Morgunblaðið - 02.12.1990, Page 18
18
SÖGULEGAR
EN
SPENNULITLAR
atkvæðið er þannig það atkvæði
sem öllu máli skiptir þar sem flokk-
ur fær þingmenn kjöma í hlutfalli
við fjölda annarra atkvæða greidd
flokknum. Sá flokkur sem hingað
til hefur mest hagnast á þessu kerfi
er FDP. Hefur flokkurinn ávallt
hlotið mjög lágt hlutfall af fyrstu
atkvæðunum í kosningum en síðan
8-9% síðari atkvæða. í síðustu kosn-
ingum, árið 1987, var þannig eng-
inn hinna 46 þingmanna FDP kos-
inn beint heldur voru þeir allir af
landslista.
Kohl og CDU
Hinn sextugi kanslari Þýska-
lands, Helmut Josef Michael Kohl,
fæddist og ólst upp í borginni Lud-
wigshafen í Pfalz-héraði. Var faðir
hans embættismaður á skattskrif-
stofunni. Æviferill Helmuts Kohls
og saga Kristilega demókrata-
flokksins tvinnast mjög náið saman.
Kohl gekk sextán ára til Iiðs við
CDU og ber flokksskírteini númer
246. Hann hefur alla tíð síðan starf-
að fyrir flokkinn og jafnvel doktors-
ritgerð hans í stjómmálafræði fjall-
aði nánast einvörðungu um starf-
semi CDU í sambandslýðveldi Kohls
— Rheinland-Pfalz. Kohl var ungur
kosinn á þing Rheinlands-Pfalz og
varð síðar forsætisráðherra þess 39
ára gamall, þá sá yngsti sem gegnt
hafði slíku embætti í Vestur-Þýska-
landi. Kohl hélt skipulega áfram
að vinna sig upp innan flokksins
og varð 1976, í annarri tilraun,
formaður CDU. Kanslari varð hann
eins og áður sagði 1982 þá 52 ára
og þar með yngsti kanslari í sögu
landsins.
Ríkisstjóm Kohls náði gífurleg-
um árangri, fyrst og fremst í efna-
hagsmálum, en samt sem áður fóm
vinsældir hennar og kanslarans sí-
fellt hrakandi. Kohl var meira að
segja sífellt óvinsælari en ríkis-
stjómin sjálf. Kosningar í einstaka
sambandslýðveldum staðfestu líka
að kristilegir demókratar stæðu
höllum fæti þó að það væri gömul
regla að flokknum í ríkisstjóm
gengi ávallt illa í slíkum kosningum.
Allt fram á síðasta haust var því
fátt sem benti til að Kohl myndi
takast að ná stjóm sinni fylgi fyrir
eitt kjörtímabil enn. Var farið að
gæta óróleika innan flokksins og
jafnvel farnar.að heyrast raddir um
að skipta bæri um forystu. „Bylt-
ingin“ í Austur-Þýskalandi ger-
breytti hins vegar stjómmálalífinu
vestanmegin á nokkmm mánuðum
jafnt sem austanmegin. Kohl var í
fyrrahaust einn fyrsti stjómmála-
maðurinn sem áttaði sig á hversu
gífurlegar breytingar væri í vænd-
um. Eftir smá hik greip hann hið
sögulega tækifæri. Þann 28. nóv-
ember 1989 kynnti kanslarinn þing-
inu tíu atriða áætlun að sameiningu
þýsku ríkjanna, án þess að hafa
áður kynnt málið samstarfsflokki
sínum í ríkisstjórn eða leiðtogum
bandamanna.
Jafnaðarmenn vom samt lengi
vel áfram sigurvissir. Austurhluti
Þýskalands hafði ávallt verið vinstr-
isinnaðri en vesturhlutinn og var
þar að finna helstu vígi jafnað-
armanna á tímum Weimarlýðveldis-
ins. SPD var líka fyrri til að fá
samstarfsaðila austanmegin er leið
að fyrstu frjálsu kosningunum þar
með því að stofna nýjan jafnaðar-
mannaflokk í Austur-Þýskalandi.
