Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hrun á sovéska síldarmarkaðinum Upplausnin og efnahags- hrunið í Sovétríkjunum hefur nú bein og alvarleg áhrif hér á landi, eftir að sovésk yfirvöld hafa skýrt frá því, að gjaldeyrisskortur hamli síldar- kaupum. Eins og fram kemur í Morgunblaðsfrétt á fimmtu- dag telja síldarsaltendur þetta reiðarslag fyrir sig og at- vinnulífíð í heild. Óskar Vig- fússon, formaður Sjómanna- sambands íslands, segist felmtri sleginn yfir tíðindun- um og nú verði að beita öllum ráðum til að leiða Sovétmönn- um fyrir sjónir hvaða þýðingu það hafi fyrir okkar litla land, ef þeir standi ekki við gerða samninga. Þeir sem fylgst hafa með gangi mála í Sovétríkjunum undanfarin misseri undrast ekki, þótt kaupendur á síld frá íslandi hiki við að skuldbinda sig til að greiða fyrir slíkan vaming. Af hruni sovéska hagkerfisins leiðir, að þar er ekki lengur til neinn gjaldeyr- ir, jafnvel ekki fyrir nauð- þurftum eins og síld og físki. Biðraðimar setja ekki lengur sama svip og áður á götur sovéskra borga, vegna þess að almenningur veit, að ekki er eftir neinu að bíða fyrir utan verslanir. Sovéskir ráða- menn hafa um önnur og nær- tækari vandamál að hugsa, þegar þeir eru sakaðir um að hafa brotið gerða samninga, en síldarviðskiptin við ísland. Ibúar Sovétríkjanna saka þá einfaldlega um að hafa brotið alla samninga á sér. Forsjá ríkisins hefur gjörsamlega bmgðist í öllu tilliti, ríkið er orðið skítblankt og það er tek- ið að liðast í sundur. Síldarútvegsnefnd sem annast samningagerð við Sov- étmenn um sölu á saltsíld þangað hefur oftar en einu sinni komið mönnum á óvart með þeim samningum, sem hún hefur náð. Óskar Vigfús- son, sem á sæti í nefndinni fyrir hönd sjómanna, segir, að hún muni beita öllum ráð- um til að tryggja áframhald- andi saltsíldarsölu. Hvorki síldarútvegsnefnd né aðrir breyta ástandinu innan Sov- étríkjanna. Þar virðist enginn hafa öll ráð í hendi sér. Um leið og tekið er mið af staðreyndum í Sovétríkjunum er nauðsynlegt að huga að öðrum mörkuðum fyrir síld héðan en hinum sovéska. Oft- ar en einu sinni hafa orðið umræður um það, hvort ekki kynni að vera hættulegt að treysta um of á Sovétmarkað- inn fyrir síld. Hafa orðið harð- ar deilur af því tilefni, sérstak- lega þegar minnst hefur verið á það, að pólitískar ástæður hafí ráðið einhverju um inn- kaup Sovétmanna. Þegar þannig er um hnúta búið geta mál einmitt þróast í þá átt, að fyrirvaralaust sé tekið fyr- ir viðskiptin, þótt báðir aðilar hafí í raun hag af þeim og íbúar Sovétríkjanna hafi meiri þörf fyrir síld nú en jafnvel nokkru sinni fyrr, þar sem hungursneyð kann að vera þar á næsta leiti. Ætlunin er að ræða áfram við Sovétmenn um saltsíldina. Ef til vill eru íslenskir seljend- ur reiðbúnir að taka meiri áhættu en áður í þessum við- skiptum og treysta því að Sovétmenn geti staðið í skil- ■um, þótt síðar verði. Til slíkra samninga er ekki unnt að ganga nema það liggi skýrt fyrir, hver ber áhættuna ef illa fer. Eigi að velta henni yfír á íslenska skattgreiðend- ur má ef til vill líta á fyrirhug- uð viðskipti sem upphaf íslenskrar neyðarhjálpar við Sovétríkin. Frumskilyrði er að um alla þætti málsins sé rætt opið og af hreinskilni. Það er ekkert sem bendir til þess nú, að í bráð verði Sovétríkin traustur samnings- aðili, þvert á móti kynni að vera skynsamlegast að taka upp viðræður beint við fulltrúa einstakra sovéskra lýðvelda, svo sem Rússlands, og kanna hug þeirra. Við Eystrasaltið allt