Morgunblaðið - 18.10.1990, Page 39

Morgunblaðið - 18.10.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 39 Hlíf í Hafnarfirði: Neyðarástand ríkir í hús- næðismálum lágtekjufólks STJÓRN Verkamannafélagsins Hlífar ályktaði eftirfarandi á fundi sínum fyrir skömmu: „Neyðarástand ríkir í húsnæðis- málum lágtekjufólks í Hafnarfirði. Nú í haust munu liggja fyrir hjá húsnæðisnefnd um 800 óafgreiddar umsóknir um félagslegar íbúðir og mánaðarlega bætast a.m.k. 12-15 umsóknir við þann biðlista. Þörf fyrir félagslegt húsnæði hefur aukist verulega undanfarin misseri. Astæður fyrir því eru m.a. minnkandi kaupmáttur, minni yfir- vinna, aukið atvinnuleysi o.fl. í Hafnarfirði sem og annars stað- ar á höfuðborgarsvæðinu á lág- tekjufólk engra góðra kosta völ í húsnæðismálum, nema félagslegar íbúðir. Séu þær ekki til staðar er fólkið ofurselt hinum svokallaða fíjálsa leigumarkaði þar sem algeng mánaðarleiga fyrir 3ja herbergja íbúð er 35-60 þús. krónur. Slík okurleiga er víðsfjarri greiðslugetu almenns launafólks. Vænti stjórnvöld kyrrðar á vinnumarkaðinum verða þau að gera almennu launafólki kleift að búa við eðlileg og mannsæmandi skilyrði. Að öðrum kosti verður ekki um neina þjóðarsátt að ræða. Húsnæðismál eru mannréttindamál sem verða að vera í lagi og fjárveit- ingar til þeirra eiga að hafa forgang fram yfir flest önnur. Aðeins stórátak í byggingu fé- lagslegs húsnæðis, bæði hér í Hafn- arfirði og annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu, getur komið í veg fyrir áframhaldandi húsnæðiseklu. Það er stjórnvalda að hafa frum- kvæði til lausnar þessum mikla vanda, sem-varðar allt launafólk." Bók eftir Janette Oke FÍLADELFÍA-Forlag hefur gef- ið út bókina Ástin kemur eftir Janette Oke í þýðingu séra Sigurð- ar Ægissonar. I fréttatilkynningu útgefenda segir m.a.: „Sagan gerist í N- Ameríku á dögum vesturfaranna og fjallar um Mörtu, nýgifta og lífsglaða nítján ára stúlku, sem heldur vongóð í vesturveg ásamt ungum eiginmanni. En líkt og hjá mörgum landnemum breytist ævin- týrið í martröð." Janette Oke fæddist Í Champion í Albertafylki í Kanada. Ástin kem- ur er fyrsta bindið í bókaflokki sem hefur notið vinsælda í mörgum löndum, segir í fréttatilkynningu. Bókin er 203 bls. og var unnin hjá Prentstofu G. Ben. hf. Það er ekki tryggt að verkfæri iðnaðarmanna séu notuð á löglegan hátt! En meö nýju IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNI frá SJÓVÁ-ALMENNUM geta iönaöarmenn MHiyWÍa tryggt sig eins og best veröur á kosið. í IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNI eru allar helstu tryggingar sem iönaðarmenn þurfa, settar saman á eitt skírteini. Allir góðir fagmenn ættu aö kynna sér þessa langþráðu nýjung strax. sjovadHljalmennar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.