Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 19 lyfjakostnað íslensku þjóðarinnar. Ekki veitir af. Ástæðurnar fyrir kröfum al- mennings og flestra ef ekki allra stjórnmálaflokka landsins um breytingar á lyfsölukerfinu eru ein- faldar í sjálfu sér. Skulu nokkrar þeirra nefndar hér í lokin: ) 1) Dreifingarkerfið innanlands er allt of dýrt. Það kostar tæpa 2 milljarðá króna á ári eða um 25.000 | kr. á hveija fjölskyldu í landinu. 2) Verðákvörðun lyfja og skrán- ing í núverandi kerfi getur boðið heim spillingu og hvetur ekki til sparnaðar. 3) Ódýr samheitalyf fást ekki flutt til landsins vegna tregðuiög- mála hjá Lyfjanefnd. Það kostar ríkissjóð hundruð milljóna á ári. 4) Sömu aðilar ráða nær allri framleiðslu innanlands, tæplega heimingi innflutnings og allri smá- sölunni! 5) Lyfjafræðingar gagnrýna fjárhagslega hagsmuni kollega sinna sem hafa öðlast lyfsölurétt- indi. Þeir telja að fagleg sjónarmið séu fyrir borð borin. 6) Lyfjaþjónusta úti á landi er bágborin. Smærri apótekin þar hafa bága afkomu en stærstu apótekin á höfuborgarsvæðinu gera það al- deilis gott. 7) Verðmunur á lyfjum hér á ) landi og t.d. í Svíþjóð er óþolandi. Öll dæmi um verðsamanburð eru okkur í óhag. Kostnaður ríkisins vegna lyfjakaupa hækkar auk þess ár frá ári. 8) Heilbrigða samkeppni vantar í núverandi kerfi lyfjasölunnar. Út- boð á lyfjum til innflutnings eru bönnuð. Lögin eru úrelt og það hlýt- ■ ur að vera skylda stjórnmálamanna að bregðast við þessu ófremdar- ástandi af fullri hörku. Kveðjur í Karíbahaf Þegar grein Werners Rasmus- sonar birtist í Morgunblaðinu fyrr í vikunni, hugðist undirritaður ná persónulegu sambandi við apótek- arann til að ræða þær fullyrðingar sem þar komu fram. Því miðurtókst I ekki að koma á slíkri viðræðu því upplýst var að hann væri staddur í Karíbahafinu ásamt stjórnar- I mönnum og framkvæmdastjórum Delta og Pharmacos. Þar munu þeir, ásamt mökum, vera á „vinnu- fundi“ og er gott til þess að vita að menn nýti góða veðrið til góðra verka. Höfundur er rítstjórnarfulltrúi hjá Frjálsrí verslun. Flugleiðir: Aer Lingus af- greiðir far- þega í London i ÍRSKA flugfélagið Aer Lingus tekur við afgreiðslu Flugleiða á Heathrow-flugvelli í London frá I og með 1. nóvember. Flugleiðafarþegar koma eftir sem áður í fiugstöð 1 eða Terminal One en gefa sig nú fram við afgreiðslu- borð Aer Lingus. í ráði er að borðin verði einnig merkt Flugleiðum. Starfsmenn Flugleiða verða eftir - sem áður á vellinum og veita upplýs- ingar og liðsinna þegar þarf. Aer Lingus sér einnig um þjón- ustu við flugvélar Flugleiða á vellin- um. Fram til þessa hefur þessi af- greiðsla öll verið í höndum British Airways. Með breytingum sem gerð ar verða við sjálfa flugvélaafgreiðsl- una telur félagið að ná megi að bæta enn stundvísi flugvéla í Lund- únaflugi. Saga Class-farþegar Flugleiða skrá sig til flugs á afgreiðsluborðum Aer Lingus eins og aðrir eftir 1. nóvember, en fara að borðum sem merkt eru Saga Class Passengers. Flugleiðir halda sömu Saga Class- setustofunni á Heathrow-flugvelli og fram til þessa. Þetta er án efa ein besta Saga Class-Stofan. Þar er meðal annars boðið uppá friar veit- ingar, íslensk dagblöð, afnot af síma, sjónvarp, snyrtingu, sturtur og bún- ingsherbergi. I . (Fréttatilkynning:) Gripiim tækifærið eftir Þorgrím Þráinsson Framundan er prófkjör Sjálf- stæðisflokksins þar sem valinkunnir einstaklingar eru í framboði. Undir- ritaður efast ekki um hæfileika þeirra til þess að vera í forystu- sveit flokksins og fjalla um menn og málefni af skynsemi. Ingi Björn Albertsson er á meðal frambjóðenda og er það ánægjuefni. Hann á ekki langan feril að baki sem þingmaður en hann hefur sýnt og sannað, á þeim stutta tíma, að þar fer maður með stjórnunarhæfileika — maður sem vill ná árangri. Ingi Björn læt- ur fátt afskiptalaust sem betur má fara og er alþingi sá vettvangur þar sem hugmyndir hans og réttlæt- iskennd fá best notið sín. Hann er trúr sannfæringu sinni, laus við hroka og stærilæti og vinnubrögð hans einkennast af dugnaði og djörfung. Ingi Bjöm hefur lagt fram, ásamt Hreggviði Jónssyni, frumvarp til laga um stofnun afreksmannasjóðs íslenskra íþróttamanna. Tilgangur sjóðsins yrði að skapa 'efnilegum íþróttamönnum fjárhagslegan grundvöll til að helga sig íþrótt sinni. Það er í raun óskiljanlegt að slíkt frumvarp skuli ekki hafa verið lagt fram fyrir nokkrum áratugum. Eins og málum er nú háttað geta alþingismenn ekki litið kinnroða- laust framan í æskufólk sem jeggur sig í líma við að hefja nafn íslands til vegs og virðingar á erlendum vettvangi. Er ekki orðið tímabært að íþróttamenn eignist þingmann sem ber hagsmuni þeirra fyrir brjósti og gerir sér grein fyrir mikilvægi íþróttaiðkunar? Látum ekki tæki- færið, til þess að eignast málsvara á þingi, renna úr greipum. Tryggj- um Inga Birni öruggt sæti — ekki hans vegna, heldur okkar vegna. Höfundur er rítstjórí Iþróttablaðsins ogfyrirliði meistoraflokks Vals í knattspyrnu. Þorgrímur Þráinsson AFMÆLIS BLÓMAVAL er nú 20 ára. í tilefni þess bjóðum við viðskiptavinum okkar til mikillar afmælisveislu í dag, laugardag. Kl. 14 byrjum við að skera risastóra afmælistertu og bjóðum einnig kaffi og gosdrykki. Heimsækið Blómaval í dag, njótið veitinganna, tilefnisins og umhverfisins. Hinir landsfrægu tónlistarmenn Guðmundur Steingrímsson, Karl Möller og Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070. Gunnar Hrafnsson skemmta gestum með léttri tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.