Morgunblaðið - 05.12.1990, Síða 32

Morgunblaðið - 05.12.1990, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 Verkalýðshreyfingin og lýðræðis- ást hinnar sjálfkjörnu forystu eftir Níels Alvin Níelsson 25. október sl. birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Þóri Karl Jónas- son, verkamann, þar sem hann velt- ir upp ýmsum merkilegum spurn- ingum varðandi stjórnarhætti og lýðræði í verkalýðsfélagi sínu, Dagsbrún. Hann kemur meðal ann- ars inn á hluti sem ég hef löngum gagnrýnt innan verkalýðshreyfing- 2 arinnar, eins og hið óvirka lýðræði, virkni hins almenna félaga og þaul- setu forystumanna í valdastólunum. í mörgum, ef ekki allflestum, verkalýðsfélögum, situr forysta sem heita má sjálfkjörin, sama fólkið skipar sömu stjórnarsætin árum og jafnvel áratugum saman. Það er síðan á valdi stjórnar að skipa í hinar og þessar nefndir og ráð (það er þó breytilegt eftir félögum, sum félög kjósa í hinar ýmsu nefndir á aðalfundum en þá oftast samkvæmt tillögu stjómar og er undantekning ef koma fram einhver andmæli) og má ganga út frá því sem vísu að þar setjist sama fólkið í þau sæti sem það hefur vermt undanfarin ár. Endurnýjun er í lágmarki, stöðn- unin er algjör. Hér má náttúrulega spyija að því hvers vegna hlutunum er svo fyrir komið. Er það vegna þess að verkalýðshreyfigin sé ólýð- ræðislega uppbyggð, vinnubrögð forystunnar vafasöm, eða liggur sökin hjá verkafólkinu sjálfu, vegna dræmrar þátttöku í starfí verka- lýðsfélaganna? Ég held að svarið liggi að einhvetju leyti í öllum þess- um þáttum. Athugum það nánar. I grein sinni segir Þórir Karl eftir Matthías Eggertsson í GATT-viðræðunum, sem nú eru á lokastigi, og samningum EB og EFTA um evrópskt markaðssvæði hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin megi ekki minnka hlut matvælaframleiðslu sinnar til eigin þarfa. Eins og málum er hátt- að framleiðir þjóðin aðeins um helming þeirra matvæla sem hún neytir, mælt í hitaeiningum, en flestar þjóðir framleiða mun hærra hlutfall af eigin neyslu. A hinn bóginn hefur verið bent á að aukið viðskiptafrelsi auki vel- megun, þar sem hvert land beini kröftum sínum að því að framleiða það sem það hefur best tök á út frá náttúrulegum skilyrðum og þekkingu. ísland er það norðariega á hnettinum að hér hlýtur margs konar matvælaframleiðsla að vera mun óhagkvæmari heldur en sunn- ar þar sem allur gróður vex hraðar og skilar meiri uppskeru, hvort sem það er gróður sem notaður er beint til manneldis eða handa búfé. Að vsu megi reikna með að einstaka vörutegund, svo sem nýmjólk, sé hentugt að framleiða innanlands, vegna þess að hún þurfi að vera fersk og nokkurra sólarhringa flutningur með skipi sé auk þess dýr. Þeim viðbárum að ótryggt sé að vera öðrum háður um mat er svarað þannig að þjóðin hafi upplif- að tvær heimsstyrjaldir á þessari öld og sloppið jafn vel eða betur frá þeim en aðrar þjóðir hvað aðgang að mat varðar, með allan sinn fisk. Niðurstaðan sé því sú að öryggis- þátturinn í matvælaframleiðslu inn- anlands vegi ekki mjög þungt og leyfa megi innflutning ýmissa mat- vælategunda sem hingað til hefur ekki verið Ieyfður eða mjög tak- markaður, gegn því að felldir verði m.a.: „Er það eðlilegt að í 4.000 manna félagi sé eining um alla stjórnarmenn félagsins, jafnvel í áratugi?