Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 „Fyrrt' etg&nct) i/ar 7. ,7o aS hae^. " Ást er... ... að geyma allt á myndbandi. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights resorved © 1990 Los Angeles Ttmes Syndicate Með morgunkaffínu Þetta er nýja tískan komin beina leið frá París. HÖGNI HREKKVISI ÉR.T/\E> LEliCA ÞÉR?" EKKI ElUGÖMGLrí" Opið bréf til yfírmanna póst- og símamála Til Velvakanda. Astæða þess að ég rita þetta bréf eru síendurteknar og tilefnis- lausar lokanir notendasíma hér á sunnanverðu Snæfellsnesi, en það svæði heyrir undir símstöðina í Borgarnesi. A baksíðu símareikinga mun vera klausa þar sem athygli símanotenda er vakin á því að búast megi við lokun síma á fyrsta virkum degi eftir eindaga sem er 10. dagur út- gáfumánaðar. I flestum tilfellum mun það vera siðaðra manna háttur að beita ekki hliðstæðum reglum við það sem hér er greint frá, nema að full vissa sé fengin fyrir því að þolendum þeirra hafi veist ráðrúm til þess að inna greiðslur af hendi. I því tilfelli sem varð þess vald- andi að ég rita þessar línur var því þannig háttað að gíróseðill síma- reiknings barst mér með pósti 8. október síðastliðinn. Föstudaginn 12. október féll ferð í bankastofnun í Ólafsvík og þar er reikningurinn greiddur fyrir hádegi. Þannig hefir greiðsla hlotið að berast inn á reikn- ing símstöðvarinnar í Borgarnesi þann sama dag. Þrátt fyrir þetta Til Velvakanda. Vegna fréttar, sem kom í Morg- unblaðinu 24. október 1990, vil ég benda á eftirtalin atriði: 1. Telur dómprófastur öruggt að allir þeir, sem þátt tóku í kosningu til sóknarnafndar Seltjarnarnes- kirkju 22. október hafi verið full- gildir kjósendur? Ég get fullyrt að utansóknarfólki var boðinn atkvæð- aseðill. Allt tal um annað fær ekki staðist. 2. Dómprófastur mátti vita að þessi fundur var haldinn við þær aðstæður, að brýn nauðsyn var til þess að allt færi löglega fram. Og skiptir þá engu máli hve mörgum fundum prófastur hefur stjórnað. 3. Ég taldi ekki ástæðu til að bera fram mótmæli, fyrr en mér varð ljóst hvernig að málum var staðið. Kosningin var þannig-fram- kvæmd, að skjalataska prófasts var er símanúmeri mínu lokað um há- degi mánudaginn 15. október. Ég vil taka fram að fleiri hliðstæð til- felli áttu sér stað hér um slóðir á þessum tíma, því að fjöldi símnot- enda hér á svæðinu varð fyrir því að símun þeirra var lokað á þessum tíma. Það er staðreynd að gíróseðlar eru ekki sendir út af pósthúsinu fyrr en fyrstu daga greiðslumáðar. Það þýðir, svo sem dæmið hér að framan sannar, að reikningar ber- ast ekki í hendur gjaldenda fyrr en vika eða meira er liðin af þeim fresti sem veittur er. Þá eiga gjald- endur eftir að komast í banka eða pósthús til þess að inna af hendi greiðsluna. Það er til fullmikils mælst að ætlast til þess að símnot- endur takist á hendur tuga kíló- metra ferðalag eða 100 km leið, sem er vegalengdin í Borgames í mínu tilfelli, til þess eins að greiða síma- reikning sinn. Það er því augljóst að þessar reglur um greiðslur og eindaga eru algjörlega óhæfar til þess að eftir þeim sé- farið úti í dreifbýlinu, þó að þær geti ef til vill talist nothæf- ara á þéttbýlisstöðum. Svo virðist notuð fyrir kjörkassa. Var hún send út á meðal fundarmanna og sá ég ekki betur en að í töskunni væru pappírar óviðkomandi kosningunni. Þegar ég mótmælti var kosningu ekki lokið, ekki höfðu komið fram áreiðanlegar tölur um fjölda fundar- manna né samanburður á ógildum atkvæðum né auðum þegar ég gekk af fundi. 4. Ég vil láta prófast vita að messutími var ekki orsök þess að sóknarnefnd sagði af sér, þótt alltaf hafi verið látið í það skína. Fyrrver- andi sóknarnefnd átti ekki annarra kosta völ, vegna ómaklegra ásak- ana en að segja af sér, þar nefni ég engin nöfn en þeir taka það til sin, sem eiga. 5. Kjörorð mitt er og verður: „Gjör rétt, þol eigi órétt.