Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 23 .. Morgunblaðið/Emilía Anna Líndal og Björg Orvar sýna verk sín í Nýlistasafninu 27. október til 11. nóvember næstkomandi. Nýlistasafnið: Anna Líndal og Björg Örvar sýna Raðtónleikar tónlistar- skólans í Hafnarfiði NÆSTKOMANDI sunudag kl. 15.30 verða tónleikar í Hafnar- borg á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Hafnarborg- ar. Fram koma Oliver Kentish selló- leikari og David Knowles píanóleik- ari. A efnisskránni verða verk eftir S. Rachmaninoff, E. Elgar, C. De- bussy, E. Grieg, R. Schumann og Arna Thorsteinsson o.fl. Oliver Kentish fæddist árið 1954 í London. Árið 1977 var Oliver ráð- inn sellóleikari við Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Hann var kennari á Akureyri í átta ár. Oliver var einn af stofnendum kammersveitar Ak- ureyrar og er nú kennari við Tón- listarskóla Hafnarfjarðar og í Keflavík. David Knowles fæddur árið 1958 á Bath á Englandi. David kom til Íslands árið 1982 og kenndi þá við Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Oliver Kentish sellóleikari og David Knowles píanóleikari. Hann er nú kennari í Reykjavík og Garðabæ og hefur komið fram sem undirleikari með fjölda einsöngvara og einleikara. Menntamálaráðuneytið: Ráðstefna um lestrarörð- ugleíka í nútímasamfélagí SAMRÁÐSNEFND menntamálaráðuneytisins vegna Árs læsis 1990 og Landssamtök foreldra barna með leserfiðleika gangast fyrir ráð- stefnu um lestrarerfiðleika í nútímasamfélagi í Borgartúni 6 í dag milli klukkan 10.00 og lO.OO.Ráðstefnan er öllum opin. ANNA Líndal og Björg Örvar sýna verk sín í Nýlistasafninu 27. október til 11. nóvember næst- komandi. Anna sýnir offset-Iitó- grafíur og rýmisverk unnin úr jarðefnum í gryfjunni í Nýlista- safninu en Björg sýnir málverk unnin í olíu í efri sölum safnsins, sem er opið alla daga kl. 14-18. Anna Líndal stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands árin 1981-1986 og framhaldsnám í Slade School of Fine Art í London 1987-1990. Sýningin í Nýlistasafn- inu er fyrsta einkasýning Önnu en hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga, bæði hér og erlendis. Björg Örvar nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975-1983 og við listadeild Kaliforníuháskóla í Davis 1981-1983. Þetta er sjöunda einkasýning hennar og sú fimmta hér á landi en auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Bókasafn Kópavogs: Halldór Jóns- sonsýnir í BÓKASAFNI Kópavogs stendur nú yfir sýning Halldórs Jónssonar á olíumálverkum, vatnslitamynd- um, ljósmyndum, skúlptúrum o.fl. samtals 21 verk. Halldór Jónsson er fæddur á Svanshóli 14. júlí 1913 en ólst upp í Asparvík. Hann hefur fengist við myndlist frá þrítugsaldri og sótti m.a. námskeið í Myndlistarskóianum. Myndirnar á sýningunni eru frá ýmsum tímum, sú elsta frá 1940 og sú nýjasta frá 1989. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið mánudaga til föstudaga kl. 10.00-21.00 og laugardaga kl. 11.00-14.00. Hún verður til 15. nóv- ember. % Ráðstefnan verður sett klukkan 10.00 en að því loknu flytur Erna Árnadóttir ávarp frá framkvæmda- nefnd Árs læsis. Þá flytur Þóra Kristinsdóttir fyririestur um lestur og lestrarörðugleika, Jónas Hall- dórsson fjallar um rannsóknir á heilastarfsemi og lestrarörðugleik- um, Guðrún Birgisdóttir talar um samfélagsþróun og læsi og Selma Dóra Þorsteinsdóttir flytur fyrir- lestur sem hún nefnir Hlutverk leik- skólans í undirbúningi lestrar- kennslu. Klukkan 13.00 