var áður góður markaður fyrir saltsíld. Þar eru nú uppi áform um að hefja svæðis- bundna samvinnu og hefur Bjöm Engholm, forsætisráð- herra þýska sambandslands- ins Slesvíkur-Holtsetalands, gerst sérstakur talsmaður hennar. Höfum við íslending- ar sýnt slíkum hugmyndum nægan áhuga? Er sjónarhom okkar ekki of þröngt, ef við einblínum á saltsíldarviðskipti við fulltrúa sovésku ríkis- stjórnarinnar í Moskvu? Nokkrir munanna á sýningunni en á innfelldu myndinni sést fiskigildra sem er meðal þeirra muna sem sýndir eru að Kjarv- alsstöðum um þessar mundir. Kjarvalsstaðir: Sýning á verkum eskimóa SÝNING á list inúíta eskimóa frá er hér sýnd á vegum menningar- Alaska hefst að Kjarvalsstöðum í málanefndar Reykjavíkur og dag, laugardag. List eskimóanna Menningarstofnunar Banda- Heimsmeistaraeinvígið í New York: Jafntefli samið án tafl- mennsku í biðstöðunni SKÁK Karl Þorsteins EKKERT varð úr frekari tafl- mennsku í sjöttu einvígisskák Garrís Kasparovs og Anatolys Karpovs eftir að skákin fór í bið. Kasparov innsiglaði 42. leik sinn. Eftir hálftíma umhugsun ritaði hann 42. He8 á skorblað- ið og bauð jafntefli simleiðis næsta morgun. Eftir drjúgan umhugsunarfrest kom ung- verski stórmeistarinn Lajos Portisch með þau skilaboð úr herbúðum áskorandans að jafn- teflisboðinu væri tekið. Líklega eru hvorki Kasparov né Karpov fyllilega sáttir við þessi málalok. Báðum keppendum urðu á slæm mistök í viðureigninni. Karpov náði auðveldlega að jafna taflið og öðlast frumkvæði í skák- inni. Miðtaflið tefldi hann á hinn bóginn afskaplega ráðleysislega og undir lok setunnar missti Ka- sparov af fremur auðveldum vinn- ingsleiðum. Staðan í einvíginu er nú 3— 2 Kasparov í vil. Karpov hefur hvítt í sjöundu einvígisskákinni sem tefld verður aðfaranótt laugar- dags að íslenskum tíma. ríkjanna, en verkin koma frá mannfræðideild Snithsonian- há- skólans í Washington. Að sögn Kristínar Guðnadóttur, safnvarðar á Kjarvalsstöðum, eru flestir munimirá sýningunni upp- runalegir og höfðu notagildi fyrir u.þ.b. hundrað áram. Verkunum er skipt niður í flokka sem tengjast mismunandi þáttum úr lífi eskimóanna, m.a. veiðum, versl- un, fatnaði og heimsmynd. Esk- imóamir við Beringshafið búa enn í mörgum gömlu byggðanna og lifa að mestu á gæðum landsins, þó gömlu veiðiaðferðimar hafi fyrir löngu vikið fyrir nokun skotveopna og gamlar helgiathafnir vikið fyrir kristinni trú. Að sögn Kristínar safnaði Edward W. Nelson flestum gripunum á sýn- ingunnií kringum 1880, þegar hann starfaði sem veðurathugunarmaður í Alaska fyrir Merkjaþjónustu Bandaríkjanna, en ríkisstjóm Banda- ríkjanna hafði þá nýlega keypt Al- aska. Nelson sendi verkin síðan til Snith- sonian- háskólans í Wasington þar sem þau era varðveitt. Forstöðumaður mannfræðideildar Snithsonian- háskólans, William Fitzhugh, mun halda fyrirlestur um list eskimóanna á sunnudag kl. 16 að Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin alla daga milli kl. 11 og 18. Trúnaðarstörf í heil- brig-ðisráðuneytinu eftir Sigurð Björnsson í fyrstu grein laga um heilbrigis- þjónustu segir: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heil- brigisþjónustu sem á hveijum tíma era tök á að veita til verndar and- legri, líkamlegri og félagslegrí heil- brigði.