Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 KIRKJURI SKÁLHOLTI Gripið niður í kaflann um Brynjólfskirkju Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út ritið „Skálholt - kirkjur“ eftir Hörð Agústsson. Bókin er sú fyrsta af þremur, sem gefnar verða út um Skál- holt. Hin bindin tvö munu fjalla um skrúða og áhöld og svo um staðinn sjálfan. I því bindi, sem nú er komið út er fjallað um þekktar kirkjur er staðið hafa 'i Skálholti frá öndverðu og fram að sóknar- kirkjunni sem rifin var 1956. Sérstaklega er fjallað um hverja kirkju fyrir sig, en þær eru níu talsins. Um 300 myndir og teikn- ingar eru í bókinni. Hér á eftir verður birtur kafli úr umfjöllun Harðar um Brynj- ólfskirkju (1650 - 1802): Lokið er þá greinargerð um stærð og gerð Brynjólfskirkju. Eins og fram hefur komið er þar nokk- uð með vissu vitað en óvissuþættir margir. Heildarmyndin ætti að vera nokkuð rétt en um smærri atriðin leikur að sjálfsögðu meiri vafi, enda var reynt að gera skýra grein fyrir því hér á undan. Til þess að hjálpa lesandanum að skilja betur teikningar þær sem hér fylgja er ekki úr vegi að leiða hann um hugskot höfundar eins og hann sér dómkirkju Brynjólfs fyrir sér eftir langa könnun heimilda (106. mynd k). Við'skulum velja okkur bjartan vordag um það bil sem sól .er á leið í hástól sinn í suðri ein- hvern tíma á ofanverðri sautjándu öld skömmu eftir að Þórður biskup Þorláksson hefur látið leggja síð- ustu hönd á verkið góða, dómkirkj- una. Hún stendur hátt séð frá bisk- upsherbergjum þaðan sem við komum með leyfi og lykil til að skoða kirkjuna að innan. Það stirn- ir á svarbrúnt bikið, sem skiptir litum í morgunbirtunni og ljós og skuggar kalla fram meginform hússins, hákirkjuna sem rís úr bröttum stalla útbrota, stúkurnar sem breiða sig út eins og opnir armar og kórinn sem leikur sama formlag sem framkirkjan, en lág- værar. Stöpullinn, sem við nú nálg- umst óðum, rís þrep af þrepi uns hann endar í turnbroddi sem ber kross og vindhana. Gegnum rað- vindaugun grillir í klukkur. Við stöndum nú frammi fyrir vængja- hurð stöpulsins, hið efra setta dróttum, enn ofar sér á rósalagað- an glerglugga bjórs, sem prýddur er útsniðnum og máluðum vind- skeiðum. Við opnum ekki vængja- hurðina heldur aðra minni sem sett er í annan vænginn og göngum í stöpul. Þar er rökkvað og í fyrstu sjáum við ekki hætis hót, en þegar við venjumst dimmunni grillum við í hellugólfið en upp úr því miðju rísa tveir gildir stöplar, sem hið efra eru bundnir þverslám og skakkslám til styrkingar mót sveiflum klukknanna hið efra, þeg- ar hringt er. Við greinum þær ekki fyrir lofti sem þar liggur á bitum. Stöpullinn er óklæddur inn- an og þess vegna sjáum við vel grindarsmíð alla. Gegnt okkur blasir við sjálf kirkjuhurðin enn stærri en sú sem við komum inn úr í fyrstu. Hún er spjaldsett með fagurgröfnum skildi og leikur á járnásum um miðju. Við ýtum á hana sunnanverða og hún gengur upp með ofurlitlu marri. Inn fetum við okkur í bjarta framkirkjuna, Norðurhlið Brynjólfskirkju. baðaða. litljósi hinna steindu gler- glugga. Innstöplaröð markar skýrt hákirkjurýmið en handan stöpl- anna á báða vegu sér inn í rökkv- uð útbrotin. Milli stöpla á langveg- inn ofarlega eru bogmyndaðir krappar eða dróttir en upp af þeim skammþil skorðuð efra og neðra með syllum og glergluggum í, allt bundið með bitum í tveimur röðum og þar ofan á sperrum. Ekki sést að fullu upp í ræfrið því loft er á skammbitum fremst en á efri bit- um innar. Innst sér í kórskilsþilið sem gengur fram í kirkjuna með hurð og pílárum um miðju. Öll tré og þiljur eru prýddar strikum, máluð rauðbrúnum lit. Hellugólf er á framkirkju sem stöpli en við verðum að vara okkur á að hrasa ekki um þver- og langslár sem liggja ofan á þeim, neðri grind til styrkingar. Engir stólar eru fremst en þegar við þokum okkur innar verða þeir fyrstu fyrir okkur rétt um þær mundir er við sjáum inn m l.A lljg ' m J f Hörður Ágústsson að stúkum. Fyrir stúkuinnskotun- um eru þil með dróttsettum dyrum. Á' vinstri hönd framan við norður- stúku ber fontinn fyrir augu, um- girtan trévirki með palli undir en himni yfir. Innan við fontsumbúðn- aðinn koma svo kvenstólarnir norð- anvert en karlsætin að sunnan, með sínum bríkum, bekkjaríjölum og bakslám. Þau innstu eru þiljuð að aftan upp að bakslám og pílára- sett þar fyrir ofan. Inni í útbrotinu norðan megin eru fábrotnari sæti. Værum við hér um messutíma myndi biskupsfrúin og fylgdarlið hennar sitja í innstu stólunum en vinnukonur í útbrotum. Ráðsmað- ur og bryti væru í þeim er sunnan- vert standa en þar rís einmitt préd- ikunarstólinn á háum fæti á palli, en upp af er himinn. Áður en við göngum til kórs skulum við líta við í stúkum, fyrst í norðurstúku. Þar inni er timbur- gólf og veggir þaktir bókahillum en við glugga borð og stóll. í einu horni eru snúnar tröppur, vind- iltröppur, til lofts þar sem enn eru geymdar bækur. Þetta var til skamms tíma lærdómsstofa Brynj- ólfs biskups. í þeirri syðri stúku er svipað um að litast að ytri gerð- inni til en þar eru í stað bóka vað- málsstaflar og klæði önnur dýr- mæt. Tröppur upp á loft eru þar einnig. Við leyfum okkur að fara um kórhurðina inn í það heigasta. Hún er spjaldsett að neðan en með net- verki að ofan. Þegar inn í kór er komið verður biskupssætið fyrir okkur á hægri hönd, en annað á þá vinstri, Ögmundarsæti kallað, eitt af því fáa sem vaðveist hefur af innanbúnaði miðaldakirkna í Skálholti. Á miðju gólfi er lespúlt, sem skólasveinar æfa sig við, en hjá kórstöplum, sem marka hákór Innsýn í framkirkjuna. — Teikning Þorgeir Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.