Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 13
r MORGtMBLAÐÍB LAOGARDAGt’R '27. OPÍTÓBKR l’990 r:ti3 A Nýr formaður ÆSI ÞING Æskulýðssambands ís- lands var haldið fyrir skömmu í húsnæði sambandsins að Lauga- vegi 162. Helgi Birgir Schiöth frá Stúdentaráði Háskóla Islands var kjörinn formaður sambandsins. Varaformaður var kosinn Bel- inda Theriault frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Þing Æskulýðssambands íslands er haldið á tveggja ára fresti. Þar eiga sæti fulltrúar æskulýðsfélaga í landinu og má þar nefna ungliða- hreyfingar stjómmálaflokkanna, samtök námsmanna, skiptinema- samtök, Ungmennafélag íslands og Bandalag íslenskra skáta. Á þing- inu var meðal annars rætt um frum- varp til laga um æskulýðsmál sem kynnt var á Alþingi í vor. Voru fundarmenn almennt sammála um nauðsyn þess að frumvarpið yrði afgreitt sem fyrst. Einnig var rætt um ýmsa nýbreytni í erlendum sam- skiptum ÆSÍ. Fulltrúar æskulýðs- sambanda í rikjum Fríverslunar- samtaka Evrópu, EFTA, hafa hist fimm sinnum á árinu til þess að ræða sameiginleg hagsmunamál. Einkum er þar um að ræða aðgang að ýmsum verkefnum Evrópuband- Helgi Birgir Schiöth, nýkjörinn formaður ÆSÍ. alagsins sem ætlað er að stuðla að ferða- og námsmöguleikum ungs fólks. Aukið samstarf við ungt fólk í Austur-Evrópu var einnig til um- ræðu á þingi ÆSÍ. Ákveðið hefur verið að stefna að nemendaskiptum við Eystrasaltsríkin og hefur ríkis- stjómin heitið stuðningi við það mál. Málsvari aldraðra eftirPál Gíslason Þegar prófkjör sjálfstæðismanna fer fram, er alltaf um unga og ágæta frambjóðendur að ræða, sem treysta má til að standa vörð um stefnu Sjálfstæðisfiokksins. Ég vil heilshugar mæla með kosningu Guðmundar Hallvarðs- sonar, sem ég hef kynnst vel í sam- bandi við málefni í borgarstjórn, en þar höfum við unnið saman að margvíslegum málum. Mér er kunnugt um mikið starf hans í þágu sjómanna og fyrir höfn- ina hér í Reykjavík. Sérstaklega vil ég þó nefna hin óeigingjömu störf hans í þágu aldr- aðra, fyrst á vegum Sjómanna- dagsráðs og Hrafnistu, svo og í Skjóli. Nú erum við að hefja byggingu nýs hjúkranarheimilis og þar er Guðmundur Hallvarðsson í forystu- sveit. Ég vil því eindregið mæla með Leiðrétting í þættinum Fjármál íjölskyldunn- ar í blaðinu í gær, féllu niður tölur Páll Gíslason því að hann fái öruggt sæti á fram- boðslistanum. Það sæti væri vel skipað. Höfundur er læknir. í töflu um fjárhagsáætlun ímynd- aðrar fjölskyldu. Fyrir vikið virtist sem um reikningsskekkju væri að ræða í töflunni. Hér birtist talan rétt og eru lesendur beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Áætlun fyrir hjón, sem búo íeigin húsnæði með tvö börni, gæti litið svono út: T_L;lir Utborguö laun IGKjUr Barnabælur 145.000 145.000 14.000 180.000 Afborgun skuldabréfs 32.000 Tekjur alls 145.000 159.000 212.000 GiöM Matur 49.000 51.000 65.000 u|ulu Rafmagn og hiti 5.000 Sími 5.000 Sjónvarp/dagblöð 4.500 4.500 4.500 Málning 8.000 Húsgögn 22.000 Hússjóður 4.300 4.300 4.300 6.000 9.000 7 ÖÖ0 Vetrardekk 20.000 Dagheimili 14.000 14.000 14.000 Jólaundirbúningur 36.000 Líkamsrækt 3.000 3.000 3.000 Skemmtanir 4.000 6.000 Afmæli Siggu 8.000 Föt 12.000 4.000 14.000 Myndbönd 3.000 3.000 1.000 Tóbak/áfengi 8.000 6.000 5.000 Flugeldar 4.000 Námskeið í reykbindindi 5.000 Afborganir lána 35.000 Sparnaöur 5.000 5.000 5.000 EIWilís 142.800 146.800 2O3.ÓÖ0 Afgangur 2.200 12.200 6.200 Kosningaskrifstofa BJÖRNS BJARNASONAR BJORN BJARNASON óskar eftir stuðningi í . SÆTI framboðslistans. Kosningaskrifstofa Björns Bjarnasonar er að Laugavegi 170 (eldra Hekluhúsinu), jarðhæð. Sími bílaþjónustu: 25821 og 695691. Upplýsingasími: 25820. Kosningaskrifstofa Björns Bjarnasonar er opin í dag á meðan kosningu stendur (13.00- 22.00). ❖ Upplýsingar veittar um kosningarnar. ❖ Akstur á kjörstað fyrir þá, sem þess óska. ❖ Allir stuðningsmenn Björns eru velkomnir á skrifstofuna, þar sem kaffiveitingar verða á boðstólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.