“ Getur nú hver svarað sem honum sýnist en óneitanlega virðist ákveðið tregðulögmál vera að verki þegar kemur að endurnýjun stjórn- armanna Dagsbrúnar. Það hefur leitt til þess að mótframboð hefur verið ákveðið og er svo sem ekkeit við það að athuga. Hinsvegar vekur það furðu (og þó) að þegar aðstand- endur mótframboðsins, sem eru all- ir virkir félagar í Dagsbrún og hafa að öllum líkindum greitt sín félags- gjöld, fara fram á það við skrif- stofu félagsins að fá aðgang að félagaskrám, þá skuli því vera neit- að. Halldór Björnsson, varaformað- ur Dagsbrúnar, skýrir það svo að félagaskráin sé eingöngu til stuðn- ings sitjandi stjórn við uppstillingu framboðslista og við daglegt starf en viðurkennir í leiðinni að ekki sé til nein stoð fyrir því í lögum félags- ins að neita mótframboði um að- gang að skránni. Hann viðurkennir ennfremur að slíkt sé aðstöðumunur og segir það „fullkomlega eðlilegt" og má nú spyija um lýðræðisást varaformannsins. Annar hluti af þessu sama máli, þ.e.a.s. lýðræðis- umræðunni, er virkni félaganna sjálfra. Mæting á félagsfundi er ákaflega lítil og líklega má þar finna að einhveiju leyti orsök fyrir þeirri stöðu sem mörg verkalýðsfélög eru komin í. Það er orðið ansi alvarlegt mál þegar einungis 30 manns mæta á fund í 6-700 manna félagi og af þessum 30 manna hópi er kannski helmingur sitjandi í stjórn og trún- aðarmannaráði. Þessi þróun getur niður eða lækkaðir tollar erlendis á fískútflutníngi okkar. Gagnstæðum sjónarmiðum er einnig haldið fram. Þar er bent á að það sé fyrsta öryggiskrafa hverr- ar sjálfstæðrar þjóðar að vera sjálfri sér nóg um mat eftir því sem nátt- úruskilyrði leyfa. Eigin matvæla- framleiðsla er hluti af landvörnum hvers ríkis og varðveislu þjóðernis. Hugsanlegan aukakostnað við eigin matvælaöflun megi telja með öðrum tryggingakostnaði, sem einstakl- ingur og fyrirtæki taka á sig. Fólk tryggir sig gegn hvers kyns skakka- föllum og tekur á sig útgjöld vegna þess að eitthvað það er í húfi sem það vill veija sig gegn. Spyija má hvað það er í húfi sem þjóðin vill tryggja sig gegn með þvi að taka á sig aukakostnað af eigin matvælaframleiðslu. Eitt er það að matvælaframleiðsla í heiminum er engin föst óumbreytanleg stærð. Þessi framleiðsla hefur verið mikil og meiri en eftirspurn nú í um þijá áratugi en það er erfitt að gefa tryggingu fyrir því að hún verði það að þremur áratugum liðnum. Ymsar blikur um að svo verði ekki eru farnar að stíga upp á himininn. Þær heita gróðurhúsaáhrif, rányrkja, mengun o.fl. Gróðurhúsaáhrifin svokölluðu, eða m.ö.o. hækkun hita- stigs á jörðinni, hefur einkum tvenns konar óheillavænleg áhrif. Annars vegar gera þau stór svæði ónýtanleg sem nú eru notuð til ræktunar vegna þurrka og hita og hins vegar hækkar sjávarstaða og sjór flæðir yfir ræktunarlönd vegna bráðnunar jökulíss. Rányrkja veldur því að jarðvegur fýkur eða skolast burt og mengun hefur margs konar ill áhrif, ónýtir land til ræktunar, spillir grunnvatni, veldur súru regni og eyðir ózonlagi himinhvolfsins. Þá eru ónefndar þær náttúru- hamfarir sem við eigum yfir höfði okkar og ísienska þjóðin þekkir „Eg tel að almennt hafi verkafólk misst álit og traust á forystumönn- um ASÍ og VMSÍ vegna ósannfærandi fram- komu gagnvart at- vinnurekendum og ríkisvaldi.