Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Helmut Kohl
áfram við völd
Ríkisstjórn Helmuts Kohls,
kanslara Þýskalands,
hlaut góða kosningu á sunnu-
daginn. Um 55% kjósenda
veittu kristilegum demókröt-
um og fijálslyndum umboð
til að starfa saman áfram,
þriðja kjörtímabilið í röð. Slík
festa er óvenjuleg í stjórn-
málalífi Vesturlanda. Hún er
sérstaklega mikilvæg í
Þýskalandi um þessar mund-
ir. Pólitískri sameiningu
landsins lauk með kosningun-
um á sunnudag, fyrstu lýð-
ræðislegu kosningunum í
landinu öllu í 58 ár.
Reynsla Þjóðverja af
stjórnarskrá Weimar-lýðveld-
isins, sem var á sínum talin
hin fullkomnasta í veröldinni
en gerði nasistum kleift að
hrifsa völdin 1933, veldur því
meðal annars að nú eru í
þýsku stjórnarskránni skorð-
ur við áhrifum smáflokka.
Til þess að fá menn kjörna á
þing verða flokkar að fá
minnst 5% atkvæða. Græn-
ingjar í vesturhluta Þýska-
lands náðu ekki þessu marki
og eiga því ekki fulltrúa á
nýja þinginu. Töluverð at-
hygli hefur beinst að græn-
ingjum síðan þeir komust á
þing 1982 einkum vegna and-
stöðu sinnar við kjarnorku-
vopn. Oft öfgakenndur mál-
flutningur þeirra höfðar hins
vegar ekki lengur til kjós-
enda. Þeir hafa deilt innbyrð-
is um menn og málefni. Þeir
þykja ekki lengur trausts
verðir.
Jafnaðarmenn hafa reynt
þrisvar sinnum frá því að
ríkisstjórn Helmuts
Schmidts, síðasta kanslara
þeirra, var felld með van-
trausti á þingi 1983 að ýta
Helmut Kohl til hliðar. Þeir
hafa sent þijá ólíka menn
gegn honum, að þessu sinni
Oskar Lafontaine. Honum
mistókst atlagan hrapallega
og hafa þýskir jafnaðarmenn
ekki fengið minna fylgi síðan
1957. Meðal jafnaðarmanna
hefst nú uppgjör og hefur
Lafontaine hvorki áhuga á
að verða formaður þing-
flokksins í Bonn né flokksins
sjálfs eins og Hans-Jochen
Vogel, fráfarandi formaður,
bauð honum á mánudag.
Helmut Kohl og Hans-
Dietrich Genscher, utanríkis-
ráðherra og leiðtogi frjáls-
lyndra, hafa stýrt Þjóðveijum
af öryggi undanfarna mán-
uði. Þeim hefur tekist að
halda þannig á málum inn á
við og út á við, að friður hef-
ur ríkt um sameiningu lands-
ins. Nágrannar Þýskalands
telja sig ekki hafa neitt að
óttast. Þýskaland á enga
óvini, segir kanslarinn. Þýskir
kjósendur höfnuðu neikvæð-
um viðhorfum Lafontaines til
sameiningarinnar. Hann vildi
nota peningalega mælistiku
til að meta gildi hennar.
Þýskir jafnaðarmenn segj-
ast sjá þá björtu hlið á úrslit-
um kosninganna, að þeir hafi
náð sérstaklega til unga
fólksins. Með Lafontaine í
fararbroddi. hafi þeir lagt
grunn að framtíðarsigrum.
Rannsóknir á úrslitum kosn-
inganna sýna, að þessi stað-
hæfíng á ekki við rök að
styðjast sé litið á yngstu kjós-
endurna. Þeir hafi að meiri-
hluta stutt kristilega bæði í
vesturhluta landsins og þó
einkum í austurhlutanum.
Þjóðveijar standa frammi
fyrir gífurlegum verkefnum
heima fyrir. Þeir þurfa á öllu
sínu að halda á næstu árum
til að draga austurhluta
landsins upp úr feni sósíal-
isma og kommúnisma.
Þjóðveijar eru fjölmenn-
asta og ríkasta þjóðin í Evr-
ópubandalaginu. Eftir að þeir
hafa kosið til sameiginlegs
þings verða gerðar ríkari
kröfur til þeirra á alþjóðavett-
vangi. Þar hafa þeir að ýmsu
leyti farið sér hægar en stærð
þeirra og ríkidæmi leyfir.
