Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 Með kveðju eftir Valþór Hlöðversson Ókrýndur konungur lyfjavið- skipta á íslandi, Werner Rasmusson apótekari, kveður sér hljóðs hér í blaðinu sl. þriðjudag — og er mikið niðri fyrir. Astæðan er úttekt undir- ritaðs á nýjasta tölublaði Fijálsrar verslunar, þar sem fram koma at- hyglisverðar upplýsingar um ótrú- lega dýrt dreifikerfi lyfa á íslandi, forréttindi í smásölu lyfja og ægi- vald fámenns hóps apótekara yfir stórum hluta innflutnings og fram- leiðslu lyija í landinu. Einnig er athyglinni beint að yfirstjórn lyfja- mála, ljósi varpað á þær hugmynd- ir sem uppi eru í stjómkerfinu um gjörbreytingu þess kerfís sem ríkir í lyfjasölunni og m.a. birt viðtöl við ráðherra heilbrigðismála og fjár- mála af því tilefni. Það er augljóst við lestur greinar apótekarans að hann hefur haft reiðina að ráðgjafa sínum er hann settist við skrifpúltið. Hann freistar þess að koma því inn hjá lesendum að Fijáls verslun gangi erinda ein- hverra afla, sem vilja koma höggi á núverandi dreifingarkerfi lyfja hér á landi. Hér er auðvitað um hreina fjar- stæðu að ræða. Tímaritið reynir einungis að varpa ljósi á þetta fyrir- komulag með aðferðum nútíma blaðamennsku, en niðurstaðan er lyfsalanum greinilega ekki að skapi. Enda var umfjöllun okkar ekki skrifuð í þeim tilgangi að þóknast einum eða neinum, hvorki Werner Rasmusson né óskilgreindum kerf- iskörlum, svo dæmi séu nefnd. Blaðið er einungis að gegna skyldum sínum sem málefnalegt og óháð tímarit, hið eina sinnar teg- undar hér á landi sem fjallar um viðskipti og efnahagsmál. Það skal tekið fram að við látum okkur að sjálfsögðu í léttu rúmi liggja þótt Werner Rasmusson falli í þá grylju í bræði sinni, að þreifa fyrir sér með kaldastríðsáróður og ákalli áróðursmeistarann Jósef Göbbels eins og raun var á í út- varpsþætti um málið fyrir skömmu. Sú samlíking er verst fyrir hann sjálfan. Sovéskir dagar MÍR 1990: SÚMBHR - þlóðlasa- og ðaasllokkariaa frá Sovétlýðveldinu Túrkmenistan Sýning í Háskólabíói (sal 2) mánudagskvöldið 29. október kl. 20.30. Missið ekki af þessari sérstæðu sýningu. Miðasala í Háskólabíói. MÍR í Karíbahaf Lénskerfi 18. aldar Þeir sem á annað borð lesa grein- ina um Lyijahringinn í síðasta tölu- blaði Fijálsrar verslunar, gera sér grein fyrir því að þar er ekki í gangi krossferð gegn einum né neinum, heldur aðeins verið að varpa ljósi á þann hátt sem viðhafður er varð- andi innflutning, sölu og yfirstjórn lyfjamála í landinu. Vitanlega gat aldrei svo farið að Werner Rasmus- son og þeir sem sinna lyfjasölu, yrðu blaðinu sammála. Þeir menn eru einfaldlega að vernda sinn eigin hag og hanga á sérréttindum sínum eins og hundar á roði. Vitanlega getur apótekarinn haft skoðanir á Fijálsri verslun, rétt eins og aðrir geta haft misjafnar skoðanir á Ing- ólfsapóteki, Delta, Pharmaco, Med- is, Kemikalíu, Ýli, Reykvískri end- urtryggingu eða hvað þau nú heita, öll fyrirtækin sem Rasmusson á eða á aðild að. Þannig er lýðræðið og skoðanafrelsið. Efnisatriði greinar apótekarans eru því miður rýr. Er það miður, því vissulega hefði verið tilefni til skoðanaskipta um lyíjasölu sem kostar skattborgarana milljarða króna á hveiju ári. Þó skal orði vikið að fáeinum atriðum. Lyfsalinn neitar að trúa súluriti í Fijálsri verslun þar sem skýrt er frá samsetningu lyfjaverðs í 16 Evrópulöndum og segir að íslenska súlan hljóti að vera skakkt lituð! Betur ef satt væri. í myndritinu kemur fram að hlutur íslenskra apótekara er hærri en í nokkru landi Evrópubandalagsins. Þær upplýs- ingar byggja á staðreyndum og við skulum nefna dæmi. Lyf heitir Aureomycin. Túpan af því kostar út úr íslensku apóteki 254,81 kr. Hlutur framleiðandans af því verði er 36,53%, heildsalinn fær 10,60% og apótekarinn 52,87%. Virðisauka- skattur er ekki meðtalinn. í þessum hlut apótekarans er sérstakt afhendingargjald sem er ákveðin krónutala á hveija einustu pakkningu sem rétt er yfir borðið. Vitanlega vegur það hlutfallslega þungt í ódýru lyfi. En þá skulum við h'ta á dýrt lyf, krabbameinslyfið Introna og rifja upp verðið á því hér heima og í sænsku apóteki, en þær tölur eru úr íslenskum og sænskum lyijaverðskrám er voru í Valþór Hlöðversson „Efnisatriði greinar apótekarans eru því miður rýr. Er það mið- ur, því vissulega hefði verið tilefni til skoðana- * skipta um lyfjasölu sem kostar skattborgarana milljarða króna á hverju ári.