Morgunblaðið - 05.12.1990, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.12.1990, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 39 Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Vel má það vera satt, í það minnsta er þetta tilraun til að út- skýra og vissulega voru guðirnir örlátir á glæstar gáfur Hirti til handa. En þótt skilningur okkar sé tak- markaður á lífi og dauða, hefur okkur hlotnast sá lærdómur sem lengra dregur, að allt sem við þiggj- um í lifanda lífi það þiggjum við frá guði og í þeirri trú hljótum við líkn með þraut. Foreldrum Hjartar, unnustu hans og dóttur, systkinum og öðrum nákomnum vottum við djúpa sam- úð. Hirti Oddssyni vottum virðingu og þökk. Far hann í friði. Hrafnhildur og Jón Hilmar Ég hitti Hjört fyrst fyrir rúmum fjórum árum. Þá bjuggu hann og Sigga vinkona mín í Barmahlíðinni. Mér féll strax vel við Hjört. Það var alltaf gaman að koma til Siggu og Hjartar, hlusta á fallega tónlist og ræða um lífið og tilveruna. Það kom fljótt í ljós að ég og Hjörtur vorum ósammála á mörgum sviðum lífsins. En mig langaði að eignast Hjört fyrir vin vegna þess að hann var svo heill og sterkur. Laus við alla yfirborðsmennsku og umfram allt var hann mikill húmoristi. Þó ég hafi hvorki þekkt Hjört lengi né náið þá eignaðist ég( í honum vin. Vin sem ég gat treyst og sótt styrk í þrátt fyrir hans erfiðu veikindi. Mér leið alltaf vel í návist Hjartar. Þó svo Hjörtur og Sigga ættu í þessari erfiðu baráttu við veikindi Hjartar þá veittu þau mér ávallt styrk, birtu og gleði. Það var stutt í hlátur hjá þeim báðum og við átt- um góðar stundir saman sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna framtíð. Hjörtur og Sigga voru glæsilegt fólk og framtíðin blasti við þeim og Hrafnhildi, en svo veiktist Hjört- ur. Ég dáðist að því hve þau öll þijú voru sterk í þessari erfiðu glímu við dauðann. Sigga stóð allan tímann við hlið Hjartar og barðist með honum. Hjörtur glataði aldrei reisn sinni og styrk þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve veikur Hjörtur var vegna þess að hann bar sig alltaf svo vel. Gat hlegið og verið glaður. Ég var alltaf viss um að hann mundi lifa, sigrast á þessum erfiða sjúk- dómi. Glæsilegur ungur maður sem hafði alla möguleika til að skapa sér og sínum glæsta framtíð. Það er svo erfitt að sætta sig við hve dauðinn er óvæginn. Dauðinn spyr ekki að neinu, hann kemur og tekur burtséð frá öllum aðstæðum. Ljóðið Einþáttungur eftir Stefán Sigurkarlsson fjallar um dauðann og það er eins og það hafi verið ort til Hjartar. Gott kvöld, sagði dauðinn. Má ég spyija um aldur? Svona ungur, já svona ungur? Nokkuð smeykur, á ég að opna glugga? Stétt og staða? Glæsilegt! Glæsilegt! Og fjölskyldan ... og tvö böm? . indælt er það. Eignir? Nú það er naumast! Hægan, hægan - nú skal ég sækja glas af vatni. - Og heilsan? Stórkostlegt! Eigum við þá að koma? (Úr ljóðabókinni Skuggar vindsins e. Stefán Sigurkarlsson.) Þegar Sigga las ljóðið fyrir Hjört tók hann það til sín sem það væri ort til hans. Vegna þess að Hjörtur var afar raunsær maður og leit ekki á dauðann sem huggun eða lausn. Ég votta Siggu, Hrafnhildi, for- eldrum Hjartar og systkinum mína innilegustu samúð í sorg þeirra. Ég vona að tíminn