Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAfifE) LAUGAfiDAQl/R 27. QKfpBER 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
í dag skaltu fara að finna vini
þína og eiga stund með þeim.
Kvöldið getur farið i súginn
vegna þess að einhver vill ráðsk-
ast með þig.
Naut
(20. apríl - 20. maí) irfö
Þú finnur til einhvers titrings
vegna verkefnis sem þér hefúr
verið falið á vinnustað. Annars
er ýmislegt heima fyrir sem
ógjama má dragast úr hömlu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Forðastu að láta verkefnin safn-
ast fyrir, en gerðu einnig það sem
þig langar til að gcra. Nú er til-
valið að fara í ferðalög, en flýttu
þér ekki um of að takast á við
verkefni sem þú ætlar að vinna
á eigin spýtur heima við.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Leggðu áherslu á að spara núna
og auka tekjur þlnar. Hafðu
taumhald á þeirri tilhneigingu
þinni að bruðla með fé, Þung-
lyndi þitt getur komið í veg fyrir
að kvöldið verði skemmtilegt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú verður að gæta þess vandlega
að efna þau loforð sem þú hefur
gefið öðru fólki I dag. Hittu vini
þlna. Ginn ættingja þinna er dá-
lltið hátt spenntur.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú endumýjar lífsorku þína í
dag. Nýttu þér kraftinn til hins
ýtrasta. Frumkvæði í viðskiptum
færir þér ávinning, en gerðu þér
jafnframt grein fyrir takmörkun-
um þínum.
V°g ^
(23. sept. - 22. október)
Varaðu þig á vafasömum kaupa-
héðnum í dag. Þú átt góðan tíma
í vændum, jafnvel þótt einn vina
þinna reynist þér erfiður. Farðu
í ferðalag, en láttu afbrýðisemina
ekki ná tangarhaldi á þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þér gengur betur að vinna með
öðru fólki ef þú krefst þess ekki
ævinlega að farið sé að þínum
ráðum. Leggðu áherslu á heimili
þitt I dag.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desembcr) m
Láttu ekki aðra bíða eftir þér.
Hjón vinna saman sem einn mað-
ur núna. Þú átt skipti við ein-
hvem sem er fullur fordóma.
Taktu ekki mark á gróusögum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þó að dagurinn sé heppilegur til
fjáröflunar verður þú að halda
fast utan um budduna. Einbeittu
þér að þvf að ná settu marki núna.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Trúðu engu sem þú heyrir fyrr
en þú hefur gengið úr skugga
um að það sé sannleikanum sam-
kvæmt. Hafðu frumkvæði að því
að fjölskyldan geri eitthvað
skemmtilegt. Ýttu öllu öðru til
hliðar en því að lyfta þér og
þínum upp.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Reyndu á kraftana I dag og taktu
lfkamlega vinnu fram yfir and-
lega. Þú að hugurinn sé á ferð
og flaug getur dagurinn orðið
notadrjúgur við ýmislegt sem
gera þarf heima fyrir.
AFMÆUSBARNIÐ þarf ævin-
lega að vera að kljást við krefj-
andi mál og dugar best þegar að
kreppir. Það er gætt leiðtoga-
hæfileikum og kann því illa að
vera undirsáti. Það fer ávallt
sínar eigin leiðir og stendur upp
úr fjðldanum vegna sterkra ein-
staklingseinkenna sinna. Þvl get-
ur famast vel I viðskiptum, en
það er einnig gætt hæfileikum
til heimspekilegs þankagangs og
bðklegrar iðju.
Stjörnusþána á aó lesa sem
dcegradvöl. Spdr af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
iiimiimiiMHiiiiiiinimrmnn ■■■ . 1 1 —. ...................
SMAFOLK
AMDIF IM ELECTED
CLA55 PRE5IDENT, I
PR0MI5E TO...
Og verði ég kosinn
bekkjarformaður, þá lofa
ég . . .
VOU CANTBE CLA55
PRE5IDENT,“PI6PEN".' YOU'RE
A ME55, ANP YOU
HAVE NO PIGNITV.'
Þú getur ekki orðið bekkjarfor-
maður, „sóði“, þú ert eins og
ruslahrúga. Og þig vantar allan
virðuleika.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
í síðasta mánuði fór fram í
Hollandi alþjóðlegt boðsmót,
kostað af verðbréfafyrirtæki,
með þátttöku úrvalsspilara víðs
vegar að úr heiminum. Sterkasta
par heimamanna, Engri Leuf-
kens og Berri Westra, sigraði
með umtalsverðum yfirburðum.
Þeir félagar skoruðu 801 IMPa,
en parið í öðru sæti, Bandaríkja-
mennimir Kit Woolsey og Chip
Martel, fékk 477 IMPa. Þriðju
urðu svo Bretarnir Tony Forrest-
er og Andy Robson með 431
IMPa.
Vestur gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 1075
▼ ÁK
♦ 10952
+ D653 . ,
Austur
Suður *K(?74
♦ ÁG8
¥ D109854
♦ D3
*Á10
♦ KD96
¥762
♦ ÁG
Vestur
♦ 432
¥ G3
♦ K8764
♦ 982
Vestur Norður Austur Suður
Pass Pass 1 lauf 1 hjarta
Pass 1 grand Pass 2 lauf
Pass 2 hjörtu Pass 4 björtu
Pass Pass Pass
Utspil: laufnía.
„Stendur aldrei," sögðu spek-
ingar í sýningarsal, þegar
Leufkens fékk út lauf gegn
hjartageiminu. Þeir áttu eftir að
skipta um skoðun.
Leufkens drap gosa austurs
með ás og spilaði lauftíu um
hæl. Austur drap og spilaði rétti-
lega tígulás og gosa. Taki vörn-
in ekki ÁK í tígli strax, fer einn
tígull niður í laufdrottningu.
Vestur skipti síðan yfír í spaða,
drottning og ás. Leufkens spilaði
nú blindum inn á hjarta, kastaði
spaða niður í laufdrottningu og
spilaði tígultíu í þessari stöðu:
Vestur Norður ♦ 107 ¥Á ♦ 109 ♦ 6 Austur
♦ 32 ¥ G llllll ♦ K96 ¥76
♦ 764 ♦ - ♦ - Suður ^ ^ ♦ G ¥ D10985 ♦ - ♦ -
Austur er vamarlaus.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
. Á opnu alþjóðlegu móti í Watt-
ens í Austurríki í sumar kom þessi
staða upp í skák sovézka alþjóða-
meistarans Loginov (2.505), sem
hafði hvítt og átti leik, og Þjóð-
verjans Treppner (2.325). Svart-
ur hafi teflt alltof hægt, líklega
talið vamimar á kóngsvæng
halda, en hvítur braut upp með
34. f3-f4 og síðasti leikur svarts
var 34. — e5xf4.
35. Rxh5! — gxh5 36. e5+ —
Kh8 37. DfS og svartur gafst up,
því eftir 37. — Bg4 38. Hxg4 —
hxg4 39. Dxg4 á hann ekkert
svar við hótununum 40. Df5 og
40. Dh5+.
Hinn nýbakaði sovéski stór-
meistari Mikhail Krasenkov sigr-
aði á mótinu annað árið í'röð,
hlaut 8 v. af 9 mögulegum en í
öðru sæti varð sovézki alþjóða-
meistarinn Komarov með 7 'U v.