Morgunblaðið - 05.12.1990, Page 33
33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
ísland og Evrópu-
bandalagið
inga. Ég byggi þessa von mína á
eftir
Eggert Tryggvason
Það er ekki oft sem dönsku blöðin
láta svo lítið að segja fréttir af gömlu
nýlendu Dana í Norðurhöfum.
Mánudaginn 19. nóvember voru hins
vegar hvorki fleiri né færri en tvær
fréttir um ísland í því ágæta blaði
Politiken. Önnur var meira að segja
svo merkileg að hún náði alla leið á
forsíðu erlendra'frétta. í fréttinni
var vitnað í viðtal Morgunblaðsins
við - sovéska uppgjafanjósnarann
Gordíevskí um njósnir Rússa á ís-
landi. „Jæja, það var nú það,“ hugs-
aði ég og fletti áfram.
Það bar ekki eins mikið á síðari
fréttinni. Hún var stutt og með lítilli
og veimiltítulegri fyrirsögn. Fréttin
var hins vegar svo alvarleg að mér
hnykkti við: „Islandsk ja til EF.“
Nú legg ég alla aulafyndni til hlið-
ar. Þetta er stóralvarlegt mál. Ætlar
íslenska þjóðin virkilega að láta
glepjast af blekkingunni um gull og
græna skóga sem sumir telja að
leynist bak við læstar dyr EB?
íslenskir stjórnmálamenn hafa
sýnt það margoft og sannað að yfir-
lýsingar þeirra eru ekki alltaf mikils
virði og stóru orðin ekkert annað
en „reddingar“ í því eilífðarþrasi um
dægurmál sem íslensk stjómmál
snúast um. Nýjasta og skýrasta
dæmið er álmálið þar sem yfirlýsing-
ar ráðherra, þar á meðal forsætis-
ráðherra, vöktu vonir hjá okkur eyf-
irskum sveitamönnum. Þessar yfir-
lýsingar urðu hins vegar að engu
þegar erlendu samningamennimir
settu fram kröfur sínar. Ég tek því
þess vegna með fýrirvara þegar for-
sætisráðherra lýsti því yfir að hann
muni aldrei styðja inngöngu íslands
í Evrópubandalagið.
Þegar ég sé hins vegar að skoð-
anakönnun íslenska ríkissjónvarps-
ins hafi leitt í ljós að 57,2% þeirra,
sem afstöðu tóku, séu fylgjandi að-
ild íslendinga að EB, ef frændur
okkar Norðmenn og Svíar gerast
aðilar, fínnst mér illt í efni. Ég vona
að þessi afstaða sé á misskilningi
byggð á sama hátt og andstaða út-
lendinga gegn hvalveiðum íslend-
því hve takmörkuð umræða um
málefni Evrópubandalagsins hefur
verið.
A því leikur lítill vafi að fyrrnefnd-
ar frændþjóðir okkar verða innan
tíðar orðnar að tveimur stjörnum í
fána Evrópubandalagsins, sem
minnir gransamlega mikið á fána
Bandaríkja Norður-Ameríku. Þar
eru stjömurnar að vísu 52 en í fána
Bandaríkjá Evrópu aðeins 12 — enn
sem komið er. Þetta uggvænlega
fyrirbæri, Evrópubandalagið EB,
verður nefnilega ekkert annað en
Bandaríki Evrópu innan fárra ára.
Það er undarlegt — að ekki sé sagt
óskiljanlegt — að á sama tíma og
þjóðir í austri eru að vakna af löng-
um dásvefni kúgunar og ofstjómar
þá skuli þjóðir í Vestur-Evrópu kepp-
ast við að skipa sér undir eina yfír-
stjóm og afsala sér þjóðréttindum
sínum. „Meiri miðstýring" virðist
vera kjörorð Evrópubandalagsins.
Miðstýring hefur hingað til verið
bannorð eða blótsyrði á íslandi til
þessa.