Vandi CDU var að í 40 ár hafði
verið til flokkur í Austur-Þýska-
landi er bar nafnið CDU er ávallt
hafði verið handbendi kommúnista-
flokksins. Að öllu óbreyttu var því
samstarf við hann útilokað. Vand-
inn var Ieystur með því að bæ-
verski systurflokkurinn CSU að-
stoðaði við myndum nýs flokks
austanmegin, DSU, sem bauð fram
í kosningabandlag með „austur“-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
Fullvíst þykir að Helmut Kohl kanslari verði sigur- Oskar Lafontaine, kanslaraefni jafnaðarmanna.
vegari þingkosninganna í Þýskalandi sem fram
fara í dag.
CDU og þriðja flokki.
Kanslarinn tók mjög virkan þátt
í kosningabaráttunni og móttökum-
ar sem hann fékk voru allt aðrar
en hann var vanur að fá í Vestur-
Þýskalandi. Þar hafði hann til dæm-
is i desember 1989 á samkomu í
Berlín ásamt Brandt, Genscher og
fleirum verið sá eini sem var hróp-
aður niður er hann tók til máls.
Austur-Þjóðveijamir tóku hins veg-
ar á móti Helmut Kohl sem frelsara
er hann kom þar fram á fundum
og töldu fundarmenn oft hundmð
þúsunda. í kosningunum í mars á
þessu ári vann CDU, þrátt fyrir
fortíð sína, öllum að óvörum sigur
fyrst og fremst vegna þess að aust-
ur-þýskir kjósendur settu samasem-
merki m illi CDU, Kohls og vestur-
þýska marksins.
Síðan hafa vinsældir kanslarans
í Þýskalandi og virðing erlendis
farið stöðugt vaxandi. Honum hefur
á mettíma, tekist það sem fáir hefðu
trúað að væri mögulegt nefnilega
að sameina þýsku þjóðina i eitt ríki.
Mikilvægasti liðurinn í því var efna-
hagssamruni ríkjanna sl. júlí en
ákvörðunina um hann tók Kohl
þrátt fyrir viðvaranir stjómmála-
manna, jafnt sem hagfræðinga
seðlabankans, sem vildu fara var-
legar í sakimar og láta sammnann
ganga hægt fyrir sig. í dag efast
enginn um að þessi ákvörðun var
sú eina rétta. Kanslaranum tókst
líka að fá leiðtoga bandamanna sem
allt frá stríðslokum höfðu haft
ákveðinn íhlutunarrétt varðandi
málefni Þýskalands, til að fallast á
sameininguna en þá sérstaklega
Sovétmenn sem vom ekkert hrifnir
af hugsuninni um sameinað Þýska-
land. Eftir óteljandi fundi kanslar-
ans og embættismanna hans með
leiðtogum Sovétríkjanna varð hins
vegar niðurstaðan sú að Sovétmenn
féllust ekki bara á sameininguna
heldur einnig aðild sameinaðs
Þýskalands að Nato.
Kohl sem áður mátti þola háð
og spott fyrir meintan klaufaskap
er nú sjálfsöryggið uppmálað. a
alþjóðavettvangi efast enginn leng-
ur um hæfíleika hans og heima
fyrir nýtur hann meiri vinsælda en
nokkra sinni áður, þó enn sé hann
ekki nærri eins vinsæll og utanríkis-
ráðherrann Genscher. Hann hefur
jafnvel gefíð í skyn að hann sé far-
inn að gæla við hugmyndina um
að draga sig í hlé þó að hann nefni
ekki hvenær. Eftir að hafa verið
kosinn fyrsti kanslari sameinaðs
Þýskalands geti hann ekki óskað
sér neins meir í lífínu.
Fall Lafontaine
Helsti andstæðingur Kohls í
kosningunum, Oskar Lafontaine,
hefur á undanfömum ámm verið
skærasta stjama jafnaðarmanna og
var til skamms tíma talinn ömggur
sem næsti kanslari Þýskalands
gæfí hann kost á sér á annað borð.
