Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Amnesty sakar Iraksher um glæpaverk í Kúvæt London, SÞ. Reuter og Daily Telegraph. IRASKI herinn fremur enn gróf mannréttindabrot til að reyna að hindra andspyrnu gegn hernáminu meðal Kúvæta, að sögn mannréttindasamta- kanna Amnesty International. I skýrslu samtakanna segir að „sterkar vísbendingar" styðji orðróm um að meira en 300 fyrirburar hafi dáið vegna þess að íraskir hermenn hafi stolið súrefniskössum á sjúkrahús- um í Kúvæt-Iwrg. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær vítur á írak, íran, E1 Salvador og Afganistan fyrir mannréttindabrot. Skýrslá Amnesty er hin fyrsta sinnar tegundar sem lýsir framferði íraska liðsins í Kúvæt. í henni segir m.a. að undanfama fímm mánuði hafi hermenn pyntað og myrt hundr- uð fórnarlamba sinna og tekið þús- undir til fanga. Greint er frá 38 tilvik- um þar sem beitt hafi verið pynting- um á borð við raflost á viðkvæma líkamshluta, einnig hafí neglur verið rifnar af og brotnum flöskustútum troðið upp í endaþarma fórnarlamba. I sumum sjúkrahúsum voru gerðar leynilegar skýrslur um fólk sem her- mennirnir myrtu með ýmsum hætti. Því er haldið fram að margir Kúvæt- ar hafí verið teknir af lífí fyrir að neita að hlíta nýjum reglugerðum og neita að hylla Saddam Hussein íraks- forseta. Oftast fari hermennirnir með andspymumennina til fjölskyldna þeirra og skjóti síðan fómarlömbin í hnakkann. „Frásagnir af mannrétt- indabrotum berast nær daglega þótt grimmdin í kúgunaraðgerðunum fyrstu dagana virðist hafa dugað til að btjóta andspyrnuna að mestu á bak aftur,“ segir í skýrslunni. Litlar umræður urðu á allsherjar- þinginu um mannréttindabrot áður- nefndra ríkja enda búið að fjalla ítar- lega um málið í sérstakri nefnd SÞ. Sendiherra íraka sagði þingið ekki hafa leyfi til að álykta um málið þar sem Persaflóadeilan í heild væri enn til umræðu í öryggisráðinu. 30 ríki mæltu með tillögunni sem var sam- þykkt. í henni eru írakar gagnrýndir fyrir mannréttindabrot í Kúvæt og jafnframt sagðir fara þar ránshendi. Ljúffeng íslensk landkynning á borð vina og viðskiptavina erlendis Vart er hægt að hugsa sér meira spennandi gjöf en fulla körfu af forvitnilegu góðgæti lrá framandi landi. Slík gjöf segir meira en mörg orð um matarmenningu einnar þjóðar. 'V VI Hægt er að velja um ostakörfu með mismunandi tegundum af íslenskum ostum, W sœlgœtiskörfu með gómsætu íslensku sælgæti s.s. Opali, súkkulaði, brjóstsykri og lakkrís. Og íslenska matarkörfu með sérlega Ijúffengum smáskömmtum af ýmsu tagi. “■* * na ab ICEMART íslenskur markaður - á leið út í heim. Leifsstöð Keflavíkurflugvelli - Sími: 92-5 04 53 Reuter Útlagastjórn Búrma Forsprakkar útlagastjómar Búrma haldast í hendur í bækistöðvum Karen-skæmliða skammt innan tælensku landamæranna eftir mynd- un stjórnarinnar í gær. í miðju er Sein Win, forsætisráðherra stjórnar- innar. Honum tókst nýlega að flýja frá Búrma þar sem herinn hefur enn ekki sleppt völdum þrátt fyrir yfirburðasigur Lýðræðisbandalag- ið í kosningúm í maí sl. Sein var meðal frambjóðenda bandalagsins sem þá náðu kjöri. Sein til beggja handa eru foringjar skæruliða, Bo Mya t.h. og Brang Seng. Tilgangur stjórnarinnar og skæruliða er að koma herstjórninni