Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 VEÐURHORFUR I DAG, 27. OKTOBER YFIRLIT { GÆR: Um 300 km vestur af Reykjanesi er 978 mb tægð sem þokast vestur en skammt vestur af Skotlandi er 985 mb lægð á hægri hreyfingu norður og síðar norðvestur. SPÁ: Suðaustan- og austanátt, víöa stinningskaldi og rígning norð- antands og austan en hægari norðvestan- eða breytileg átt og skúrir suðvestanlands. Hlýtt verður áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg austlæg átt á landinu, þoku- súld við austurströndina og á annesjum norðanlands og skúrfr sunnanlands en þurrt að mestu í öðrum iandshlutum. Hiti 3 tif 8 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Nokkuð stíf norðaustanátt og kólnandi veður. Él norðanlands en léttskýjað um landið sunnanvert. TÁKN: Heiðskírt <jk Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * # * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E1 = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —(- Skafrenningur |~<^ Þrumuveður *• m rtr ▼ VEÐUR Vl m 4. UM HEIM kl. 12:00 i. gær hlti að M tíma veóur Akureyri 8 skýjað Reykjavik 9 sútd Bergen 11 léttskýjaö Helsinki 10 léttskýjaö Kaupmánnahöfn 11 þokumóöa Narsserssuaq *4 skýjaö Nuuk sí;*4í: alskýjaö Ósló 3 iéttakýjað Stokkhölmur é skýjað Þórshöfn 10 rigning Algarve 19 rigning Amsterdam 13 skýjað fiarcelona 21 skýjað Berlin 10 háifskýjað Chlcago i:s# léttskýjað FeneyjBr vantar Frankfurt 12 mistur Qlasgow 13 skýjað Hamborg 9 mlstur LaaPalmas 26 léttskýjað London 11 rlgnlng Los Angetes 1ÉÉ þoka Lúxemborg 10 rignmg Madrid 14 súis Malaga 21 skýjað Mallorca 20 skýjað Montreal 3 skýjað NewYork S aiskýjað Orlando 0 heiðskírt Paris 12 skýjað Róm 20 léttskýjað Vín 9 alskýjað Washington 9 skýjað Winnipeg is 3: léttskýjað Bylgjan boðar verk- fall 20. nóvember SKIPSTJÓRA- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum hefur boðað verkfall frá hádegi 20. nóvember næstkomandi, að sögn Reyn- is Traustasonar formanns ByJgjunnar. „Við erum ekld í neinum skæru- hernaði en úrslit í atkvæðagreiðslu um kjarasamning félaga okkar í Farmannasambandinu hljóta að hafa áhrif á okkar vígstöðu og við inunum fara nyög vandlega yfir okkar stöðu þegar úrslitin liggja fyrir,“ segir Reynir. Farmanna- og fiskimannasam- band íslands og Landssamband íslenskra útvegsmanna gerðu nýlega samning um kjör yfirmanna á fiski- skipum. Úrslit í atkvæðagreiðslu um samninginn eiga að liggja fyrir 3. nóvember næstkomandi en FFSÍ hafði boðað verkfall yfirmanna á fiskiskipum frá 20. nóvember. „Við höfum ekki treyst okkur til að fylgja þessum kjarasamningi eftir úti í fé- lögunum, nema þá með þeim afleið- ingum að hann yrði felldur og þá stæðum við í þeim sporum að þurfa jafnvel að beijast einir í vonlausu máli,“ segir Reynir Traustason. Kjarasamningur Bylgjunnar við Útvegsmannafélag Vestfjarða hefur verið laus frá áramótum. „Við höfum alltaf samið sér og ég held að við kotnum til með að gera það á næstu árum að minnsta kosti. Okkar samn- ingur er betri en samningur Far- mannasambandsins. Við erum til dæmis með hærri skiptaprósentu og hærri kauptryggingu. Við beygjum okkur undir þjóðarsáttina og olíu- verðstengingin er í raun og veru eini ásteytingarsteinninn en hann er stór,“ segir Reynir. Bylgjan vill að henni verði breytt um að um að minnsta kosti 12-15 dollara. Helstu ákvæði samnings FFSI og LÍÚ um kjör yfirmanna á fiskiskip- um eru þau að kauptrygging og aðrir kaupliðir hækka í samræmi við þjóðarsáttarsamningana frá febrúar síðastliðnum og skiptahlutur byijar ekki að skerðast vegna olíuverðs fyrr en það er orðið 165 dollarar í stað 157 nú. SJÖUNDA þing Náttúruverndarráðs íslands er haidið nú um helgina að Hótel Loftleiðum. Megináherslan er lögð á ferðamál og umhverfisvernd. Um 150 fulltrúar silja þingið að þessu sinni, en það er haldið þriðja hvert ár. Þinginu lýkur á sunnudag. í ávarpi við upphaf þingsins þessu sinni. síðdegis í gær tilkynnti Júlíus Sólnes, umhverfismálaráðherra, að Arnþór Garðarsson prófessor og Birna G. Bjarnfreðsdóttir for- maður Leiðsögumannafélags ís- lands hefðu verið valin formaður og varaformaður ráðsins til næstu þriggja ára, í stað þeirra Eyþórs Einarssonar og Elínar Pálmadótt- ur.