Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 51
HNEFALEIKAR ★ NÝTT: ★ Speglar ★ ettii máli ★ í rósóttani ★ trérönrmum MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 ■Aðalfundur fijálsíþróttadeildar Ármanns verður haldinn í Ár- mannsheimilinu við Sigtún föstu- dag, 2. nóvember klukkan 20.30. Nýr heimsmeistari var krýndur: Douglasfékk 1,344 millj. kr. fyrir að standa upprétturí sjö mínútur Holyfield rotaði Douglas fljótlega í þriðju lotu í keppni þeirra í Las Vegas. Hann er þriðji heimsmeistarinn á árinu . EVANDER Holyfield, 28 ára hnefaleikakappi frá Atlanta í Georgíu, tryggði sér heims- meistaratitilinn í þungavikt í hnefaleikum - þegar hann rot- aði James „Buster“ Douglas í byrjun þriðju lotu í Las Vegas ífyrri nótt. Douglasfékk 1,344 millj. fsl. kr. fyrir að standa í hringnum í 7,08 mín., en Holyfi- eld fékk heldur minna fyrir sinn snúð, eða 448 milljónir. Aldrei áður hafa svo mikllar peninga- upphæðir fallið íhlut hnefa- leikakappa. Holyfield er þriðji heimsmeistarinn á þessu ári í þungavigt. Kappleikur Holyfield og Douglas var merkilegur fyrir þær sakir að Don King, kunnur framkvæmda- stjóri margra frægra kappa, eins og t.d. Mike Tysons, fyrrum heimsmeist- ara, var ekki með puttana í einvíginu. King er sagður hafa eyðilagt þungavigtarkeppnina und- anfarin ár með því að spilla um- hverfinu með peningum og mútum og og ákveða úrslit fyrirfram. Þeg- ar Douglas sló Tyson niður í febrú- ar sl. missti King völdin. King gaf Holyfíeld aldrei tæki- færi á að keppa við Tyson, en Ho- lyfíeld, sem hefur aldrei tapað í Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandaríkjunum Evander Holyfield og James „Buster" Douglas. Reuter rtcuici Holyfleld leggur vinstri hönd á höfuð Douglas - gerir allt klárt fyrir hægri handar rothögg. Eftir það sá Douglas stjörnur og stóð ekki upp fyrr en eftir fjórar mínútur. þeim tuttugu og fimm kappleikjum sem hann hefur tekið þátt í, hefur verið skráður næst besti hnefalei- kakappinn undanfarin tvö ár. Hann hefur unnið tuttugu og einn leik með því að rota andstæðing sinn. Fyrir einvígið í Las Vegas var um það rætt að heimsmeistaratitil- inn hafi stigið Douglas til höfuðs, en hann er nú sjö og hálfu kg þyngri en þegar hann keppti við Tyson. Veðbankar veðjuðu 8-5 á Holyfí- eld fyrir leikinn gegn Douglas, en Douglas var 17 kg þyngri en Holyfí- eld og var greinilegt að hann ætl- aði sér að vinna á þeim mun - þreyta andstæðinginn í tólf lotur. Hann beið eftir Holyfield í tveimur fyrstu lotunum, en síðan urðu hon- um á mistök í byijun þeirrar þriðju. Ein mistök hjá þyngavigtarkappa þýðir aðeins eitt: Rothögg. Douglas reyndi að slá undir höku Holyfíelds, en mistókst og vió það opnaðist leið að kjamma hans og Holyfíeid var ekki lengi að þakka fyrir sig; rétti Douglas hægri hnefann og heimsmeistarinn rotaðist sam- stundis. Hann reis ekki upp aftur fyrr en eftir ijórar mínútur. Dou- glas hampaði því heimsmeistaratitl- inum í aðeins átta mánuði, eða frá því hann sigraði Tyson í febrúar. Mikill fögnuður braust út á Milrage-hótelinu í Las Vegas eftir sigur Holyfíelds, en þar fór keppnin fram. Strax eftir keppnina var tilkynnt að Evander Holyfíeíd myndi veija heimsmeistaratitilinn með því að keppa við George Foreman, fyrrum heimsmeistara, í Las vegas í mars 1991. Tyson verður því enn að bíða, en það er þó talið nokkuð víst að Holyfield keppi við hann í lok næsta árs, þ.e.a.s. ef hann vinnur Fore- man, en það er talið nokkuð öruggt. Körfubolti Úrvalsdeild: Sunnudagur: Akureyri: Þór - KR...................kl. 20 Grindavík: UMFG - UMFN...............kl. 20 Hafnarf.: Haukar - Valur.............kl. 14 Keflavík: ÍBK - Snæfell..............kl. 16 Sauðárk.: UMFT-ÍR..................kl.20 1. deild karla: Laugardagur: Borgarnes: Skallagr. - Reynir......kl. 14 Sunnnudagur: Kópavogur: UBK - Víkverji............kl. 20 Veggtennis A-mót í Squashi fer fram i Veggsporti á laug- ardag og sunnudag og hefst kl. 13.00 báða dagana. Þetta er fyrsta mót vetrarins í vegg- tennis. Badminton Haustmót TBR fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog um helgina. Uppskeruhátíð Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Víkings verður í Réttarholtsskólanum kl. 14 í dag. Af mælishóf Stjörnunnar Stjaman verður með afmælishóf og sýningu á morgun, sunnudag. Dagskrá dagsins hefst með guðsþjónustu i Garðaknkju kl. 13 ogsíöan verður afmælissýning i Ásgarði kl. 14.30. íþróttafólk úr öllum deildum Stjörnunnar sýna. Afmælishóf verður í Garðalundi kl. 16, en því lýkur með flugeldasýningu. - RAMMA op» tii MIÐSTOÐIN SIGTÚN110 « SÍML25054 KL. 14 A LAUGARDOGUM SÉRVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR • Álramroar • Smellurammar • Mæg bílastæðl PLAKATA- SÝNING laugardao írá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 13-17 AÐALFUNDIR I ■Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fer fram að Auðbrekku I 25 í Kópavogi laugardaginn 3. nóv- ember kl. 14. íþróttir helgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.