Morgunblaðið - 18.10.1990, Síða 38

Morgunblaðið - 18.10.1990, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 J—— w—fr—I—f4-V (——r-H HHrr rrr Minning: * Elísabet Amadóttir Þvol er drýgra ÞwJ er eifíti el&ti uppþvot t&lögur hér á landí. Sarníeinmgu Þvoh hefur him vegsr margofi verið breyit i kjóJfarnýTra hráefna sem komiðhaía á markaðinn. Við vekjum séret&klega athyg'íi á að Þvol er drýgra ímtkun. vegnaþessað það mniheldur meira aí' vírkum sápuefnum, það geiur meiri gljáa og er mih FRirö Lyngási 1, Ga'ðabæ S m 65*13-22, T&iefa/ 65-18-57 í dag er borin til grafar Elísabet Ámadóttir. Blessuð móðursystir mín fékk á 94. aldursári kyrrlátt og fagurt andlát. Fékk að fara á eftir manni sínum, séra Óskari J. Þorlákssyni, tveimur mánuðum eft- ir að þau kvöddust svo ástúðlega daginn áður en hann var óvænt burt kallaður. Það var við hæfi. í 56 ár höfðu þau fetað saman ævi- veginn, samstiga í eindrægni og stutt hvort annað. Vigdís Elísabet Árnadóttir var fædd í Gerðakoti á Miðnesi 12. nóvember 1896, þriðja dóttir Elínar Ólafsdóttur frá Efri Hömrum í Holtum og Áma Eiríkssonar frá Fiðjakotshjáleigu í Landeyjum, sem bjuggu í Landlyst og síðan í Gerða- koti. Elísabet var aðeins 11 ára göm- ul þegar Árni drukknaði með skips- höfn sinni er bát þeirra hvolfdi svo að segja í augsýn heimafóiks 14. mars 1908. Fómst þar allir karl- mennirnir á heimilinu, auk Árna tengdasonur hans, fóstursonur og tveir vermenn. Eftir sátu ekkjan og dætumar sex, 2ja til 14 ára gamlar, auk dóttur Áma frá fyrra hjónabandi. En Elín hélt áfram búskap með dætrum sínum og bætti það sama ár við hópinn 40 vikna gamalli vegalausri frænku sinni. Nú við fráfall Elísabetar eru aðeins tvær þessara samrýndu systra á lífi, sú elsta Anna Sigríður, sem gift var norskum manni, Henrik Waagle, og Eiríka Guðrún, næst- yngst, sem gift var Þorgrími Eyj- ólfssyni kaupmanni í Keflavík. Hin- ar vom Ólafía Sigríður, gift Árna Sigfússyni, útgerðarmanni í Vest- mannaeyjum og síðar séra Þórði Oddgeirssyni í Sauðanesi, Tómas- ína Kristín móðir mín, gift Pálma H. Jónssyni skrifstofustjóra, Arnlín Petrea, gift Óla J. Ólasyni skókaup- manni í Reykjavík, hálfsystirin Vil- helmína sem bjó áfram í Gerðakoti með manni sínum Þorláki Eyjólfs- UÝTT SÍMANÚMER auglvsingadbioæ 17- 27. október Inniflísar-útiflísar Veggflísar Gólfflísar Gerið kjarakaup á Flísadögum Húsasmiðjunnar HÚSASMIDJAN Skútuvogi 16 • 104 Reykjavík • Sími 91-687700 syni eftir að móðir hennar hætti búskap 1919 og uppeldissystirin Lára Pálsdóttir, sem gift var Stef- áni Bjönssyni, skrifstofustjóra í Reykjavík. Ég nefni þessar systur hér, því samband þeirra og sam- lyndi var alla æfi alveg einstakt, allt frá því þær bytjuðu að hjálpast að eftir fráfall heimilisföðurins og gilti það jafnt um heimili þeirra síðar. Þar var alltaf mikill samgang- ur, glaðværð mikil og samhjálp. Var Elísabet þar alla tíð dijúgur stólpi. Að missa föður sinn var Elísa- betu og þeim systrum mikið áfall. Ámi hafði haft mikinn metnað fyr- ir hönd dætra sinna. Hugðist veita þeim menntun, senda þær allar í Flensborgarskóla, sem ekki var jafn sjálfsagt þá sem nú. Elín hélt