“ Síðan er í lögunum ítarlega kveð- ið á um nefndir og ráð og því lýst hvemig allir þræðir endi í heilbrigð- isráðuneyti og ioks á borði ráð- herra. Með slík lög að bakhjarli er auðvelt fyrir málsvara heilbrigðis- ráðuneytisins að höfða til þess, að ráðherra hafi vald til að ákveða hvað sem honum sýnist eins og hugmyndafræðingur ráðuneytisins, Finnur Ingólfsson, gerir í grein í Mbl. 25. október. Kerfið A undanförnum árum hefur mik- ið verið rætt um vaxandi kostnað við heilbrigðiskerfið og leiða verið leitað til að halda honum í skefjum. Allar breytingar, sem gerðar hafa verið, miða að auknum ítökum ríkis- ins og hafa flestar haft í för með sér aukin útgjöld skattgreiðenda. Settar hafa verið á laggirnar nýjar nefndir og ráð víðs vegar um landið og gerðar kerfísbreytingar á rekstri heilsugæzlu og sjúkrahúsa, sem krefjast stóraukins mannafla við stjórnun og áætlanagerð. Til að tryggja skilvísi hinnar auknu mið- stýringar hafa núverandi stjórnend- ur í. heilbrigðisráðuneytinu valið skoðanabræður sína í stjórnmálum til forystustarfa í þessu flókna stjórnkerfí hvar sem því varð við komið. Muna menn ekki í annan tíma eftir svo mikilli flokkspólitískri áhrifasókn úr því ráðuneyti. Sjúkrahús Jafnframt þessu hefur það gerst að markvisst er dregið úr áhrifum lækna og annarra heilbrigðisstétta á stefnumörkun og rekstur spítal- anna enda má sjá þess glögg dæmi í skertri þjónustu við sjúklinga á sama tíma og yfírbygging sjúkra- húsanna er aukin. Aukin afköst sjúkrahúsa, sem nást með betri nýtingu tækja og aðstöðu og koma fram í aukinni þjónústu við sjúklinga, eru litin homauga og svarað með fyrirmæl- um um aukinn sparnað, sem þýðir lokanir sjúkrarúma. Undanfarna mánuði hafa tugir sjúkrarúma á stóru spítölunum þremur í Reykjavík þurft að standa auð af þessum sökum. Niðurskurður hefur komið verst niður á ýmsum sér- deildum og leitt til þess að sjúkling- ar sem bíða eftir bæklunar- og þvagfæraaðgerðum eru látnir bíða eftir þjónustu mánuðum eða árum saman. Veikt fólk myndar sjaldan sam- tök og á sér fáa talsmenn. Heil- brigðisstarfsmenn sjá og fínna vandann en raddir þeirra heyrast illa upp kerfísstigann eða eru túlk- aðar sem sérhagsmunagæzla. Við sem vinnum á sjúkrahúsum erum undir stöðugum þrýstingi um að hindra veikt fólk í að leggjast inn á sjúkradeildir og að koma þeim sem inn leggjast sem fyrst út aft- ur. Biðlistar eftir sjúkrarými vegna sérhæfðra skurðlækninga lengjast. Hugmyndafræði Hugmyndafræðingur heilbrigðis- ráðuneytisins beitir nokkrum gam- alkunnum stjórnunaraðferðum. Ein er að skilgreina óvini kerfisins og kenna þeim um allt sem aflaga fer. Þessa óvini kallar hann sérfræðinga og varar almenning við að leita til þeirra. Til að ná því marki notar hann skattpeninga almennings sem stýritæki, fólk geti farið til annarra lækna án endurgjalds en hjá hinum vondu sérfræðingum skal fólk MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 27 íslenskur gítarleikari vek- ur athygli í Melbourne Koma Péturs Jónssonar, gítarleikara, til Ástraliu fyrir skömmu vakti athygli þar í landi. Pétur hélt tónleika í Melbourne auk þess sem hann kom fram í útvarpi og leiðbeindi þátttakendum í gítar- keppni. Til Ástralíu kom Pétur frá Nýja Sjálandi þar sem hann hélt fyrirlestra og kom fram á tónleikum. Nú þegar er farið að huga að næstu heimsókn Péturs til Ástralíu. Á tónleikunum í Melbourne vakti íslensk tónlist mesta athygli tón- leikagesta. Má þar nefna Jakobs- stigann eftir Hafliða Hallgrímsson, Rímur Eyþórs Þorlákssonar, Til- brigði við Jómfrú eftir Kjartan Ól- afsson og Veglaust haf Atla Heim- is Sveinssonar við Ijóð Matthíasar Johannessen ritstjóra. Texti ljóðs- ins var fluttur í þýðingu Marshalls Bremens fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Verkið var að sögn doktors John Martins, við háskólann í Melbourne, endur- flutt vegna eindreginna óska áheyrenda. Auk tónleikanna kom Pétur fram í útvarpi, flutti erindi og leiðbeindi gítarleikuram sem tekið höfðu þátt í gítarkeppni í tengslum við hátíðarhöld í Melbo- urne síðast í september. Doktor John Martin segir að nú þegar sé farið að huga að næstu heimsókn Péturs til Astralíu. Jef- frey Coster, forseti Klassíska gítar- félagsins, vilji fá hann til að leið- beina við háskólann í Melbourne auk þess sem smærri skólar hafa sýnt áhuga á að fá Pétur til starfa. Þess má að lokum geta að Pilliph Hougton, einn þekktasti tónsmiður Júlíus Sólnes um nýtt álver: Aðalatríðið að draga úr umhverfisáhrifum JÚLÍUS Sólnes umhverfisráðherra sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi á mánudag að varðandi mengunarvarnir í fyrirhuguðu álveri á Keilisnesi væri farsælast að selja fyrst um sinn ströng mörk um hámarks brennisteinsinnihald rafskauta, en ekki kröfu um vothreinsibúnað. í starfsleyfinu verði skýr ákvæði um að verði ekki hægt að fá hrein skaut verði gripið til þess að selja upp fullkomnasta hreinsibúnað sem þá verði völ á. Aðalatriðið væri að draga úr umhverfisáhrifum af völdum álversins, en ekki að leggja áherslu á einhvern sérstakan búnað. Júlíus sagði aðalatriðið vera brennisteinsinnihaldið í rafskautun- um. Ef hægt væri að fá hrein skaut væri það virkasta ráðið til að halda brennisteinsmenguninni niðri. Með mjög hreinum skautum færu um fjögur þúsund tonn á ári út í and- rúmsloftið af brennisteinstvífldi, án vothreinsunar. Hann sagði sam- bærilegt magn af brennisteini fara út í andrúmsloftið frá Nesjavalla- virkjun í formi brennisteinsvetnis. Hann sagði að nýtni vothreinsi-- búnaðar til að hreinsa brenni- steinstvífldi væri 80% til 90% og um leið og krafist yrði vothreinsi-' búnaðar félli krafan um hrein skaut um sjálfa sig. Þá mætti búast við því að með mjög óhreinum skautum gæti brennisteinstvííldismengunin engu að síður orðið allt upp í tvö þúsund tonn á ári. Að auki mundi fylgja veraleg mengun af þung- málmum og öðram éfnum sem kæmu með skautunum og færa beint í sjóinn. „Mig hryllir við þeirri hugsun að dæla miklu magni af vanadíum þungmálmi og öðrum óþverra út í hafið við hliðina á ein- hveijum bestu og hreinustu fiski- miðum heims,“ sagði Júlíus Sólnes. Pétur Jónsson gítarleikari. Ástralíu, hefur óskað eftir að semja verk fyrir Pétur. Frá Melbourne hélt Pétur til Adelaide, Sydney, Darwin og Sin- gapoore heim á leið. Nemendaleikhúsið sýnir Dauða Dantons NEMENDALEIKHÚS Leiklist- arskóla Islands frumsýndi í gær- kveldi leikritið Dauða Dantons eftir Georg Buchner. Þýðandi er Þorvarður Helgason, leikstjóri Hilde Helgason, leikmynd gerði Karl Aspelund. Tónlist er eftir Eyþór Arnalds og lýsingu annaðist Egill Ingibergsson. í Nemendaleikhúsi 1990-1991 eru: Ari Matthíasson, Gunnar Helgason, Halldóra Björnsdóttir, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Magn- ús Jónsson, Þorsteinn Bachmann, Þorsteinn Guðmundsson og Þórey Sigþórsdóttir. Einnig tekur 2. bekkur þátt í sýningunni og 1. bekkur sér um tæknivinnu. Næstu sýningar: 2. sýning 28. október, 3. sýning 31. október, 4. sýning 2. nóvember, 5. sýning 3. 