talar Páll Á. Jóns- son um foreldra og börn með lestra- rörðugleika, Sigurður Haukur Guð- jónsson segir frá reynslu sinni af lestrarnámi, Sylvía Guðmundsdóttir fjallar um námsgögn og kennslu- tæki og fulltrúar frá Kennarahá- skóla Islands tala um menntun kennara. Eftir kaffíhlé, klukkan 14.45, fjallar samstarfshópur grunnskóla- kennara og kennsluráðgjafa um skipulag lestrarkennslu í grunn- skólum. Þar á eftir segir Helga Sig- uijónsdóttir frá úrræðum vegna lestrarörðugleika í framhaldsskól- um en á eftir henni fjallar Guðrún Halldórsdóttir um fullorðinsfræðslu og lestrarörðugleika. Ráðstefnunni verður slitið klukkan 16.00. Námsgagnastofnun og Félag íslenskra bókaútgefenda verða með sýningu á ýmsum námsgögnum til iestrarkennslu á meðan á ráðstefn- unni stendur. Eitt atriða úr leikritinu 19. júní. Akranes: Skagaleikflokkurínn frumsýnir „19. júní“ SKAGALEIKFLOKKURINN á Akranesi frumsýnir „19. júní“ eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur í dag kl. 20.30 í Bíóhöllinni á Akranesi. Aðaihlutverkið er í höndum Hall- beru Jóhannsdóttur en í öðrum hlut- verkum eru: Sveinn Kristinsson, Dröfn Einarsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Guðleifur Einars- son, Erla Ösp Lárusdóttir, Lilja Ing- ólfsdóttir, Júlíus Þórarinsson, Gréta Snæfells og Gyða Bentsdóttir. Tón- list er eftir Jóhann Morávek. Leik- stjóri er Oktavía Stefánsdóttir en hún sá einnig um sviðsmynd og búninga. Lýsing er í höndum Hlyns Eggertssonar. Næstu sýningar verða mánudag- inn 29. okt. kl. 20.30, þriðjudaginn 30. okt. kl. 20.30 og miðvikudaginn 31. okt. kl. 20.30. Þetta verkefni sem er 27. verk- efni Skagaleikflokksins var valið meðal annars í tilefni M-hátíðar á Vesturlandi þar sem annar höfund- urinn, Kristin, býr á Akranesi. Æfingar hafa staðið yfir í 7 vikur. Formaður Skagaleikflokksins er Svala Bragadóttir. Lögfræðiskrifstofa Þórólfur Kristján Beck, hrl. Bolholti 4,105 Reykjavík Friðjón ðrn Friðjónssnn, hdl. Símar 68 00 68 ng 68 00 67 Tnmas Heiðar, löglr. Auglýsing um breytf heimilisfang Lögfræðiskrifstofa Þórólfs Kristjáns Beck, hrl., Frið- jóns Arnar Friðjónssonar, hdl. og Tómasar H. Heið- ar, lögfr., hefur flutt starfsemi sína í ný húsakynni frá og með 29.10.1990 í Bolholt 4, 4. hæð, 105 Reykjavík. Símanúmer skrifstofunnar verða óbreytt 68 00 68 og 68 00 67. Það vantar unga menn á þing! HREINAR LINUR. Hreinn Loftsson hefur um langt skeið starfað innun SjálfstaAisflokksins og verið öflugur malsvari þeirra hug- mynda, sem sameina sjálf- stæðismenn, og þannig aflað sér virðingar andstæðinga jafnt sem skoðanasystkina. Ilreinn Loftsson er einn helstu forystumanna ungra sjálfstæðismanna. Ilann á að baki stjórnarsetu í SUS, var utn skeið ritstjóri Stefnis og var frambjóðandi ungs sjálf- stæðisfólks til miðstjórnar flokksins, en í Jtví kjöri varð hann næsthæstur að atkvæðum. Yeitum forystumanni ungra sjálfstæðis- manna brautargengi í prófkjörinu; Hreinn Loftsson var aðstoðarniaður Matthíasar Á. Máthiesen í viðskipta- ráðuneytinu, utanríkisráðu- neytinu og samgönguráðu- neytinu. Hann hefur látið utanríkismál til sín taka og hefur verið formaður Utan- ríkismálanefndar flokksins frá 1987. Kjósum HREIN LOFTSSON í 6.-8. sætið! Skrifstofa stuðningsmanna Hreins Loftssonar er að Laugavegi 47, IV. haið. Skrifstofan er opin frá 17.00 til 21.00 í dag og meban kjörfundur stendur yfir, á fóstudag og laugardag. Símar eru: 29397, 29392, 27943, 27936 og 27933.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.