“ Karl Þórðarson sem Póst- og símamálastofnunin geti í skjóli einokunaraðstöðu sinnar boðið notendum þessarar þjónustu upp á hvað sem er. Ut yfir tekur þó þegar undirsátar þessarar stofn- unar eru svo skilningsvana á að- stöðu viðskiptavina sinna að þeir beita þessum fáránlegu reglum án minnstu blygðunar. Öllum ætti að vera ljóst hve mik- ið öryggi það er að hafa gott og ótruflað símasamband á hverju heimili, ekki síst í hinum dreifðu byggðum, ef eitthvað ber útaf og slys eða óhöpp henda, og ætti að vera óþarft að rökstyðja það nánar. Þeir sem gera sér leik að því að ijúfa þetta öryggi taka á sig mikla ábyrgð. Gera verður þá kröfu að komið verði í veg fyrir slík skemmd- arverk. Ef bornar eru saman innheimtu- aðferðir Pósts og síma og til dæm- is Rafmagnsveitu ríkisins er um reginmun að ræða. Hjá rafmagn- sveitunum heyrir það til algjörra undantekninga hér um slóðir ef grípa verður til lokunar og eru varla dæmi um það. Þó er þar um mun hærri upphæðir að ræða, og því í flestum tilfellum meiri erfið- leika að standa skil á greiðslum. Þar eru vextir reiknaðir á gjöldin ef greiðsla dregst fram yfir tilskil- inn gjalddaga og verður það að telj- ast_ eðlilegt. Ég er ekki með þessum skrifum mínum að mæla því bót að óhófleg- ur dráttur verði á greiðslum fyrir símaþjónustu, heldur aðeins að fólki verði gefið ráðrúm til þess að greiða þessi gjöld með eðlilegum hætti. Ég skora hér með á yfirvöld sím- amála að taka þessi mál til end- urskoðunar og breyta reglum um innheimtu í það horf sem viðunandi getur talist. Þráinn Bjarnason, Hlíðarholti. Ólögmæt kosning Víkverji skrifar Asíðustu árum hefur starfsemi Ríkisútvarpsins aukist gífur- lega mikið úti á landi. Núna er t.d. rekin öflug deild útvarpsins á Akur- eyri og útvarpað þaðan sérstakri dagskrá. Svo er einnig gert á Aust- urlandi þó að í minna mæli sé. Starfsemi landshlutaútvarps beinist eðlilega fyrst og fremst að sérs- takri dagskrá sem útvarpað er fyr- ir landshlutann. Þetta finnst Vík- verja hins vegar hafa orðið til þess að fréttir og umfjöllun um málefni, t.d. í Eyjafirði, ná ekki eyrum fólks í öðrum landshlutum. Éyrir daga landshlutaútvarpsins var efni af þessum slóðum mjög áberandi í dagskrá útvarpsins. Vfkveiji er meðal þeirra fjölmörgu Reykvík- inga sem ólust upp úti á landi en fluttu til Reykjavíkur vegna atvinnu sinnar eða menntunar. Mér finnst ósköp notalegt að heyra umfjöllun um staðbundin málefni líðandi stundar, þó svo þau þyki ekki ýkja merkilegar fréttir á landsmæli- kvarðann fræga. Ég veit að svo er farið með fleiri landsbyggðarmenn í Reykjavík. Því sakna ég þess út- varpsefnis sem eingöngu er sent út á rásir landshlutaútvarps. Hug- myndin um sérstakt landshluta- útvarp er sótt til Norðurlanda, þar sem talsvert löng hefð er komin á slíkt fyrirkomulag. Hins vegar finnst mér sem ráðamenn Ríkisút- varpsins hafi gleymt því að munur- inn á íbúafjölda íslands og hinna Norðurlandanna er óskaplega mik- ill og aðstæður gjörólíkar. Innflutn- ingur landshlutaútvarps eykur bilið milli landsbyggðar og höfuðborgar sem var þó nógu gleitt fyrir. XXX Utgáfa fréttablaða vítt og breitt um landið hefur stóraukist á síðustu árum. Varla er nokkur stað- ur svo smár að ekki sé gefið út blað í einhverri mynd. Stundum er reyndar varla um annað að ræða en fábrotið auglýsingablað, en oft leynast innan um vönduð blöð sem flytja lesendum sínum fréttir og skoðanir innansveitarmanna. Vík- veiji sér regiulega sum þessara blaða. Lestur þeirra bætir honum upp skortinn á útvarpsefni utan af landi. Á flestum þessara blaða er aðeins um að ræða einn starfs- mann, sem sinnir öllu því sem gera þarf. Hann ritstýrir, skrifar fréttirn- ar, svarar lesendabréfunum, vinnur stundum sjálfur þá prentsmíð sem þarf, sendist og dreifír jafnvel blað- inu. Hann safnar auglýsingum, teiknar þær, skrifar reikninga og færir bókhaldið. Athafnir slíkra manna hljóta að- stýrast af öðru en hagnaðarvon, þar þarf neista af hugsjón og eldmóð. Þau iands- byggðarblöð sem lifa og eru ein- hvers virði eru þau sem eru óháð stórnmálaflokkum. Flokksblöðin deyja einfaldiega vegna þess að það vill enginn borga áskrift þeirra. Víkverja finnst meira um vert að þessi litlu og veikburða landsbyggð- arblöð fái að dafna og eflast, frem- ur en að ríkið sé að dæla milljónum í flokksblöð í Ijörbrotum. Víkveiji minnist þess að fyrir skömmu komu saman nokkrir ritstjórar lands- byggðarblaða og óskuðu eftir því að ríkið styddi við bakið á litlu blöð- unum með því að auglýsa þar. Það þykir mér vera hógvær ósk og þess verð að vera uppfyllt. Auglýsinga- peningana mætti gjarnan taka af þeim styrkjum sein stjórnmála- mennirnir veita til eigin málgagna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.