við breyttar aðstæður uppi þeim metn- aði og dæturnar líka. Elísabet var snemma músikölsk og fékk að æfa sig á orgelið í Hvalsneskirkju og seinna, þegar hún var komin til Vestmannaeyja, þar sem hún af- greiddi í verslun mágs síns, Árna Sigfússonar, eyddi hún öllu sínu fé í að fara í tíma í íslensku, dönsku og orgelleik, sem átti eftir að reyn- ast henni drjúgt veganesti sem prestskona úti á landi og í Reykjavík. En jafnframttókst henni að spara saman til að komast á hússtjórnarskólann í Norstrand í Noregi, þar sem hún var í hálft annað ár. Minntist Elísabet oft þess tíma í Noregi og hélt af sinni óbrigð- uiu tryggð sambandi við skólann og skólasystur sínar þar. Duusverslun var á þeim tíma ein glæsilegasta verslunin í Reykjavík og hafði mikil umsvif. Þangað réð- ist Elísabet 1922 og sýnir það dugn- að hennar og hæfni að hún var brátt orðin verslunarstjóri í vefnað- arvörudeildinni. Og svo mikils trausts naut hún að hún var send til Danmerkur í innkaupaferð fyrir þessa merku verslun. Og einnig til Þýskalands. En þótt launin væru lág hafði hún tekið tíma í þýsku á kvöldin. Sagði hún mér að hún hefði ekki haft efrti á að borða í matsöl- unni nema einu sinni á dag og held- ur viljað eyða peningunum í að mennta sig. Safnaði hún smám saman bókum og greiddi síðar mán- aðarlega 10 krónur inn á bókareikn- ing sinn hjá Eymundsson. Um það leyti voru yngri systur hennar, sem einnig höfðu byrjað á að fara til Ólafíu systur þeirra í Vestmanna- eyjum, að koma til höfuðborgarinn- ar og tók Elísabet þær undir sinn verndarvæng. Þær bjuggu hjá henni í herbergi og henni tókst að útvega þeim stöður í helstu verslunum bæjarins, en varla var hægt hærra að komast á vinnumarkaðinum fyr- ir ungar óreyndar stúlkur í þá daga en að verða búðarstúlkur. Á fólk nú sjálfsagt erfitt með að átta sig á hvílíkan dugnað og sjálfsaga þurfti til þess. Elísabet vann í Duus- verslun í Hafnarstræti í 5 ár, þar til Duusverslun varð gjaldþrota. Elísabet sagðist hafa tekið mjög nærri sér þegar Duus verslun hætti. Hún hafði lagt sig þar fram og við- skiptavinir í bænum þekktu hana af öllu góðu. En skömmu síðar var hún ráðin í aðra af stórverslunum bæjarins, Verslun Haraldar Áma- sonar í Austurstræti, og var þar í 7 ár í vefnaðarvörudeild, þar sem það kom m.a. í hennar hlut að velja efni fyrir skóla úti á landi og allt til peysufata fyrir margar konur. F’yrir 15 árum sagði Elísabet mér í blaðaviðtali frá lífi búðarstúlkna í Reykjavík á þeim árum. Þar var glatt á hjalla, stúlkurnar leigðu sér jafnvel sumarbústað og gengu þangað um helgar og þær fengu árlega kjóla til að vinna í, fínni en þær höfðu efni á að kaupa í spari- fatnað, jafnvel fengu þær hjá Har- aldi silkikjóla þjóðhátíðarárið 1930. Á þessum árum höfðu systurnar gift sig hver af annarri og voru farnar að eignast börn. Elísabet dekraði okkur systurdæturnar og var uppáhald okkar allra. Sumar voru farnar að láta heita í höfuðið á henni, sem var merki um að syst- urnar reiknuðu ekki með að hún gifti sig sjálf. Allt frá því ég man fyrst eftir mér sat Elísabet með mig og kenndi mér þulu'r og kvæði og af engu vorum við