1. \ frLv: : -á | 1 - Í.M' i N ■M %. K Eitt atriða úr sýningu Nemenda- leikhússins. nóvember og 6. sýning er 6. nóv- ember. Sýningar eru í Lindarbæ og hefíast kl. 20. Mömmumorgrmr í safnaðarheimili Neskirkju Ekki er ólíklegt að mikill handargangur verði í öskjunni í safnaðarheimili Neskirkju á svokölluðum mömmu- morgnum í vetur. Mömmumorgnarnir hefjast klukkan 10 fyrir hádegi á þriðjudögum og standa yfír til hádegis. I stuttu samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur Óskar Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, að mömmu- morgnarnir væru vel sóttir. Hann sagði að fyrirhugað hefði verið að gera hlé í sumar en af því hefði ekki orðið vegna eindreginna óska mæðranna. Þær nota tækifærið og bera saman bækur sínar á meðan að börn- in leika sér. Auk þess hlýða mæðurnar á fyrirlestra sem flestir fjalla um meðferð ungbarna. Umsjónarkon- ur mömmumorgnanna eru Sigríður Óladóttir og Elínborg Lárusdóttir. Til hægri á myndinni er Finnur Fróða- son innanhúsarkitetkt á tali við nokkrar mæðranna á síðasta mömmumorgni. Signrður Björnsson „Við sem vinnum á sjúkrahúsum erum undir stöðugum þrýst- ingi um að hindra veikt fólk í að leggjast inn á sj úkradeildir. “ borga. Þar sannast það sem margir vissu, það er erfítt að vera með asthma, krabbamein, liðagigt, syk- ursýki. Þá á hugmyndafræðingur- inn erfitt með að sætta sig við að almenningur geti valið sér þann lækni, sem hann treystir bezt hveiju sinni, án þess að fá til þess leyfi annars læknis eða ráðuneytisins. Önnur stjórnunaraðgerð í uppá- haldi hjá hugmyndafræðingnum er hin mikilvirka aðferð: Deildu og drottnaðu. Með aðgerðum stjórnvalda er reynt að etja saman: 1. Heilsugæzlulæknum og sjálf- stætt starfandi heimilislæknum. 2. Sérfræðingum og heimilis- læknum. 3. Nú síðast sjúkrahúsunum þremur í Reykjavík með sameigin- legri fjárveitingu og skipan æðsta ráðs. Að því máli vann hann af slíkum trúnaði að hann telur sig nú eiga vísar enn frekari trúnaðar- stöður fyrir flokkinn. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ráðuneyti heilbrigðis- og ijármála lagt í einelti þann rekstur í heil- brigðiskerfinu, sem enn er ekki al- farið undir stjórn ríkisvaldsins. Sjálfstætt starfandi heimilislæknar, sérfræðingar sem reka eigin lækna- stofur og spítalar, sem hafa haft nokkurt sjálfstæði varðandi rekstr- arfyrirkomulag svo sem Landa- kotsspítali, hafa verið gerðir tor- tryggilegir í augum álmennings. Þótt ekki hafí verið fundið að þjón- ustu þessara aðila við sjúklinga hefur áróðurinn gegn þeim verið mjög beinskeyttur. Stjórnvöld á ís- landi eiga nær ótakmarkaðan að- gang að fjölmiðlum en þeir sem fyrir þeim verða eiga oft erfítt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Undir- búningur fyrir yfirtöku ríkisins á þessari starfsemi hefur verið mark- viss. Hvað hefur gerzt? Á undanförnum tveimur áratug- um hafa fjöldamargar breytingar verið gerðar á heilbrigðiskerfinu, margar til bóta en því miður einnig margar vanhugsaðar og má þar nefna: 1. Afnám sjúkratryggingakerf- isins, þar sem fólk greiddi iðgjöld og ávann sér réttindi. Ríkið lagði undir sig almannatryggingarnar. Nú greiðir fólk skatta, ávinnur sér ekki réttindi og hugmyndafræðing- ar stjórnvalda geta notað skattpen- inga almennings sem stjórntæki til að framkvæma pólitísk áhugamál sín. Gildir þá einu hvort útgjöld ríkisins aukast um 100 milljónir króna eins og gerðist þegar fellt var niður gjald sjúklings er vitjar heimilislæknis. 2. Yfirtöku ríkisins á öllum rekstri heimilislækninga og sjúkra- húsa. Þessu hefur fylgt mjög aukin yfirbygging og aukinn kostnaður. Ekki hefur verið hugað að breyting- um á framleiðni og virkni kerfisins samfara þessari breytingu. 