Hugmyndin með Efnahagsbanda-
lagi Evrópu var að ýmsu leyti góð
í upphafí: að brjóta niður tollmúra
og opna fyrir streymi fjármagns og
mannafla milli landa. Þegar þetta
bákn er hins vegar farið að skipta
sér af því hversu stór hluti efnis í
danska sjónvarpinu er gert í Dan-
mörku, finnst mér nóg komið — og
það finnst mörgum Dönum líka.
Sumum fínnst það ef til vill í lagi
að landamæri hverfi, ekki aðeins í
efnahagslegu tilliti heldur einnig
hvað varðar menningu þjóða og
ákvörðunarrétt. Þeir sem óska inn-
göngu íslendinga í EB vilja ef til
vill losa íslenska stjórnmálamenn
undan því erfiða verkefni að sam-
þykkja fjárlög og senda heldur fram-
varp til íslenskra fjárlaga ti Brass-
el. Þeir yrðu ef til vill fegnir í fyrstu.
Þegar ég tala við Færeyinga,
frændur mina og vini, ber sjálfstæð-
ismál oft á góma. Auðvitað vilja
ekki allir Færeyingar slíta stjóm-
málasambandi við Dani, allra síst
eins og ástandið þar í landi er nú.
En þeir sem eru fylgjandi sambands-
„Sú kemur tíð að þetta
nátttröll sem Evrópu-
bandalagið er hefur
þörf fyrir fiskinn okkar
og fyrir orkuna okkar.
Þá skulum við sjá til
hvort við höfum enn
eitthvað aflögu handa
þeim. En engin ör-
þrifaráð eða neyðarúr-
ræði þangað til.“
slitum tala ævinlega um hversu mik-
ið þeir öfunda okkur íslendinga og
virða okkur fýrir það sem við þorðum
að gera. Með Færeyingum býr sterk
fijóðerniskennd. Það upplifði ég á
Olafsvöku í sumar. En þeir hafa
hins vegar ekki það sem við höfum,
sjálfstæðið.
Fyrir mér er sjálfstæði afar mik-
ils virði. Varðveisla tungunnar, Is-
lendingasögumar, fornkvæðin og
bókmenntimar og saga þjóðarinnar
fylla mig stolti eins og marga aðra.
Þessir þættir verða hins vegar lítils
virði ef ekki fylgir efnahagslegt
sjálfstæði. Þetta efnahagslega sjálf-
stæði verður það fyrsta sem við töp-
um með inngöngu í EB. Ég er ekki
svo hræddur um að börnin í „íslands-
hreppi" komi ekki til með að tala
íslensku enn um sinn því sennilega
verður það fyrst og fremst fólk af
hinum íslenska ættbálki sem byggja
mun landið og þiggja laun í ECU-
mynt fýrir daglaunavinnu sína í
frystihúsum ALDI-keðjunnar. Ég
hef líka trú á því að þjálfari hand-
knattleiksliðs Evrópu velji einn úr
„íslandshreppi“ í liðið. Allt þetta
verður hins vegar einskis virði án
efnahagslegs sjálfstæðis.
Ég er í þeim flokki sem er fylgj-
andi því að markaðsöflin ráði mestu
um hvaða fyrirtæki lifa og deyja í
atvinnulífínu. Ég tel líka nauðsyn-
legt að þessi öfl hafi veruleg áhrif
á þróun byggðastefnu á Islandi og
að þar þurfi að láta skynsemina ráða
í auknum mæli. Þegar ég hins vegar
sé fyrir mér að íslenskur fiskiðnaður
verður keyptur upp af erlendum fyr-
irtækjum og „íslandshreppur" verð-
ur ekki annað en verstöð fyrir
Bandaríki Evrópu, þá bera tilfinn-
ingar mínar markaðshyggjuna ofur-
liði.