systradætur hennar stoltari en að fá að fara með þessari glæsilegu og skemmti- legu frænku í gönguferðir á sunnu- dögum. Þannig hefur það verið alla þessa áratugi, að Elísabet tók okk- ur sérstaklega undir sinn verndar- væng og við erum stoltar af því að fá nú það hlutverk sem hún ætlaði okkur, að fá að bera hana sadda lífdaga til grafar. En eins og hún sagði, þegar hún fór eitt sinn með vísuna um Duusverslun: „Að vera ríkur eins og Duus/óskar sér marg- ur snauður./Eiga fögur og háreist hús/hvar í býr sæld og auður./ En eitt er meinið sem allir sjá/og ómögulegt er að komast hjá,/loks- ins að liggja dauður.“ Elísabet var hafsjór af fróðleik og kunni vísu við hvert tækifæri. Þar var aldrei komið að tómum kofanum. En allt í einu á árinu 1934 gekk Elísabet frænka okkar í hjónaband, hafði fallið fyrir ungum, glæsileg- um presti, séra Óskari J. Þorláks- syni, og fór með honum austur að Kirkjubæjarklaustri. Það þótti ekki öllum sjálfsagt þá, enda prestslaun- in hálfdrættingur á við laun búðar- stúlkunnar hjá Haraldi, sagði hún mér einhvern tíma. En þá var frænka mín hamingjusöm. Það ljómaði af henni. Og hún gekk upp í sínu starfi, að standa við hlið prestsins og leggja sitt fram. Þótt árin hennar yrðu ekki mörg á Kirkjubæjarklaustri, þá talaði hún oft og ávallt með hlýju um Skaftfell- inga. Fannst hún eiga töluvert í þeim og afkomendum þeirra sem hún kynntist þar. Sama gilti um Siglfirðingana, þeir sem þaðan komu voru hennar fólk. Enda Heim- sóttu sóknarbörnin fyrrverandi frá þessum stöðum þau séra Óskar og Elísabetu iðulega á fallegt heimili þeirra á Aragötu 15 og brottfluttir frá þessum stöðum kusu að koma þangað til þess að láta vinna prest- verk fyrir sig. Séra Óskar þjónaði fyrst fámennu sveitapestakalli, síðan allfjölmennu bæjarprestakalli, Siglufirði, í 16 ár, og loks varð hann dómkirkjuprestur í höfuðborg- inni og dómprófastur þar. Ávallt taldi Elísabet það sitt sjálfsagða hlutverk að taka þátt í störfum hans og láta sig varða sóknarböm- in. Hún lét margvíslegt heilsuleysi um ævina aldrei á sig fá og stóð við hlið hans, hélt reisn sinni á hveiju sem gekk. Kjarkur hennar og dugnaður var oft alveg ótrúleg- ur. Ég dáðist að frænku minni. Gerðakotskjarkurinn lætur ekki að sér hæða. Þau séra Óskar og Elísabet eign- uðust tvo drengi. Sá eldri dó skömmu eftir fæðingu stuttu eftir að þau fluttu til Siglufjarðar 1935 og var það frænku minni þung þraut. En lítil stúlka, systurdóttir Elísabetar, Helga Pálmadóttir, kom til þeirra, og skömmu síðar eignuð- ust þau annan dreng, Áma Óskars- son. Árni er útvarps og sjónvarps- virki að mennt, kvæntur Heiðdísi Gunnarsdóttur fóstm og eiga þau tvö böm, Elísabetu Halldóru og Gunnar, og eitt bamabam. Helga er sviðsstjóri hjá Sjónvarpinu, gift Helga G. Samúelssyni verkfræðingi og eiga þau tvö böm, sem bera nöfn þeirra presthjónanna, Elísabet Ama og Óskar Jón. Var samband þeirra allra við Óskar og Elísabetu einstaklega hlýtt. Og umhugsun og hugulsemi eftir að halla tók undan fæti fyrir frænku minni, svo hún þurfti á umönnun að halda í Hátúni lOb, falleg og fágæt. Þar naut Elísabet góðrar hjúkmnar og hlýrr- ar