lini þá þjáningu sem dauði Hjartar hefur í för með sér. Nína Geirsdóttir Ég sit við gluggann og stari út í rökkrið og finn fyrir trega þegar hugurinn reikar til þess tíma er ég var barn í sveitinni. í litla sveita- þorpinu þar sem öll börnin voru sem einn stór systkinahópur. Þeirra daga sem byggðu grunninn að lífinu sem framundan var og börnin, sem gáfu hvort öðru hlutdeild í tilveru sinni, lifðu fyrir hvort annað. Nú þegar ég sit hér við gluggann og hugsa til baka svífa um huga mér myndir. Myndir af ungum dreng svo björtum og hlýjum, svo fullum af orku, krafti og hreysti. Hjörtur, æskuvinur sem vann sér sess í hjarta mér á æsku- og ungl- ingsárum er horfinn úr þessu lífi. Horfinn líkt og sólin er hún hverfur handan sjóndeildarhringsins. En ólíkt sólinni, sem kemur aftur til okkar, kemur hann ekki aftur held- ur hverfum við til hans þegar okkar tími kemur. Seinna, á unglingsárunum þegar lífíð snerist um íþróttir, aðallega körfubolta og sund, var ekki að sjá að neitt gæti stöðvað þennan líflega ungling. Ungan dreng sem þá þeg- ar hafði tekið þá ákvörðun að verða læknir. Þannig var Hjörtur þegar ég sá hann síðast ög þannig mun ég ávallt minnast hans. Með þessum fáu orðum, sem eru kveðja mín til æskuvinar, vil ég þakka fyrir þær minningar sem ég á. Minningar um bjartan og hlýjan dreng, Hjört. Fjölskyldu hans og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Rósa Halldórsdóttir Við vorum þrír systrasynimir sem fæddumst sumarið 1962. Nú er mikið skarð höggvið í okkar stóra frændgarð. Hjörtur Oddsson ólst upp á Hvanneyri í Borgarfirði. Foreldrar hans eru Soffía Ágústsdóttir og Oddur Rúnar Hjartarson, dýra- læknir. Að loknu grunnskólaprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði lá leiðin hans um Menntaskólann í Hamra- hlíð og loks í læknadeild Háskóla Íslands. Hann stóð sig ávallt mjög vel í námi sínu og sömu sögu má segja um þær íþróttagreinar sem hann stundaði. Á yngri árum æfði hann sund með ungmennafélaginu íslendingi og eftir að hann kom til náms í Reykjavík lék hann körfu- bolta með úrvalsdeildarliði íþrótta- félags Reykjavíkur. Hjörtur barðist í rúm fjögur ár við þann sjúkdóm sem nú hefur sigrað hann. „Tölfræðilegar líkur á fullum bata eru ekki miklar,“ sagði hann mér eitt sinn er ég heimsótti hann, en samt var ekki bilbug á honum að finna. Ákveðið skap, ein- beitni og létt lund einkenndi Hjört. Það er einmitt þetta lundarfar sem gerði honum kleift að ljúka læknis- prófi samfara veikindum sínum. Langvarandi veikindi hafa vitan- lega mikil áhrif á skapfestu og vilja- styrk en þá voru það nánustu að- standendur hans sem í sameiningu héldu uppi þeim viljastyrk sem þurfti til að vinna þær orrustur sem veikindum þessum fylgja. „Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir.