Morgunblaðið - 05.12.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.12.1990, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 Gamansemi og lærdómur Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Þeófrastos: Manngerðir og Erasmus frá Rotterdam: Lof heimskunnar, báðar frá Hinu ís- lenzka bókmenntafélagi, 1990, 190 bls. og 213 bls. Báðar þessar bækur koma út í ritröðinni Lærdómsrit Bókmennta- félagsins. Flestar bækur í þeim flokki eru fræðirit, en hvorug þess- ara bóka telst nú beinlínis vera fræðirit. Bók Þeófrastosar er upp- haflega hugsuð sem fræðirit, en ég hygg, að enginn lesi hana nú sem slíka. Það hefur raunar verið ljóst frá 1975, þegar Birtíngur Voltaires kom út í þessum flokki, að merking orðsins lærdómsrit yrði ekki skilin þröngum skilingi við val á bókum í flokkinn. Dýrabær Orwells kom svo út fyrir fimm árum, sem er skáldsaga eins og Birtíngur. Nú bætast þessi tvö rit við, Manngerð- irnar og Lof heimskunnar, þenn- an hóp Lærdómsritanna. Það á við um báðar þessar bækur, að mjög vel hefur tekizt til við þýðingamar á þeim, formálana og skýringarnar. Þær sóma sér því vel í þessu safni bóka. Þótt þessi gerð lærdómsrita sé ekki fræðirit, þá er ástæðulaust að skilja það svo, að enginn sé í þeim lærdómurinn. Jafnvel skáldrit geta verið uppfull af lærdómi, eins og Birtíngur, eða djúpsærri glögg- skyggni á helzta böl aldarinnar, eins og Dýrabær. Skáldskapur er ekki einskær ímyndun eða heila- spuni, heldur má oft finna í honum fágaða og vandaða orðræðu um sannindi af margvíslegu tæi, ef höfundamir hafa vit og hæfíleika til að koma sannindunum fyrir í skáldskapnum. Góð skáldrit má því oft lesa í ýmsu öðm skyni en njóta skáldskaparins. Góð skáldrit eru iðulega góð lærdómsrit. Manngerðimar eftir Þeófrastos er sérkennilegt rit. Það er ekki augljóst, hvemig á að flokka það. Texfinn er í rauninni skilgreining á þijátíu hugtökum um manngerðir og lýsing á dæmigerðri hegðun hverrar gerðar. Ritið er þó ekki hugsað eins og orðabók, heldur lýs- ing á þeim veruleika, sem hugsað er um með þessum hugtökum. Öll hugtökin, sem Þeófrastos lýsir, vísa til ámælisverðrar háttsemi manna, sum háttsemin er lastverð en önnur ekki eins alvarleg. Allt þetta grein- ir höfundurinn nákvæmlega og leit- ast sífellt við að sneiða hjá mati á háttseminni. Hann fordæmir hvergi. I formála stendur: „Frum- leiki verksins iiggur í þessari nýju, köldu og vísindalegu aðferð til þess að rannsaka merkingu orða yfir ámælisvert háttalag, og árangurinn af rannsókninni er jafnframt dæma- safn um siði manna flokkað eftir markverðum sérkennum.“ (Bls. 53.) Það er mikil skemmtun að lesa þennan texta, þótt hann hafi eflaust ekki verið hugsaðu'r til skemmtunar upphafiega. Skilgreiningarnar á hugtökunum í upphafí hvers kafla eru hnitmiðaðar. Það er sama, hvaða skilgreiningu maður tekur. Raup er til dæmis skilgreint svo: „Raup virðist náttúrlega vera það að þykjast af gæðum sem engin eru.“ Það má líka sjá af þessu, að hér er vel þýtt. Hver lesandi finnur eflaust sína uppáhaldsgrein í bókinni. Ég hygg að fleiri en ég kunni að meta þessa málsgrein, þar sem lýst er illmálg- um manni: „Hann talar að mestu leyti illa um vini sína og fjölskyldu og einnig um látið fólk. Ulmæigi sína nefnir hann „hreinskilni", „lýð- ræðislega umræðu“ og „fijálsa hugsun“. Engin iðja er honum kær- ari.“ Þetta segir um skítugan mann: „Hann snýtir sér við matborðið; klórar sér við fórnarathöfn; skyrpir í miðjum samræðum; og ropar eftir að hafa drukkið. Hann sefur með konu sinni í skítugum rekkjuvoð- um.