Morgunblaðið - 05.12.1990, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
ATVINNUi! A'./ ÝSINGAR
Atvinnurekendur
Matvælafræðingur óskar eftir starfi á höfuð-
borgarsvæðinu.
Vinsamlegast leggið inn nöfn ykkar og síma-
númer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. des-
ember merkt: „R - 22".
Matreiðslumaður
Hótel Austurland, Fáskrúðsfirði, óskar eftir
að ráða hugmyndaríkan og góðan fagmann
með reynslu. Umsækjandi þarf að geta hafið
störf sem fyrst.
Upplýsingar hjá Ólafi Reynissyni í síma
687111 á milli kl. 17.00 og 20.00.
lii!
Ræstingar
- gangavarsla
Starfsmann vantar við ræstingar og ganga-
vörslu í Digranesskóla frá kl. 13.00-17.00.
Upplýsingar veitir húsvörður í síma 40179.
Skólafulltrúi.
Laus fulltrúastaða
Flensborgarskólinn óskar að ráða fulltrúa til
sérverkefna (aðallega bókhalds- og gjald-
kerastarfa) í hálft starf frá og með næstu
áramótum.
Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari
í síma 650400.
Umsóknarfrestur er til 15. desember.
Skólameistari.
Sendill
Unglingur óskast til sendilsstarfa á ritstjórn
Morgunblaðsins frá kl. 9.00-17.00 í vetur.
Upplýsingar á ritstjórn Morgunblaðsins,
2. hæð.
Verksmiðjustörf
Óskum eftir að ráða starfsmenn til verk-
smiðjustarfa.
Upplýsingar aðeins veittar á staðnum.
Glerborghf.,
Dalshrauni 5, Hafnarfirði.
RÍKISSPÍTALAR
Reyklaus vinnustaður frá 1. jan. 1991
Geðdeild Landspítala
Hjúkrunarf ræðingar - sjúkraliðar
athugið!
Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar á
deild 33C, móttökudeild á Landspítalalóð.
Starfshlutfall samkvæmt samkomulagi.
Morgun-, kvöld- og helgarvaktir (fastar næt-
urvaktir). Um er að ræða fjölbreytt og áhuga-
vert starf við mjög góða vinnuaðstöðu.
Skipulagður aðlögunartími. Einnig óskast
hjúkrunarfræðingur á göngudeild á Kleppi.
Starfshlutfall samkvæmt samkomulagi. Um
er að ræða dagvinnu að mestu en þátttaka
í kvöld- og bráðaþjónustu geðdeildar Land-
spítalans.
Hjúkrunarfræðingar í 100% starfi geta sótt
um íbúð á hagstæðum kjörum og við höfum
aðgang að mjög góðu barnaheimili.
Verið velkomin til frekari kynningar.
Upplýsingar gefur Nanna Jónasdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, í símum 602600 eða
602646.
Enskukennsla
Vegna forfalla vantar Flensborgarskólann
enskukennara í V^-^Ahluta starf á vorönn
1991.
Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari
í síma 650400 næstu daga.
Skólameistari.
Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
- sjúkraliðar
- starfsstúlkur
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga í 40-80%
vinnu, aðallega á kvöld- og helgarvaktir á
heilsugæslu- og hjúkrunardeildir. Einnig vant-
ar á stakar vaktir. Spennandi verkefni eru
framundan með tilkomu hjúkrunarskráningar.
Sjúkraliða
vantar til starfa 10. desember og í janúar í
100% starf á nýuppgerða hjúkrunardeild
með 24 vistmönnum.
Starfsstúlkur
óskast til aðhlynningar í fullt starf í desem-
ber og byrjun janúar. Einnig vantar starfs-
stúlkur til afleysinga.
Athygli er vakin á því, að Hrafnista rekur
barnaheimili fyrir starfsfólk.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, ída
Atladóttir, í síma 35262 og hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, Jónína Níelsen, í síma 689500.
KENNSLA
TILKYNNINGAR
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Framhaldsskólinn
á Húsavík
Innritun nýnema fyrir vorönn 1991 stendur yfir
til föstudagsins 7.12. nk. Við innritun skulu
nýnemar greiða staðfestingargjald kr. 1000.
Upplýsingar gefur áfangastjóri í síma
96-41344.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Húsnæði óskast
Skrifstofuhúsnæði óskast ca 50-60 fermetr-
ar, helst á jarðhæð, miðsvæðis í borginni.
Upplýsingar í síma 672988 og á kvöldin í
síma 31334.
TIL SÖIU
Verðbréfamarkaður -
útgáfa
Skráð firma fyrir verðbréfasölu og skylda
starfsemi, svo og skráð firma um útgáfu
fréttarits á tengdu sérsviði, eru til sölu.
Hvorugt firmað er nú starfandi.
Fyrirspurnir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Kaupsýsla - 8598.“
Hafnarfjarðarbær
- lóðaúthlutun
Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta
lóðum fyrir einbýlishús á Hvaleyrarholti.
Umsóknarfrestur er til þriðjudags 11. desem-
ber nk. Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu
bæjarverkfræðings, Strandgötu 6.
Bæjarverkfræðingur.
TILBOÐ - ÚTBOÐ
Stangaveiðimenn
Tilboð óskast í lax- og silungsveiði í Svartá
í Austur-Húnavatnssýslu ásamt veiðihúsi
næsta veiðitímabil.
Tilboðum skal skila til Ævars Þorsteinsson-
ar, Enni, 541 Blönduósi, fyrir 17. desember
nk., sem veitir allar nánari upplýsingar í síma
95-24319. Réttur áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Stjórn veiðifélags Blöndu og Svartár.
Skaðsemisábyrgð
Félag íslenskra iðnrekenda boðar til fundar
um skaðsemisábyrgð fimmtudaginn 6. des-
ember kl. 15.30 í ráðstefnusal A, Hótel Sögu.
Dagskrá:
Skaðsemisábyrgð:
- Arnljótur Björnsson, prófessor við Laga-
deild HÍ.
Skaðsemisábyrgð og vátryggingar:
- Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra tryggingafélaga.
Kaffihlé.
Lúganó-samingurinn, varnarþing og fulln-
usta dóma:
- Stefán Már Stefánsson, prófessor við
Lagadeild HÍ.
Umræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri verður Ólafur Davíðsson,
framkvæmdastjóri FÍI.
Þátttökugjald ber að tilkynna til skrifstofu FÍI
í síma 91-27577.
Aðgangur er ókeypis.