“ haft alvarlegar afleiðingar fyrir hreyfinguna og allt verkafólk. I fyrsta lagi er afar ólíklegt að nokk- ur andstaða komi fram gegn tillög- um stjórnar ef fylgismenn hennar í nefndum og ráðum skipa meiri- hluta á félagsfundum. Skiptir þá engu máli hversu óánægt verkafólk kann að vera. í öðru lagi getur sú þróun átt sér stað að forystumenn félagsins fari að líta á það sem „fé- lagið sitt“ og einfaldlega kæfa öll andmæli með yfirgangi, þekkingu og rökfími sem beitt er óspart til að sá eða þeir sem ekki sætta sig við stefnu félagsins fái sem háðu- legasta útreið. Þetta er náttúrulega varasamt. En þá er komið að því að við spyrjum okkur hvernig slík þróun geti átt sér stað. Hvað hefur orðið til þess að fólk sem í raun á að stjóma verkalýðshreyfingunni sýnir henni svo takmarkaðan áhuga sem raun ber vitni? Við þessari spurningu eru varla til einhlít svör en hluta svarsins má kannski fínna í þeirri þróun sem hefur átt sér stað innan hreyfingarinnar. Það sem áður var nokkuð virk fjölda- hreyfing er í dag orðin einskonar stofnun, miðstýrt skrifstofuvald „Eitt af því sem tryggir stöðu hverrar þjóðar er að ekki sé unnt að beita hana því vopni að hún hafi ekki mat handa þegnum sínum. Matar- vopnið er skæðast allra vopna.“ betur úr sögu sinni en margar aðr- ar þjóðir. Náttúrufræðingar eru farnir að átta sig þeim hættumerkjum sem á lofti eru, en hagfræðingar ekki eða treglega. A sama tíma og þannig horfir er áætlað að jarðarbúum fjölgi um u.þ.b. 85 milljónir á ári. Á móti því kemur að vænta má að farið verði að nota korn beint sem fæðu í meiri mæli en áður, en ekki sem fóður búfjár, og ýmsar framfarir séu framundan í erfðatækni sem með aðsetur í Reykjavík. Þar birtist ásjónan útávið okkur í andlitum þeirra hagfræðinga sem starfa á vegum ASÍ, þar sem kjörorðið er samflot og litlu félögin úti á Iandi eru_ bundin á klafa „þjóðarsáttar" ASÍ-forsetanna. Það mætti einnig nefna óhóflega yfirvinnu verka- fólks, sem ekki einungis eykur veik- inda- og slysatíðni landsmanna heldur stendur einnig í vegi fyrir því að verkafólki geti notað frítíma sinn til annars en hvíldar og heimil- isstaffa _ og geti mætt á félags- fundi. Ég er sannfærður um að takist að stytta vinnutíma lands- manna muni það skila ser í aukinni virkni verkalýðsfélaga. Ég tel að almennt hafi verkafólk misst álit og traust á forystumönn- um ASÍ og VMSÍ vegna ósannfær- andi framkomu gagnvart atvinnu- rekendum og ríkisvaldi, meðal ann- ars vegna setu þessara manna í bankaráðum og á Alþingi. Þarna komum við að því sem sumir vilja kalla „samtryggingu“, (sem er ákaflega dónalegt, ég er viss um að samningamakk fjórflokkanna á ASÍ-þingum um skiptingu mið- stjórnarsæta hefur ekkert með að gera hversu sáttfúsir allir eru þegar sest er við samningaborðið). í margra augum og þar á meðal mínum fer það einfaldlega ekki saman við hlutverk „leiðtoga verka- lýðsins" að sitja beggja vegna borðsins, semja um launakjör t.d. bankastarfsmanna og vera á sama tíma í bankaráði, æðsta ráði bank- ans. Þarna stangast hagsmunir nefnilega á, því hagsmunir atvinnu- nýtist til aukinnar matvælafram- leiðslu. Það er í eðli manna og þjóða að leitast við að tryggja stöðu sína. Oftast gerist það á friðsamlegan hátt en með beitingu hervalds þeg- ar verst gegnir. Eitt af því sem tryggir stöðu hverrar þjóðar er að ekki sé unnt að beita hana því vopni að hún hafi ekki mat handa þegnum