“ Formáli bókarinnar eftir Gott- skálk Þór Jensson er ítarlegur og greinargóður, skýringarnar auka skilning á bókinni. Það var líka vel til fundið að hafa þær tvær viðbæt- ur, sem fylgja. Það má fræðast margt um Fom-Grikki af þessari bók og hún skerpir skilning á dag- fari mannfólksins, okkar eigin og annarra. Þeófrastos ritaði bók sína árið 319 fyrir okkar tímatal. Erasmus frá Rotterdam hóf að rita Lof heimskunnar sumarið 1509 og bók- in kom út 1511. Á þeim tíma, sem í milli ber þessara tveggja bóka, gerðist margt en eitt var þó mikil- vægast. Það var uppgangur kristins dóms í Evrópu. Það skýrir til dæm- is, af hveiju guðhræðsla Þeófrastos- ar kemur okkur nú svo undarlega fyrir sjónir. Guðhræðsla Þeófrastos- ar er nánast það að vera hjátrúar- fullur, en það er klassísk kenning í kristni, þótt nú kunni að vera deildar meiningar um hana, að guð- hræðsla sé undirrót allra dyggða. En það er ekki guðhræðsla í sama skilningi og Þeófrastos leggur í það orð. En Lof heimskunnar er sprott- in úr þeirri hugsunarhefð, sem hófst einmitt nokkru fyrir daga Þeófrast- osar og. varð uppistaðan í kristn- inni, þegar tímar liðu fram. Lof heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam er samfelld lofræða heimskunnar um sjálfa sig, en sjálfshól er eitt óbrigðulasta merki heimsku, eins og hún sjálf kannast við. Hún lýsir sjálfri sér í ljölmörg- um myndum í þessari bók og leit- ast við að sýna fram á, að hún sé óhjákvæmilegur fylgifískur mann- fólksins og er þá sama, hvað það tekur sér fyrir hendur og sama hvar það stendur í virðingarstiga mannfélagsins. Það er sama, hvort við lítum á bónda yrkja jörðina, guðfræðing sanna tilvist Guðs eða konung stjórna ríki sínu. Alls staðar ræður mannleg heimska úrslitum, hún er máttugasta aflið í mannlegu félagi, ef trúa má henni sjálfri. Til að koma þessu öllu heim og saman þarf að þenja heimskuhug- takið á ýmsan veg. Það merkir náttúrulega fávísi, en það er líka látið ná yfir óvissu, trúgirni, hégóm- askap og ýmislegt annað. Það er gert skemmtilega og vel og hæðst að öllu saman af kankvísi, andríki og lærdómi. Þetta segir heimskan um þá, sem „reyna að vinna til ódauðlegrar frægðar með því að skrifa bækur“: „Þeir eiga mér margt að þakka og mest þeir sem ata blöð sín út með tómum þvætt- ingi. Sá virðist þó fremur aumkun- Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Eðvarð Ingólfsson. Setning: Höfundur. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. Kápumynd: Almenna auglýs- ingastofan hf. Utgefandi: Æsk- an. Það er undurgaman að fylgjast með stílista, liprum penna, þroskast í skáld. Strax 1980 var ljóst, að hér var mikið efni á för, en oft hafa miklar væntingar annarra orð- ið ungum að falli. Ekki Eðvarð. Af hörkudugnaði og alvöru hefír hann unnið Sig fet fyrir fet að bekk skáldsins. 1988 sendi hann frá sér bók, Meiriháttar stefnumót, og Skólamálaráð Reykjavíkur dæmdi hana beztu frumsömdu bamabók- ina það árið. Með þessari bók sinni nú er hann ekki aðeins gott efni, heldur seztur á bekk meðal skálda þjóðar. Sögupersónurnar, Edda og Hemmi, eru leiddar fram á sviðið, þokkafullir unglingar. Edda er alin upp hjá móður, fráskilinni, sem er í hörkuleit að nýjum rekkjunauti. Hemmi á ríka foreldra, sem telja hamingjuna fólgna í að eignast meir. Edda vinnur í sjoppu. Hemmi við sendlastörf hjá fyrirtæki „greif- ans“, hefir laun á við skrifstofu- Erasmus frá Rotterdam arverður en hamingjusamur sem skrifar af kunnáttu og glæsileik og fullnægir þar með kröfum fáeinna lærdómsmanna og óttast ekki gagnrýni manna á borð við Persíus stjóra, og keyrir um á Pors á kvöld- um. Þau skötuhjúin hittast, laðast hvort að öðru og í helgarferð í sum- arbústað við Þingvelli sannast á þeim orð spekings, „að betra er að forðast beituna en snúast í snör- unni.