Nágrannaþjóðir og heimurinn
allur mun fylgjast af athygli
með hveiju nýju skrefi sem
Þjóðveijar stíga í alþjóðamál-
um.
í kosningunum á sunnudag
veittu Þjóðveijar Ilelmut
Kohl og stjórn hans verð-
skuldaðan stuðning. Vonandi
tekst kanslaranum að halda
jafnvel á málum þjóðar sinnar
eftir pólitíska sameiningu
hennar og honum hefur tekist
á hinu örlagaríka ári síðan
kommúnistastjórnin í A-
Þýskalandi féll.
Vélfryst skauta-
svell í Laugardal
Heildarkostnaður
um 180 milljónir
VÉLFRYST skautasvell hefur
verið opnað almenningi í Laug-
ardal. Svellið er norðan við Hús-
dýragarðinn og verður fyrst um
sinn opið virka daga frá kl. 17 til
22 og frá kl. 10 til 18 á laugardög-
um og sunnudögum. Aætlaður
heildarkostnaður við skautasvel-
lið, þjónustuhús, Ióð og girðingu
er um 180 rpilljónir króna.
I ræðu sinni við opnun svellsins
benti Davíð Oddsson borgarstjóri á,
að skautasvellið vær enn ein viðbót-
in við mannvirki borgarinnar í Laug-
ardal. Húsdýragarðurinn opnaði í
vor og nú skautasveli og á næsta
ári verður hafíst handa við skemmti-
garð fyrir yngstu kynslóðina norðan
við Húsdýragarðinn. Skautasvellið
væri langþráður draumur skautaá-
hugamanna sem nú gætu loks hafíð
æfíngar í ísknattleik og keppt við
norðanmenn.
Skautasvellið er um 1.800 fer-
metrar auk um 472 fermetra þjón-
ustuhúss á einni hæð. í húsinu er
vélaherbergi, verkstæði, búnings-
herbergi, miðasala, sælgætissala,
herbergi fyrir skerpingu skauta og
aðstaða fyrir starfsfólk. Fram-
kvæmdum við svell og þjónustuhús
er enn ekki að fullu lokið og eru
grindur við svellið væntanlegar síðar
í mánuðinum. Öllum framkvæmdum
skal vera lokið í febrúar 1991 og
verður þá allt mannvirkið tekið í
notkun.
Hönnuðir mannvirkjanna eru
Teiknistofan hf. Ármúla 6, Verk-
fræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.,
Raftæknistofan hf. og Reynir Vil-
hjálmsson landslagsarkitekt. Gunn-
ar og Guðmundur sf. áttu lægsta
boð í jarðvinnu, buðu rúmlega 13,8
milljónir, og Ártún hf. bauð rúmar
81,3 milljónir í uppsteypu þjónustu-
húss og svellplötu.
Morgunblaðið/Sverrir
Langþráður draumur skautaáhugamanna rættist í gær þegar vélfryst skautasvell var opnað almenningi
í Laugardal. Eins og sjá má gripu ungir sem aldnir fram skautana og svifu um uppljómað svellið í takt
við tónlist úr hátölurum, rétt eins og áður á Tjörninni.
Heimsmeistaraeinvígið í Lyon:
Kasparov vann biðskákina!
Skák
Karl Þorsteins
ÞVERT OFAN í spár skáksér-
fræðinga í Lyon, sigraði heims-
meistarinn Garrí Kasparov í 16.
einvígisskákinni eftir að tekið
var við skákina að nýju í gær.
Karpov gaf skákina eftir 102
leiki þegar mát blasti við í fáum
leikjum.
Skákin er sú lengsta af 147
innbyrðis viðureignum þeirra.
Skákin hófst á laugárdaginn og
fór í bið eftir fjörutíu leiki. Meist-
ararnir léku fjörutíu og átta leiki
til viðbótar á sunnudaginn áður
en skákin fór í bið að nýju. Þrátt
fyrir að Kasparov væri skiptamun
yfir í biðstöðunni virtist vígi
áskorandans óhagganlegt. Svo
var ekki. Með snjöllum leikþving-
. unum þrengdi Kasparov að svört-
um uns Jiann gat sig hvergi
hreyft.
Kasparov hefur þá tekið foryst-
una í einvíginu að nýju. Eftir sext-
án skákir af 24 hefur Kasparov
hlotið 8 ‘/z vinning gegn 7 ‘A vinn-
ing áskorandans. Kasparov nægir
að halda jöfnu í einvíginu til þess
að halda heimsmeistaratigninni.
