Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 47

Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGÚR 5. DESEMBER 1990 47 íuém FOLX I ÞRANDUR Sigurðsson verður þjálfari 4. deildar liðs Sindra í knattspymu næsta tímabil. H HELGI Helgason, knatt- spymumaður sem leikið hefur und- anfarin ár með Völsungi á Húsavík og áður með Víkingi, er að flytja búferlum til Isafjarðar. Hann hefur verið ráðinn framleiðslustjóri Niður- suðuverksmiðjunnar h.f. á Isafirði. Isfirðingar gera sér vonir um _að hann leiki með 3. deildar liði BÍ í sumar. ■ FJÖLBRA UTASKÓLI Vest- urlands sigraði tvöfalt í keppni. framhaldsskóla í knattspyrnu, en úrslitaleikir karla og kvenna fóru fram a'gervigrasinu í Laugardal. Karlaliðið vann ÍKÍ 3:0 í úrslitum og kvennaliðið vann Verkmennta- skólann á Akureyri 1:0. H ÞAU mistök urðu í tölvuút- keyrslu á Bikarmóti FSÍ að Nína Björg Magnúsdóttir var sögð heita Nína Björk. Þessi unga og efriilega fimleikastúlka heitir Nína Björg, en hún keppir fyrir Björk. H VICTOR Tsjanov, varamark- vörður sovéska landsliðsins undan- farin ár, skrifar í vikunni undir samning við ísraelska liðið Maccabi Haifa. Hann var liði Evrópumeist- ara Dynamo Kiev 1986 og verður fyrsti útlendingurinn í ísraelsku deildinni. KNATTSPYRNA Stuttgart mætir Köln Stuttgart mætir Köln í 8-liða úrslitum v-þýsku bikar- keppninnar. Þetta verður stór- leikur umferðarinnar. „Við erum ákveðnir að hafna fyrir tapið í deildinni," sagði Udo Lattek, þjálfari Kölnar, en fyrrum þjálf- ari liðsins Christoph Daum, þjálfar Stuttgart. Aðrir leikir í 8-liða úrslitum eru: Saarbrúcken eða Frankfurt - Wattenscheid, Uerdingin - Duisburg og Hassen Kassel - Werder Bremen. HANDBOLTI Leik Fram og KA frestað Leik Fram og KA í 1. deild karla í handknattleik var frestað í gærkvöldi, þar sem ekki var flogið frá Akureyri. Viðureignin verður væntanlega sett á laugardaginn 15. desember. Ikvöld HANDBOLTI 1. deild karla: Garðabær, Stjaman-FH..20:15 Höil, Víkingur-Grótta.....20 . Valsh., Valur-Selfoss.18:30 Vestm., ÍBV-Haukar.......20 GOLF / ASTRALIA TvöföM óheppni! Brett Ogle, einn snjallasti kylf- ingur Ástrala, vill líklega gleyma 17. holunni á opna ástralska meistaramótinu sem fyrst. Mótið fór fram um helgina og á síðasta hring átti Ogle ágæta möguleika á einu af efstu sætunum. Hann lenti í slæmri stöðu á 17. holu, undir trjám, en reyndi að ná boltanum inná flöt. Boltinn fór í tré og i hné Ogles. sem lá kylliflatur. Kaldar bjórflöskur voru lagðar á hnéið á meðan beðið var eftir lækni og með mikilli hörku og kylfu sem hækju tókst Ogle að klára tvær síðustu holumar. Til að bæta gráu ofaní svart fékk hann tvö högg í víti fyr- ir að snerta boltann! KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Landsliðið valið fyrir Smáþjóðamótið: Páll og Falur ekki með til Wales Páll Kolbeinsson, bakvörður og þjálfari KR, og Falur Harðar- son, bakvörður ÍBK, fara ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik til Wales þar sem það tekur þátt í Smáþjóðamótinu í næstu viku. Páll gefur ekki kost á sér í liðið af per- sónulegum ástæðum en Falur fing- urbrotnaði í leik ÍBK og Vals, þeg- ar fimm mínútur voru til leiksloka. Við þetta bætist að Guðni Guðnason getur ekki leikið með landsliðinu vegna meiðsla. og óvíst er hvort Guðmundur Bragason komist með en það skýrist á næstu dögum. Jó- hannes Sveinsson er eini nýliðinn í hópnum. Torfí Magnússon, þjálfari íslenska- landsliðsins, hefur valið eftirtalda leikmenn: Jón KR. Gíslasori, fyrirliði.....ÍBK Sigurður Ingimundarson...........ÍBK Jón Arnar Ingvarsson..........Haukum Pálmar Sigurðsson.............Haukum Ivar Ásgrímsson...............Haukum Teitur Orlygsson................UMFN Friðrik Ragnarsson..............UMFN Guðmundur Bragason..............UMFG Magnús Matthíasson............. Val V alur Ingimundarson............UMFT Pétur Guðmundsson...............UMFT Jóhannes Sveinsson................