Morgunblaðið - 02.12.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖLK i FRlS l l UM SCNmjPAaUR :2. DESEMBER 1990
39
Steve Golin og Sigurjón Sighvatsson, myndin fengin
úr Newsweek.
KVIKMYNDIR
Gætum setið í
skuldasúpu
er frá'því hvernig þeir Sigurjón
og meðeigandi hans í PF, Steve
Golin, hittust í kvikmyndaskóla
og að fyrirtækið hafi í upphafi
verið auglýsinga og tónlistamynd-
bandaframleiðandi. Þeir h^ifi gert
það svo gott á þeirri línu að þeir
geti tekið 40 milljónir dollara úr
veltunni á ári til kvikmyndagerð-
ar. Svo búi þeir svo vel að fá
aðrar 40 milljónir dollara frá Pol-
ygram gegn prósentum af hagn-
aði. Það sem á vanti afli PF-menn
með sölu á sýningarréttindum til
Evrópu og víðar .
Hammer segir að PF nái endum
saman og framundan séu fleiri
verkefni í samvinnu við David
Lynch og raunar fleiri; því stefnan
hafi verið tekin á fimm kvikmynd-
ir á ári. Haft er eftir Steve Golin,
að þó það virðist ganga vel þá sé
starfið taugatrekkjandi, ef sterkir •
hluthafar hrökkvi úr skaftinu
gætu þeir Siguijón setið í skulda-
súpu. „Það þarf að vakta inni-
stæðuna sólarhringinn á enda,“
segir Golin.
Brot úr Twin Peaks
og Wild at Heart.
Hið virta bandaríska fréttavikurit
Newsweek var nýlega með ítar-
lega grein um „litlu“ fyrirtækin
sem eru að gera það gott í kvik-
myndabransanum í Hollywood.
Eru nefnd Miromax, Morgan Cre-
ek og viti menn, Propaganda
Films, fýrirtæki Siguijóns Sig-
hvatssonar sem framleiddi verk
leikstjórans Davids Lynch, Twin
Peaks og Wild at heart. Greinar-
höfundurinn í Newsweek, Joshua
Hammer, gerir úttekt á því hvern-
ig umrætt tríó heldur sér á floti
í hinni ógnvænlegu samkeppni þar
sem fjölmörg lítil fyrirtæki hafa
brölt af stað og sokkið eins og
steinar fyrr eða síðar. Kemst
Hammer að þeirri niðurstöðu að
nú væri sá tími runninn upp, að
litlu fyrirtækin hefðu lært af óför-
um annarra og í ofanálag væru
stjórnendur þessara fyrirtækja
þar að auki óvenju hæfir.
Frá Propágandá films er sagt
með þeim hætti að fyrirtækið sé
„nýi strákurinn í hverfinu“. Greint
i kvöld
Aðgangseyrir
Elílhúsid opið
frá kl. 18-24
Yjirmatreiðslumaður
David Wallaclt
frá New York
Dansad tiLkl. 01.00
Tónlistarstjóri: Árni Jónsson
FRITT
INN í
KVÖLD
matsölu- og skemmtistaður
Knnglunni 4, sími 689686
ísS
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Jörundur Guðmundsson útgáfustjóri Nýaldarbóka með fyrstu afurðir forlagsins.
NYALDARBÆKUR
Afsprengi nýaldarhyggju
að eru alltaf ný bókaforlög
að skjóta upp kollinum öðru
hvoru, stundum lifa þau stutt, en
stundum er byr og þau lifa af
eldskírnina sem oftar en ekki er
jólabókaskriðan. Nýtt forlag hefur
laumast hægt og bítandi af stað,
án teljandi hávaða og láta, það
heitir Nýaldarbækur og eins og
nafnið gefur til kynna er forlagið
skilgetið afkvæmi hinnar vaxandi
nýaldarhyggju sem hér rikir.
Fyrstu bækur Nýaldarbóka eru
nýlega komnar út og Morgunblað-
ið ræddi í tilefni af því við útgáfu-
stjórann, Jörund Guðmundsson,
og spurði hann um tilurð forlags-
ins.
„Það var nú þannig, að ég hef
sjálfur verið í bókaútgáfu, bæði
hjá öðru forlagi og svo upp á eig-
in spýtur og þá með bókaútgáfuna
Birting. Ég gaf m.a. út bókina
um Shirley MacLane. Ég kynntist
Guðrúnu G. Bergmann með þeim
hætti að hún seldi bækur mínar
í verslun sinni „Betra líf“ og dag
einn vorum við að skiptast á skoð-
unum. Hún rakti m.a. fyrir mér
reynslu sína af sölu bóka um ný-
aldarhyggjuna og hafði fengið þá
niðurstöðu að mikil þörf væri á
nýaldarlesefni á íslensku þar eð
margir virtust treysta sér illa í
enskuna. Þau hjónin Guðrún og
Guðlaugur Bergmann hafa lengi
verið áhugasöm á þessum línum
og þau höfðu eitthvað leitað til
annarra forlaga, en þekking og
áhugi þeirra verið heldur rýr. Það
varð því úr að við Guðrún og
Guðlaugur stofnuðum þetta forlag
og seinna kom til liðs við okkur
Guðmundur Einarsson fyrrum
formaður Sálarrannsóknarfélags-
ins. Forlagið var stofnsett í apríl
síðastliðnum,“ segir Jörundur.
Hvert er markmiðið? „Mark-
miðið er að koma reglulega á
framfæri bæði þýddu og síðar
frumsömdu efni helguðu þessu
málefni. Stefnt er að því að ný
bók komi út annan hvern mánuð
og erum við farin að vinna að því
að setja saman bókaklúbb. Það
þýðir lítið að gera eingöngu út á
jólabókaflóðið. Úrvalið verður
meira og það verða ekki dauðir
punktar í útgáfustarfinu. Önnur
útgáfa er ekki hafin, en hugsan-
legt er, að fréttabréf sem í undir-
búningi er, vaxi og verði síðar að
tfmariti."
Fyrstu bækurnar eru komnar
út, hvaða bækur eru þetta og
hvað er næst á dagskrá? „Þetta
eru „Lifðu í gleði“ eftir Sanya
Roman, þýdd af Guðrúnu Berg-
mann og „Bók Emmanuels" þýdd
af Önnu Maríu Hilmarsdóttur.
Þriðju bókina get ég ekki nefnt
sem stendur þar eð ekki er endan-
lega gengið frá útgáfuréttinum,
en þar næst kemur hins vegar
„Eftir dauðann, hvað þá?“ eftir
George Meek. Væntanlegar eru
einnig bækur um Michaei-fræðin
svo eitthvað sé nefnt,“ segir Jör-
undur.
komnar
a l CIO |*| C k 111
Miblaðar rábleggingar frá Ijósverum ab handan.
Bækur
sem
leiðbeina,
glebja og
hjálpa.
Þær eru
innbundnarog
kosta kr. 2.490,-
LIFÐU I GLEÐI
(Living with joy)
Rituö af Sanaya Roman
Fást í öllum helstu
bókaverslunum
BOK EMMANUELS
(Emmanuels Books)
Rituö af Pat Rodegast
NYALDARBÆKUR
Bolholti 6, símar 689278 og 689268.