Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
4
Aðgerðir aðstoðarlækna:
Hafa lítil áhrif enn
á rekstur spítalanna
AÐGERÐIR aðstoðarlækna á sjúkrahúsum höfðu í gær ekki valdið
teljandi vanda í rekstri spítalanna, en framkvæmdasljórar sjúkrahús-
anna I Reykjavík, sem aðgerðirnar ná til, töldu að ekki mætti drag-
ast lengi að finna lausn í málinu. Aðstoðarlæknar hafa meðal annars
mótmælt löngum vinnuvöktum og ákváðu að frá og með síðastliðnum
mánaðamótum skyldu þeir ekki vinna lengur en 14 stundir á sólar-
hring og ekki meira en 90 yfirvinnustundir í mánuði.
Davíð Á. Gunnarsson forstjóri
Ríkisspítala segir að sérfræðingar
og yfirlæknar hafi komið í veg fyrir
að aðgerðir unglækna yllu vandræð-
um um helgina, en ljóst væri að ef
lausn málsins drægist þá yrðu vand-
ræði í rekstri Landsspítalans. „Ég
treysti því að menn muni setjast nið-
ur og reyna að semja á allra næstu
dögum, helst á næstu klukkustund-
um,“ sagði Davíð.
Jóhannes Pálmason framkvæmda-
stjóri Borgarspítalans sagði í gær
að vandræði væru fyrirsjáanleg ef
aðgerðimar dragast á langinn. Helg-
in hefði ekki verið erfið fyrir Borg-
arspítalann, þar sem spítalinn hafði
ekki neyðarvakt og ekkí var mikið
um slys. í gær var neyðarvakt á
Borgarspítala, en Jóhannes sagði
ástandið enn vera í jafnvægi. „Að
mínu mati fer þetta fljótt að valda
vandræðum. Það hlýtur að fara að
draga úr innstreymi sjúklinga, því
að það er takmarkað hvað menn sem
eru kannski komnir á efri ár treysta
sér í miklar vaktir," sagði Jóhannes.
Á Landakotsspítala hafa aðgerð-
imar engin áhrif, að sögn Loga Guð-
brandssonar framkvæmdastjóra, þar
sem annað vinnufyrirkomulag gildir
þar og beinast því aðgerðir læknanna
ekki að þeim spítala.
Morgunblaðið/Emilía
Ráðhúsið hýsir bíla
Það hillir undir það að ráðhúsið í Reykjavík verði
tekið í notkun en í gær var hluti bílastæðageymslu
í kjallara hússins opnaður. Tekin vom í notkun 60
stæði en alls er þar gert ráð fyrir 140 stæðum þeg-
ar framkvæmdum við húsið lýkur í apríl á næsta
ári. Bflastæðin verða opin frá kl. 7.30-18.30 alla
virka daga. í desember og janúar á næsta ári verð-
ur engin gjaldskylda í bflageymsluhúsinu. Myndin
var tekin þegar Davíð Oddsson borgarstjóri ók bif-
reið sinni í geymsluna að viðstöddu fjölmenni.
VEÐUR
Könnun Félagsvísindastofnunar:
VEÐURHORFUR IDAG, 5. DESEMBER
YFIRLIÍ í GÆR: Yfir vestanverðu Grænlandshafi er vaxandi lægð
sem þokast austnorðaustur. Skammt vestur af (rlandi er 1.038
mb hæð. Fremur hlýtt verður um allt land í kvöld og nótt en á
morgun kólnar, fyrst vestanlands.
SPÁ: Suðvestlæg átt, víða hvöss um vestanvert landið en hægari
austantil. Éljagangur um allt vestanvert landið og sums staðar rign-
ing austanlands fram eftir degi, en léttir síðan til. Hiti 1-4 stig
vestanlands en 4-7 stig austanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðlæg átt, víða nokkuö hvöss. Snjó-
koma um allt norðanvert landið en él syðra, síst á Suðausturlandi.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Minnkandi noröan- og norðvestanátt. Él
norðantil en víða léttskýjað syðra. Talsvert frost um allt land báða
dagana.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
7 / / / Rigning
/ / /
* / *
r * r * Slydda
/ * /
* # *
* * * * Snjókoma
* * *
-|Q Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
= Þoka
=r Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hlti veður
Akureyri 0 snjókoma
Reykjavik 7 súld
Björgvin 1 snjóél
Helsinki 4 léttskýjað
Kaupmannahöfn 5 léttskýjað
Narssarssuag 44 snjókoma
Nuuk '40 skafrenningur
Ósló 3 skýjað
Stokkhólmur 2 léttskýjað
Þórshöfn 4 hálfskýjað
Algarve 16 rignlng
Amsterdam 8 skýjað
Barcelona 12 heiðskírt
BerKn 5 skýjað
Chlcago 45 snjókoma
Feneyjar 8 þokumóða
Frankfurt 7 skúr
Glasgow 9 skýjað
Hamborg 6 skýjað
Las Paimas 25 skýjað
London 7 mistur
Los Angeles 16 helðskírt
Lúxemborg 5 súld
Madrfd 9 léttskýjað
Malaga 16 súld
Mallorca 14 léttskýjað
Montreal 41 ískorn
NewYork 15 rigning
Orlando 19 alskýjað
París 7 skýjað
Róm 11 heiðskfrt
Vín 1 snjókoma
Washington 12 skúr
Winnipeg 415 léttskýjað
Þríðjungnr nemenda
vinnur með náminu
RÚM 33% nemenda vinna að jafnaði með námi og 5% að auki vinna
í tengslum við það nám sem þeir stunda. Vinna nemenda fer einkum
fram um helgar en meðalvinnutími þeirra er 15 klukkustundir á
viku. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði í
Iok mars og byrjun apríl 1990 fyrir menntamálaráðuneytið.
