Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 9 Skrifstofa stuðningsmanna ÓLAFS ÍSLEIFSSONAR Bergstaðastrœti 86, er opin á meðan á kosningu stendur. Kaffiveitingar. Akstur á kjörstað, símar 13260 og 20994. Allir velkomnir. Ólafí öruggt sæti, 7. sætið Skrifstofa stuðningsmanna Geirs H. Haarde er að Túngötu 6. Símar:24527 og 24597 Tryggjum honum sœti ífremstu röð. Stuðningsmenn i Ölveri getur þú, með aöstoö Karaoke söngkerfisins, sungið viö upp- runalegan undirleik fjölmargra þekktra laga meö textann ð skjá fyrir framan þig. Ólagvisst fólk hljómar sem næturgalar meö hátækni Karaoke-kerfisins. Komdu í Ölver, Glæsibæ, í kvöld og vertu stjarna kvöldsins. Fjórir efstu á Reykjanesi. Listaröðun og loðin lög Uppákoman í prófkjörsmálum Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi hefur að vonum vakið mikla athygli. Það er fáheyrt, ef ekki einsdæmi, að stjórnmálaflokkur tilkynni opið prófkjör en söðli skyndilega um þegar framþjóðendur eru allir komnir fram í dagsljósið. Hætt er við prófkjörið, en uppstillingarnefnd falið að ákveða efstu sæti listans. Fólkið velur Un nokkurra ára skeið hefur Alþýðuflokkurinn auglýst sig með miklu brambolti sem lýðræðis- legasta stjómmálaflokk- inn - flokkinn þar sem fólkið velur frambjóð- endur. Það var ekki einu sinni fullnægjandi fyrir Alþýðuflokkinn að efna til prófkjörs innan sirnia raða. Ekkert dugði minna en opin prófkjör. Eina undantekningin var sú, að viðkomandi mátti ekki vera á lista annars stjórnmálaílokks eða yfirlýstur sem flokks- bundinn. Leiðtogar Alþýðu- flokksins, jafnt sem minni spámenn hans, hafa blásið sig út af lýð- ræðisást og hneykslan í hvert sinn sem aðrir flokkar hafa efnt til próf- kjöra meðal flokksbund- inna eða þá að kjördæm- isráð hafa ákveðið skipan á framboðslista. Að viðhöfðu profkjon Enda hafa kratamir getað bent á eftirfarandi ákvæði í lögum Alþýðu- flokksins máli sínu til stuðnings: „Kjördæmisráð ákveð- ur framboðslista Alþýðu- flokksins við kosningar til Alþingis og fulltrúa- ráð eða flokksfélög til sveitarstjóraa, að við- höfðu prófkjöri um val frambjóðenda í efstu sæti listans." Þetta ákvæði er birt hér orðrétt og það fer ekkert á milli mála að efstu sæti lista skal skipa „að viðhöfðu prófkjöri um val frambjóðenda". En mikið vatn hefur mnnið til sjávar í Alþýðu- flokknum frá þvi ákvæð- ið um skilyrðislaust próf- kjör var samþykkt á sínum tíma. Forustan ugg- andi Nú er svo komið eftir setu Alþýðuflokksins í samsteypustjóm Stein- gríms Hermannssonar, með Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi, Borg- araflokki og Stefáni Val- geirssyni, að flokksfor- ustan er orðin uggandi um stöðu sína. Ráðherr- amir, sem skipa þijú efstu sæti listans í Reykjavík, em búnir að afskrifa þriðja sæti hans. Enginn þeirra vill skipa það í kosningunum í vor. I allt sumar hefur því verið leitað leiða til að koma iðnaðarráðherran- um, sem skipar X. sætið, í framboð i öðm kjör- dæmi og losa það fyrir sjálfan flokksformann- inn. En mörg Jjón vom á veginum og beðið var eftir ákvörðun Atlantal um staðsetningu nýs ál- vers. Þegar Keilisnes varð fyrir valinu renndi flokksfomstan augunum til Reykjaneskjördæmis. En þá kom babb í