“ (Hannes Pétursson.) Erfitt er að sætta sig við þessi málalok. Það er sárt að tapa þessu stríði eftir að hafa unnið svo marg- ar orrustur. Sigurður Ólafsson 24. júní 1989 var fallegur sól- skinsdagur. Lokapróf í læknisfræði voru að baki, langþráðu takmarki var náð. Við hlökkuðum öll til að takast á við þau verkefni sem biðu okkar, gengum út í sólina og ekk- ert skyggði á. Nú hefur dimmt yfir. Einn okkar besti félagi og skólabróðir er fallinn frá. Þegar við skólasyStkinin setjumst hérna niður og hugsum um Hjört kemur margt upp í hugann. Mann- kostir hans voru miklir. Hjörtur var hár og myndarlegur, ljós yfirlitum, hafði sterkan persónuleika, góða kímnigáfu og var frábær námsmað- ur. Þrátt fyrir erfið veikindi lauk hann öllum sínum prófum í lækna- deild af miklum dugnaði og var ávallt meðal efstu manna. Hann hafði trausta og hlýja framkomu og ávann sér virðingu meðal félaga og annarra sem til hans þekktu. Haustið 1986 veiktist Hjörtur af hvítblæði. Við tóku íjögur erfið ár. Hann mátti þola erfiða meðferð með öllum þeim aukaverkunum sem slíkri meðferð fylgja. Síðustu vik- urnar dvaldi hann í Svíþjóð þar sem hann gekkst undir mergskipti. Við vonuðum öll að hann mundi sigra í stríðinu, hann hafði unnið svo margar brrustur. Það er sorglegt til þess að hugsa að hann skyldi ekki fá að beita kröftum sínum og þekkingu lengur, hann sem hafði allt til brunns að bera. Djúpt skarð er nú höggvið í okk- ar hóp, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Elsku Kristján, Sigríður og Hrafnhildur. Stuðningur ykkar og fjölskyldu ykkar við Hjört var að- dáunarverður. Við sendum ykkur og ú'ölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hjartar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Br.) Skólasystkini í læknadeild. í dag verður til moldar borinn ástkær bróðir okkar. Hann lést á Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð þann 26. nóvember eftir Ianga og stranga baráttu við alvar- legan sjúkdóm. Baráttan hófst í desember 1986 er hann greindist með hvítblæði. Hjörtur lauk fyrri krabbameinsmeðferð sinni 1988. Þá tók við endurhæfing. Honum tókst að ná góðri heilsu og lauk læknanámi eftir árs hlé. Hann veiktist aftur í október 1989. Eftir hina venjubundnu krabbameins- meðferð fór Hjörtur í mergflutning við Háskólasjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð í september sl. Þó að allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð bar meðferðin ekki árangur. Hjörtur fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1962 og var þriðji í röðinni af okkur systkinunum. Fyrsta árið átti hann heima í Árdal í Andakíls- hreppi, Borgarfjarðarsýslu. Fjöl- skyldan flutti árið 1963 til Hvann- eyrar og bjó þar til 1978 er hún flutti til Reykjavíkur. 1979 flutti Hjörtur með úölskyldunni til Bandaríkjanna en síðan aftur heim í árslok 1980. Hjörtur, sem hafði mikinn áhuga á körfuknattleik, varð eftir í Bandaríkjunum, um hálfu ári lengur en fjölskyldan. Hann bjó þá á heimili þjálfara síns, Dooley, og naut þar atlætis sem sonur væri. Bundust þar óijúfanleg vináttubönd. Eftir heimkomuna bjó hann í foreldrahúsum í Kópavogi. Vorið 1986 kynnist Hjörtur eftirlif- andi unnustu sinni, Sigríði Jóns- dóttur, og bjó eftir það í sambýli við hana eftir því sem heilsa og aðstæður leyfðu. Dóttur Sigríðar, Hrafnhildi, unni Hjörtur sem dóttir væri og var hún augasteinn hans alla tíð. Hjörtur lauk barnaskólanámi á Hvanneyri en síðan lá leiðin norður að Héraðsskólanum að Reykjum, þar sem hann var við nám í þrjá vetur, 1974-77. Eftir Reykjaskpla tók við nám í Menntaskólanum við Hámrahlíð frá ársbyijun 1978 og til áramóta 1981, þó með hléi 1979-80 vegna náms við Cumber- land