Hinn 47 ára gamli Lafontaine
fæddist í Saarlandi, á stríðsámnum,
fékk bamaskólamenntun sína hjá
prestum og lagði stund á eðlisfræði
í háskólum í Saarbmcken og Bonn.
Háskólaóeirðum sjöunda áratugar-
ins tók hann ekki þátt í heldur hóf
þess í stað kerfísbundið að vinna
sig upp innan Jafnaðarmanna-
flokksins í Saarlandi. Þar komst
hann hratt til áhrifa og situr nú
sjötta kjörtímabil sitt í áhrifastöðu
þar, fyrst sem borgarstjóri Saar-
bmcken og síðan sem forsætisráð-
herra Saarlands, minnsta samband-
alýðveldis Þýskalands. Þar er hann
kóngur í ríki sínu og í þeim efnum
jafnvel oft verið líkt við Franz-Josef
Strau í Bæjaralandi á ámm áður.
I Saarlandi er hann ekki kallaður
annað en „Óskar“ eða „Óskar okk-
ar“.
En þó að konungsríki Óskars sé
lítið og einangrað hefur hann haft
áhrif langt út fyrir það. Þróun
mála í Þýskalandi undanfarin miss-
eri hefur hins vegar þver öfug áhrif
á vinsældir Lafontaines en kanslar-
ans. Ólíkt kanslaranum hefur Laf-
ontaine aldrei verið neitt gefínn
fyrir sameiningu Þýskalands og
gekk á ámm áður manna lengst í
að gefa í skyn að staðfesta bæri
sjálfstæði Austur-Þýskalands. Eftir
að sameiningin var orðin að óum-
fiýjanlegum vemleika einbeitti Laf-
ontaine sér að því að reyna að vekja
upp ótta í vesturhluta landsins með
því að mikla kostnaðinn við samein-
inguna. Hann lagðist gegn samn-
ingi þýsku ríkjanna um efnahags-
sammna og hefði helst viljað láta
fella hann en til þess höfðu jafnað-
armenn aðstöðu með meirihluta sín-
um í Sambandsráðinu. í þessum
efnum var hann hins vegar stöðvað-
ur af eigin flokksmönnum, ekki síst
að austan, sem margir hveijir eru
ekki of hrifnir af „Þýskalandspólt-
ík“ Lafontaines.
Lengi vom taldar líkur á að
Lafontaine, sem hafði gefíð vilyrði
sitt fyrir framboði á síðasta ári,
myndi hætta við allt saman.
Snemma árs réðist geðsjúk kona,
Adelheid Streid, að honum á fundi
og skar hann á háls, en Lafontaine
var um stund milli heims og helju.
Innanflokkságreiningur um málefni
Þýskalands olli því líka oftar en
einu sinni að kánslaraefnið var við
það að draga sig í hlé til Saarbruck-
en. Framboð hans var samt endan-
lega staðfest í október sl. og hófst
þá að mörgu leyti hin vonlausa
barátta gegn ofurafli kanslarans
hafín.
Lafontaine er einnig nógu um-
deildur til að fá ekki heldur óskorað-
an stuðnings flokksmanna. Flestir
af helstu þungaviktarmönnum jafn-
aðarmanna hafa haldið sig í bak-
gmnninum í kosningabaráttu hans.
Hans-Jochen Vogel, formaður
flokksins, og kanslaraefni flokksins
1983, nefnir varla nafn frambjóð-
andans á kosningafundum og það
sama má segja um Johannes Rau,
forsætisráðherra Nordrhein-West-
phalen og kanslaraefni jafnaðar-
manna 1987. Meira að segja Willy
Brandt fyrrum kanslari, sem lengi
hefur verið talinn pólitískur fóstur-
faðir Lafontaines, kemur varla ná-
lægt baráttunni. Það er líka langt
bil á milli skoðana Brandts og Laf-
ontaines í málefnum er varða sam-
eininguna. í stað þess að hjálpa
kanslaraefninu hefur Brandt hvað
eftir annað hrósað kanslaranum.
