Morgunblaðið - 05.12.1990, Page 35

Morgunblaðið - 05.12.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 35 SÁÁ veit um hvað málið snýst - sem betur fer eftir Guðmund Örn Ingólfsson Alveg blöskrar mér þegar ég les greinar eða hlýði á mál hinna svo- kölluðu bindindismanna þessa lands. Það er sami vællinn ár út og ár inn og boðskapurinn allur á einn veg; — áfengis- óg vímuefna- bölið sé voðalegt, auka verði for- varnir og draga úr neyslu — helst að banna allt heila klabbið. Og auð- vitað er bölið hræðilegt hjá mörg- um. En boð, bönn og predikarnir er svo annað mál. Því er til að svara að allt hefur það verið reynt — bönn hafa verið reynd og lítið komið út úr þeim af skynsamlegu viti. Nefndir hafa ver- ið stofnaðar og haft það að mark- miði að draga úr böli vímunnar. Ekkert markvert hefur gerst, utan að stofnuð var nefnd, og flestir nefndarmanna töluðu varla mál fólksins í landinu. Yfirleitt hefur okkur íslendingum verið boðið upp á hálf-vemmilega helgislepju þegar kemur að því sem a.m.k. „áhuga- manna“nefndir láta frá sér fara og ber málflutningur þeirra oftar en ekki með sér að þar fara menn sem hafa sáralitla persónulega reynslu af þessum hlutum og vita hreint ekki hvar ætti helst að bera niður á raunhæfan, nútímalegan hátt. Þetta er svo sem í ágætu lagi, ef þeir hefðu ekki alla tíð hæst og fylltu mann algeru vonleysi um að eitthvað verði gert af viti og í góð- um tengslum við þessa þjóð sem þetta land byggir. Hér þjóta, alltaf öðru hveiju, fram á ritvöllinn, menn sem lykta langar leiðir ýmist af ofstæki eða heimsfrelsunarkomplexum og tala alls ekki til þeirra sem heyra þyrftu, þ.e. áhættuhópa og aðstandenda vímuefnaneytenda. — Það þýðir ekkert að berja hausnum við títtnefndan stein til eilífðarnóns og halda að hægt sé að segja fólki í eitt skipti fyrir öll að „vera nú ekki að drekka" eða „að vera nú ekki að fikta með vond efni“. Staðreynd- in er sú að slík tilmæli hafa oftast lítið upp á sig því mannskepnan er forvitin og menn vilja einfaldlega drekka — allavega svona í byijun. Þeim fínnst þetta gott og gaman. Og þá skiptir engu hvað einhverjir velmeinandi bindindisfrömuðir kunna að hafa til málanna að leggja. Á þá er e.t.v. hlustað þegar í óefni er komið og allt er í kalda koli. Eða hvenær hafa t.d. foreldrar getað sannfært börn sín í ljósi eigin reynslu, svo þau fari ekki að feta í óheppileg æskufótspor foreldr- anna? Aldrei! Fólk vill brenna sig sjálft og það mun það halda áfram að gera og við því verður sáralítið gert. Nei, við þurfum á raunhæfum forvörnum að halda, raunhæfri fræðslu til sem flestra og raunhæf- um viðbrögðum þegar siglt hefur verið í strand í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Að mínu viti hefur nefndarstarf, heimsóknir bindindismanna, kannsku einu sinni á ári í skólana, haft lítið að segja, enda virðist mér að öll setning markmiða í sambandi við forvarnir hafi nú farið sisona fyrir ofan garð og neðan jafnt hjá því opinbera sem ýmsum bindindishreyfingum. Vel getur það hafa farið fram hjá mér, en hvergi hef ég séð neitt um t.d. það markmið að selja minna áfengi; hvergi neitt gert skipulega í því að fræða skólakrakka í lengri tíma, með verkefnavinnslu og reglubundinni fræðslu, engin for- eldrasamtök hef ég heyrt um í skól- um sem hafi sett vímuefnavarnir á oddinn og engar nefndir né bindind- ishreyfingar sem koma fram í takt við tímann með nútímalegum starfsaðferðum. Ég hef satt að segja ekkert séð Guðmundur Örn Ingólfsson „Mergurinn málsins, þegar komið er að vímuefnavandanum er þessi: við þurfum for- varnir þar sem mark- miðin eru skýr og árangur mælanlegur.