Morgunblaðið - 05.12.1990, Page 2

Morgunblaðið - 05.12.1990, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 Vegir eru færir víð- ast hvar um landið VEGIR um nánast allt land eru nú færir öllum bílum, en hálka er þó víða á Norðurlandi og á heiðum uppi. I fyrrinótt snjóaði á Vest- fjörðum og í gær voru því heiðar á leiðinni frá Patreksfirði til Isa- fjarðar aðeins færar jeppum og stærr;i bílum. Samkvæmt upplýsing- um vegaeftirlits Vegagerðarinnar er ástand á vegum nú svipað og það var á sama tíma í fyrra, en þá voru hlýindi á landinu svipuð og nú. Samkvæmt upplýsingum Veður-' stofunnar var nóvember síðastliðinn fjórði hlýi nóvembermánuðurinn í röð. Talsvert hlýrra var í nóvember 1987 en nú, hitastig var mjög svip- að í nóvember 1988 og nú, en ívið kaldara var í nóvember í fyrra en nú. Meðalhitinn í Reykjavík var 3,7 gráður og er það 2,1 gráðu yfir meðallagi. Á Akureyri varð meðal- hitinn 2,6 gráður, en -2,6 gráður á Hveravöllum. Úrkoma í Reykjavík mældist 70 mm og er það 12% minna en í meðalári. Á Akureyri mældist úr- koman 20 mm, sem er nálægt 40% af meðalúrkomu. Svipað úrkomu- hlutfall varð í Hjarðarnesi_, en úr- koma þar mældist 55 mm. A Hvera- vöilum mældust 33 mm. í Reykjavík mældust 23 sólskinsstundir í nóv- ember og er það 14 stundum færra en að meðaltali. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 25 eða 13 fleiri en í meðalári. Þorskveiðar: Verðmæti meira þótt aflinn hafi minnkað Framleiðsluverðmæti þorsks á þessu ári verður trúlega 2% meira en í fyrra, miðað við að einungis verði veidd um 300 þúsund tonn af þorski í ár, eða 15% (54 þúsund tonnum) minna en í fyrra. Míeðalverð á ölium botnfiski á erlendum mörkuðum hefur hækkað um 16% frá því í ,'yrra og reiknað er með að það verði 17% hærra í ár en síðastliðnu ári. Búist er við að heildarbotnfiskaflinn verði 10% (um 70 þúsund tonn- um) minni í ár en í fyrra, eða 630 þúsund tonn, þannig að framleiðslu- verðmæti aflans verði 7% meira en í fyrra. Útflutningsverðmæti botnfisks var 43,2 milljarðar króna í fyrra en reiknað er með að verð á botnfiski verði 30% hærra í lok þessa árs en meðalverð á botnfiski á erlendum mörkuðum í fyrra. Útflutningsverð- mæti sjávarafurða var um 56,8 millj- arðar króna árið 1989 og 43,8 millj- arðar árið 1988. Miðað við að þorskaflinn verði 310 þúsund tonn í ár og loðnuaflinn 200 þúsund tonn á þessari haustvertíð verður útflutningsverðmæti sjávar- afurða á þessu ári trúlega um 70 milljarðar króna, eða 13,2 millj- örðum (23%) meira en í fyrra. Miðað við sömu forsendur verður fram- leiðsluverðmæti sjávarafurða í ár um 67,5 milljarðar. Þá er reiknað að veitt verði að meðaltali 6,6% minna af botnfiski, rækju og humri í ár en í fyrra. Áætlað útflutningsverðmæti Lést í flugslysi FLUGMAÐURINN sem lést er TF-TIU fórst á Mosfellsheiði í fyrradag hét Þórir Aðalsteins- son, 22 ára gamall. Þórir var fæddur 1. janúar 1968 og bjó í foreldrahúsum í Reykási 2 í Reykjavík. Loftferðaeftirlit vinnur að rann- sókn á tildrögum slyssins en orsak- ir þess eru enn óljósar. Tími endurskinsmerkjanna Morgunblaðið/Þorkell Um árabil hefur lögreglan í Reykjavík heimsótt dvalarheimili aldraðra í borginni í vetrarbyrjun, rætt við íbúana um ýmislegt sem umferðinni viðkem- ur og dreift endurskinsmerkjum jafnframt því að ráðleggja um notkun þeirra. Endurskinsmerkja er mest þörf í skammdeginu, ekki síst þegar jörð er