Sautjánda skákin í einvíginu verð-
ur tefld í dag og þá stýrir Karpov
hvítu mönnunum.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
89. Ha7 - Bg4, 90. Kd6 - Bh3,
91. Ha3 - Bg4, 92. He3!
Svarti kóngurinn fær sig hvergi
hreyft. í framhaldinu þrengir
Kasparov hægt og sígandi að
honum uns eitthvað verður undan
að láta.
92. - Bf5, 93. Kc7 - Kf7, 94.
Kd8 - Bg4, 95. Bb2 - Be6, 96.
Bc3! - Bf5, 97. He7+— Kf8,
98. Be5 - Bd3, 99. Ha7 - Be4,
100. Hc7 - Bbl, 101. Bd6+ -
Svartur gafst upp. Áframhaldið
gæti orðið 102. — Bf5, 103. Be5
- Rg7, 104. Hb7 - Be4, 105.
Bb8+ - Kh7, 106. Kd6 - Rf5+,
107. Kc5 - Rg7, 108. Hc8 og
við hótuninni 109. Hc7 er svartur
varnarlaus.
Fermingarundirbúningrir:
Tvö þúsund þrettán
ára unglingar koma
til Skálholts í vetur
Laugarvatni.
UM helmingur allra 13 ára ungl-
inga sem fermast í vor munu
koma á námskeið í Skálholts-
skóla á þessum vetri, um tvö
þúsund talsins. Nú þegar hafa
rúmlega sautjánhundruð ungl-
ingar heimsótt staðinn á þessu
hausti.
Sigurður Ámi Þórðarson rektor
Skálholtsskóla tók á móti fréttarit-
ara þegar hann var á ferð þar
íyrir nokkru. Sigurður Árni segir
þetta vera hluta menningar- og
trúarlegs hlutverks skólans í dag.
Námskeiðin eru mjög vel skipu-
lögð og mönnuð hæfu starfsfólki.
Unglingamir dveljast á staðnum
í einn og hálfan dag og taka þá
þátt í stífri dagskrá sem byggir á
verklegum æfingum til að skapa
jákvæða reynslu af trúnni og
kirkjuathöfnum. Meginþema nám-
skeiðanna nú er guðsþjónusta og
hvað þar fer fram.
Unglingamir sem koma í Skál-
holt era búsettir allt frá Höfn í
Hornafirði og vestur í Borgarfjörð,
alls rúmlega sautjánhundrað og
fjöratíu í hópnum. Búist er við að
yfir veturinn komi um tvö þúsund
unglingar sem er rúmlega helm-
ingur allra 13 ára unglinga á
landinu.
Kostnaður ríkisins af þessu
námskeiðahaldi er óveralegur að
sögn Sigurðar Áma, unglingarnir
greiða sjálfir uppihaldið, pre-
stakall viðkomandi unglinga greið-
ir ferðakostnað og prófastsdæmið
greiðir kennsluna.
Fermingarbamanámskeið hafa
reyndar verið haldin í nokkra ára-
tugi en hafa verið að taka á sig
nýja mynd og byrjuðu með þessu
sniði í Skálholti í fyrrahaust.
Námskeið sem þessi era haldin
víðar en í Skálholti, má nefna að
slík námskeið var farið að halda
á Núpi í Dýrafirði fyrir þremur
áram, fyrir alla Vestfirðinga og
Norðlendingar hittast á Löngu-
mýri í Skagafirði. Námskeiðin eiga
að þjóna söfnuðunum sem ítarefni
í hinum hefðbundna fermingar-
undirbúningi. Gerðar hafa verið
kannanir samhliða námskeiðunum
sem sýna ótvírætt að unglingarnir
era jákvæðari á trúna og kirkjuna
eftir en áður.
Prestamir fylgja yfírleitt sínum
safnaðarbörnum ásamt prófasti
dæmisins.
Þegar fréttaritara bar að garði
í Skálholti vora unglingar úr
Vestur-Skaftafellssýslu að æfa
messusöng fyrir kvöldmessuna
með sóknarprestinum í Vík í Mýrd-
al, Haraldi Magnúsi Kristjánssyni.
Unglingamir vora ánægðir með
verana það sem af var og tóku
virkan þátt í öllu sem fram fór.