ÍR „Það er að sjálfsögðu slæmt að missa þessa leikmenn en ég held að þetta sé sterkasta liðið sem við eigum,“ sagði Torfi Magnússon. Hann sagðist vonast til að þremenn- ingarnir yrðu allir með í vor og bugsanlega Guðjón Skúlason sem leikur í Bandaríkjunum. íslendingar leika í riðli með Wal- es, Kýpur og Möltu á Smáþjóðamót- inu en í hinum riðlinum eru Lux- emburg, Gíbraltar og San Marínó. Morgunblaðiö/Einar Falur Páll Kolbeinsson fer ekki með landsliðinu til Wales. ÚRSLIT Körfuknattleikur Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni á mánudag: Boston Celtics - Seattle.......135:102 Utah Jazz - Washington.........135:101 Sveitakeppni í júdó Sveitakeppni JSÍ var haldið í íþróttahúsi Grindavíkur um helgina. Keppt var í þrem- ur flokkum og urðu úrslit þessi: Drengir: 1. KA, 2. Ármann A, 3. Ármann B Sveit KA: Vfðir Guðmundsson, Stefán Stef- - ánsson, Ómar Ámason og Friðrik Pálsson. Unglingar 15-21 árs: 1. KA, 2. Armann A, 3. Ármann B Sveit KA: Sævar Sigursteínsson, Baldur Stefánsson, Freyr Gauti Sigmundsson og Arnar Hreinsson. Fullorðnir: 1. UMFG, 2. Ármann, 3. KÁ Sveit UMFG: Hilmar Kjartansson, Gunnar Jóhannesson, Jóhannes Haraldsson, Stan- islaw Michaloski, Þór Hólm, Ómar Sigurðs- son, Magnús Hauksson og Sigurður H. Bergmann. Stjörnuhlaup FH Karlaflokkur Orri Pétursson, UMFA..............16:47 ísleifur Karlsson, UBK............17:11 Ingvar Garðarsson, HSK............17:19 Gunnar Guðmundsson, FH............17:36 Karlaflokkur eldri en 35 ára Halldór Magnússon, KR.............17:00 Vöggur Magnússon, ÍR..............19:30 Gísli Ásgeirsson, FH..............19:47 Telpnaflokkur Laufey Skúladóttir, Fjölni.........4:13 ArnheiðurGuðmundsd., Fjölni........4:22 Sigurbjörg Ólafsdóttir, FH...:.....4:59 Kvennafiokkur Hulda Pálsdóttir, ÍR............. 10:57 Rakel Gylfadóttir, FH.............11:21 Anna M. Skúladóttir, FH...........15:57 Hildur Aðalsteinsd., FH...........15:57 Piltaflokkur Jóhann Hannesson, ÍR...............4:44 Ólafur S. Traustason, FH...........4:58 Gylfi Örn Gylfason, FH.............4:58 Logi Tryggvason, FH................5:00 Drengjaflokkur Aron Haraldsson, UBK..............10:32 Bjarni Traustason, FH.............11:16 AFREKSMANNASJOÐUR ISI Bjami, Einar og Pél- ur fá styrk frá ÍSÍ Fá styrk í sex mánuði. Ragnheiður, Sigurður og Vésteinn falla af listanum ÞRÍR íþróttamenn eru nú á styrk frá af reksmannasjóði ÍSI. Þeir eru Bjarni Friðriks- son júdómaður, Einar Vil- hjálmsson spjótkastari og Pétur Guðmundsson kúlu- varpari og fá þeir 60.000 kr. styrk á mánuði næsta hálfa árið frá sjóðnum. Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona, Sigurður Einars- son spjótkastari og Vésteinn Haf- steinsson kringlukastari féllu út af styrkveitingarlista afreks- mannasjóðs ÍSÍ frá því sem áður var. Listi afreksmannasjóðs verð- ur endurskoðaður næst eftir ára- mótin. Að sögn Friðjóns Friðjónsson- ar, formanns afreksmannasjóð ÍSÍ, vildu þeir sem sæti eiga í stjórn sjóðsins fækka á listanum og hækka styrkveitingu til færri aðila, en áður var styrkurinn 40.000 þúsund á mánuði. „Stjórn- in lagði til við framkvæmdastjórn ÍSÍ að sextiu þúsund króna styrk- ur yrði veittur til þessara þriggja Bjarni Á. Friðriksson íþróttamanna í síðustu viku og það var samþykkt," sagði Friðjón. Friðjón sagði að stefna afreks- mannasjóðs ISÍ væri að styrkja þá sem hugsanlega fara á Einar Vilhjálmsson Ólympíuleika og reyna að stuðla að því að þeir geti stundað sína grein eftir bestu getu. „Að okkar mati eru þessir þrír í dag óumdeil- anlega okkar afreksmenn. Ég lít Pétur Guðmundsson fyrst og fremst á að þessi styrkur sé endurgreiðsla á útlögðum kostnaði þessara íþróttamanna, sem leggja alveg óhemju mikið á sig.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.