auð. Myndin var tekin þegar Arnþór Ingólfsson að- stoðaryfírlögregluþjónn og Þorgrímur Guðmundsson varðstjóri heimsóttu heimili aldraðra í Norðurbrún á dögunum. Alþingi: frystrar rækju í ár er 4,2-4,3 millj- arðar og frysts hörpudisks 700-800 milljónir en í fyrra var útflutnings- verðmæti frystrar rækju um 4,3 milljarðar og frysts hörpudisks um 540 milljónir. Búið var að flytja út humar fyrir 614 milljónir í lok sept- ember síðastliðins en í fyrra var fluttur út humar fyrir 566 milljónir. Einungis hafa verið veidd um 60 þúsund tonn af loðnu á þessari vertíð og hugsanlegt er að þorskaflinn verði einungis 300 þúsund tonn á þessu ári, eða 54 þúsund tonnum minni en í fyrra. Ef ekki verða veidd meira en 60 þúsund tonn af loðnu á þessari haustvertíð verður loðnu- aflinn um 670 þúsund tonn í ár, eða mjög svipaður og í fyrra en þá var hann um 667 þúsund tonn. Útflutn- ingsverðmæti þessa 670 þúsund tonna loðnuafla yrði hins vegar 250 milljónum (um 5%) minna en loðnu- aflans í fyrra, eða um 4,6 milljarðar. Útflutningsverðmæti 200 þúsund tonna loðnuafla er nú um 1,5 millj- arðar króna en 60 þúsund tonna loðnuafla um 450 milljónir. Útflutn- ingsverðmæti 10 þúsund tonna af þorski er hins vegar um einn millj- arður króna. Útflutningsverðmæti sjávarafurða í ár yrði því væntanlega um 68 milljarðar, eða 11,2 miiljörð- um (20%) meira en í fyrra, ef þorsk- aflinn verður einungis 300 þúsund tonn í ár og ekki tekst að veiða meira af loðnu á þessari haustvertíð en þau 60 þúsund tonn, sem þegar eru komin á land. Bráðabirgðalögin verða afgreidd frá nefnd í dag Málið áfram rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks í dag PALL Pétursson, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis segir að nefndin muni skila nefndaálit- um í dag. „Við héldum fund í morgun, en sjálfstæðismennirn- ir í nefndinni báðu um að frum- varpið yrði ekki afgreitt form- lega úr nefndinni fyrr en í fyrramálið, þar sem þeir ættu eftir að skrifa nefndarálit," sagði Páll í samtali við Morgun- blaðið í gær. Páll sagði að umræðum um málið væri lokið í nefndinni, og aðeins væri éftir að taka það form- lega út úr nefndinni og leggja nefndarálitin fram, sem yrði gert í dag. „Eg ætlaði að afgreiða málið í dag, svo hægt væri að ræða það á morgun, en sjálfstæðismennim- ir, þeir Friðrik Sophusson og Matt- hías Bjarnason færðust undan því að það yrði gert. Þetta varð því að samkomulagi og verður málið rætt í neðri deild á fimmtudag, eftir að fundi í Sameinuðu þingi lýkur,“ sagði Páll. Friðrik Sophusson, annar full- trúi Sjálfstæðisflokksins var spurður í gær hvort fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins myndu skila sam- eiginlegu áliti í nefndinni: „Ég hef. ekki hugmynd um það, því Matt- hías Bjamason er veikur,“ sagði Friðrik. Ekki tókst að ná í Matt- hías í gær. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þingflokksfundi þeim sem frestað var í fyrrakvöld, áður en umræðum um afstöðu þing- flokksins til bráðabirgðalaganna var lokið, yrði fram haldið á venju- legum þingflokksfundartíma í dag. Borgarráð: Nefnd sérfræðinga um vatn frá Nesjavöllum SIGRÚN Magnúsdóttir hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að skipuð verði fimm manna nefnd sérfræðinga er kanni vandamál sem upp hafa komið hjá Hitaveitu Reykjavíkur vegna Nesjavalla- veitu. Arnarflug innanlands hf.: Fjórðungi starfsfólks hef- ur