Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
29
Eyjafjarðarsveit:
Hundur hljóp eftir
hjálp er húsbóndi
hans lenti í slysi
Opnaði dyr o g komst inn í bæ
ALEX, 13 mánaða gamall hundur af English Springer Spaniel gerð,
hljóp eftir hjálp um eins kilómetra leið heim að Saurbæ í Eyjafjarðar-
sveit eftir að húsbóndi hans, Bergþór Asgrímsson, lenti út af vegin-
um þar aðfaranótt sunnudags. Hundurinn komst inn í bæ og þótti
heimafólki einkennilegt að hundur kæmi einsamall. Það var á leið
út að fylgja hundinum er að kom ungur piltur sem komið hafði að
slysstaðnum. Bergþór, sem er 25 ára slasaðist mikið, hann komst
til meðvitundar í gær, en hann liggur á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri.
Morgunblaðið/Ásgrlmur Ágústsson
Bergþór Ásgrímsson með hundinum sínum Axel. Myndin er tekin
fyrr í haust.
Bergþór var á leið frá Saurbæ,
þar sem unnusta hans býr og til
Akureyrar aðfaranótt sunnudags.
Bíll hans lenti út af veginum um
það bil kílómetra garlægð frá bæn-
um. Faðir hans, Asgrímur Ágústs-
son, ljósmyndari telur líklegt að
sprungið hafi á einum hjólbarðanna
með þessum afleiðingum.
Ásgrímur sagði að Alex, hefði
eftir slysið hlaupið heim að Saurbæ
þar sem hann opnaði dyr og komst
inn í bæinn. Fólkið hefði orðið undr-
andi að sjá ekki húsbónda með
hundi sínum, en áttaði sig fljótt á
að ekki var allt með felldu. Er fólk-
ið var komið út tilbúið að fylgja
hundinum kom að ungur piltur sem
einnig hafði verið á bænum um
kvöldið. Hann hafði farið af bæ
nokkru á eftir Bergþóri, en kom
fyrstur að slysstað.
„Bergþór hefur þjálfað hundinn
mikið og vel frá þvi hann fékk hann,
hvolp í fyrra. Þetta er feikilega
greind skepna og ég tel .að það
hafi fyrst og fremst verið vegna
þess hve góða þjálfun hann hlaut,
að hann hleypur af stað eftir hjálp-
inni,“ sagði Ásgrímur.
Bergþór kastaðist út úr bílnum,
hann var óbrotinn, en hlaut þungt
höfuðhögg og lamaðist vinstra
megin. Hann var meðvitundarlaus
þar til í gær og að sögn Ásgríms,
föður hans, var. hann að braggast.
Fyrirlestur
um sorg í kjöl-
far fötlunar
VALGERÐUR Magnúsdóttir, sál-
fræðingur flytur fyrirlestur á
fundi Samtaka um sorg og sorgar-
viðbrögð annað kvöld, fimmtu-
dagskvöld.
Fundurinn verður haldinn í Safn-
aðarheimilinu á Akureyri og hefst
hann kl. 20.30. í jyrirlestri sínum
mun Valgerður fjalla um sorg í kjöl-
far fötlunar.
Rétt ár er liðið frá því samtökin
voru stofnuð, en stofnfundur þeirr..
var haldinn 5. desember á síðasta
ári. Frá því samtökin hófu starfsemi
sína hefur verið stofnuð deild í Þing-
eyjarsýsiu og um síðustu lielgi fóru
aðilar frá samtökunum til Ólafsfjarð-
ar að beiðni heimamanna og kynntu
starfsemina, en þar í bæ er áhugi
fyrir að stofna deild innan félagsins.
Tónleikar
píanódeildar
Píanódeild Tónlistarskólans á
Akureyri heldur tónleika á sal skól-
ans í kvöld, miðvikudagskvöldið 5.
desember, kl. 20. Efnisskrá tónleik-
anna er íjölbreytt og verða m.a.
leikin verk eftir Bach, Bartok,
Chopin og Grieg. Aðgangur er
ókeypis og era allir velkomnir á
meðan húsrúm leyfir.
Akureyrarbær og Krossanes:
Kaup á 200 millj. hlutafé
samþykkt í bæjarstjórn
Halldór Jónsson bæjarstjóri var viðstaddur þegar foreldrafélagið
afhenti gjöfina. Hann fipaðist ekki þegar hann skaut fyrstur manna
að körfunni og skoraði.
Foreldrar gefa Síðu-
skóla körfuboltavöll
Foreldrafélag Síðuskóla af-
henti Akureyrarbæ formlega
að gjöf körfuboltavöll við skól-
ann í gær, en gjöfin var afhent
með þeim skilmálum að börn í
Síðuskóla hafi af vellinum not
og hann verði ekki fluttur frá
skólanum.