umönnunar hjá starfsfólki öldr- unardeildar Landspítalans síðasta æviskeiðið. Og þangað heimsótti séra Óskar hana lengst af daglega í strætisvagnj, þótt hann væri sjálf- ur orðinn sjúkur. Það var fallegt að sjá þá ástúð sem ríkti milli þeirra hjónanna, sem engin veikindi eða elli gátu slegið á. Þannig kvöddust þau fyrir tveimur mánuðum og ég vil trúa því að þau hafi nú aftur hist fagnandi á þeim stað sem þau bæði voru alla ævi sannfærð um að biði þeirra. Elín Pálmadóttir Þín náðin Drottinn nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins jjöll. (E.H. Kvaran) Hún Elísabet Árnadóttir er nú kbmin á leiðarenda og hefur fengið hvíldina. Nú er hún frjáls úr fjötrum erfíðra sjúkdóma, sem öðm hveiju hafa þjáð hana á langri ævi. Én aldrei brast kjarkurinn og áfram barðist hún og sigraðist á hverri þrautinni á fætur annarri. Afltaugin hennar var eiginmað- urinn. Á hann var alltaf hægt að treysta enda brást hann aldrei. Hann var eins og farvegur óbilandi trausts og trúar. Saman sigruðu þau sjúkdóma og þrautir. Enda sýndi það sig, að jafnskjótt og hann var horfínn af hinu jarðneska sviði lífsins, hrakaði óðum lífskrafti hennar. Hún þurfti ekki að bíða meira en í tvo mánuði eftir lausninni, sem henni og öllum ástvinum hennar var kærkomin og Guði þökkuð. Hún var komin heil til hafnar. Við vinirn- ir samgleðjumst, hvað er annað hægt að gera? Það er alltaf átakan- legt að horfa upp á fólk sem þjáist og á engar batahorfur eða lífsmögu- leika framundan. Dvalartíminn er á enda, hlutverkinu lokið. Eftir eru minningar um duglegan og kjark- mikla konu, fyrirmyndar húsmóður og prestsfrú, sem stóð við hlið manns síns og var hans hægri hönd í öllu hans starfí. Hún gegndi vissu- lega hlutverki sínu svo af bar. Ég og mín börn minnumst þeirra hjóna, sr. Óskars J. Þorlákssonar og Elísbetar Ámadóttur með þökk og virðingu. Þau vörðuðu veginn vel og skildu eftir sig spor, sem óhætt er að feta í. Börnum þeirra, Helgu og Árna, ástvinum þeirra og venslafólki öllu, vottum við innilega samúð og biðj- um þeim öllum blessunar Drottins. Hrefna Tynes Kveðja frá Inner Wheel Reylgavík í dag er kvödd ein af félögum okkar í Inner Wheel Reykjavík, en það er félag eiginkvenna Rotary- félaga. Elísabet Ámadóttir var gift sr. Óskari J. Þorlákssyni, dómprófasti í Reykjavík, en hann lést fyrir skömmu. Hún fæddist 12. nóvember 1896 og var því á 94. aldursári þegar hún lést eftir langvarandi veikindi. Elísabet var vel gefin, skemmti- leg og ósérhlífín enda kom það sér vel á sínum tíma, þegar prestsfrúin þurfti að sinna hinum fjölbreytileg- ustu störfum sem ekki tíðkast í dag. Þótt hún gengi ekki alltaf heil til skógar kvartaði hún aldrei, heldur stóð alla tíð eins og klettur við hlið manns síns. Hún var orðin 80 ára þegar hun gerðist félagi í Inner Wheel og sýn- ir það út af fyrir sig hversu vak- andi og félagslynd hún var. Hún var alla tíð mjög áhugasöm um fé- lagsstarfið og mætti vel á fundi meðan heilsan leyfði. Það er því með söknuði sem við kveðjum hana og vóttum aðstand- endum samúð og biðjum Guð að blessa minningu hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.