“ af viti gert í þessum efnum nema það sem kemur frá SÁÁ. Þar er þó hægt að fá nokkuð ítarlegt nám- skeið um þessi mál, þar er hægt að komast í meðferð sem hefur verið aðlöguð að því sem er að ger- ast í nútímanum og þar er tekið af jarðbundnu nútímaraunsæi á þörfum jafnt sjúklinganna sem og fjölskyldna þeirra, þar er hægt að fá viðtöl við þjálfaða starfsmenn án þess að hafa á tilfinningunni að maður sé lentur inni á stofnun og í kerfisbatteríi. — Stundum heyrast raddir sem halda því fram að meðferðarstofn- anir SAÁ séu bara fyrir sí-innlagða einstaklinga. Þessu má alfarið vísa á bug og sýna allar nýjustu tölur úr þeim herbúðum að slik tal er ijarstæða. Árlega koma inn hundr- uð fólks sem aldrei hafa farið í meðferð. Hins vegar verður að segj- ast eins og satt er að til eru marg- ir einstaklingar sem þurfa að leita aftur og aftur til SÁÁ í viðureign- inni við sinn vanda. En hvers vegna er það svona mikið mál? Allir aðrir sjúklingar geta lagst inn aftur og aftur á sínar viðeigandi sjúkrastofn- anir sé þess þörf. Hveijum dytti t.d. í hug að amast við þriðju inn- lögn kransæðasjúklings svo dæmi sé nefnt? Hverjir rísa þá upp og hrópa hástöfum að ho'num hefði verið nær að borða ekki svona mikla fitu, hætta fyrr að reykja og hreyfa sig meira? Engir. Þá erum við ekk- ert nema elskulegheitin. Enda er ekkert við því að segja. Ég vil bara að þeir sem skaðast af áfengi og öðrum vímuefnum sitji við sama borð og aðrir sjúklingar. En þetta var útúrdúr. Mergurinn málsins, þegar komið er að vímuefnavandan- um, er þessi: við þurfum forvarnir þar sem markmiðin eru skýr og árangur mælanlegur og þangað til við höfum náð einhverjum árangri á þeim vettvangi er okkur hollt að minnast þess hvernig komið væri fyrir þúsundum einstaklinga og fjöl- skyldna þeirra, ef ekki væri til SÁÁ. Nefndir eða ekki nefndir, ályktanir eða ekki ályktanir, draumsýnir um að fólk hætti skyndilega að vilja fikta við þessi efni — ekkert af þessu hefur hingað til gagnast neinum þegar til kast- anna kemur. Þar hafa þessi þróttmiklu áhuga- mannasamtök SÁÁ hins vegar komið inn og bjargað því sem bjarg- að verður. Væri nú ekki ráð að virkja SÁÁ til að auka enn við starf sitt og þær forvarnir sem þar eru þegar unnar t.d. í fjölskyldudeild og víða um land, koma á fót for- varnadeild þar sem byggt yrði á raunhæfri vitneskju þeirra sem í eldlínunni standa, í stað sjálfskip- aðra bindindisfrömuða með ósk- hyggjuna eina að leiðarljósi; of- stæki, þekkingarskort og vandlæt- ingu drúpandi úr hverjum penna? Ja, ég bara spyr - höfum við efni á að hika í baráttunni? Iíöfundur er fulltrúi og hefur lengi starfað að áfengis- og vímuefnamálum. STJÖRNUKORT Falleg og persónuleg jólagjöf Persónulýsing: Fjallar um grunneðli, tilfinningar, hugs- un, ást, samskipti, vinnu o.fl. Bent er á hæfileika og veik- leika. Framtíðarkort: „Persónulegt veðurkort", fjallar um hæðir og lægðir í lífi þínu, hvað beri að forðast og hvað sé æski- legt. Nýtt í kortinu er ársyfirlit á einni síðu. Sendum samdægurs í póstkröfu. Guimlaugur Guómundsson Stjömuspekistöðin Aðalstræti 9, sími 91-10377 Miðbæjarmarkaði. PERSÓNULÝSING FRAMTÍÐARKORT 12 MÁNUDIR JL III* ASEA BROWN BOVERI RAFVERKTAKAR - RAFVIRKJAR Eigum fyrirliggjandi greinitöflur og töflu- efni fró ABB STDTZ KONTAKT STOTZ i Vatnagorúum 10, 124 Reykjavík, Símar 685854/685BS5. E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 með minni Reykjavik: Penninn, Hallarmúla, Kringlunni, Austurstræti. 0 Frábær vél á einstöku verði 0 Strimill og skýrt Ijósaborð 0 Svart og rautt letur 0 Stærð: 210x290x80 mm mm m ® ibico REIKNIVELAR ERU ÓRÝRARI OG BETRI íbÍCO 1232 0 12 stafa reiknivél Glæsileg v-þýsk eldhúsraftæki, samræmt útlit. Vara í hæsta gæðaflokki á góðu verði. Útsölustaðir um land allt. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 — S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.