í Rangoon frá völdum. Island í bresk- um fjölmiðlum St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. OPNUGREIN með litmyndum var í blaðauka The Times sl. laugardag, þar sem rakin var ferð um landið í fótspor Williams Morris á síðustu öld. í greininni er rakið, hvernig áhugi Williams Morris á íslendinga- sögum kveikti löngun hans til að ferðast um landið. Morris kom tvisvar til íslands á áttunda áratug síðustu aldar. Höfundur greinarinn- ár, Fiona MaeCarthy, ferðaðist um slóðir Morris á Suðurlandi, Þingvöll- um og vestur í Dölum. Morris hélt á slóðir kunnustu ís- lendingasagnanna, er hann hafði þýtt í félagi við Eirík Magnússon, sem kom með honum til landsins. Þeir ferðuðust um slóðir Njálu, Laxdælu, Eglu, Eyrbyggju og Grettissögu. í íslandsferðinni gekk Morris í endurnýjun lífdaganna, en ástar- ævintýri konu hans með Dante Gabriel Rossetti, málara og vini hans, hafði lagst þungt á sál hans, áður en hann lagði í förina. Töfrum landsins í bland við sög- urnar er ágætlega lýst í greininni og með henni er stór litmynd af Þingvöllum, torfbæ á Keldum og sjómanni að verka grásleppu. I The Sunday Times 9. desember sl. var viðtal við Hervöru Ágústs- son, sendiherrafrú í Lundúnum, þar sem hún greindi frá íslenskum jóla- siðum. í gífurlega vinsælum sjónvarps- þætti, sem sendur er út á laugar- dögum, „Blind Date“, undir stjórn söngkonunnar Cillu Black, velja ungar konur eða karlar sér ferðafé- laga óséða. Síðan draga þau um áfangastaði. Viku síðar segja þau ferðasöguna í sjónvarpsþættinum. Sl. laugardag dró eitt parið ferð tii Islands. Ferðasagan verður sögð næsta laugardag með viðeigandi myndum. Um 12 milljónir manna horfa að jafnaði á þennan þátt. Bandaríkin: Ferðaboð til lækna ráða miklu um val lyfjategunda Florida. Frá Atla Steinarssyni, frétlaritara Morgunblaðsins. FYRIRTÆKI sem framleiða lyf í Bandaríkjunum vörðu 165 milljónum dollara (um níu milljörðum ÍSK) á árinu 1988 í gjafir, matarboð og ókeypis ferðalög til að hvetja Iækna til að vísa á framleiðsluvörur þeirra þegar þeir skrifa lyfseðla. Þetta kom fram í rannsókn og yfirheyrslum sérstakrar nefnd- ar Bandaríkaþings nú nýverið. Þar var því einnig haldið fram að sumir Iæknar veldu á lyfseðla sína í beinu sambandi við þau ókeypis ferðaboð sem þeim stæðu til boða hjá lyfjafyrirtækj- unum. Könnun sem starfslið þing- nefndarinnar gerði á markaðs- setningu og gylliboðum lyfjafyr- irtækja til lækna leiddi m.a. í ljós að um 180 þúsund læknar fengju a.m.k. 100 dollara (5.500 ÍSK) greiðslu hver fyrir áð sitja matarboð lyfjafyrirtækja og hlýða á fyrirlestra um fram- leiðsluvörur þeirra. Um 80% þessara lækna völdu síðan þessi lyf er þeir gáfu'út lyfseðla sína. Nokkur þúsund læknar fengu allt að þúsund dollai'a greiðslu fyrir að þiggja nokkurra daga ferðalag og uppihald á góðum stöðum gegn því skilyrði að taka þátt í umræðum um lyf fyrir- tækjanna sem að boðinu stóðu. Forráðamenn samtaka lyfja- framleiðenda segja að slík kynn- ing sé árangursríkasta leiðin til að kynna læknum ný lyf. Gagn- rýnendur þessarar aðferðar benda hins vegar á að kostnaði af þessari dýru auglýsingaher- ferð sé bætt við lyfjaverðið og hann því borinn uppi af neytend- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.