“ (Spurgeon.) Edda verður óf- rísk. þau hefja sambúð, hvorugt þó með þroska til. í morgunljóma er ferðin hafin, en brátt hefst glíma sem höfundur lýsir listavel, dregur fram tilfinningalegan mismun karls og konu, þörf hennar til að hafa kjarna og reyna að skilja af orðam, renna skoðun sína rökum; brynju hans, flótta frá hinu óþægilega, með glotti, skella skuld á aðra, reiði. Tilfinningar þeirra takast á, stýra hug, orðum og athöfn. Holl lesning þeim blaðurskjóðum, sem halda, að skaparinn hafí gert karl og konu eins. Höfundur veltir fyrir sér, hver munur er á eijum hinna ungu og þeirra sem gengið hafa lífsstíginn inní kvöldhúmið. Hann leiðir á svið- ið ömmu og afa Eddu. Þau naggast jú, en naggið líkist mest glettnum ástarorðum. Edda og Hemmi missa takt og hætta sambúð. Var það barnaskap- ur þeirra; virðingarleysi; óregla; eld- ur ástarinnar sem olli? Slíkt lætur höfundur lesanda eftir að dæma. Haldi nú enginn að þetta sé leið- inleg predikun, öðru nær. Ritleikni og stíll Eðvarðs er slíkur, að les- anda er haldið föngnum frá fyrstu síðu allt til loka. Vakandi verur, og Laelíus ... Vitringurinn lætur sér þetta þó í léttu rúmi liggja, því honum er nóg að fáeinir hálfblindir vesalingar fari um hann lofsamleg- um orðum." Höfundar fara heldur vel út úr þeirri háðslegu meðferð, sem Erasmus beitir á hvaða hóp manna, sem honum dettur í hug að fjalla um. Þýðingin á Lofí heimskunnar eft- ir Þröst Ásmundsson og Arthúr Björgvin Bollason er mjög læsileg. Arthúr Björgvin ritar einnig for- mála, þar sem gerð er grein fyrir bókinni og Erasmusi frá Rotterdam. Það er margt vel gert í formálan- um, þótt ég hefði kosið að fá meira um samtíma Erasmusar í Evrópu og þá guðfræði, sem hann hélt fram. En svona formálar setja höf- undum nokkuð strangar skorður, svo það er kannski að fara fram á of mikið að biðja um þetta. Menn þurfa ekki að vera sérstak- ir lærisveinar heimskunnar til að koma auga á, að hún skipar hærri sess í mannfélaginu, en maður áttar sig oft á. Það eru raunar lærisvein- amir, sem sízt koma auga á þessa staðreynd. Ég held, að það sé von- laust, að þeim fækki við útkomu þessarar bókar, en hún ætti að skemmta lesendum sínum. Eðvarð Ingólfsson hvort sem er ástfanginn unglingur eða lífsreynd sál, eiga erindi við þessa bók, slíkur er seiður hennar. Ekki get ég stillt mig um að trúa höfundi fyrir því, að aldrei hefi ég fyrr heyrt um kattliðuga prjóna (91), hins vegar að pijónar séu hreyfðir af kattliðugum fíngrum. Smámunasemi! Allur frágangur mjög góður. Frábær bók, höfundi og útgef- anda til mikils sóma. Haltu mér — slepptu mér Fiddi ber á bumbuna Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Þórir S. Guðbergsson. Teikningar: Hlynur Örn Þóris- son. Setning: Steindórsprent hf. Prentun: Offset fjölritun hf. Bók- band: Flatey: Dreifing og sala: Unglingaráð Vals. Utgefandi: Höfundur. Þetta er bráðskemmtileg stráka- saga, mikið lán fyrir Unglingaráð Vals að eiga slíkan liðsmann sem Þórir er. Það er í lok stríðsins. Ungur snáði, Kári, að vaxa úr grasi í Þingholtunum. Bylting eftirstríðs- áranna ekki hafín. Virðuleg, fátæk- leg hús með görðum í kring. Ramm- gerð grindverk og handan þéirra rabarbari, rófur og annað lostæti. Gluggalausir braggar, moldarflög, holt og klappir, og