Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 292. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins EB: Illleysanleg- ur ágreining- ur um fisk- veiðikvóta Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. FUNDI sjávarútvegsráðherra Evrópubandalagsins (EB), sem hófst í Brussel í gærmorgun, var frestað um hálfan sólarhring síðdegis í gær vegna mikils ágreinings um tillögur Manuels Marins, framkvæmdasljóra EB, um kvóta næsta árs og aðgerðir til að vernda og byggja upp fisk- stofna EB. Tillögurnar gera m.a. ráð fyrir umtalsverðum niður- skurði á veiðiheimildum, auk aðgerða, svo sem stækkun möskva, til að draga úr ofveiði og smáfiskadrápi. í tillögunum er kveðið á um kvóta við Kanada, Grænland, Fær- eyjar og Noreg, auk kvóta í sameig- inlegri fiskveiðilögsögu bandalags- ins. Samkvæmt heimildum innan framkvæmdastjórnarinnar eru litl- ar líkur taldar á að samkomulag náist um þær. Ráðherrarnir eru almennt fylgjandi verndaraðgerð- um svo framarlega sem þær snerta ekki útgerðir og fiskimenn í þeirra eigin ríkjum. Fari svo að ekkert samkomulag náist gæti fram- kvæmdastjórnin gripið til þess ráðs að ákveða kvótana upp á eigin spýt- ur á þeirri forsendu að ráðherrarn- ir hafi brugðist samningsbundnum skyldum sínum. N0R/1ANDI Reuter Franskir sjómenn sturtuðu í gær niður 20 tonnum af síld og sardínum fyrir framan höfuðstöðvar Evr- ópubandalagsins, þar sem sjávarútvegsráðherrar bandalagsins voru að ræða tillögu um að skerða veiði- kvóta á næsta ári. Einnig eru fyrirhugaðar ýmsar verndaraðgerðir, svo sem stækkun möskva. Sjómenn- irnir segja þetta stefna lífsafkomu þeirra í hættu. Á borðunum stendur: „Hinir ungu drukknuðu í Bruss- el“ og „Engir möskvar henta mér“. Geimferð í vinning New York. Daily Telegraph. BANDARÍSKT fyrirtæki hef- ur hleypt af stokkunum happ- drætti þar sem nýstárlegur vinningur er í boði — geimferð og viku dvöl í sovésku geim- stöðinni Mír. Vinningshafinn fær hálfs árs þjálfun sem geimfari og lærir auk þess rússnesku. Þá fær hann hálfa milljón dala (27,5 milljónir ÍSK) í reiðufé en 1,5 milljónir dala (82,5 milljónir ÍSK) ef hann vill halda sig á jörðinni. Fyrirtækið Space Travel Services í Houston í Texas stendur fyrir happdrættinu. James Davidson, aðstoðarfor- stjóri þess, vildi ekki skýra frá verði geimferðarinnar en gaf þó til kynna að það yrði hærra en tólf milljónir dala, en það greiddi japönsk sjónvarpsstöð fyrir að fá að senda fréttamann til Mír. Útvarpsstöð í Texas hafði eft- ir sovéskum embættismönnum að fyrirtækið hefði ekki gert neinn samning um geimferðina. Davidson sagði þetta misskiln- ing, því samningurinn hefði ver- ið undirritaður. Míkhaíl Gorbatsjov flytur harðorða ræðu á fulltrúaþingi Sovétríkjanna: Hótar að færa óróasvæði undir beina stj óm sína Borís Jeltsín segir Sovétforsetann sækjast eftir of miklum völdum Jafnframt ræða ráðherrarnir til- lögur um innflutningsívilnanir á næsta ári. Fyrir íslendinga skipta ákvarðanir ráðherranna um inn- flutningsheimildir á saltfiski miklu máli en fyrir fundinum liggur til- laga um að heimila innflutning frá 1. apríl á 50 þúsund tonnum af saltfiski með 9% tolli. Ekki er búist við miklum ágreiningi um þessa tillögu og frekar reiknað með því að ráðherrarnir lækki tollinn og hækki kvótann á fundinum sem á að halda áfram í dag. Rúmlega 1.500 fundarmenn hlýddu agndofa á er Anicet Le Pors, fyrrum ráðherra, tók Marchais til bæna og sagði hann haga sér eins og einræðisherra. Hvatti hann til þess að efnt yrði til aukaþings þar sem stefnuskrá flokksins yrði um- rituð í anda lýðræðis í stað alræðis öreiganna. Sagði hann lýðræðisleg- an sósíalisma líklegri til þess að auka fylgi flokksins en miðstýring- Moskvu. Reuter, dpa. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hótaði því í gær að helstu óróasvæði í landinu yrðu færð undir beina stjórn Sovétforsetans - og gaf í skyn arstefna Marchais. Annar fyrrum ráðherra, Charles Eiterman, sem einnig er á öndverð- um meiði við Marchais, sagði alltof hægt í sakirnar farið að ætla að bíða með stefnuskrárbreytingar til næsta flokksþings eftirþijú ár, eins og flokksformaðurinn ráðgerði. Fylgi hefur hrunið af franska kommúnistaflokknum á undanförn- að þetta gæti átt við Eystrasalts- ríkin þrjú. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sakaði Gorbatsjov um að sækjast eftir ineiri völdum en Jósef Stalín hafði. um árum. Hann var stærstur franskra stjórnmálaflokka eftir stríð en hefur ekki náð 10% kjörfylgi í kosningum að undanförnu. Flokkurinn heldur nú þing í fyrsta sinn eftir hrun kommúnismans í Austur-Evrópu. Stjórnmálaskýr- endur sögðu í gær að umræður á þinginu, sem hófst í fyrradag, staðfestu djúpstæðan klofning meðal franskra kommún- ista. Gorbatsjöv flutti 45 mínútna ræðu á fundi fulltrúaþings Sov- étríkjanna og var augljóslega heitt í hamsi. Hann sagði að stjórnvöld í Kreml hefðu miklar áhyggjur af ástandinu á nokkrum svæðum, meðal annars í Lettlandi, Litháen og Eistlandi. „Ég vil leggja áherslu á að á þeim svæðum, þar sem spennan verður sérstaklega mikil og skapar alvarlega hættu fyrir ríkið og hagsmuni almennings, verð ég að setja neyðarlög eða færa þau undir beina stjórn mína_ sem for- seta,“ sagði Gorbatsjov. Áður hafði hópur herforingja, harðlínukomm- únista og þjóðernissinna úr röðum rússneskra rithöfunda skorað á for- setann að grípa til slíkra aðgerða á átakasvæðum og þá einkum gegn „aðskilnaðarsinnum". Gorbatsjov sakaði stjórnvöld í Eystrasattslöndunum um að hafa svipt Rússa og fleiri minnihlutahópa í löndunum þegnréttindum og sagði það brot á lögum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Þing land- anna hafa reynt að takmarka þegn- réttindi fólks, sem flutt hefur til landanna frá innlimun þeirra í Sov- étríkin árið 1940. Sovétforsetinn kvaðst einnig hafa áhyggjur af ástandinu í lýð- veldinu Moldovu, auk héraðanna Suður-Ossetíu í Georgíu og Nag- orno-Karabakh í Azerbajdzhan. Til átaka hefur komið á þessum svæð- um en hins vegar hefur sjálfstæðis- barátta Eystrasaltsþjóðanna farið friðsamlega fram. Nokkrar sprengj- ur hafa þó sprungið í Riga, höfuð- borg Lettlands, á undanförnum dögum og hafa lettnesk stjórnvöld sagt að kommúnistar í lýðveldinu, sem njóti stuðnings sovéska hers- ins, hafi staðið fyrir sprengjutilræð- unum til að knýja á Sovétstjórnina um að binda enda á sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltsþjóðanna. Komm- únistaflokkur Lettlands vísaði þess- um ásökunum á bug í gær. Fulltrúar Litháens, Georgíu, Armeníu og Moldovu komu ekki á fundinn í gær. Einn af fulltrúum Lettlands, Júríj Bojars, sagði við blaðamenn að það væri „stórhættu- legt“ ef Gorbatsjov færði Eystra- saltslöndin undir beina stjórn sína og svipti stjórnvöld þeirra völdum. í ráði er að fulltrúaþingið greiði atkvæði um nýjan sambandssamn- ing, sem veita á lýðveldunum fimmtán meiri sjálfstjórn, og einnig tillögur Gorbatsjovs um stóraukin völd Sovétforsetans. Borís Jeltsín sagði að ef Gorbatsjov fengi þau völd sem hann sæktist eftir kæmist í raun á einræði í Iandinu. „Hvorki Staiín né Leoníd Brezhnev höfðu svo mikil lögbundin völd,“ bætti hann við. Sjá „Umbótastefnan hefur ekki...“ á bls. 34. Hart deilt á þingi franskra kommúnista: Marchais sagður haga sér eins og einræðisherra París. Reuter. HARÐAR deilur urðu á flokksþingi franska koniniúnistaflokksins í gær er háværar kröfur komu fram um að flokkurinn félli frá stefnu sinni sem byggir á kenningum Karls Marx og Vladimírs Leníns. Þá gagnrýndu tveir fyrrum ráðherrar Georges Marchais flokksleiðtoga harðlega. Sögðu þeir stefnu hans forneskjulega og sökuðu hann um að hneigjast til einræðis. Gcorges Marchais
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.