Morgunblaðið - 02.12.1990, Page 17

Morgunblaðið - 02.12.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUBAGUR 2. DESEMBER, 1990 Skammt fyrir vestan múrinn er minnismerki Sovétmanna um óþekkta hermanninn og fórnarlömb fasisma. Allt frá stríðslokum hafa hermenn Rauða hersins verið send- ir þangað til að standa heiðursvörð. Hefur verið mikil varsla á þessum slóðum, þar sem geðtruflaður mað- ur gerði einu sinni skotárás á einn vörðinn. Varúðarráðstafanirnar nú eru minni en áður og þegar við ókum á brott frá Brandenborgar- hliðinu sáum við annan sovéska vörðinn kijúpa til að leika sér við flækingskött. Var þetta ekki enn eitt lítið dæmi, sem sýndi breytta tíma? í kvöldverði hjá Springer Þýska stjórnin hefur boðið mikl- um fjölda blaðamanna víðsvegar að til að fylgjast með kosningabarátt- unni sem lauk í gær og kynnast af eigin raun viðhorfunum sem setja mestan svip á þessar fyrstu fijálsu kosningar í Þýskalandi síðan 1932. í austurhluta landsins má finna fólk um áttrætt sem aldrei hefur fengið að njóta þeirra lýðræðislegu réttinda að kjósa í fijálsum kosning- um, réttinda, sem við teljum svo sjálfsögð að óþarft sé að leggja mikið á sig til að vernda þau og varðveita. Eftir að okkur höfðu verið kynnt- ar kosningareglurnar og sagt frá því helsta, sem setti svip sinn á kosningarnar, var boðið til kvöld- verðar í höfuðstöðvum útgáfufyrir- tækis Axels Springers. Skömmu eftir að múrinn var reistur árið 1961 ákvað Axel Springer að reisa höfuðstöðvar hins mikla fýrirtækis síns rétt vestan við hann, skammt frá hinum fræga Checkpoint Charlie, sem var hliðið, er útlendingar urðu að nota vildu þeir komast á milli Austur- og Vest- ur-Berlínar. Er þetta háhýsi og efst á því stendur stórum stöfum: Axel Springer Verlag. Um árabil var Springer helsti skotspónn vinstri- sinna, ekki aðeins í Þýskalandi held- ur um heim allan. Geta menn flett upp í Þjóðviljanum, þegar hann var upp á sitt besta í kalda stríðinu, og lesið slíkar árásir á Springer. Gerðu andstæðingar hans allt sem þeir máttu tii að skapa í kringum hann andrúmsloft mannorðsmorðs auk þess sem honum var oft hótað lífláti af þýskum hryðjuverkahóp- um, en nú hefur verið upplýst, að þeir nutu skjóls hjá kommúnista- stjórn alþýðulýðveldisins. Eg er viss um að fyrir einum áratug eða jafnvel hálfum hefði inu, í daglegu tali nefnt Vestur- Þýskaland, og hið sovéska að Þýska alþýðulýðveldinu — Austur-Þýska- land. í fjörutíu ár fetuðu síðan vestur- og austurhluti Þýskalands gjörólíka leið. í hinum fijálsa vesturhluta Þýskalands voru teknir upp lýðræð- islegir stjórnarhættir og efnahags- lífið blómstraði. Hið þýska efnahag- sundur, „Wirtschaftswunder", varð að hugtaki á Vesturlöndum. í aust- urhlutanum voru hins vegar teknir upp sovéskir stjómhættir, efna- hagslífið grotnáði niður og milljónir flúðu vestur eða þangað til austur- þýsk stjórnvöld reistu Berlínarmúr- inn 1961. Hver sá sem reyndi að flýja vestur átti nú á hættu að verða skotinn við flóttatilraunina eða að verða dæmdur til langrar fangelsis- vistar næðist til hans. Vestanmegin þróaðist hins vegar fyrirmyndarlýðræði. Árið 1949 þeg- ar fyrstu fijálsu kosningarnar voru haldnar í Vestur-Þýskalandi var háð mikil og hörð barátta enda var tek- ist á um hvaða stefnu hið nýja ríki ætti að fylgja í framtíðinni. Vom þeir Konrad Adenauer, frambjóð- andi kristilegra demókrata, og Kurt Schumacher, frambjóðandi jafnað- armanna, fulltrúar hinna stríðandi afla. Adenauer fór með sigur af hólmi í baráttu þeirra og varð fyrsti kanslari Vestur-Þýskalands, 73 ára & verið óhugsandi að þýsk stjómvöld vildu að alþjóðlegur hópur blaða- manna á þeirra vegum nyti kvöld- verðar í boði forráðamanna Spring- er-forlagsins í