Morgunblaðið - 02.12.1990, Síða 1
104 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
Irakar féllust
á tilboð Bush
ÍRAKAR féllust í gær á tilboð George
Bush Bandaríkjaforseta um bejnar við-
ræður Bandaríkjamanna og íraka til
þess að freista þess að leysa deiluna fyr-
ir botni Persaflóa fyrir 15. janúar en
Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur
heimilað valdbeitingu eftir þann tíma til
þess að hrekja íraska innrásarliðið frá
Kúvæt. Fréttastofan INA sagði að bylt-
ingarráðið, æðsta stjórnvald landsins,
hefði á fundi um hádegisbil í gær ákveð-
ið að taka boði Bush um að Tariq Aziz
utanríkisráðherra komi á hans fund í
Washington um miðjan mánuðinn og
James Baker utanríkisráðherra fari
síðan til Bagdad til viðræðna við Saddam
Hussein forseta.
Jarðgöng und-
ir Ermarsund
FRANSKIR og breskir jarðgangamenn
tókust í hendur 30 metra undir sjávar-
botni Ermarsunds á hádegi í gær en þá
luku þeir gerð fyrstu járnbrautargang-
anna af þrennum undir sundið. Gert er
ráð fyrir að járnbrautaferðir undir Erm-
arsund milli Bretlands og Frakklands
hefjist árið 1993.
Vill tímabund-
in hjónabönd
ALI AKBAR Rafsanjani, forseti Irans,
hefur lýst stuðningi við tímabundin
hjónabönd til þess að
fólk geti fengi útrás
fyrir kynhvöt sína án
þess að þurfa að
bindast til æviloka.
„Ungt fólk þarf að
bíða þangað til það
er 25-30 ára og búið
að koma undir sig
fótunum eftir því að
geta svalað kynþörf
sinni. 011 vitum við að krakkar hafa
slíkar þarfir allt frá fimmtán ára aldri,“
sagði Rafsanjani við bænagjörð á föstu-
dag. Hann sagði að íslömsk lög heimil-
uðu óformleg hjónabönd til eins eða
tveggja mánaða en írönsk lög bönnuðu
slíkt. „Ef við brjótum ekki niður slíka
menningarmúra getum við ekki auðveld-
lega haft hemil á siðferðisbrestum
manna. Það er erfitt að dæma mann sem
hefur gengið af göflunum vegna ófull-
nægðra hvata.“ Rafsanjani reyndi fyrir
sex árum að viðra þessar sömu skoðanir
en þá mættu þær harðri andstöðu yfir-
stéttarfjölskyldna sem töluðu um „opin-
bert, vændi“.
275. tbl. 78. árg.
SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
PRENTSMIÐJAMORGUNBLAÐSINS
„...OG FLENGIR ÞÁ MEÐ VENDI“
Morgunblaðið/RAX
Þýsku þingkosningarnar fara fram í dag:
60 milljónir Þjóðverja
kjósa sameiginlegt þing
Bonn. Frá Birni Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
FYRSTU lýðræðislegu kosningarnar í sameinuðu Þýsklandi í 58 ár fara fram í
dag. 59,9 milljónir manna hafa atkvæðisrétt í þeim og og geta valið á milli 3.696
frambjóðenda í 24 flokkum í 656 sæti á sambandsþinginu í Bonn. Er helmingur
þingmanna, 328, kjörinn með meirihluta atkvæða í jafnmörgum kjördæmum en
hinn helmingurinn er kosinn hlutfallskosningu á landslistum. Ríkisstjórn Helmuts
Kohls, samsteypustjórn kristilegra (CDU/CSU) og fijálslyndra (FDP) undir forystu
Hans-Dietrichs Genschers utanríkisráðherra er spáð sigri í kosningunum.
Hinn 5. mars 1933 var kosið til þings í
Þýskalandi og eftir það hrifsuðu nas-
istar völdin og héldu þeim í 12 ár. Eftir að
síðari heimsstyijöldinni lauk með falli nas-
ista tóku Sovétmenn og kommúnistar völdin
í austurhluta Þýskalands og slepptu þeim
ekki fyrr en almenningur neyddi þá til þess
í lok síðasta árs. Síðan hefur markvisst
verið unnið að sameiningu Þýskalands und-
ir forystu Kohls kanslara. Er talið að hann
uppskeri árangur þess í kosningunum í dag.
Helstu andstæðingar kristilegra eru jafnað-
armenn (SPD) og tefla þeir Oskar Lafonta-
ine, forsætisráðherra í Saarlandi, fram sem
kanslaraefni. Honum hefur gengið illa að
fá hljómgrunn, meðal annars vegna efa-
semda sinna um sameininguna og hefur
verið kallaður „rangur frambjóðandi á röng-
um tíma“.
Kannanir sýna, að CDU/CSU ætti að fá
44-45% atkvæða, SPD 35%, FDP 9,5%,
græningjar 7% og PDS, fyrrum kommún-
istaflokkur A-Þýskalands, 2-3% en þó nóg
til að komast yfir 5% mörkin í austurhluta
landsins, sem dugar til að fá mann á sam-
bandsþingið. Þangað komast fulltrúar þeirra
flokka sem fá meira en 5% annaðhvort í
austur- eða vesturhluta landsins.
Kannanir sýna að 17-20% höfðu ekki
gert upp við hug sinn skömmu fyrir kjör-
dag. Kristilegir demókratar óttast að vel-
gengni þeirra í könnunum skapi andvara-
leysi meðal kjósenda. Þá benda þeir á að
fjöldi óákveðinna sé mikill, í kosningum og
stjórnmálum kunni allt að gerast. Stjórn-
málaflokkarnir keppa einkum hart innbyrð-
ist um stuðning við landslista sína, en fjöldi
kjörinna þingmanna á þeim ræður mestu
um styrkleika við stjórnarmyndun, því að
nýr kanslari er kjörínn á sambandsþinginu
í Bonn. Því er spáð, að fái SPD ekki meira
en 35% verði valdabarátta meðal jafnaðar-
manna, þar sem Lafontaine berjist um for-
mennsku í flokknum við Hans Jochen Vogel.
Sjá „Á útsölu Rauða hersins við Brand-
enborgarhliðið" á bls. 16-18.
UTIÆVINTYRI?
GASALEGA
ERTU SJARMERANDI
saga Jóns
Óttars
Ragnars-
sonaraf
Stöð 2
HVERFANDA ......
HVELI C