Morgunblaðið - 05.12.1990, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.12.1990, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 „ Binhver hefur helCt niðttr Úr ftösku £ morgun." Segðu til HÖGNI HREKKVÍSI Þakklæti Til Velvakanda. Það er mikið kvartað og kvein- að, en er það ekki einmitt helsta einkenni hvers velferðarþjóðfé- lags? Þetta datt mér í hug er ég var á gangi í Austurstræti á dög- unum og virti fyrir mér jólaskreyt- ingarnar. Þær eru settar upp af borgaryfirvöldum ár eftir ár en hvergi sést þakkað fyrir. Ef til vill höfum við haft það of gott og erum farin að ætlast til að allt komi upp í hendurnar á okkur fyrirhafnar- laust. Þannig heimtar ungafólkið íbúðir sem það getur flutt inní án þess að eiga krónu, öll opinber þjónusta þykir sjálfsögð sama hvort um er að ræða ókeypis skóla eða sjúkrahús. Ef til vill veiti okk- ur ekki af dálítilli kreppu sem gæti kennt okkur að meta allt það sem okkur stendur til boða en mikill meirihluti mannkynsins verður að láta sér nægja að dreyma um. Það er nefnilega svo að við íslendingar höfum það líklega best allra þjóða og erum lausir við ýmis stór vandamál sem aðrar þjóðir verða að glíma við. Fyrir þetta ættum við að vera þakklát og sýna þakklæti. Johann * Amælisverð Til Velvakanda. Skoðanakannanir af ýmsu tagi gerast nú algengar vítt um lönd og gilda sums staðar um þær ákveðnar reglur eða jafnvel lagabókstafur. Hér á landi munu engar reglur fyrirfinnast um slíkar athafnir og getur því hver sem er og hvenær sem er tekið sér fyrir hendur að „rannsaka" hugarheim landsmanna og með hveijum þeim aðferðum sem verkast vill. Skoðanakannanir geta verið fróðlegar og jafnvel gefíð gagnlegar vísbendingar, ef þær byggjast á vönduðum vinnubrögðum kunnátt- umanna, sem gera sér ljóst, að á þeim hvílir ábyrgð gagnvart mönn- um og málefnum og stundum þjóð- inni í heild. Skáis nefnist fyrirtæki, sem oft er að fást við að „kanna“ fylgi stjórnmálaflokka á íslandi og við- horf til ríkisstjórna. Því miður eru vinnubrögð þessa fyrirtækis hvorki trúverðug né traustvekjandi. í fyrsta lagi er úrtak í „könnun- um“ Skáíss allt of lítið til þess að vera marktækt, enda niðurstöðurn- ar oft út í bláinn — á skakk og skjþn við allar staðreyndir. I öðru lagi má efast um vísinda- vinnubrögð leg vinnubrögð á þeim bæ, ef það skeður oft, að spurt sé, hvort ekki séu þarna fleiri á heimilinu tilbúnir að taka þátt í könnun, þegar sá hefur svarað, er sérstaklega var kvaddur í símann. Dæmi um þetta er úr „könnun" Skáíss í Kópavogi fýrir síðustu bæjarstjórnarkosning- ar, þar sem Alþýðuflokknum var spáð einum bæjarfulltrúa. Samt sem áður fékk flokkurinn 3 fulltrúa nokkrum dögum síðar í kosningun- um. Að síðustu hljóta hugmyndir Skáíss um hlutleysi og traústvekj- andi vinnubrögð að vera talsvert þokukenndar, að fyrirtækinu skyldi detta í hug að ijúka í „skoðana- könnun" á sama tíma og öll áróð- ursvél sjálfstæðismanna í Reykja- nesi var í fullum gangi vegna próf- kjörs þar og auglýsingar þeirra og hvatningarorð yfirgnæfðu allt ann- að í flestum fjölmiðlum. Og síðan byggir Skáís spádóma sína um fylgi við flokka í næst fjöl- mennasta kjördæmi landsins á 88 svörum!! Væri ekki fyrirhafnarminna fyrir Skáís að fara bara til spákonu og láta hana spá í kaffibolla? Jón H. Guðmundsson Góð björgunarvesti hafa þann kost að snúa sjálkrafa þeim er þau nota í flotlegu. Öll vesti ættu að vera með end- urskinsborðum, flautu og ljósi. Yíkveiji skrifar Sá háttur hefur verið tekinn upp í Sundhöll Reykjavíkur að skipta lauginni þar í tvo helminga með plastlínu eins og notuð er til að skilja á milli sundbrauta á mót- um. Hefur lauginni þar með verið skipt í þrennt, því að fyrir nokkrum árum var grunni hluti hennar þiljað- ur af og synda menn nú 25 metra þegar þeir fara djúpa hluta hennar á enda, en áður var unnt að synda 33 metra á milli bakkanna. Þessi skipting á Iauginni mælist misjafnlega vel fyrir meðal sund- gesta eins og flestar breytingar. Hinir íhaldssömustu vilja að sjálf- sögðu ekki láta hrófla við neinu. Aðrir fagna breytingunni meðal annars af því að línan sem lögð er eftir lauginni endilangri dregur úr bylgjum í henni og auðveldar mönn- um sund. Tilgangurinn er helst sá með þessari nýbreytni að þeir sem vilja nota laugina til að synda rösk- lega geti gert það öðrum megin við línuna en hinir sem vilja busla eða ræða við kunningja í lauginni geti gert það hinum megin. Víkveiji er tekinn að sætta sig við þessa skiptingu á lauginni, þótt hann hafí upphaflega talið hana af hinu illa. Sannast enn að unnt er að venja jafnvel hina þijóskustu menn við allt. Hins vegar er hann þeirrar skoðunar, að breytingar sem þessar eigi að útskýra með einum eða öðrum hætti fyrir fastagestum, svo að þeim verði auðveldara en ella að sætta sig við þær. xxx 0 Adögunum hlustaði Víkveiji á Finna lýsa efnahagsmálum í landi sínu og stjórn þeirra. Þar kom meðal annars fram, að ekki er unnt að breyta skattalögum í Finnlandi nema tveir þriðju þingmanna séu því samþykkir. Var augljóst að fundarmönnum þótti að slík ákvæði væru nauðsynleg hér á landi, þar sem alltaf væri verið að róta í skatt- alöggjöfinni. Ráðherrarnir hafa ótrauðir lagt til að skattar verði hækkaðir hér hjá okkur, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Er augljóst, að innan rík- isstjórnarinnar á hin gamla fram- sóknarregla við stjórn ríkisfjármála mikinn hljómgrunn: fyrst ákveðum við útgjöldin og síðan hvað skatt- arnir eiga að vera háir. Þessi regla hefur sem betur fer verið á undanhaldi víða um heim, þótt verið sé að endurvekja hana hér. Sem andsvar við henni er ef til vill tímabært að minná þingmenn á, að stofnað var til þjóðþinga til að stemma stigu við skattafíkn ein- ráðra konunga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.