Valley High Sehooll Pennsylv- aniufylki í Bandaríkjunum. Hjörtur útskrifaðist stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð í desember 1981. Haustið 1982 innritast hann í læknadeild Háskóla íslands. Vegna veikinda þurfti Hjörtur að gera hlé á námi sínu um eins árs skeið, er hann var hálfnaður með 5. árið, en tók upp þráðinn aftur og útskrifast sem læknakandídatrí júní 1989. Á unglingsárum sínum vann Hjörtur öll almenn landbúnaðar- störf á Skólabúinu á Hvanneyri. Hjá fyrirtækinu Landvélum í Kópa- vogi vann hann nokkur sumur eftir það. Eitt sumar var hann í lögregl- unni í Reykjavík. Meðan á lækna- námi stóð starfaði hann sumarið 1985 hjá The Institute of Pathology í Hersey Medical Center í Banda- ríkjunum. Vorið 1986 leysti hann af í Djúpavögslæknishéraði og í Flateyrarlæknishéraði haustið 1986. Vorið 1988 starfaði hann sem aðstoðarlæknir á Vífilsstaðaspítala. Eftir að Hjörtur útskrifast úr læknadeild vorið 1989, starfaði hann fyrst sem aðstoðarlæknir á Vífilstaðaspítala, síðan haustið 1989 sem læknir við Heilsugæsluna og Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði. Hann veikist aftur er hann gegndi störfum á ísafirði í október 1989 og er upp frá því frá allri vinnu til dauðadags. íþróttaiðkun var ríkur þáttur í lífi Hjartar. Hann var mikill keppn- ismaður og gaf ekkert eftir í leik en strax að leik loknum var sáttfýs- in í fyrirrúmi. Hann gafst aldrei upp og vann markvisst að takmarki sínu, jafnt í íþróttum sem á öðrum vettvangi. Hann var kappsamur en drengskaparmaður og gat ekki hugsað sér að eiga í illindum við nokkurn mann. Á uppvaxtarárum sínum í Borgarfirði keppti hann í sundi og badminton fyrir Ung- mennafélagið íslending. Árið 1977 gengur hann í ÍR og keppir í körfu- knattleik fyrir það félag með hléum til ársins 1989. Hjörtur var á þeim tíma m.a. valinn til að keppa fyrir íslands hönd í körfuknattleik bæði í unglinga- og A-landsliði. Veturinn 1979-80 lék Hjörtur körfuknattleik með skólaliði Cumberland Valley High School. Haustið er hann veikt- ist lék hann körfuknattleik með 1. deildarliði Ungmennafélags Ból- ungarvíkur. Iþróttir áttu ávallt hug Hjartar. Eftir að þrekið fór að dvína komu önnur áhugamál til sem hann sinnti eins og heilsan leyfði. Hann naut lestrar góðra bókmennta og áhugi hans á tónlist og myndlist fór vax- andi síðustu æviárin. Það var fátt sem var ánægjulegra en að fara í veiðitúr með góðum félögum. Þar gat hann sameinað áhugann á stangveiðum og útivist. Hjörtur unni náttúrunni og þeirri kyrrð og fegurð sem hún veitti. Þegar litið er um öxl koma fram minningar um góðan dreng sem lífið og framtíðin virtist brosa við. Hjört- ur hafði ríka kímnigáfu og var full- ur lífsorku. Hann hafði ríka réttlæt- iskennd og mátti helst ekkert aumt sjá án þess að vilja bæta úr. Hjört- ur kom alltaf til dyranna eins og hann var kiæddur. Við vissum alltaf hvar við höfðum hann þó að stund- um sviði undan beinskeyttum orð- um hans, orðum sem þó voru alltaf sögð í góðu og af heilum hug. Hann var skarpgreindur og það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt virtist leika í höndum hans. Hann starfaði best undir álagi og stundum fannst okkur hann vera fýrirhyggjulítill, þegar framkvæmt var á síðustu