Fjóla Björgvinsdóttir, formaður
Foreldrafélagsins, afhenti körfu-
boltavöllinn formlega og sagði
m.a. við það tækifæri að með
þessu framtaki væri félagið að
minna á þá brýnu nauðsyn að ný
álma verði byggð við skólann sem
fyrst. „í skólanum eru veruleg
þrengsli og fjölgar nemendum ár
frá ári og teljum við að byggja
þurfi við skólann. Þessi gjöf er
táknræn um það að við berum hag
þessa skóla fyrir bijósti," sagði
Fjóla.
Halldór Jónsson bæjarstjóri tók
við gjöfinni og greindi frá því að
bæjarstjórn Akureyrar hefði þegar
samþykkt að hefja undirbúning
að framkvæmdum við 3. áfanga
Síðuskóla. Er bæjarstjóri hafði
þakkað gjöfina greip hann fimum
höndum um körfubolta og brást
ekki bogalistin því hann skoraði
körfu í fyrsta skoti.
Að lokinni athöfn við skólann
var efnt til kappleikja á vellinum.
FIMM aðilar sem ákveðið höfðu
að gerast hluthafar í Krossanesi
hf. eða höfðu gefið hlutafjárlof-
orð hafa lýst því yfir að þeim
muni ekki gerast hluthafar í
verksmiðjunni. Bæjarstjórn Ak-
ureyrar samþykkti á fundi sínum
í gær hvernig staðið verður að
200 milljóna króná hlutafjár-
framlagi bæjarins til fyrirtækis-
ins.
Samþykkt hefur verið að greiðsla
hlutafjárloforða Akureyrarbæjar og
reikningsuppgjör við Krossanes
miðist við I. apríl á þessu ári. Það
verður gert með þeim hætti, að
þegar hafa um 48 milljónir verið
greiddar, þá er gert ráð fyrir að
bærinn yfirtaki skuldbindingu sam-
kvæmt kaupleigusamningi við Fé-
fang upp á 96,2 milljónir, 10,6 millj-
ónum verði skuldajafnað við Akur-
eyrarbæ og að lokum að bærinn
gefi út skuldabréf til 10 ára, verð-
tryggt með 7,5% vöxtum að upphæð
rúmlega 45,1 milljón króna.
Akureyrarbær mun yfirtaka
skuldbindingar Krossanesverk-
smiðjunnar við Lífeyrissjóð starfs-
manna Akureyrarbæjar vegna
starfsmanna verksmiðjunnar eins
og þær stóðu í árslok í fyrra. Þá
var samþykkt að samkomulag á
miili bæjarins og Krossaness um
að komi til uppgreiðsla á kaupleigu-
samningi við Féfang fyrr en kveðið
er á um í samningum skiptist hún
jafnt á milli aðila.
Þá samþykkti bæjarstjórn að lýsa
yfir samþykki sínu varðandi yfirlýs-
Benedikt segist telja afar vara-
samt að taka svo mikilvæga ákvörð-
un á meðan formaður flokksins,
Pétur Valdimarsson er í útlöndum.
Þessi ákvörðun snerti starf flokks-
ins um land allt og hafi mikið að
segja um möguleika hans í fram-
tíðinni.
„Sú leið sem þeir hafa ákveðið
að fara er að minni hyggju mistök,
því bæði ég og fleiri höfðum kann-
að það að verulegur áhugi var í
hópi fólks sem stóð að stofnun Sam-
taka um jafnrétti og félagshyggju
og einnig er hópur fólks í Borgara-
flokki sem vill leita samstöðu í kjör-
ingar aðilanna fimm sem þátt höfðu
ætlað að taka í félaginu, en einnig
var ákveðið að leita samstarfs við
nýja hluthafa að fyrirtækinu.
dæminu og að lokum er til fólk sem
sagt hefur skilið við sína gömlu
alþingisflokka. Þarna er um að
ræða nokkurn hóp sem áhuga hefur
á að vinna saman á málefnalegum
grunni. Eini maðurinn úr okkar
hópi sem margítrekað hefur lýst
því yfir að hann vilji ekki eiga sam-
skipti við þetta fólk, er Árni Steinar
Jóhannsson. Þar af leiðandi álít ég
að framboð hans og félaga minna
fyrrverandi úr stjórn og varastjórn
sé bara klíkuframboð, sem verði að
skoðast sem sérframboð,“ sagði
Benedikt.
Benedikt Signrðarson um lista Þjóðarflokks:
Klíkuframboð sem telj-
ast verður sérframboð
BENEDIKT Sigurðarson, skólastjóri og fyrrverandi formaður kjördæ-
misstjórnar Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að
framboð fyrrum félaga hans úr stjórn og varasljórn flokksins í kjör-
dæminu sé klíkuframboð, sem verði að skoðast sem sérframboð. Bene-
dikt sagði af sér formennsku í kjölfar þess að tillögu hans um formleg-
ar viðræður við Samtök um jafnrétti og félagshyggju var hafnað.