þessum glæsilega sal á efstu hæð háhýsisins við múrinn. Þarna ávarpaði einn af talsmönnum þýsku stjómarinnar okkur og síðan forráðamaður fyrirtækisins. Hann rifjaði upp, að Springer og blöð hans hefðu ávallt barist fyrir sam- einingu Þýskalands og mátt þola árásir vegna þess. Þeir hefðu hins vegar haft trú á málstað sínum og þetta hús á þessum stað væri til marks um það. Nú gætu þeir horft glaðir um öxl og húsið væri sýnileg staðfesting þess, að þeir hefðu haft rétt fyrir sér og auk þess myndi það nýtast fyrirtækinu enn betur í framtíðinni, þar sem það stæði í hjarta sameinaðrar Berlínar í þess orðs fyllstu merkingu. Við litum út um gluggana og sáum hvar múrinn hafði legið í gegnum borgina. Svæðið á mörkum borgarhlutanna er ekki lengur upp- lýst heldur liggur eins og svart strik þvert á götur og stræti, sem nú hafa verið opnuð að nýju fýrir um- ferð. í glæsilegum salnum er málverk af Axel Springer. Ég tók eftir því að blaðamaður frá Ukraínu stillti sér upp við það og lét taka af sér ljósmynd. Ætli Úkraínumenn skyldu ekki vilja eiga eins og hálfan Springer til að beijast fýrir frelsi sínu gagnvart Kremlarvaldinu? Við Checkpoint Charlie var verið að setja rauða möl í stæðin, þar sem varðskýli gæslumanna alþýðulýð- veldisins stóðu áður. Friedrich- strasse hefur verið opnað og er unnt að aka hindrunarlaust á milli austurs og vesturs. Síðast þegar ég fór um hliðið í janúar hlýddi ég ráðum bankamanns í V-Berlín og faldi vandlega a-þýska peninga sem ég hafði náð mér í fyrir vestan á mun hagstæðara gengi en fyrir austan. Þessi gervimynt hefur nú verið þurrkuð út. Um sumarið 1980 urðum við ferðamennirnir að eyða rúmri klukkustund í hliðinu á með- an skilríki okkar voru grandskoðuð og leitað var með speglum og lukt- um undir rútunni, svo að enginn kæmist út úr sæluríkinu, sem leið- sögukona alþýðulýðveldisins hafði dásamað fyrir okkur. Pólitísk spenna Það ríkir pólitísk spenna í Berlín um þessar mundir, jafnvel meiri en annars staðar í Þýskalandi. Ástæð- an er sú, að í dag kjósa borgarbúar í fyrsta sinn frá stríðslokum sam- eiginlega borgarstjórn og mikil óvissa er um framhaldið. Síðan í fyrra og þar til fyrir fáein- um dögum mynduðu jafnaðarmenn og græningjar meirihluta í borgar- stjórn Vestur-Berlínar. Það slitnaði upp úr samstarfinu, þegar borgar- stjórinn og lögreglustjórinn komu sér saman um að senda lögregluna á vettvang til að reka hústökumenn á brott úr ónýttum og svo að segja ónýtum húsum í austurhluta borg- arinnar. Fulltrúi jafnaðarmanna í borgar- stjórninni sem við hittum sagði, að það hefði veríð óhjákvæmilegt að beita valdi gegn hústökumönnun- um. Glæpamenn hefðu verið í hópi þeirra eins og sést hefði á því, hvernig þeir snérust gegn lögregl- unni með bensínsprengjum og ann- ars konar morðvopnum. Uppi á þaki eins hússins höfðu fundist svo stórar bensínsprengjur, að þær hefðu orðið líkastar napalm- sprengjum ef þeim hefði verið kast- að niður á götuna. Græningjar höfðu ekki getað sætt sig við þessa valdbeitingu og því farið úr borgar- stjórninni. Taldi borgarfulltrúinn að þeir sæju þegar eftir því og kristi- legir demókratar hefðu ekki hagn- ast eins mikið á þessu máli og þeir vonuðu. Það hefði verið miklu hætt- ulegra fyrir jafnaðarmenn að draga aðgerðir fram yfir kosningarnar og gefa kristilegum færi á að nýta sér hættuástandið. Jafnaðarmenn eru sigurvissir í Berlín og telja sig hafa í fullu tré við kristilega þar. Kannski verður útkoman í Berlín ljósi punkt.urinn fyrir jafnaðarmenn í kosningunum í dag, þótt enginn viti, hvernig þeir myndu stofna til meirihlutastjómar í borginni, því að varla fengju þeir hreinan meirihluta. Spurningin um það, hvort Berlín eigi að vera höfuðborg sameinaðs