áem ekki gáfu kost á sér aftur í embættin. Ferðamál og umhverfisvernd eru aðalumræðuefni þingsins að í fjölriti sem Náttúruvemdar- ráð gaf út í tilefni þingsins, kem- ur fram að gífurleg aukning hafi á síðasta áratug orðið á fjölda þeirra sem ferðast um ísland og nú hafi milli 200-300 þúsund manns viðkomu á Gullfoss, Geysi og Þingvöllum á hveiju ári. Ráðið telur á hinn bóginn að ekki hafi verið hugað sem skyldi að þeim skaðvænlegu áhrifum sem aukið álag á landið geti haft á náttúru þess. morgunuiauiu//vrni oæucis Júlíus Sólnes ávarpar Náttúrurverndarþing. Engum upplýsingum um húsnæðis- kerfið haldið leyndum fyrir Alþingi - segir Þorsteinn Pálsson ÞORSTEINN Pálsson alþingismaður segir að Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra hafi farið með rakalaus ósannindi í þingræðu á fimmtudag. Þar sagði Jóhanna að árið 1986 hefði verið unnið minnisblað fyrir þáverandi fjármálaráðherra, sem var Þorsteinn Pálsson, og þar halí komið fram skuggalegar tölur um fyrirsjáan- lega þróun húsnæðiskerfisins sem var verið að selja á laggirnar. Jóhanna sagði að þessar tölur hefðu sér vitanlega ekki komið til umfjöllunar á þingi, og það væri alvarlegt mál ef þessum upplýsing- um hefði verið haldið leyndum fyrir Alþingi. „Það er einhver alvarlegasta ásökun á mann, sem hefur gegnt ráðherrastarfí, að hann hafi annað- hvort sagt Alþingi ósatt eða haldið mikilvægum upplýsingum leynd- um,“ sagði Þorsteinn Pálsson við Morgunblaðið. „Staðreyndimar í þessu máli eru þær að þetta minnis- blað fékk ég sent frá Fjárlaga og hagsýslustofnun og þáverandi hag- sýslustjóri hefur staðfest við mig í dag, að ég fór ekki með þetta minn- isblað sem meira leyniplagg en svo, að það gekk til aðila vinnumarkað- arins sem voru að semja um þetta húsnæðiskerfi á sínum tíma. VEÐUR í annan stað hafði Steingrímur Hermannsson þáverandi forsætis- ráðherra forustu um samninga við aðila vinnumarkaðar um þetta nýja húsnæðislánakerfí og hann skipaði sérstaka nefnd til að semja ný lög. Formaður þessarar nefndar hefur staðfest við mig, að allar upplýsing- ar af því tagi, sem eru í minnisbláð- inu, hafi verið til meðferðar og umfjöllunar hjá nefndinni og hún hafí meðal annars kynnt störf sín fyrir félagsmálanefndum Alþingis, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir átti sæti.“ Þorsteinn sagði að Alexander Stefánsson þáverandi félagsmála- ráðherra og Steingrímur Her- mannsson hefðu borið ábyrgð á því að Alþingi fengi réttar upplýsingar, og hann hefði nú fengið það stað- fest að þeir hefðu engu leynt í því efni. „Það er því alveg fráleitt af Jó- hönnu Sigurðardóttur að ætla að fara að koma höggi á þá gegnum mig með einhvers konar Albaníuað- ferð. Og þegar flett er upp í þingt- íðindum frá þessum tíma kemur fram, að í umræðum um málið spyr hún sérstaklega út í það hvort greiðslur ríkissjóðs gætu numið 5,6 milljörðum á næstu 10 árum miðað við 6% ávöxtun á því fé sem bygg- ingarsjóðimir þyrftu að taka að láni. Eg svara því í þessari um- ræðu, að auðvitað sé hægt að reikna sig fram til stærðar af því tagi og í störfum nefndarinnar, sem vann að málinu, hafi margs konar út- reikningar farið fram. Með öðrum orðum kom því fram í umræðunum, að Jóhanna hafði undir höndum upplýsingar um mismunandi niður- stöður eftir því hvaða forsendur voru gefnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að lokum, að þegar frumvarp nefndarinnar um hús- næðiskerfið var lagt fyrir ríkis- stjórnina, hefði hann neitað að sam- þykkja tillögu um að vextir yrðu lögbundir 3,5% þar sem hann hefði ekki getað tekið þá áhættu fyrir hönd ríkissjóðs. „Þess vegna var gerð samþykkt um breytilega vexti að minni kröfu, en ákveðið að hafa þá 3,5% fyrstu sex mánuðina til loka kjörtímabils- ins. Þegar ný ríkisstjórn var mynd- uð 1987 var það eitt af okkar fyrstu verkum að knýja á við félagsmála- ráðherra, sem þá var orðinn Jó- hanna Sigurðardóttir, að hækka vextina svo vaxtamismunurinn yrði Þorsteinn Pálsson ekki óhæfilegur í kerfinu og það riðaði til falls af þeim sökum. .Hún hefur neitað því til þessa dags. Það er þessi neitun hennar á að takast á við þetta verkefni, sem hefur fyrst og fremst leitt til þess að sjóðimir em gjaldþrota í dag,“ sagði Þor- steinn Pálsson. Þing Náttúruverndarráðs haldið um helgina: Umhverfisvernd og ferðamál til umræðu i i i i€ í I i I c m i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.