Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 27

Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 27 Áfengisvarnaráð: Fimmta hver flaska af áfengi er viðbót Sala á bjór veldur mestu um aukningu MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi fréttatilkynning frá Afengisvarnaráði: í fyrra þegar áfengissala frá ÁTVR jókst um tæpan fjórðung eftir að sala bjórs var lögleyfð reyndu ýmsir að leyna því með því að telja hann ekki með öðru áfengi. Margir töldu líka að ekki væri fyllilega að marka þetta ár, nýja- brumið ylli stóraukinni neyslu. Nú virðast margir hafa gleymt þessum viðhorfum og árið í fyrra þykir tilvalið til viðmiðunar. Þá vill og gleymast að það eru litlar fréttir að dragi örlítið úr áfengisneyslu milli ára. Slíkt gerð- ist m.a. milli áranna 1987 og 1988 og var þá ekki seldur bjór hér lög- lega. Hitt er aftur á móti tíðindi að áfengissalan hefur aukist um 21,09% ef miðað er við 1988, síðasta bjórlausa árið. Og þetta gerist á sama tíma og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hvetur Evr- ópuþjóðir til að draga úr áfengis- neyslu um fjórðung til aldamóta. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 4. desember FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta IVIeðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 112,00 101,00 111,08 17,338 1.926.005 Þorskur(ósL) 61,00 61,00 61,00 0,014 854 Ýsa 93,00 93,00 93,00 0,203 18.879 Ýsa (ósl.) 140,00 117,00 120,72 1,014 122.410 Smáýsa (ósl.) 58,00 58,00 58,00 0,057 3.306 Karfi 49,00 47,'00 48,02 17,563 843.447 Ufsi 44,00 44,00 44,Ó0 0,377 16.588 Langa 70,00 70,00 70,00 0,815 57.050 Lúða 350,00 350,00 350,00 0,091 31.850 Skata 70,00 70,00 70,00 0,060 4.200 Skötuselur 157,00 140,00 147,81 0,381 56.315 Keila 49,00 49,00 49,00 17,563 843.447 Samtals 81,00 38,225 3.096.192 í dag veröur selt úr Drangavík ST. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 113,00 76,00 102,62 37,781 3.877.328 Þorskur(ósL) 95,00 50,00 77,67 3,028 235.198 Þorskursmár 89,00 89,00 89,00 1,473 131.098 Ýsa 131,00 90,00 99,18 12,833 1.282.799 Ýsa (ósl.) 124,00 90,00 106,62 .8,816 939.974 Karfi 48,00 44,00 44,10 ■ 6.830 301.238 Ufsi 49,00 20,00 47,26 51,537 2.435.714 Steinbftur 69,00 51,00 68,33 2,784 190.232 Langa 83,00 69,00 76,18 1.728 131.636 Lúöa 320,00 240,00 285,22 0,549 156.585 Skarkoli 55,00 53,00 53,75 0,547 29.399 Sólkoli 92,00 92,00 92,00 0,075 6.900 Blandað 50,00 47,00 47,90 0,572 27.399 Keila 42,00 42,00 42,00 0,259 10.878 Blandaö 47,00 12,00 39,38 0,193 7.600 Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,036 7.200 Hnísa 10,00 10,00 10,00 0,041 410 Lýsa 61,00 61,00 61,00 0,750 45.750 Undirmál 90,00 40,00 84,89 6,093 517.271 Samtals 320,00 10,00 75,96 135,927 10.324.608 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 146,00 50,00 97,18 36,542 3.550.608 Ýsa 136,00 80,00 117,24 0,326 986.214 Karfi 44,00 44,00 44,00 0,386 16.984 Ufsi 40,00 34,00 39,85 7,372 293.824 Steinbítur 62,00 62,00 62,00 0,897 55.626 Hlýri 57,00 57,00 57,00 0,037 2.109 Langa 73,00 28,00 66,69 1,303 86.892 Lúða 480,00 235,00 410,58 0,077 31.615 Skarkoli 88,00 88,00 88,00 0,054 4.752 Grálúða 57,00 57,00 57,00 0,028 1.596 Blálanga 58,00 58,00 58,00 0,187 10.846 Keila 50,00 34,00 44,13 0,576 25.419 Skata 100,00 100,00 100,00 0,170 17.000 Skötuselur 146,00 