Kohl hafi vaxið í embættinu og
árangur hinna átta stjómarára hans
sé lofsverður. Annar fyrmrn kansl-
ari, Helmut Schmidt, sagði í sam-
tali við hollenskt dagblað að Laf-
ontaine ætti eftir að tapa kosning-
unum og ætti það líka skilið.
Óskar Lafontaine hefur lýst því
yfír að hann muni ekki verða odd-
viti stjórnarandstöðunnar í Bonn ef
hann tapi kosningunum heldur
halda áfram ferli sínum í Saar-
landi. Þeir em líka til sem telja að
tap nú væri ekki endirinn á ferli
hans heldur frekar byijunin. Laf-
ontaine njóti mun meiri stuðnings
meðal yngra fólks en eldra og sé
því maður framtíðarinnar fremur
en nokkur annar. Ef svo færi að
Þýskaland muni eftir nokkur ár
lenda í efnahagslegum erfíðleikum
vegna sameiningarinnar sé tími
Lafontanines líka kominn, Þá sé
hann maðurinn sem hafí „alltaf"
haft rétt fyrir sér í spádómum sín-
um. Líklegra er þó að framtíðar
kanslaraefni jafnaðarmanna verði
t.d. Walter Momper, borgarstjóri
Berlínar, eða Bjöm Engholm, for-
sætisráðherra Slésvíkur-Holtseta-
lands.
Búist við litlum breytingum
Á heildina litið er ekki búist við
miklum breytingum á þinginu hvað
hlutföll flokka varðar. Fijálsa dem-
ókrataflokknum er spáð svipuðu
fylgi og í síðustu kosningum eða á
bilinu 9-10%. Helsta baráttumál
flokksins er að skattar verði ekki
hækkaðir, halda verði Genscher,
vinsælasta stjórnmálamanni lands-
ins á þingi og koma í veg fyrir
hreinan meirihluta CDU.
Græningjar hafa verið lítið áber-
andi í kosningabaráttunni enda ein-
oka önnur mál en umhverfísmál
umræðuna að mestu leyti. Þeir hafa
gert kosningabandalag við Bundnis
90 í nýju sambandslýðveldunum en
það var bandalag grasrótarhreyf-
inganna í Austur-Þýskalandi í kosn-
ingunum þar í mars. í síðustu skoð-
anakönnunum fyrir kosningar var
Græningjum og Bundnis 90 spáð
allt frá 6,5% til 11% fylgis. í síð-
ustu kosningum fengu Græningjar
8,3% atkvæða. Kosningabarátta
þeirra hefur að mörgu leyti verið
vel gerð og einnig virðist kommúni-
staflokkurinn PDS ekki ætla að ná
fótfestu en sá flokkur var talinn
geta orðið skæður keppinautur
Græningja um atkvæði yst á vinstri
kantinum.
Síðustu skoðanakannanir sýna
fram á 1-2% fylgi PDS en flokkur-
inn er í raun arftaki hins gamla
austur-þýska kommúnistaflokks,
SED. Sá flokkur var aldrei lagður
niður heldur skipti einungis um
nafn og forystu. Nú var flokkurinn
sem byggði Berlínarmúrinn og hélt
uppi sovésku stjórnkerfi í fjömtíu
ár, allt í einu orðinn að „Flokki hins
lýðræðislega sósíalisma" og for-
maður hans, lögfræðingurinn Greg-
or Gysis, var valinn sérstaklega
með það fyrir augum að hann væri
óflekkaður af fortíð flokksins og
gæti náð vinsældum meðal vinstri-
sinnaðra menntamanna í vestur-
hluta Þýskalands. Í fyrstu virtist
sem PDS myndi fá einhvem stuðn-
ing þrátt fyrir kostnað Græningja.
Auk gamalla flokksnagla hefur
flokkurinn annars vegar reynt að
höfða til „gáfnamanna" á vinstri
vængnum og hins vegar til þeirra
í austurhluta Þýskalands sem hafa
orðið illa úti vegna sameiningarinn-
ar, til dæmis vegna atvinnumissis.