bát- inn. Kjördæmisráðið á Reylganesi hafði ákveðið á fundi sínum 29. septem- ber að boða til opins próf- kjörs í samræmi við flokkslögin. Núverandi þingmenn stefndu að endurltjöri og bæjar- sljórinn í Hafnarfirði lýsti því yfir, að hann stefndi í í. sætið. Áður hefur liann sagt að gott mannval sé þjá krötum í Reykjanesi og þeir þurfi ekki á utanaðkomandi mönnum að halda. Snör handtök Eftir að bæjarstjórinn tilkynnti um framboð sitt tóku hlutimir að gerast hratt. Hafin var undir- skriftasöfnun í kjördæm- inu til að skora á iðnaðar- ráðherrann að gefa kost á sér í 1. sætið og að- standendur söfnunarinn- ar kváðu bæjarstjórann sóma sér vel í 4. sætinu. Kjördæmisráðið var boð- að til fundar í Keflavík sl. miðvikudagskvöld til að ræða framboðsmálin. Tilgangur fundarins var sá einn, að afboða opið próflgör og láta uppstill- ingamefnd um að raða á listann. Það varð ofan á. Uppstillingamefnd tók þegar til starfa og raðaði í fjögur efstu sætin. Þar skipar iðnaðarráðherr- ann fyrsta sætið, núver- andi þingmenn annað og þriðja, en bæjarstjórinn það fjórða. Snör handtök það. Jafnframt var ákveðið að önnur sæti á listanum yrðu ákveðin af uppstillingaraefnd í sam- ráði við fjóra efstu. Sjónarspilið f kjölfarið á Igördæm- isráðsfundinuin hófst sjónarspilið. Á blaða- mannafundi með for- manni kjördæmisráðs og fjórum efstu gaf formað- urinn skýringu á þvi, hvers vegna opið próf- lgör var afturkallað. Orðalag um prófkjör í lögum flokksins er loðið, sagði hann, og í raun al- farið í höndum kjördæm- isráðanna, hvernig raðað er á framboðslista. Iðnaðarráðherrann sagði, að tilgangur laga Alþýðuflokksins um prófkjör væri að tryggja endumýjun og opna um- fjöllun um röðun á lista flokksins. „Það er end- umýjun á honum á þeim sætum, sem em líklegust þingsæti, það er opin uinfjöllun um hann eins og þessi blaðamanna- fundur sýnir,“ sagði hann. Skrýtin latína Það er skrýtin latína, að það teljist tryggja end- umýjun að falla frá opnu próflgöri og blaða- mannafundur eftir lista- röðun tryggi opna um- fjöllun. Bæjarstjórinn í fjórða sætinu sagði að „ ... það væri meira virði að slilla upp öflugn og samhentu liði frekar en eyða mán- uðum í tilgangshtla bar- áttu manna i miUum, þar sem einasta spumingin væri sú, hvemig við röð- umst innbyrðis." Formaður kjördæmis- ráðsins sagði aðspurður um afskipti formannsms og varaformannsins af málinu, „að sér væri kunnugt um að þau fylgdust með þessum hlutum". Þá má bæta því við, að fv. borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í Reylgavik og ritstjóri Þjóðviljans, Óssur Skarp- héðinsson, skýrði frá því í Morgunblaðinu í gær, að þess hefði verið farið á leit við sig að skipa 3. sæti lista Alþýðuflokks- ins i Reylg'avík. Er hringnum þá ekki lokað? FATASKÁPAR SÉRTILBOÐSVERÐ Henta t.d. í Forstofur Barnaherbergi Gestaherbergi og víðar. Stærð. Breidd 100cm, Hæð210cm VERÐ 19.900 stgr. býður einhver betur ? H-GÆÐI Suðurlandsbraut16 108 Reykjavík Sími: 67 87 87 Jöi þú skalt bara fara í karatetíma því Dikk er farinn til Amsterdam að hitta Madam Englatopp. Hann flaug þangað fyrir aðeins kr. 25.900. FLUGLEIÐIR Fljótari en byssukúla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.