöld á Tveimur vinurn KRISTJÁN Kristjánsson og hljómsveit skemmta á blúskvöldi á Tveimur vinum fimmtudaginn 18. október. Hljómsveitina skipa auk Krist- jáns, Þorleifur Guðjónsson, Asgeir Óskarsson, Björgvin Gíslason og Eyþór Gunnarsson. SJÁLFSTIEÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Haustfagnaður sjálfstæð- isfélaganna í Garðabæ verður 19. október í Garðaholti. Húsið opnað 'kl. 21.00. Söngur, dans, glens og gaman. Hljómsveit Jakobs Jónssonar. Veitingar seldar á staðnum. Sjálfstæðismenn, komið og sýnið samstöðu. Stjómimar. Aðalfundur Aðalfundur Ása, félags ungra sjálfstæöismanna, verður haldinn mið- vikudaginn 24. október nk. kl. 21.00 í Valhöll. Dagskfá samkvæmt lögum félagsins. Stjómin. Aðalfundur Muninn, félag sjálfstæðismanna í Vatnsleysustrandarhreppi, heldur aðalfund sinn laugardaginn 20. október kl. 20.30 í löndal 2, Vogum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjómin. IIFIMIMIJ Ui< Opið hús hjá Heimdalli Opið hús verður hjá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæöismanna í Reykjavík, í kjallara Valhallar föstudaginn 19. október. Boðið verður upp á Ijúfa tónlist og léttar veitingar. Húsið veröur opnað kl. 21.30 og eru allir velkomnir. Heimdallur Samgöngu- og ferðamálanefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til tveggja funda um samgöngu-, ferða- og fjarskiptamál. Dagskrá fundanna verður sem hér segir: Á Selfossi íSjálfstæðishúsinu, Austurvegi 38, fdag, 18. okt., kl. 20 Dagskrá: 1. Kynning á stefnu Sjálfstæðisflokksins í samgöngu-, feröa- og fjar- skiptamálum. 2. Ræða Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um þessi mál. 3. Almennar umræður. Á Akureyri í Kaupangi við Mýrarveg, 31. okt. kl. 20 Dagskrá: 1. Kynning á stefnu Sjálfstæðisflokksins í samgöngu-, ferða- og fjar- skiptamálum. 2. Ræða Halldórs Blöndal, alþingismanns, um þessi mál. 3. Almennar umræður. Markmið þessara funda er að fá viðbrögð flokksmanna við þeirri stefnumörkun, sem unnin hefur verið í samgöngu- og ferðamála- nefnd Sjálfstæðisflokksins. Á fundunum verður fjallað um áherslur þær sem flokksmenn telja að eigi að vera i þessum málum á næstu árum. Samgöngu- og ferðamálanefnd Sjálfstæðisflokksins. Aðalfundur Aðalfundur FUS Stefnis verður hald- inn í dag, fimmtu- daginn 18. október, kl. 20.30 i Sjálfstæð- ishúsinu við Strand- götu. Dagskrá: Venjuleg aöalfund- arstörf. Gestir fundarins Davíð Stefánsson, formaður SUS, og Ámi M. Mathiesen, dýralæknir. Stefnisfélagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjómin. Mosfellingar Bæjarfulltrúinn, Helga Richter, og varabæjarfulltrúinn, Guðmundur Davíðs- son, formaður veitu- nefndar, verða til viðtals í félagsheim- ilinu, Urðarholti 4, i dag, fimmtudaginn 18. október, milli kl. 17 og 19. Stjómin. Sjálfstæðisfólk í Vestur-Húnavatnssýslu Aðalfundur verður haldinn í kaffistofu Vöruhúss Hvammstanga hf. sunnudagskvöldið 21. okt. nk. kl. 21.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Undirbúningur kosninga. 3. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Mætum vel. Sjálfstæðisfélag Vestur-Húnavatnssýslu, Bessi, félag ungra sjálfstæðismanna og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna. Árnessýsla Sjálfstæðiskvenna- félag Árnéssýslu verður með hádeg- isverðarfund laugar- daginn 20. október nk. kl. 12.30 í Sjálf- stæðishúsinu á Austurvegi 38, Sel- fossi. Gestir fundar- ins verða: Sigríður A. Þórðar- dóttir, formaöur Landssambands sjálfstæðiskvenna, og Amdis Jóns- dóttir, varaþingmaður. Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki. Stjómin. ■■■■6Q.^.- Stjórnarfundi SUS frestað SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Stjórnar-, varastjórnar- og trúnaðarmenn SUS takið eftir! Stjómarfundi SUS sem halda átti laugardaginn 20. október kl. 14.00, hefur verið frestað. Tilkynning um nýjan fundartíma verður send í pósti. Hafnfirðingar - launþegar Þór, félag sjálfstæöismanna í launþegastétt, heldur aöalfund fimmtu- daginn 25. október 1990 kl. 18.00 í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjóm Þórs. IIFIMOAI.I.UK F U S Rabbfundir með ungum frambjóðendum Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur um þessar mundir rabb- fundi með þeim félagsmönnum í Heimd- alli, sem í framboði eru i prófkjöri sjálfstæð- ismanna i Reykjavík 26. og 27. október nk. í dag fimmtudaginn 18. október kl. 20.30 verður haldinn fundur með Hreini Lofts- syni, lögfræðingi. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Heimdallur. St.St. 599010187 VII I.O.O.F. 5= 17210188’/2 = 9.0. I.O.O.F. 11 = 17210188'Á = FL. HELGAFELL 599010187 IVA/ Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugar- dag kl. 10.30 í Nóatúni 17. Almenn söng- og bænasam- koma verður í Þríbúöum í kvöld kl. 20.30. „Af fingrum fram.“ Stjórnandi Gunnbjörg Óladóttir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Róbert Thomsson. Allir hjartanlega velkomnir. H ÚTIVIST GIÓFIHHI1 • KEYIOAVÍK • SÍMIAÍMSVARI1460Í Góðtemplarahúsið . Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld fimmtudag- inn 18. okt. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir vel- komnir. Fjölmennið. Skipholti 50b, 2. hæð Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Þú er velkomin(n). V^-,'7 KFUM V AD-KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 i Langa- gerði 1. Nýjar aðalstöðvar á Holtavegi. Rætt um áform og framkvæmdir. Byggingarnefnd, arkitektar og fjáröflunarnefnd koma á fundinn. Allir karlar vel- komnir. Fjallaferð um veturnætur 19.-21. október. Spennandi óvissuferð upp um fjöll og firnindi. Fjallganga fyrir spréttharða, láglendisganga fyr- ir rólega. Góð gisting í húsi. Sjáumstl Útivist. tímarit um dulræn málefni. Elsta rit sinnar tegundar á Islandi. Meöal efnis í nýjasta hefti: „Er íslenskt jurtaseyði, eftir upp- skrift að handan, að vinna á i baráttunni gegn krabbameini“. „Hvað er endurholdgun?1'. „Dulræn skynjun dýra“. „Er nýöldin nýjung?" o.fl. Afgreiðsla og pöntun áskrifta hjá Sálarrannsóknafélagi islands, Garðastræti 8, önnur hæð, sími 18130.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.