Flokkurinn á gífurlegar eignir,
jafnt í reiðufé sem fasteignum og
fyrirtækjum og er talinn vera rík-
asti stjómmálaflokkur Evrópu.
Hafa fjármál Kommúnistaflokksins
verið umlukin leyndarhjúp og veit
enginn nákvæmlega, þrátt fyrir ít-
arlegar rannsóknir, nákvæmlega
hve miklar eignirnar eru, þó ljóst
sé að um marga milljarða marka
er að ræða. Flokknum var því mik-
ið í mun að halda í sem mest af
þessum eignum og er það talin
helsta orsök þess að gamli Komm-
únistaflokkurinn var ekki endan-
lega leystur upp heldur einungis
látinn skipta um nafn. Þannig var
tryggt að „nýi“ flokkurinn, PDS,
myndi halda eignunum áfram.
í forystu PDS vora gerðar áætl-
anir til að koma hluta auðsins und-
an og í gegnum bankareikninga
sovésks fyrirtækis vom gífurlegar
upphæðir millifærðar á bankareikn-
inga í Hollandi og Noregi. Þýska
lögreglan komst á snoðir um þetta
og létu yfírvöld í Berlín framkvæma
húsleit í höfuðstöðvum PDS. í
fyrstu neitaði Gregor Gysi öllum
ásökunum um að eitthvað óeðlilegt
væri við þessar millifærslur og sagði
þær komnar vegna gamalla skuld-
bindinga við sovéska Kommúnista-
flokkinn. Sovétmenn tóku hins veg-
ar ekki þátt í þessum leik, sönnun-
argögnin hrönnuðust upp, og Gysi
varð að viðurkenna að það hefí
verið ætlun flokksins að koma pen-
ingunum undan. Hann hefði þó
sjálfur ekkert vitað um þessar fyrir-
ætlanir. Þeir séu þó ekki margir sem
taka þá staðhæfingu hans trúan-
lega og er Gysi jafnt sem PDS rú-
inn trausti. Gögn sem komið hafa
fram í dagsljósið nú í þessari viku
benda líka til að hann hafí verið
með í ráðum um fjármálaloftfim-
leikana. Málinu er langt í frá að
vera lokið. í þessari viku komu fram
gögn sem sýndu fram á tilvist fleiri
leynireikninga og einnig gögn sem
bentu til að Gysi hefði verið með í
ráðum mánuðum saman.
Repúblikanaflokkurinn, flokkur
yst á hægri vængnum sem nokkuð
hefur látið til sín kveða á undan-
förnum ámm, er ekki lengur talinn
líklegur til stórræða en hann var
um tíma talinn geta orðið CDU og
CSU skeinuhættur. Repúblikanar,
sem byggja stefnu sína á hatri í
garð innfiytjenda, náðu mjög góð-
um árangri í kosningunum í ein-
staka borgum og sambandslýðveld-
um og bar þar hæst kosningar í
Vestur-Berlín í janúar í fyrra en
þá hlaut flokkurinn 7,5% atkvæða.
Formaður Repúblikanaflokksins,
Franz Schönhuber, er fyrmm sjon-
varpsmaður í Munchen sem sagt
var upp störfum í kjölfar útkomu
bókar þar sem hann lýsir fortíð sinni
og þátttöku í Waffen-SS í síðari
heimsstyijöldinni. Byggðust vin-
sældir flokksins að miklu leyti á
vinsældum hans. Síðasta vetur var
hins vegar gerð hallarbylting í
flokknum frá hægri (!) og þó að
Schönhuber hafí lifað þau átök af
hefur flokkurinn horfið af sjónar-
sviðinu. Jafnvel í kosningum í Bæj-
aralandi, helsta vígi flokksins, fyrir
skömmu, náði enginn frambjóðenda
hans kjöri. í skoðanakönnunum
mælist fylgi Repúblikanaflolkksins
ávallt sem núll komma eitthvað.
Það sama á við um aðra smáflokka
sem bjóða fram. Enginn þeirra er
líklegur til að ná manni á þing.