146,00 146,00 0,013 1.898 Lýsa 40,00 40,00 40,00 0,049 1.960 Samtals 90,63 56,020 5.077.343 Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur, 24. sept. - 3. des., dollarar hvert tonn , Morgunblaðið/Albert Kemp Olafur Laufdal veitingamaður ásamt samstarfsfólki sínu og starfs- fólki Hótel Austurlands. Ólafur Laufdal hefur hótel- rekstur á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði. HÓTEL Snekkjan á Fáskrúðsfirði hefur nú skipt um eigendur og nafn og heitir nú Hótel Austur- land. Olafur Laufdal efndi til samkeppni um nafn á hótelið og bárust yfir 100- Islensk söng’lög’ á hljómplötu ÚT ER komin hljómplata með söng Ágústu Ágústsdóttur, sópr- ansöngkonu við undirleik Agnes- ar Löve, píanóleikara. Á plötunni eru íslensk sönglög eftir Sigfús Einarsson, Þórarin Guð- mundsson, Ragnar H. Ragnar, Eyþór Stefánsson, Hallgrím Helgason og Skúla Halldórsson, en auk þess söng- lög eftir Grieg, Síbelíus og Sjöberg. Fermata annaðist upptökur staf- rænt, Korpus hf. sá um hönnun umslags, en skurður, pressun og prentun var í höndum Sonopress, Þýskalandi. Kaupfélag Dýrfirðinga og dóttur- fyrirtæki þess á Þingeyri styrktu útgáfu hljómplötunnar. Skífan hf. sér um dreifíngu. (Fréttatilkynning) nöfn frá um 50 aðilum og nefndu átta Hótel Austurland. Dregið var úr nöfnum þessara átta á föstudags- kvöldið þar sem nafn Jóns Finnboga- sonar var dregið út. Hlaut hann að verðlaunum helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur. Formlegur rekstur á hótelinu hófst 1. desember og hugmynd Ólafs er að reka hótelið af fullum krafti í vetur. Ásamt hótelinu hefur Ólafur tekið félagsheimilið Skrúð á leigu og ætlar sér að samnýta húsin í rekstrin- um sem hann telur mjög hagkvæmt. Ráðgerir hann að hafa samkomusal- inn opinn um helgar og vera þar með ýmsar uppákomur, en veitinga- salir verða opnir alla daga. í viðtali við Ólaf kom fram að honum líst mjög vel á að hefja hótelrekstur og sámkomuhald á Fáskrúðsfírði, finnst honum bæjarbúar taka sér vel. í hótelinu eru 20 rúm í 1 og 2 manna herbergjum en hótelið er sam- tals 700 fm og rúmar um 120 manns í sal. Hótelstýra hefur verið ráðin Hafdís Benediktsdóttir. Síðastliðinn föstudag bauð Ólafur öllum bæjarbúum á opnun hótelsins. Var vel veitt og aðsókn góð. Fyrsta opnunarkvöldið var sl. laugardags- kvöld og var því mjög vel tekið. Við eldamennskuna var Ólafur Reynis- son yfirmatsveinn Hótels íslands og hljómsveit Rúnars Þórs lék fyrir dansi um kvöldið. Var mikið fjöl- menni þar saman komið. - Albert. ■ BJÖRK Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar munu efna til útgáfutónleika á morgun, fimmtudaginn 6. desemb- er, í íslensku óperunni, klukkan 21. Tilefnið er útgáfa plötunnar Gling-gló. Lögin 12 á plötunni eru hljóðrituð á einni helgi í Stúdíó Sýrlandi með aðstoð Tómasar M. Tómassonar, sem einnig mun sjá um hljóðið á tónleikunum í ópe- runni. Á hljómdisknum eru tvö er- lend aukalög sem hljóðrituð voru í Ríkisútvarpinu, síðsumars, fyrir Djass Café, Ólafs Þórðarsonar. Lög- in eru öll úr safni íslenskrar dægur- tónlistar fyrri ára. Sören Ulrik Thomsen ■ NÚ ER staddur hér á landi danska ljóðskáldið Sören Ulrik Thomsen. Hann les úr verkum sínum í Norræna húsinu miðviku- daginn 5. des. kl. 20.30. Einnig munu Magnús Gezzon og Þórhall- ur Þórhallsson lesa úr nýrri bók, Líkama borgarinnar, En