Þýskalands verður enn á dagskrá að kosningunum loknum, því að innan allra stjómmálaflokkanna em skiptar skoðanir um málið. Sagt er, að stjómmálamenn og embættis- menn kunni svo vel við sig í Bonn, að þeir vilji ekki fara þaðan, en pólitískir straumar séu á hinn bóg- inn þannig að það verði óhjákvæmi- legt annað en Berlín verði höfuð- borg landsins, aðsetur ríkisstjórnar og þings. Hvernig sem kosningamar fara í Berlín í dag og hvaða ákvarðanir sem verða teknar um aðsetur þings og ríkisstjórnar er ljóst að Berlín verður ekki aðeins tákn sameinaðs Þýskalands heldur borgin sem menn geta komið til í því skyni að fínna smjörþefinn af því sem er að gerast og geijast með þjóðunum fyrir aust- an Þýskaland. Þar geta menn séð leifar kommúnismans í sinni afkár- alegustu eða súrrealískustu mynd. að aldri. Þau mál sem hann setti á oddinn voru fyrst og fremst tvö — vestræn samvinna og félagslegt markaðskerfi — og hafa þau ein- kennt þýsk stjómmál allt fram á þennan dag. Kristilegir demókratar fóru með völdin í landinu, ásamta Fijálsa demókrataflokknum (FDP), til árs- ins 1966, fyrst undir stjóm Adenau- ers og frá 1963 undir stjóm Lud- wigs Erhards. í október 1966 sögðu fijálsir demókratar sig úr stjómar- samstarfinu og var í staðinn mynd- uð stjóm kristilegra demókrata og jafnaðarmanna — „die groe Koaliti- on“ — eða stóra samsteypustjómin. Kanslari þessarar stjórnar var krist- ilegi demókratinn Kurt Georg Kies- inger. Þegar næst var kosið til sam- bandsþingsins, í september 1969, unnu jafnaðarmenn sigur, og varð formaður þeirra, Willy Brandt, fyrsti kanslari Vestur-Þýskalands, sem ekki kom úr röðum CDU. Stjórnuðu jafnaðarmenn ásamt Fijálsa demókrataflokknum í maí 1974 varð Brandt að segja af sér kanslaraembætti í kjölfar njósnamáls. Einn af nánustu sam- starfsmönnum hans, Guillaume að nafni, reyndist vera á mála hjá austur-þýskum stjómvöldum. Við kanslaraembættinu tók Helmut Schmidt og gegndi hann því allt fram til haustsms 1982 er stjórn Helmut Kohl kanslan a kosningafundi í Dortmund. Kanslaranum hefur orðið tíðrætt um „framtíðina" og „föðurlandið" hans sagði af sér vegna innbyrðis ágreinings. Við tók stjórn CDU og FDP, undir stjóm Helmut Kohls, sem setið hefur síðan. Eins og sjá má af þessu stutta sögulega yfirliti var stöðugleiki eitt helsta einkenni vestur-þýskra stjómmála. Þjóðveijar eru ekki mik- ið fyrir að skipta út sitjandi stjórn. I þau tvö skipti sem kanslaraemb- ættið hefur gengið á milli flokka var það í fyrra skiptið vegna þess að annar stjómarflokkurinn vann sigur á kostnað hins (1968) og í það síðara vegna þess að FDP tók upp samstarf við CDU í stað SPD (1982). Annað einkenni þýskra stjórn- mála er skipting ríkisins í sam- bandslýðveldi. Sambandslýðveldin eru hvert fyrir sig með eigið þing (Landestag) og eigin stjórn (Land- esregierung). Hafa sambandslýð- veldin mikið sjálfstæði varðandi stefnumótun á mörgum sviðum. í Bonn situr síðan sambandsþingið og sambandsstjómin. Sambands- ráðið, efri deild þingsins, skipa full- trúar sambandslýðveldanna. Þýsku kosningareglurnar era mjög flóknar og eiga margir kjós- endur erfitt með að átta sig á þeim. Hver kjósandi hefur þannig tvö at- kvæði en ekki eitt. Með fyrsta at- kvæðinu er þingmaður úr viðkom- andi kjördæmi kosinn en með því síðara landslisti flokks í viðkomandi sambandslýðveldi. Tekist er nú á um alls 665 þingsæti í fyrsta sam- þýska þinginu. Kjördæmin eru 328 að tölu og eru 328 þingmenn kjörn- ir beint og 328 af landslista. „Fyrsta" atkvæðið ræður úrslitum um hvaða þingmenn í kjördæmun- um 328 ná beinu kjöri en „annað“ atkvæðið hversu marga þingmenn hver flokkur fær í heild. „Annað“ SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.