þvottabretta malargötur. Kjörinn leikvöllur barna, barna sem eru að hamast við að verða mannéskjur. Við fylgj- um Kára í leik og gieði lífsins. Hitt- um skapstórt og dularfullt eldra fólk, kynnumst jafnvel lögreglu. Já, stundum er lagt á tæpasta vað, en alltaf fylgir lán leik og strákapör- um. Meginmál er um æfíngar hjá knattspyrnudeild Vals, hvernig Kári vinnur sig með þjálfun í liðið. Mannvinurinn séra Friðrik, stofnandi KFUM á íslandi, líka Vals meðal annars, er leiddur fram á sviðið, og dvöl Kára í sumarbúðum í Vatnaskógi lýst. Þórir segir mjög vel frá, hefir næmt auga fyrir skringilegum til- burðum okkar við að sýnast menn. Frásögnin er hröð, setningar stutt- ar, hnitmiðaðar. Mest er þó um vert, að hann ann bömum, vill leiða þau götuna til góðs, og tekst það mjög vel í fylgd Kára. Má'nð er fal- legt og agað með sárafáum undan- tekningum. Ég skil illa orðbragð á síðum 23, 63 eða lýsingunni á 73. Þar hefir Þóri ekki verið vandi að velja betur orð við hæfi, eða hrein- lega strikað út. Það er algjör mis- skilningur, að sóðaorðbragð laði krakka, heilbrigð börn, að bók, hin lesa alls ekki. Villur eru sára fáar, meinlausar Þórir S. Guðbergsson (82, 86, 101). Þetta er góð bók, kærkomln minning „drengjanna hans séra Friðriks", og hafi Þórir þökk fyrir. Myndir Hlyns Arnar eru lista- vel gerðar, frumlegar, glettnar. Hér er auðsjáanlega mikið listamanns- efni á för. Frágangur allur góður. ■ HÖRPUÚTGAFAN hefur gef- ið út nýja bók eftir Erling Poul- sen, Játaðu ást þína. Þetta er 15. bókin í bókaflokknum Rauðu ást- arsögurnar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „I þessari nýju bók eru tvær ástarsögur. Sú fyrri heitir Játaðu ást þína: Róbert Baker vann ásamt félögum sínum.og fjöl- skyldum þeirra að stóru þróunar- verkefni í Afríku, þar sem hann bjó með Beötu, barnshafandi eiginkonu sinni. Hin undurfagra Afríka, sem hafði verið ævintýraheimur þeirra og paradís, breyttist skyndilega í ógnvekjandi martröð. Seinni sagan heitir Hulin fortíð: Ung stúlka fer til eyjarinnar Krítar til þess að læra grísku. Þar hverfur hún sporlaust. Nokkrir nákomnir aðilar tengjast hvarfi stúlkunnar af hagsmuna- ástæðum, m.a. fóstursystir hennar og fyrrverandi unnusti. Þetta er spennandi ástarsaga úr dularfullu og framandi umhverfi. Játaðu ást þína er 176 bls." Þýðandi er Skúli Jensson. Prentverk Akraness hf. prentaði. ■ KOMIN er út hjá Máli og menningu bókin Anna í Grænu- hlíð 3. endurútgáfa á þýðingu Ax- els Guðmundssonar. í kynningu útgefanda segir m.a. þetta „þriðji hluti sögunnar um Önnu sem nú er orðin fullorðin og keppist við nám í háskóla. Heimaslóðirnar eiga enn rík ítök í huga hennar þótt ýmislegt sé breytt og flestir félagarnir búnir að stofna heimili. En Anna eignast stöðugt nýja vini og aðdáendur sem keppast um hylli hennar og brátt verður hún að taka afstöðu til hvort draumaprinsinn sem birtist einn daginn er sá eini rétti.“ ■ VINIR á vegamótum heitir nýútkomin unglingabók eftir hol- lenska verðlaunahöfundinn Jan de Zanger. í kynningu útgefanda seg- ir m.a. „Tveir hollenskir vinir eru í sumarfríi í Danmörku þegar slett- ist upp á vinskapinn og þeir fara hvor sína leið. Annar þeirra fer heim en hinn skilar sér ekki svo ekki er um annað að ræða en hefja leit að honum eftir óljósum vísbend- ingum. Ýmislegt óvænt kemur uppá í þeirri ferð, en vinirnir snúa báðir til baka í lokin með nýjar skoðanir á lífinu." Mál og menning gefur út bókina sem Hilmar Hilmarsson þýddi úr sænsku. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.