3. Miðstýrt launakerfi. Ekkert tillit er tekið til aðstæðna og stærð- ar héraða, sem veldur því að von- laust er að fá fólk til starfa víða um land, einkum í afskekktari og smærri byggðarlögum. Sveigjan- leiki til að umbuna duglegu starfs- fólki er lítill þar sem órafjarlægir embættismenn í ráðuneytum þurfa að skoða hvert slíkt mál og ákvarða. Hugsanlega þyrfti ráðherra síðan að leggja fyrir Alþingi beiðnimm aukafjárveitingu. 4. Rangar ákvarðanir hvað varð- ar uppbyggingu og rekstrarform sjúkrahúsa á landsbyggðinni enda standa sum undirmönnuð og van- nýtt. Sjaldan eru gamlar ákvarðan- ir endurskoðaðar í ljósi breyttra tíma og aðstæðna, t.d. bættra sam- gangna. Hvað er til ráða? 1. Endurvekja þarf trygginga- hugtakið. Öll eram við sammála um nauðsyn þess að hafa sterkar al- mannatryggingar sem tryggi að sjúklingar fái þjónustu, sem þeir eða samborgararnir hafa í raun greitt fyrir með iðgjöldum. Greiðsl- ur fyrir slíka þjónustu væru samn- ingsatriði milli tryggingafélaganna og þeirra sem þjónustuna veita. 2. Sporna þarf við ofurtrú stjórnvalda á miðstýringu og ríkis- rekstri og tryggja að áhrif sveitar- félaga og dugmikilla einstaklinga í heilbrigðismálum glatist ekki. 3. Hlynna þarf að starfsemi áhugamannahópa, líknarfélaga og sjálfseignarstofnana innan heil- brigðiskerfisins og leyfa mismun- andi rekstrarform. Slíkt hvetur til heilbrigðrar samkeppni um gæði þjónustunnar og hagkvæmni í rekstri. 4. Auka þarf áhuga og þekkingu löggjafarvaldsins á heilbrigðismál- um. Á Alþingi situr nú enginn lækn- ir eða hjúkrunarfræðingur eða ann- að fólk með sérþekkingu á heil- brigðismálum. Virðist oft sem laga- frumvörp úr heilbrigðisráðuneytinu sigli í gegnum þingið án verulegrar málefnalegrar umræðu eða breyt- inga. 5. Auka þarf samráð við heil- brigðisstéttir og samtök þeirra við setningu laga og gerð fjárlaga. Heilbrigðisstarfsfólk frábiður sér vinnubrögð eins og þau, sem hug- myndafræðingur heilbrigðismála- ráðuneytisins viðhafði gagnvart spítölum í Reykjavík í síðustu viku þar sem óheilindum og blekkinga- leik var beitt og síðan borið við trún- aði við ráðherra. Hvað með trúnað við fólkið í landinu? Nú er hafínn undirbúningur al- þingiskosninga. Starfshættir stjórnvalda, sem hér hefur verið lýst hafa gefið mönnum tilefni til að tjá sig um heilbrigðismál meira en oft áður og mynda sér skoðanir og er það vel. Nauðsynlegt er að frambjóðendur til þings kynni sér mun betur en verið hefur stefnu- mörkun þá sem fylgt hefur verið í. heilbrigðismálum, ofskipulagningu og miðstýringaráráttu, sem felst í lagafrumvörpum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi hin síðari ár og kostnaðaraukann, sem þessu hefur fyigt. Þá getur verið gagnlegt að kynna sér aðferðir og reynslu annarra þjóða og tileinka sér það sem öðrum hefur tekizt vel til með en hafna því jafnframt, sem ekki hefur reynzt vel. Á örskömmum tíma hafa hin úreltu kerfi miðstýringar og ríkisreksturs, sem reist voru á granni forsjár- og félagshyggju víða um heim, hrunið hvert af öðru. Órökstuddar fullyrðingar ráða- manna um hagræðingu og hundruð milljóna króna sparnað nægja mér ekki sem réttlæting fyrir þeim stór- auknu miðstýringaráformum, sem við verðum nú vitni að. Eg tel nauðsynlegt að þjóðin kjósi til þings menn og konur með sjálf- stæðar skoðanir og þekkingu á heil- brigðismálum, fólk sem er reiðubúið að íhuga og beita sér fyrir öðrum valkostum en endalaust auknum ríkisumsvifum. Höfundur er sjúkmhúslæknir í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.