- Kári
Hópur ásamt presti og kennurum á námskeiði í Skálholti.
morgunDiaoio/Kari
Gísli Sigurðsson læknir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í Bagdad:
Eg er engin hetja, ég er læknir
Bagdad. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðmanni Morgunblaðsins.
„ÉG BYST við að ég hafi brugðist við eins og karlinn í brúnni, ég
gat ekki hugsað mér að yfirgefa spítalann fyrr en einhveijir væru
komnir til að taka sómasamlega við. Á því varð langur dráttur og
lengri en ég hélt og samvisku minnar vegna gat ég ekki farið fyrr
en sýnt var að hæfir menn yrðu sendir. Það getur verið að ég
hefði átt að fara fyrr en ég vildi ekki hlaupa fyrr en ég vissi hvað
yrði um mitt fólk. Því beið ég þó ég vissi að það stefndi mér ef til vill
í voða. Læknir fer ekki nema vera viss um sína sjúklinga. Ég er
engin hetja en ég er læknir,“ sagði Gísli Sigurðsson læknir, sem
verið hefur innlyksa í Kúvæt og írak frá því írakar réðust inn í
Kúvæt 2. ágúst sl., í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í
Bagdad í gær.
„Það var daglega komið með
helsærða menn sem höfðu verið
skotnir í bijóstholið því írösku her-
mennimir skutu til að drepa og
fæstum var hægt að bjarga. Þess-
ir sem voru skotnir í bijóst eða
kvið voru grunaðir um að hjálpa
Vesturlandafólki. Svo vora aðrir
skotnir í hnakkann og svo skildir
eftir og fjölskyldumar komu að
þeim og fluttu þá á sjúkrahús en
flestir voru þá dánir. Þeir sem voru
skotnir í hnakka voru taldir njósn-
arar og undirróðursmenn," sagði
Gísli.
Gísli var hress og harla vel á
sig kominn er við ræddumst við á
hóteli mínu í Bagdad en síðan
færðum við okkur yfír í bústað
sænska sendiherrans þar sem hann
nú býr. Sagðist hann ánægður að
búa hjá sendiherranum sem hefði
reynst sér mjög vel.
„Hann fer daglega í utanríkis-
ráðuneytið til að tala mínu máli
og hefur fyrir löngu óskað eftir
samtali við forseta íraska þingsins
sem er afar valdamikill en það
hefur ekki gengið hingað til,“
bætti Gísli við.
Gísli sagði að erfítt væri að fá
íraska einstaklinga til að beita
áhrifum í sínu máli eða annarra.
„Þeir gera sér Ijóst að þar méð
stofna þeir sér í hættu sem fæstir
era tilbúnir að horfast í augu við.
Svo er flókið að árétta þetta al-
mennt við íraka þó háttsettir séu
þar sem hlerunartæki eru alls stað-
ar. Ég á góðan kunningja sem
starfaði áður í leyniþjónustunni og
hann er varkárastur allra enda
þekkir hann eftirlitið hér. Fáum
er hægt að treysta því mönnum
er hótað ef þeir gefa ekki upplýs-
ingar,“ sagði Gísli.
Vonsvikinn að komast ekki
með Svíunum
Hann sagði að það hefði þó ver-
ið íraki sem bjargaði lífi hans og
gerði honum kleift að komast frá
Kúvæt til Bagdad þegar þeir voru
stöðvaðir margsinnis á hinni 1.500
kílómetra leið. Sá hinn sami tók í
sinn bíl tölvu og gögn og skýrslur
sem Gísli hefði sjálfsagt ekki slopp-
ið með. Sami Iraki hefur lagt á
ráðin með ýmsar flóttaleiðir en um
það vill Gísli ekki tala hátt meðan
hann er hér í írak.
Gísli sagðist hafa áttað sig á
að hann fengi ekki leyfi til að fara
heim þó hann væri kominn til
Bagdad. „Þó hélt ég þetta gengi
greiðlegar og var náttúrlega afar
vonsvikinn að komast ekki með
Svíunum um daginn. En þeir fóru
á mjög viðkvæmum tíma, einmitt
þegar Óryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna var að samþykkja að beita
mætti íraka hervaldi færu þeir
ekki frá Kúvæt. Það var aldrei
hægt að ná í neinn sem hafði völd
eða áhrif.“
Eins og fram hefur komið var
Gísli læknir fyrir Svíana og raunar
fleiri eftir að hann kom til Bagdad.