“ gildi þegar greinin var skrifuð. Hvernig stendur á því að ákveðin pakkning af því kostaði tæplega 70.000 krónur út úr sænsku apó- teki en 118.000 krónur hér á landi? í hveiju er 48.000 króna munur fólginn? Er spurt um það að ófyrir- synju? Einnig má spyija: Hvernig má það vera að við athugun á verði 22ja algengra lyfja úr sænsku og íslensku apóteki, kemur í ljós að verðið hér á landi er að meðaltali 70% hærra? Samanburður okkar byggist á staðfestum tölum frá sama tíma og stenst því fullkomlega. Dylgjur lyf- salans um rangan samanburð falla því um sjálfar sig. Eftir stendur að útgjöld vegna iyfja eru íslendingum ótrúlega þungbær, samanborið við þetta nágrannaland okkar. íslenski lyfjahringnrinn Stjórnarformaður framleiðslufyr- irtækisins Delta hf. og lyfjaheildsöl- unnar Pharmaco hf. nefnir upplýs- ingar Fijálsrar verslunar um mark- aðshlutdeild þeirra „hálfsannleika“. Hins vegar er ekki gerð tilraun til að hrekja upplýsingar blaðsins, enda veit apótekarinn og stjórnar- formaðurinn að þær eru úr traust- um heimildum, sem því miður fá ekki að koma fyrir almenningssjón- ir. Sú leynd er auðvitað umhugsun- arefni út af fyrir sig. Fyrirtækin tvö eru undir stjórn lyfsala. Þau eru í eigu núverandi lyfsala, fyrrverandi lyfsala eða ættingja lyfsala sem ekki eru lengur á meðal vor. Um það þarf ekki’ að deila. I greininni í Fijálsri verslun kem- ur fram að eitt fyrirtæki lyfsalanna framleiðir 80% þeirra lyija sem framleidd eru innanlands og annað flytur inn 44% innfluttra lylja til landsins. Þá hafa lyfsalar sem kúnnugt er einkarétt á allri lyfja- sölu innanlands. Þetta er íslenski lyijahringurinn — með Werner Rasmusson í broddi fylkingar. Er þetta fijáls verslun? Varla verður því haldið fram með rökum. Staðreynd málsins er sú að einka- réttur apótekaranna er bundinn í úrelt lög og á hefðum sem sköpuð- ust ræplega 100 árum áður en verslun í' landinu var almennt gefin frjáls . I skjóli þeirrar sérstöðu hef- ur lyfsölum í tekjumestu apótekun- um í þéttbýlinu tekist að koma ár sinni býsna vel fyrir borð. Þetta vita apótekarar og þetta veit þjóðin. Þetta fyrirkomulag er Werner Ras- musson að veija í Morgunblaðs- grein sinni. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart. Kerfið er hrunið í lokaorðum greinar undirritaðs í Fijáls verslun er lýst þeirri skoðun að núverandi kerfi lyfjainnflutnings og dreifingar í landinu fái ekki leng- ur staðist. Er þar m.a. vitnað til ályktana Stéttarfélags lyfjafræð- inga, en þeir hafa oft ályktað gegn núverandi kerfi. Það gleðilega við grein apótekar- ans og stjórnarformannsins, er sú staðhæfíng í lok hennar að „apótek- arar séu alls ekki andvígir endur- skoðun á núverandi fyrirkomulagi lyfsölu“. Þá er að vona að Werner og félagar séu tilbúnir að taka höndum saman við þá sem líta á það sem kjarna þessa máls að lækka ER1. NÓVEMBER Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 Nœsti gjalddagi húsnœðislóna er 1. nóvember. Gerðu róð fyrir honum í tœka tíð. 16. nóvember leggjast dróttarvextir dlón með lónskjaravísitölu. 1. desember leggjast dróltarvextir ó lón með byggingarvísitölu. Gjalddagar húsnœðislóna eru: 1. febrúar- 1. maí - 1. ógúst- 1. nóvember. Sum lón hafa fjóra gjalddaga ó óri, önnur aðeins einn. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG VANSKILAKOSTNAÐI SÍÐAR. HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. INNI í MYNDINNI HJÁ ÞÉR?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.