Valdir voru 11 skólar af handa-
hófi og 1.300 nemendur úr þeim
skólum. 1.035 nemendur svöruðu
eða 79,6%. Fram kom að konur
vinna í meira mæli en karlar og
nemendur fjölbrautaskóla meira en
nemendur menntaskóla. Þá unnu
42,5% nemenda með námi einhvern
tíma um veturinn og rúm 5% að
auki í tengslum við það nám sem
þeir stunda.
Meðalvinnutími þeirra sem vinna
er 15 klukkustundir á viku og 15%
þess hóps vinnur 20-30 klukku-
Stundir á viku. Karlar vinna að jafn-
aði talsvert lengri vinnuviku en
konur oghafa því hærri heildarlaun
á mánuði þrátt fyrir að tímakaup
karla og kvenna sé að jafnaði svip-
að.
Könnunin leiddi í ljós að vinna
nemenda með námi fer einkum
fram um helgar. Rúmlega 80%
þeirra sem vinna með námi segjast
vinna um helgar en um fjórðungur
daglega virka daga.
Flestir aðspurðra sögðust vinna
til að afla sér vasapeninga. Þeir
yngstu vinna í mun meira mæli en
þeir eldri í þessum tilgangi en þeir
eldri frekar til að sjá fyrir sér eða
afla heimilinu tekná. Þá segjast
þeir landsbyggðarbúar sem stunda
nám á höfuðborgarsvæðinu einkum
vinna til að sjá fyrir sér en allir
aðrir til að afla sér vasapeninga.
í ljós kom að konur stunda eitt-
Ræsir hf.:
hvert annað nám með skólanum í
meira mæli en karlar, en karlar
leggja stund á eitthvað annað, sér-
staklega íþróttir, í meira mæli en
konur. Þátttaka í félagslífi í skóla
fer mikið eftir því hve langt menn
eru komnir í námi, þannig að þeir
sem eru að byija 'eða eru um mitt
nám taka meiri þátt í því en þeir
sem eru að ljúka námi. Þeir sem
lengst eru komnir í námi starfa
hins vegar mest að stjómun og í
nefndum á vegum skólanna. Þeir
sem vinna mikið stunda skóla og
heimanám minna en aðrir.
Ólympíuskákmótið:
Island í átt-
unda sæti
íslenzka skáksveitin várð í 8.
sæti á Ólympíuskákmótinu í Novi
Sad í Júgóslavíu, sem lauk í fyrra-
dag. ísland varð í 8-12. sæti með
32,5 vinninga ásamt Þýzkalandi,
Indlandi, Svíþjóð, Hollandi og B-
sveit Júgóslavíu en hafði flest stig
og telst því í 8. sæti. Sovétríkin
urðu í 1. sæti, Bandaríkin í 2. sæti
og England í 3. sæti.
Fyrstu Mözdumar á
leiðinni til landsins
FYRSTU Mazda bílarnir til Ræsis hf. eru nú á leiðinni til landsins
og eru væntanlegir síðari hluta mánaðarins. Um síðastliðna helgi
tók Ræsir við varahlutasölu í Mazda og er nú öll varahlutaþjón-
usta þar.
Hallgrímur Gunnarsson forstjóri
Ræsis sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að fyrstu bflarnir af
Mazda gerð hefðu verið væntanleg-
ir til Antwerpen frá Japan í gærdag
og verða þeir settir í skip til'Islands
eftir fáeina daga.
Hallgrímur kvað ekki enn ljóst
nákvæmlega hvenær verður hægt
að afhenda fyrstu bílana, enda ætti
meðal annars eftir að sjá hversu
fljótt gengur að gerðarskoða bflana.