stundu. Iðulega lá hann yfir námsbókunum á næt- urna, en árangurinn talaði sínu máli. Eftir að veikindin komu til sögunnar breyttist viðmót Hjartar til iífsins, hann varð alvörugefnari, þótt aldrei væri langt í hlýtt brosið. Viðmót hans við umhverfið breytt- ist einnig. Hann gerði sér far um að hlúa að sjúklingum sínum sem best hann mátti þá fáu mánuði sem hann starfaði sem læknir, enda skildi hann af eigin reynslu hvað það var að vera veikur og þjáður. Læknisstarfið átti vel við Hjört-og hann vann sér trúnað og traust skjólstæðinga sinna. Þegar komið er að leiðarlokum verður söknuðurinn við fráfall ást- kærs bróður okkar sár. Skarð, sem ekki verður fyllt, hefur verið högg- við í systkinahópinn. Tíminn læknar þó væntanlega öll mein. Megi góður Guð styðja foreldra okkar, unnustu Hjartar og fósturdóttur. Við viljum að lokum fyrir hönd fjölskyldunnar þakka starfsliði Landspítalans, sérstaklega deilda 11E, 11A og gjörgæsludeildar, umönnun og hlýju sem bæði Hirti og okkur var sýnd alla tíð. Sérstak- ar þakkir færum við vinum og vandamönnum, nær og fjær, sem fylgdust með og tóku þátt í baráttu Hjartar við erfiðan sjúkdóm og studdu við bak þeirra sem næst honum stóðu. Sóley Hildur, Kristján og Ágúst. Mig langar að minnast elskulegs frænda míns í fáum orðum, en hann lést eftir mikil veikindi og mikla baráttu við sjúkdóm þann, er leiddi hann til dauða. Hjörtur frændi, eins og ég kall- aði hann þegar ég bjó hjá föður hans og móður á Hvanneyri, var alltaf góður við mig, hann passaði mig þegar ég var hjá þeim og alltaf var hann til í að leyfa mér að koma með sér hvert sem hann fór. Hann og bróðir hans, Kristján, léku við mig, kenndu mér körfubolta og þjálfuðu mig hjá félaginu sínu. Ég minnist þess tíma þegar ég var hjá þeim með gleði í hjarta. Með þessum fátæklegu orðum votta ég foreldr- um hans, systkinum og nánustu vandamönnum samúð mína. Góður guð styrki þau í sorg þeirra. Þorsteinn Þórsteinsson Guðný Þorsteins- dóttir - Kveðjuorð Okkur systrunum langar til að minnast föðursystur okkar Guðnýj- ar Þorsteinsdóttur en hún lést á Landspítalanum 26. nóvember. Þó svo að við vissum nokkurn veginn hvert stefndi báðum við góðan Guð að halda nú verndarhendi sinni yfir henni Guðnýju frænku, bara að kraftaverkin gerðust nú enn. Eitt var víst að hún gafst ekki auðveld- lega upp. Þrátt fyrir að hvert áfall- ið dyndi yfir af öðru hélt hún góða skapinu. En allt kom fyrir ekki, æðri máttarvöld hafa talið hennar hlutverki lokið hér á jörðu. Við erum samt vissar um að henni líði vel þar sem hún er nú, laus við allar þján- ingar. Það var alltaf gaman að koma í Karfavoginn til þeirra Guðnýjar og Jakobs. Alltaf var hægt að búast við hlýlegum móttökum hjá þeim. Og ekki breyttist það neitt þó svo að veikindin ágerðust með hveijum deginum. Alltaf var hún Guðný jafn elskuleg og hress. í minningu okkar er Guðný hin elskulega, glaða, umhyggjusama frænka okkar í Karfavoginum. Það er erfitt að sætta sig við orðinn hlut en erfiðast er það þó fyrir fjöl- skyldu hennar. Elsku Jakob, Ingi Þór, Hreinn, Þórhallur og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Við biðjum góðan Guð að geyma Guðnýju frænku. Kristín og Ingibjörg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.