Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
EITT sinn þegar ég var á
ferð í New York ásamt
nokkrum kunninajum
mínum fórum við á barinn
á glæsihótelinu Waldorf
Astoria, svona rétt til að
sýna okkur, sjá aðra og
láta stórlaxana í Ameríku
vita að við strákarnir vær-
um komnir í bæinn. Mér
fannst svipuð tilfinning að
koma í fyrsta sinn á nýja
veitingastaðinn hans
Tomma, Ommu Lú, nema
að stórlaxar á amerískan
mælikvarða voru þar ekki
til staðar, — en það var
bara betra. Innréttingar á
þessum nýja stað eru hins
vegar stórglæsilegar, í
eins konar ensk-amerísk-
um aldamótastíl, og gefa
Waldorf Astoria ekkert
eftir.
Séð inn í bóka-
stofuna. Á miðj-
um vegg er
málverk sem
talið er vera um
300 ára gamalt.
„Betri stofa“ Ömmu Lú. Á veggnum er .málverk af Lovísu Guðrúnu Jakobínu Ágústsdóttur Fjeldsted
Annað Erró-
málverkanna
sem hanga á
vegg í Ómmu
Lú.
eftir Svein Guðjónsson/
Myndir: Arni Sæberg
innréttingunum á Ömmu Lú er mik-
ill útskorinn viður og þung hús-
gögn. Þar hanga einnig fágæt mál-
verk á veggjum, meðal annars eftir
Erró og nokkur, sem máluð voru
fyrr á öldum. Þar er líka sérstök
bókastofa þar sem menn geta með-
al annars gluggað í ritverk Shake-,
speares, myndskreytta útgáfu frá
1830, eða tímaritið Punch, árganga
1931 til 1939, sem er eins konar
Séð yfir hluta af aðalsalnum, þar sem sjá má í grænu „mafíubásana".
„Spegill“ Breta. Þar er einnig að
finna íslendingasögumar frá 1880
og ritverk Einars Ben., svo nokkuð
sé nefnt. Og á vegg bókastofunnar
hangir annað af tveimur málverk-
um, sem talin eru vera um 300 ára
gömul. Þar er einnig á vegg eina
myndin af baróninum á Hvítárvöll-
um, sem vitað er um á íslandi.
Að sögn Tómasar Tómassonar,
eiganda Ömmu Lú, á Ingibjörg
Pálmadóttir innanhúsarkitekt mest-
an heiður af útliti veitingahússins,
en hugmyndin að innréttingunum
er að mestu fengin frá veitingahús-
unum „Au Bar“ og „Nells“ í New
York, svo og „Anna Bell“ í London.
„Þetta er byggt eins og heimili
hástéttarfólks í New York um alda-
mótin, þegar það reyndi að líkja
eftir breskum aðalssetrum," sagði
Tómas.
Og það er vissulega margt, sem
kemur á óvart og vekur athygli
þegar komið er inn á Ömmu Lú.
Þama er til dæmis hluti af arin-
stofu úr bresku hástéttarheimili á
síðustu öld. Arinstofuna fékk Tóm-
as hjá Andy Thornton í Englandi,
sem sérhæfír sig í að kaupa gamla
rmuni og hús, svo sem gamlar kirkj-
ur, gamla bari, jámbrautir og fleira,
sem hann síðan selur aftur. ■ Auk
arinstofunnar bresku má einnig sjá
á Ömmu Lú upprunalegan eikarbar
úr breskri járnbrautarstöð frá því
um aldamót. Af öðmm upprunaleg-
um munum sem nefna má eru ljósa-
krónur úr Essex House hótelinu við
Central Park South í New York,
og tónpúltið svokallaða, sem er
nýyrði yfir „diskótekbúr", en það
er prédikunarstóll úr gamalli
breskri Meþódistakirkju frá því fyrr
á öldinni. Hér er aðeins fátt eitt
talið, en áhugamenn um gömul
húsgögn, gamlar bækur og fágæt
málverk geta eytt heilu kvöldi á
Ömmu Lú, bara við að skoða.
Eitt að því sem setur sterkan
svip á aðalsalinn em „mafíubásarn-
ir“ svokölluðu, leðurklæddir grænir
sófar í hálfhring, sem maður sér
svo oft í kvikmyndum um A1 Cap-
one. Er ekki að efa að þeir verða
vinsælir meðal matargesta þótt
önnur borð hafí vissulega einnig
sinn „sjarma“.
Ónefnd er einnig „betri stofa“
Ömmu Lú, bakherbergi þar sem
stórt málverk af Lovísu Guðrúnu
Jakobínu Ágústsdóttur Fjeldsted
hangir á vegg. Þar erum við ef til
vill komin að kjarna málsins því
Lovísa er engin önnur en Amma
Lú, amma eigandans, ög er þar
komin skýring á nafni staðarins.
Ekki er ástæða til að fara fleiri
orðum um þetta sérstæða veitinga-
hús, enda gildir hér sem oftar að
„sjón er sögu ríkari".