Það sem alla tíð hefur verið kjarn-
inn í umræðunni á íslandi um aðild
að Evrópubandalaginu er umráða-
rétturinn yfir fiskimiðunum. Það
verður að teljast eðlilegt þar sem
fiskurinn og fiskveiðarnar og fisk-
iðnaðurinn er lífsbjörg okkar og jafn-
framt það sein Evrópubandalagið
sækist eftir. Nú segja sumir að við
getum fengið að vera nieð í leiknum
án þess að afsala okkur öllu þessu.
Þetta finnst sumum stjórnmála-
mönnum harla gott og mikið hefur
verið reynt til þess að ná samningum
um slíkt. Ekki þótti það heldur ama-
legt þegar Mitterrand Frakklands-
forseti sagði að það gæti bara vel
verið að við fengjum að vera með í
sandkassaleiknum enda þótt við vild-
um ekki lána hiniim krökkunum
skófluna okkar.
Ég held að við fengjum ekki að
vera svona „súkkat" ýkja lengi í
þessum leik. Auk þess vil ég ekki
að íslendingar verði neitt „súkkat".
Ekki bara vegna þess að það særir
þjóðarstolt mitt, sem ég viðurkenni
að hafa í ríkum mæli, heldur af því
að ég veit að slíkar reglur fengju
ekki að vera í friði fyrir hinu almátt-
uga þingi Evrópubandalagsins þar
sem fulltrúi íslendinga væri eins og
krækiber í h..víti. Það er hins vegar
ekkert á móti því að við reynum að
ná samningum um sölu á íslenskum
fiski.
Ekki er ég ávallt sammála Marg-
aret Tatcher. Hún þorir hins vegar
að halda við skoðun sína og standa
á sínu, þar á meðal afstöðunni til
EB. Bretar eru að vísu aðilar að EB,
en þegar farið er að tala um að
leggja breska pundið niður, finpst
kellu nóg komið. Vel má vera að
þessi skoðun hennar kosti hana
pólitískt líf hennar — og hætt er við »
að íslenskir stjórnmálamenn beygi
sig frekar en að hætta á að brotna.
Það skiptir miklu máli að halda vinn-
unni.
Við eigum að halda okkur utan
EB. Norðmenn og Svíar eru á leið
inn af því að þeir telja sig ekki eiga
annarra kosta völ. Þeir halda, eins
og margir aðrir, að efnahagslíf
þeirra hrynji til grunna ef þeir era
ekki með í leiknum. „Panik“ heitir
þetta á dönsku og sennilega mætti
nota íslenska orðið örþrifaráð eða
neyðarárræði um þetta fyrirbæri í
sálinni.
Við höfðum kjark til að rífa okkur
lausa frá Dönum og sjáum ástæðu
til þes sað minnast þess tvisvar á
ári. Nú ríður á að þora að varðveita
þetta sjálfstæði. Vel má vera að
Bandaríki Evrópu geri fisksölu okk-
ar erfiðari með háum tollum. En
margir verða um boðið. Ég er þess
líka fullviss að sú kemur tíð að þetta
nátttröll sem Evrópubandalagið er
hefur þörf fyrir fiskinn okkar og
fyrir orkuna okkar. Þá skulum við
sjá til hvort við höfum enn eitthvað
aflögu handa þeim. En engin ör-
þrifaráð eða neyðarúrræði þangað
til.
Álaborg, 20. nóvember 1990
Höfundur er nemandi í _
rekstrarverkfræði viðÁIborg
Universitetscenter.
/ /
Vegna breytinga
seljum við sýningarinnréttingar
með miklnm atslætti.
ELDHUSHORNIÐ,
Suðurlandsbraut 20, sími 84090.
Þú getur ennþá siegist i hóp
þeirra þúsunda íslendinga sem hafa keypt
LÍ FTR YGGIIMGAFÉLAG
W
MEÐ VATRYGGINGAFELAG ISLANDS HF. AÐ BAKHJARLI
ÁRMÚU 3, SÍMl: 60 50 60, PÓSTHÓIF 8600, 128 REYKiAVÍK