Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
ikllll
M»V
ASEA BROWN BOVERI
Rafhlöðuverkfærin frá
ABB STOTZ-KONTAKT
leysa vandann
• Gott jafnvægi
• Stillanlegt átak
• Tveir hraðar
• Báðarsnúningsáttir
• Fylgihlutir
• Gott verð
Vatnagörðum 10
Símar 685854 og 685855
Opið í kvöld - eldhúsið opið frá kl. 18-24
Sérstakir gestir fj
kvöldsins kl. 22
Trió
Guómundar
Ingólfssonar |
Aðgangseyrir: FRÍTTINN í KVÖLD
Velkomin til Ömmu Lú
matsölu- og skemmtistaður
Kringlunni 4, sími 689686
Glens og gaman
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Árni Johnsen og Sigmund:
ÞÁ HLÓ ÞINGHEIMUR. 198 bls.
Hörpuútgáfan. 1990.
I bók þessari eru myndir eftir
Sigmund, smásögur af þingmönn-
um, eða J)ingmönnum tengdar,
skráðar af Árna, og vísur eftir þing-
menn, og um þingmenn. Árni lætur
þann sjálfsagða fyrirvara fylgja
stökunum að þær »áttu við á einum
stað og einu sinni.« En svo kvað
ágætur hagyrðingur um eigin
vísnasmíð.
Þingmenn gera sér stundum
glaðan dag. Það er ekkert leyndar-
mál. Hefð mun fyrir því að í þing-
veislum svo kölluðum leyfist mönn-
um því aðeins að taka til máls að
þeir fari með bundið mál frum-
samið. Hér er meðal annars bragur
mikill sem Brynhildur, kona Alberts
Guðmundssonar, flutti í einni þing-
veislunni. Þá er birt Þingtíðindator-
rek sem önnur kona flutti við annað
sams konar tækifæri. Dável eru
kvæði þessi ort en hafa vafalaust
notið sín betur á þeim eina stað og
við þau einu tækifæri þar sem þau
áttu við. Sýnishorn er hér af kveð-
skap Skúla Guðmundssonar, en
hann var hinn ágætasti hagyrðing-
ur og — eftir að órímuð ljóð komust
í tísku — eldheitur forsvarsmaður'
ríms og ljóðstafa. Það var löngum
einkenni kveðskapar Skúla að væri
hann lesinn eins og laust mál fann
enginn að um bundið mál væri að
ræða, svo eðlileg var orðaröðin.
Jón Pálmason var líka bráðsnjall
hagyrðingur. Ennfremur Bjarni
Ásgeirsson. Þessir mætu menn
settu svip á Alþingi áratugum sam-
an og áttu þátt í að skapa þá já-
kvæðu hugmynd sem alþýða manna
gerðksér þá um þessa æðstu stofn-
un þjóðarinnar.
Meðal þeirra, sem nú sitja á Al-
þingi, munu vera margir hagyrðing-
ar og eru sýnishorn þau, sem birt
eru í bókinni, af fjölbreytilegasta
tagi. En eins og Árni segir í inn-
gangi: »Oft er það svo með tækifær-
isvísur að þær geyma skemmtilegar
uppákomur þótt þær kunni að vera
misjafnlega gerðar, en að þeim
steðjar sama hætta og sögunni
sjálfri sem skolast til á stundum.«
Munurinn á kveðskap hinna yngri
og eldri sýnist helst vera sá að nú
leggja menn minni áherslu á
orðavalið, hagmælskuna; leggja því
meira upp úr skemmtuninni, fyndn-
inni; viðleitninni að segja eitthvað
sniðugt!
Vinnustaðabrandarar ganga
hvarvetna þar sem fólk deilir kjör-
um langtímum saman. Mun Alþingi
Árni Johnsen
ekki vera nein undantekning frá
þeirri reglu. Oft tjóir lítt fyrir
ókunnuga að reyna að botna í vit-
leysunni. En höfundar bókar þess-
arar gera ráð fyrir að lesendur átti
sig á forsendum þar sem Alþingi
er daglega í fréttunum og fjölmiðlar
henda gjarnan á lofti fleyg um-
mæli þingmanna. Hér gildir þó enn
og aftur það sem sagt var um stund
og stað. Það eru aðstæðurnar, til-
efnið, hópurinn, hugblærinn, sem
kveikir stemmninguna; ekkert eitt,
heldur allt þetta saman. Að láta
dauðan bókstafinn endurvekja
þvílíka stemmningu, jafnvel löngu
SUMAR á Sólheimum heitir bók
sem Bókaútgáfan Hildur hefur
gefið út eftir höfund sem ekki
hefur áður kvatt sér hljóðs,
Ágústu Ágústsdóttir, söngkonu
og prestsfrú að Holti í Onundar-
firði.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „I bókinni lýsir höfundur við-
burðaríku sumri krakkanna í daln-
um, sem er á mörkum sveitar og
þorps við vestfirskan fjörð. Hugð-
næm og sérlega skemmtileg bók
fyrir alla aldurshópa."
Bókina prýðir fjöldi teikninga
eftir Sigrúnu Sætran. Bókin er 120
bls.
Sigmund
síðar, er hægara sagt en gert.
I raun er bók þessi eins konar
innanhússalbúm þingmanna. Hún
kann líka að vekja forvitni með
þeim sem áhuga hafa á þingmönn-
um og þingmennsku, að ekki sé
talað um hina sem eiga sér þá ósk
heitasta að bætast .í þennan dýrlega
hóp sjálfir.
Myndir Sigmunds vekja alltaf
verðskuldaða athygli. Sigmund er
lagið að teikna svo mannsandlit að
svipmót þekkist á augabragði þó
ýkt sé. Að öðru leyti skal myndlist-
argagnrýnendum látið eftir að gefa
honum þá einkunn sem gilda skal.
Ágústa Ágústsdóttir
Bók eftir Agústu
Águstsdóttur
Stórkostlegt nýárskvöld á Breiðvangi
Breiðvangur mun halda
stórkostlega veislu á
nýárskvöld til að fagna
nýju ári. Sérstaklega
verður vandað til og mun
allt verða gert til að gera
þetta kvöld að einni
veglegustu veislu ársins.
II5IIÍVAMIÍ
iMJérr
Borðapantanir tí Breiövaugi alla virka claga frá kl. 13—1B í síma 77500.