Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 55 Guð blessi SAA og Guð blessi Guðmund og Jóa eftir Karl V. Matthíasson Á þessari stundu eru margir, menn, konur og börn, sem þjást vegna þess að alkóhólismi þjáir þau. Jólin eru að nálgast og þá vill það oft brenna við að Bakkus konungur fær marga til að falla fram og til- biðja sig. Það er oft ómæld þjáning sem hann veldur. Þetta þekkja flest- ir íslendingar. Sumir vegna þess að þeir eru sjálfir áfengissjúklingar sem þrá að brjótast undan drottnunar- valdi vínguðsins. Aðrir vegna þess að maki þeirra, barn/börn, systkini eða aðrir nákomnir eru að drekka. Það eru mikil sannindi í vísunni urn hann Villa sem dó, þó hún sé ekki mjög vinsæl. Ég veit þó ekki nákvæma tölu þeirra sem þjást í landinu okkar vegna þess að alkóhól eða önnur vímuefni ógna þeim; samt er ljóst að þeir skipta tugum þúsunda — karlar, konur og börn. En sem betur fer kemur fjöldi manns til liðs við þá sem berjast gegn áfengisbölinu og þúsundir landa okkar hafa sagt skilið við myrkraríki Bakkusar. Get- að gengið til nýs lífs vegna þess að þeir fengu hjálp hjá SAÁ til þess. Hvað sem um allar stúkur verður sagt, áfengisvarnarráð, góðgerðar- klúbba og önnur samtök er greinilegt að bylting varð í áfengismálum Is- lendinga þegar SÁÁ voru stofnuð og þau fóru að táka áfengis- og-fíkni- efnasjúklinga í meðferð. Að lang- stærstum hluta verður þeim eignaður heiðurinn af þeím stækkandi her sem berst gegn áfengjs- og fíkniefnaböl- inu, hér á landi. í þessu tilliti skiptir það engu máli hvað mönnum finnst um skoðanir SÁÁ á alkóhólisma eða aðferðum þeirra, árangurinn talar sínu máli. Fljótlega eftir að ég fór að starfa sem sóknarprestur gerði ég mér grein fyrir að eitt stærsta vandamál íslensks samfélags er áfengis-- og fíkniefnabölið. Fólk leitar til kirkj- unnar með ýmiss konar vandamál og þjáningar. Og með Guðs hjálp leitast hún við að greiða götu þegna sinna. En ef þau viðtöl sem þjónar kirkjunnar (oftast. prestarnir) fá vegna áfengis- og fíkniefnamála kæmu ekki til þeirra er víst að þeim þættu skuggar þessa heims vera litl- ir. Hvað getur kirkjan gert þegar alkóhólisti, maki hans eða barn knýr á dyr hennar? Vissulega er það margt, en samt er ég viss um það að næstum því allir prestar Jandsins hafa á þessu ári leitað til SÁÁ, vegna einhverra sóknarbarna sinna. SAA eru 'mikil blessun fyrir íslenska þjóð og það er klárt að öll samtök sem stofnuð hafa verið til höfuðs áfengis- og fíkniefnabölinu hér á landi starfa í skugga þeirra og á óbeinan hátt í skjólí einnig. Með þessar staðreyndir i huga skil ég vel hvað Guðmundur Örn Ingólfsson- er að fara í grein sinni (Morgunblaðið 5. desember sl.) Og vegna þess að það er spurt (Morg- unblaðið 13. desember bls. 56, grein Jóns K. Guðbergssonar) hvar hann hafi verið undanfarið vil ég svara því til að hann (ásamt Jóhanni Érni Héðinssyni) hefur verið á Höfn í Hornafirði, Akureyri, Skagaströnd, Seyðisfirði, Grundarfirði, Ólafsvík, ísafirði, Suðureyri, Bíldudal og víðar að efla landsbyggðarþjónustu SÁÁ. í þessum ferðum hefur Jóhann tekið fólk í viðtöl (alkóhólista og aðstand- endur þeirra) og haidið fyrirlestra, en Guðmundur hefur séð um undir- búning og kynningu á starfseminni og boðið þjónustu þeirra (einstakling- um og fyrirtækjum). Þetta er miklu, miklu meira en ýmis önnur samtök geta sagt sem róa þó á mið lands- byggðarinnar í fjáröflun. Guðmundur hefur unnið ómetanlega gott starf á vegum SÁÁ landsbyggðinni til handa þó hann hafi fáa titla. í raun og veru má segja að flest landssamtök Karl V. Matthíasson „Hvað sem um allar stúk- ur verður sagt, áfengis- varnarráð, góðgerðar- klúbba og önnur samtök er greinilegt að bylting varð í áfengismálum Is- lendinga þegar SAA voru stofnuð.“ mættu taka sér SÁÁ til fyrirmynd- ar, starf Guðmundar Amar og Jó- hanns. Fyrir störf þeirra á vegum SÁÁ er landsbyggð sem á undir högg að sækja þakklát ogjjess vegna segi ég: „Guð blessi SAÁ og Guð blessi Guðmund og Jóa.“ Höfundur er sóknarprestur á ísafirði. Bakhúsið Hskuvörwerslun Blómahöllin blóm og gjafavörur BræÖroborg söluturn BúnoÖarbanki ísiands Bylgjan hárgreiöslustofa og snyrHvöruverslun Doja tiskuversiun Filman ijósmyndavörur og framköllun Gleraugnaverslun Benedikts Hans og Gréta bamafataverslun Verslunin Inga Hsku-, vefnaiar- og gjafavara íslandsbanki Klwkkan úr, klukkur og skartgripir Kópavogs Apótek Mamma Rósa veHingastaður verslana- og þjónustumidstöd í hjarta Kópavogs TAKTU ÞATT í LilTIHNI AÐ JÓLA-BOMBUNNI! Við ,,felum“ þrjár 5.000 kr. jóla-bombur í jafn mörgum verslunum í Hamraborginni hvern laugardag í desember. Gerðu jólainnkaupin spennandi. Komdu í Hamraborgina og ef til vill verður heppnin með þér. Opið alla laugardaga Þú færð allt til jólahaldsins í Hamraborgmni, Kópavogi JÓUSVBNNINN VtRDURÁ SVÆDINU! NÆG OKEYPIS BILASTÆÐI! mmim HAMRAB0RG sr Allt ó einum staÖ" Méiý hannyrðaverslun Nóotún nýlenduvöruverslun Óli Prik skyndibitastaiur Ratvís feröaskrifstofa Sevilla rakarastofo Skóverslun Kópavogs Sólarland sólbaisstofa SportbúÖ Kópavogs Sveinn Bakari Telefoxbúðin Tónborg hljómplötur og gjafavörur Veda bókavertlun VídeómarkaÖurinn mmmi vis Vótryggingofélag íslunds KONÍAKSHRINGIR Ijúfir til hátíðabrigða eða á rólegum síðkvöldum. I/ . .................S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.