sínum. Matarvopnið er skæðast allra voþna. Þegar Litháen lýsti yfir sjálfstæði beittu Sovétríkin því vopni að stöðva flutning matvæla og orku til landsins. Fyrir því urðu Litháar að beygja sig. Sovétríkin sjálf eru illa stödd um þessar mund- ir hvað varðar matvælaöflun og efnahag almennt. Þau hafa m.a. leitað til'Japana um aðstoð en Jap- anir hafa svarað því til að Sovétrík- in verði fyrst að skila japönskum eyjum sem þau lögðu undir sig í heimsstyijöldinni 1939-45, áður en til viðræðna um efnahagsaðstoð komi. Nú er spurning hvað skortur Sovétmanna einkum matarskortur, knýr þá til að gera. Það er vitað að margar tegundir matvæla sem nú er ekki leyft að flytja inn væri hægt að fá keyptar erlendis á mun lægra verði um þess- ar mundir heldur en það kostar að framleiða þær innanlands. Ef sá innflutningur yrði leyfður legðist mestur hluti íslensks landbúnaðar niður, verulegur hluti dreifbýlis legðist í eyði og verkkunnátta og staðþekking á náttúrufari víða um land tapaðist. Hér skulu öll tilfinn- ingaleg sjónarmið um menningarafl og annað í því sambandi látin liggja á milli hluta. Því verður hins vegar að svara hvort slíkt borgaði sig þegar til lengdar léti og hvort staða Islands sem fullvalda ríkis hefði hag af því. Höfundur er ritstjóri Búnaðarritsins Freys. Níels Alvin Níelsson rekenda geta aldrei verið þeir sömu og launafólks. Og þar með erum við komin inn á annað atriði sem minnst var á í grein Þóris Karls, en það er hinn ýmsi rekstur atvinnu- fyrirtækja sem ASÍ stendur fyrir eins og eignaraðildin að íslads- banka, Samvinnuferðum-Landsýn og annað af svipuðum toga. En það er önnur saga og verri. Að endingu vil ég nota tækifær- ið, án þess að vilja blanda mér sérs- taklega í málefni Dagsbrúnar enda ekki félagi þar, til þess að benda fólki á að verkalýðshreyfingin þarf eimitt fólk eins og Þóri Karl, vilji hún ekki stirðna upp og staðna með þeim afleiðingum að hreyfingin breytist (enn frekar en orðið er) í þá átt að fólkið sé til vegna hreyf- ingarinnar en ekki hreyfingin vegna fólksins, en það er viðhorf sem ég hef orðið var við. Ég vil þess vegna óska Þóri Karli og félögum góðs gengis í janúar næstkomandi. Höfundur er verkamaður. Steve Guttenberg og Jami Gertz í hlutverkum sínum. Háskólabíó sýnir mynd- ina „Ekki segja til mín“ HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Ekki segja til mín“. Með aðalhlutverk fara Steve Guntenberg, Jami Gertz og Shelley Long. Leikstjóri er Malcolm Mowbray. Gus er að ná sér eftir geislameð- ferð en við hana hefur hann misst allt hárið. Lizzie systur hans er mikið í mun að fá hann til að ger- ast virkur þátttakandi í lífinu á ný, einkum þó að finna stúlku við sitt hæfi. Lizzie skrifar ástarsögur og þykist vita allt um mannlegt eðli. Hún kynnist í gegnum starf sitt blaðakonunni Elise sem á að eiga viðtal við hana. Lizzie sér í hendi sér að þar sé komið hið vænsta konuefni fyrir bróður sinn. Efnir hún því til kvöldverðar fyrir Gus og Elise sem mistekst hrapallega. Það verður því að samkomulagi milii þeirra systkina að Gus dulbúi sig sem vélhjólahrotta og þykist vera frá Nýja-Sjálandi. Þau sjá svo til að fundum þeirra beri saman á mjög óvæntan hátt og eins og við var búist fellur Elise fyrir vélhjóla- garpinum. Öryggi í öflun matvæla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.