Hann sagði að margir hefðu þjáðst
af of háum blóðþrýstingi og maga-
sári, sem oftast hefði verið sprot-
tið af streitu yfir því að vita ekki
hver afdrif þeirra yrðu en sumir
hefðu verið í Bagdad í allt að þrjá
mánuði.
Varla margir sem vilja að
emírinn taki aftur við í Kúvæt
Gísli sagði að ástandið í Kúvæt
væri með ólíkindum. Líklega væru
þar nú um 300 þúsund manns,
flestir Palestínumenn sem gætu
hvorki komist lönd né strönd og
Kúvætar sem vildu vera um kyrrt.
„Það eru varla margir heilvita
Kúvætar sem myndu óska þess að
emírinn tæki við . Að minnsta
kosti ekki með þeim völdum sem
hann hafði. Aftur á móti er krón-
prinsinn vinsæll og flestir gætu
sæst á að hann tæk'i við,“ sagði
Gísli.
Gísli Sigurðsson sagðist svona
oftast vera sæmilega rólegur og
bjartsýnni nú en oft áður að kom-
ast í burtu. Hann hefur hugann
við konu og_ börn heima á íslandi
og sagði: „Ég verð svo dapur af
því einu að horfa á myndir af þeim.
Ég fæ kökk í hálsinn. Samt ætla
ég að vona og hef nú ástæðu til
að ætla að það verði ekki langt
þar til mér verður leyft að fara.“
Tjón vegna brunans í Landsímahúsinu:
Gæti þurft að minnka
greiðslur til ríkissjóðs
PÓSTUR og sími verður af nálægt 100 milljóna kr. tekjum vegna frest-
unar á hækkun gjaldskrár stofnunarinnar sem ákveðin var í tengsium
við endurnýjun kjarasamninganna. Þá er talið að tjón vegna brunans í
Landssímahúsinu nemi hátt í 100 milljónir kr. Ólafur Tómasson, póst-
og símamálastjóri, segir að vegna brunans geti svo farið að stofnunin
þurfi að minnka greiðslur sínar í ríkissjóð, en á fjárlögum næsta árs
er gert ráð fyrir að 500 milljónir króna af hagnaði Pósts og síma renni
til ríkisins.
„Þetta getur að sjálfsögðu haft
áhrif á afkomu fyrirtækisins. Þessi
spurning hefur auðvitað komið upp
í huga okkar," sagði Ólafur er hann
var spurður hvort þurft gæti að
draga úr framlaginu í ríkissjóð. „Ef
afkoman á árinu gefur ekki tilefni
til þess að þessi 500 milljóna króna
rekstrarafgangur verði, þá reikna ég
með að við reynum að lækka þessar
greiðslur til ríkisins. Ég veit hins
vegar ekkert um þetta ennþá, stofn-
unin er mjög stór og heildartekjur
hennar einhvers staðar á miili 6 og
7 milljarðar. Verði 10% breyting á
tekjum er það meira en við eigum
að borga í ríkissjóð. Verði tjó'n upp
á til dæmis 100 milljónir, þá er það
ekki hátt hlutfall af tekjum stofnun-
arinnar."
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
eiga afnotagjöld Pósts og síma að
hækka samtals um 8% á næsta ári
að sögn Ólafs. Hann sagðist ekki
eiga von á að tjónið, sem stofnunin
yrði fyrir, kæmi niður á almenningi
í hærri gjöldum.
Ólafur sagði að enn lægi ekki fyr-
ir hvert væri endanlegt tjón vegna
brunans í Landsímahúsinu. Tekizt
hefði að gera við mörg tæki, sem
hefðu skemmzt í brunanum, að
minnsta kosti til bráðabirgða, en
búast mætti við einhveijum bilunum
til viðbótar og skipta yrði út búnaði.
Hann sagði að hratt hefði gengið að
gera við sjálft húsið og nú væri búið
að smíða nýtt þak á alla bygginguna
og ioka því með pappa, en ekki væri
enn lokið við að járnklæða það. Ekk- »
ert af tækjabúnaði er tryggt, en fas-
teignir eru tryggðar.