verið sagt upp störfum Dornier-vélinni skilað, önnur 19 sæta keypt ARNARFLUG innanlands hf. hefur skilað Domier-flugvélinni sem félagið hefur haft á ieigu frá Dornier-verksmiðjunum í Þýska- landi undanfarið hálft ár. Hefur verið ákveðið að kaupa eldri vél, sömu gerðar, sem á að taka í notkun í byrjun næsta árs, að sögn Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra. Þá hefur fimm starfsmönnum, tveimur flugmönnum og þremur flugvirkjum, verið ságt upp störfum hjá Amarflugi innanlands en um 20 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu. Ástæða uppsagnanna eru breytingar sem fyrirhugaðar eru hjá fyrirtækinu og hafa eigend- umir í hyggju að halda úti tveim- ur 19 sæta vélum í innanlands- fluginu í framtíðinni. Ástæða þess að Domier-vélinni hefur verið skilað er að sögn Magnúsar sú, að félagið fékk ekki úthlutað flugleiðinni á milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Ámarflug innanlands heldur uppi áætlunarflugi til átta staða á landsbyggðinni ðg á Twin Otter- vél, Cessnu og vél af gerðinni Piper Chieftain. Breytingamar miðast að því að hafa færri og stærri vélar í rekstri í framtíðinni. Magnús sagði að rekstur Am- arflugs innanlands hefði gengið þokkalega en stjómendur þess hefðu einkum augastað á fyrir- hugaðri opnun á innanlandsflug- inu, samkvæmt áætlun sam- gönguráðherra, sem gerir ráð fyr- ir samkeppni í áætlunarflugi til allra stærri flugvalla landsins eft- ir áramótin 1991-92. í greinargerð með tillögunni kemur fram að í fyrstu hafi verið talið að óhreinindi stífluðu inntaks- síur á kerfi Hitaveitunnar eftir að Nesjavallaveita var tengd. í ljós hafi komið að sú skýring er ekki einhlít, þar sem kísill, magnesium og brennisteinn finnst í vatninu. Bent er á að í skýrslu Orkustofn- unar frá 1983 er varað sérstaklega við hættum af úrfellingum þegar blandað er saman fersku vatni og hitaveituvatni. í lokaorðum skýrsl- unnar kemur fram að niðurstöður kalli á mun nákvæmari líkantil- raunir, þar sem fyrir dyrum standi frekari virkjanir á háhitasvæðum landsins þar sem ferskvatn yrði notað sem varmamiðill, svo sem virkjun Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavallasvæðinu en þar séu vísbendingar um vandamál vegna úrfellingu magnesíumsilikata. Gunnar H. Kristinsson, hita- veitustjóri, vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu en sagði að borgarstjóra yrði afhent skýrsla um málið í dag. Hilda hf. gjaldþrota Skuldir taldar um 300 milljónir króna BÚ Hildu hf. var í gær tekið til gjaldþrotaskipta að ósk stjórnar félagsins. 1 ágústlok námu skuldir félagsins 300 milljónum króna, samkvæmt milliuppgjöri en eignastaða er ekki ljós, að sögn Andra Árnasonar hdl, sem hefur búsljórn með höndum, og veldur því meðal annars að óvíst er að hve miklu leyti reynist unnt að inn- heimta útistandandi kröfur, sem nema tugum milljóna króna. Auk starfsemi hér á landi, á fyrir- tækið 8 dótturfyrirtæki í rekstri í Bandaríkjunum, og á Hilda hf. mikl- ar skuldir útistandandi hjá þeim. Hilda hf. var að stærstum hluta í eigu Tómasar Holton og fjölskyldu hans. Fyrirtækið á fasteignir, meðal annars í Borgartúni 22 í Reykjavík. Bústjóra var í gær ekki fullljóst hve margir starfsmenn væru en starf- semin hafði dregist talsvert saman áður en til gjaldþrots kom. Þrota- búið mun halda uppi rekstri fram yfir áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.