hún geymir þýðingar á ljóðum Sören Ulrik Thomsen og Michael Strunge. Sögusnældan gefur út. Aðgangur er ókeypis og öllum heimiil. ■ JASSHLJÓMSVEITIN Súld verður með útgáfutónleika í kvöld miðvikudaginn 5. des. á Tveimur vinum. Blúsmenn Andreu skemmta á blúskvöldi sem er fastur liður Tveggja vina á fimmtudags- kvöldið 6. des. Síðan skein sól skemmtir svo á föstudagskvöld. V erðlagsstofnun: Verð á rafgeymum kannað DAGANA 20. og 21. nóvember sl. gerði Verðlagsstofnun könnun á verði nokkurra algengra raf- geyma í fólksbíla. Könnunin byggðist á ákveðnum stöðlum þar sem miðað er við amp- erstundafjölda geymis og ytri mál hans. Þau fyrirtæki sem selja raf- geyma frá fleiri en einum framleið- anda selja samsvarandi geyma í flestum tilfellum á sama verði án tillits til framleiðanda. Þar sem verðið var mishátt eftir tegundum var lægsta verðið valið í könnun- inni. Könnunin var gerð hjá bílaum- boðum, verslunum olíufélaga og sérhæfðum rafgeymafyrirtækjum. í könnuninni var eingöngu kannað verð á svokölluðum sýrugeymum. Helstu niðurstöður könnunarinn- ar eru eftirfarandi samkvæmt frétt frá Verðiagsstofnun: Pólar rafgeymar, Einhólti 6, voru oftast með lægsta verð, eða á sex af þeim átta rafgeymum sem verð var kannað á. Bílanaust, Borgartúni 26, var oftast með hæsta verð, eða á fimm af þeim átta rafgeymum sem verð var kannað 'a. Mesti verðmunur í krónum sem fram kom, var 2.318 kr. á 70 amp- era geymi sem passar í flestar teg- undir fólksbíla. Geymir af þessari gerð kostar 7.918 kr. hjá Jöfri, Nýbýlavegi 2, Kópavogi þar sem hann er dýrastur, en 5.600 kr. hjá Pólar rafgeymum þar sem hann er ódýrastur. Mesti verðmunur í prósentum var á 55 ampera rafgeymi sem meðal annars passar í margar tegundir evrópskra bifreiða. Þessi geymir kostar 4.990 hjá Bifreiðum & land- búnaðarvélum, Suðurlandsbraut 14, en 7.172 kr. hjá Bílaumboðinu, Krókhálsi 1. Verðið á þessum geymi hjá Bílaumboðinu er því 44% hærra en hjá Bifreiðum og landbúnaðar- vélum. VERÐKONNUN A BILARAFGEYMUM Styrkur í amperstundum 45 amper 45 amper 50 amper 50 ampcr 55 amper 60 amper 60 amper 70 amper (lengd x breidd) 240x174 220x135 210x175 260x135 245x175 270x175 270x175 270x175 Passar í Volks- minni evrópska japanska ýmsa flestar Toyota flestar t.d. wagen japanska bílaaf bílaaf evrópska tegundir Mazda tegundir bíla millist. millist. bíla bifr. bifr. Bifr. og landb.vélar, 4490 Suðurlandsbr. 14 Bílanaust, Borgart. 26 6128 6074 5616 6256 5900 5945 5945 6984 Bílaumb., Krókhálsi 1 7172 Essóbúðin, Gelgjut. 5030 5495 5447 6257 Hekla, Laugav. 170-174 Jöfur, Nýbýlav. 2, Kóp. 5940 4799 7918 Olísbúðin, Vagnh. 13’ 5604 5386 6799 5645 6668 Pólar, Einholti 6 4900 4900 5100 5300 5600 4800 4800 5600 Rafgeymasalan, Dalshr. 1, Hf. 5345 5745 5745* 5745 5830 5830 6530 Skeljungsbúðin, Síðumúla 33 5300 5900 5636 5900 6754 Skorri, Bíldshöfða 12 ogLaugavegi 180 5500* 5300 5900 5300 5500 4900 5900 6800. Virkinn, Flatahrauni 23, Hf. 5515’ 5642 6798 5076* 5076* 6561 Hæsta verð 6128 6074 5940 6256 7172 5945 5945 7918 Lægsta verð 4900 4900 5100 5300 4990 4799 . 4800 5600 Mismunur í krónum 1228 1174 840 956 2182 1146 1145 2318 Mismunur í pósentum 25,1% 24,0% 16,5% 18,0% 43,7% 23,9% 23,9% 41,4% 'Vcittur er 5% staðgreiðsluafsláttur. 255 amper. J50 amper. '64 amper.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.