Kristján Indriðason, yfirmaður
viðskiptadeildar Pósts og síma, sagði
að ef forsendur fjárlagafrumvarpsins
um verðlags- og launamál ganga
eftir þá nægi 3,5% hækkun á gjald-
skrá í febrúar og 3,5% í júní á næsta
ári eins og endurnýjaðir kjarasamn-
ingar gera ráð fyrir til að jafnvægi
verði í rekstri stofnunarinnar. „Eg
get ímyndað mér að þessi breyting
þýði eitthvað um 100 milljónum kr.
minni tekjur á árinu en ef 8% hækk-
un á gjaldskránni hefði komið 1. jan-
úar. En það er ekki þörf fyrir það
ef þessar verðlags- og launaforsend-
ur standast," sagði Kristján.
„Tjónið vegna eldsvoðans verður *
sjálfsagt nálægt 100 milljónum þeg-
ar upp verður staðið,“ sagði Kristján.
Spástefna Stj órnunarfélagsins:
Þióðarsáttin stefnir sfeen
lögmálum markaðarins
- sagði Guðmundur Magnússon, prófessor
GUÐMUNDUR Magnússon, prófessor í viðskiptadeild Háskóla íslands
sagði á Spástefnu Stjórnunarfélags íslands á mánudag, að þjóðarsáttin
gengi þvert á lögmál markaðarins. Hann sagði markaðskerfið ekki gegna
hlutverki sínu ef verð á sumum vörum fengi ekki að hækka og aðrar
að lækka þannig að boð væru send til neytenda og framleiðenda um
hvað sé hagkvæmast að kaupa og selja hverju sinni.
Guðmundur sagði í erindi sínu að
þjóðarsátt þ.e. víðtækt samkomulag
milli aðila vinnumarkaðarsins, ann-
arra hagsmunasamtaka og ríkis-
stjórnar gæti komið að gagni um
stundarsakir. Þjóðarsátt á tímum
verðbólgu og efnahagsþrenginga
gæti slegið á væntingar um vaxandi
verðbólgu og veitt svigrúm til við-
námsaðgerða. „Hin svonefnda þjóð-
arsátt nú uppfyllir þessi skilyrði að
mörgu leyti. Hún hefur líka kostað
stundarfómir sem menn vonast til
að auki framtíðarhag. En hún hefur
líka kostað missætti með friðkaupum
við einn hóp á kostnað friðrofa við
annan hóp í þjóðfélaginu.“
Hann vék einnig að ríkisfjánnálum
í erindi sínu og sagði m.a.: „Æskileg-
ast væri að fjárlögin gæfu raunhæfa
mynd af stöðu ríkisfjármála hveiju
sinni þannig að þjóðarsátt væri reist
á raunhæfum forsendum í þeim efn-
um. Því miður eru fjárlögin feluleikur
í ýmsum atriðum. Hvort tveggja er
að freisting er fyrir fjármálaráðherra
að fresta eftir megni greiðslum þar
til eftir áramót til þess að koma vel
út í samanburði við fyrirrennara sína.
En það er ekki einungis halli á fjár-
lögum heldur eru utan fjárlaga mikl-
ar skuldbindingar sem koma munu
til greiðslu á næstu árum.“ Guð-
mundur nefndi sem dæmi vanreikn-
aða fjárþörf í fjárlagafrumvarpi svo
sem byggingasjóða og LIN, lífeyris-
skuldbindingar, áfallna vexti, skuldir
við sveitarfélög, skuldir vegna orku-
mála, skuldir vegna yfirtöku lána
Útvegsbankans, skuldir ýmissa
stofnana í B-hluta sem falla myndu
á ríkissjóð, ýmsar skuldbindingar
Hlutafjársjóðs, ýmsar ábyrgðir, sjóð-
ir sem settir hefðu verið á laggirnar
til að fela ríkisútgjöld, Þjóðarbók-
hlöðu og skuldbindingar Verðjöfnun-
arsjóðs fiskiðnaðarins.
„Þjóðarsáttin er afstætt hugtak
að því er varðar tekjuskiptingu í þjóð-
félaginu. Þannig felur hún í sér að
4,5% hækkun eins hóps er þjóðhættu-
leg en 68% hækkun annars hóps er
allt í lagi. Mér telst svo til að meðal-
laun sjómanna hafi hækkað um 25%
á tímum þjóðarsáttar og sumra
þeirra er sigla með aflann um 68%.
Þar að auki hafa nokkrir fengið tugi
milljóna við úthlutun kvóta. Þessar
hækkanir bera sem betur fer vott
um bættan efnahag þjóðarinnar. En
sýna jafnframt að það kraumar und-
ir þjóðarsáttinni."
i