Morgunblaðið - 05.12.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
41
fclk í
fréttum
ROLLIN GURINN
S AUÐMEINLAU ST ÞYKKILDI
Ljóða- o g smásagnabók
eftir 14 og 16 ára bræður
Sauðmeinlaust þykkildi heitir
ljóða- og smásagnabók sem
bræðurnir Ivar Páll og Gunn-
laugur Jónssynir, 14 og 16 ára,
hafa nýlega sent frá sér. Að sögn
ívars Páls er um grínljóð og
smásögur að ræða, sem eiga að
höfða til allra, en þó einkum til
unglinga.
I bókinni eru á milli 40 og 50
ljóð og 25 til 30 stuttar sögur.
Bræðurnir gefa bókina út sjálfir
og er byijunarupplagið 250 ein-
tök.
„Það hefur gengið ágætlega
að selja bókina. Það virðast allir
hafa gaman af þessu, en þeir sem
hlæja mest eru krakkar á aldri
við okkur,“ sagði ívar Páll, í
samtali við Morgunblaðið.
Ljóð og sögur bókarinnar hafa
bræðumir samið á undanfömum
þremur árum. Bókin er 59 síður
og kostar um 500 krónur út úr
bókabúð.
SAMSEKT?
Verður vinfeng*-
ið við Marcos
Hamilton dýr-
keypt?
George Hamilton, hinn 51 árs
gamli Hollywood-leikari, sæt
ir nú rannsókn' bandarískra yfir-
valda vegna gmns um að hann
hafi hjálpað Imeldu Marcos að koma
undan gífurlegum fjárfúlgum, ann-
aðhvort viljandi eða óviljandi, er
einvaldsfrúin fræga frá Filippseyj-
um hrökklaðist frá völdum ásamt
bónda sínum Ferdinand.
Sagt er að Hamilton sé í hinni
verstu klípu, því alls konar plögg
renni stoðum undir grunsemdir yfír-
valda og er verið að tala um 7,5
milljónir. Verði Hamilton sekur
fundinn, slyppi hann vel með hrika-
legar sektir, en fangelsun kæmi
einnig til greina og er þá óvíst um
frekari frægð og frama hjartaknús-
arans kunna. Umrædd plögg eru
sögð staðfesta að Hamilton hafí
fjárfest umrædda peninga í fast-
eignum og kvikmyndum og að hann
raki nú saman vöxtum, arði og
leigufé og það séu ekki litlar upp-
hæðir sem hann nái þannig inn í
mánuði hveijum.
Hamilton ásamt vinkonu sinni,
Denise Lewis, enskri fyrirsætu
sem er meira en helmingi yngri
en hann.
HAR
20 ára hár-
vöxtur skil-
ar nú arði!
Þýska stúlkan Sylvia Ziegler er í
þann mund að hreppa laun
þolinmæðinnar, en sjampóframleið-
andi einn í þýskalandi hefur heitið
henni gulli og grænum skógum fyr-
ir að mega nota voldugan hármakka
hennar í auglýsirigaskyni.
Sylvia hefur ekki klippt hár sitt
í rúmlega
20 ár og
má heita
að hárið
sé skósítt.
Allan
þann tíma
hefur hún
þvegið há-
rið dag-
lega og
greitt úr
því og eru
klukku-
stundirn-
ar sem
nostrað
hefur ver-
ið við hár-
ið orðnar
fleiri en
tölu verð-
ur á komið. En þetta var ástríða
Sylviu, henni þótti hárið fallegt
svona, og því voru vinnustundirnar
ekki taldar eftir. Nú nýtur hún góðs
af 20 ára vinnu og þolinmæði, því
auglýsingasamningurinn tryggir
hana fjárhagslega um ókomin ár.
Hér eftir verður það hluti atvinnu
hennar að þvo hár sitt og greiða.
Sylvia Ziegler og hárlubb-
inn. Franziska litla hefur
náð tangarhaldi á móður
sinni.
Wyman óútreiknanleg-
ur í hjúskapnum
Bill Wyman, bassaleikari Rolling
Stones, hélt upp á 54. aldursá
rið í matsölustað sínum „Sticky
Fingers" í Kensington í síðasta
mánuði og var þar margt gesta.
Ekki var þó eiginkona hans Mandy
Smith þar á meðal, en hún er enn
á sjúkrahúsi í Lundúnum að jafna
sig á dularfullum tæringarsjúk-
dómi. Hún hefur verið meira og
minna veik í tvö ár, en allra síðustu
mánuði hefur hún verið að koma
til eftir að hafa verið komin á graf-
að vel hafí farið á þeirra í milli
þrátt fyrir að Wyman hafi ekki
beinlínis þótt vera til fyrirmyndar
í framkomu við Mandy meðan hún
var sem þyngst haldin. Það var
varla að hann liti inn til hennar.
En hin rétt rúmlega barnunga
Mandy hefur nú við annan vanda
að glíma, því fregnir herma að
Wyman hafí nú hugsað sig um og
kjósi skilnað við frú sína.
\ Hagstœtt verö — Góöar, nytsamar vörur \
: eru hagvöxtur framtíöar :
Höfum einttig: Gallabuxur, JTnni buxur úr terelyne/ull, boli, joggingbuxur, snjósleðagalla, ,
■ hermannabuxur, margargerðir, úlpur, skó, stígvél, sokka, húfur, hanska, vesti, nœrföt, regngalla o.mfl. ■
Allt á frábœru veröi
arbakkann.
Þótt Mandy væri ekki til staðar
þá hringdi hún í bónda sinn og rabb-
aði við hann á meðan gleðskapurinn
stóð yfír og hélt Nicola, systir
Mandy, símanum að vitum Bills svo
að hann gæti sýnt gestum myndina
af Mandy sem hún sendi sér í til-
efni dagsins. Það var mál manna
Mcmnakorn á Dansbarnum um helgina
Dansbarinn - Mongolian Barbecue, Grensásvegi, simi 688311