Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 1 :S4PfVO; Tækin sem stilla þig inn á góða skapið MS 380 STÍLHREINT FERÐAT/EKI Útvarps og kasettutæki með fullkomnum vekjara. Stafræn klukka, innbyggður hljóðnemi, °g margir fleiri kostir. Verð kr -| 5.250, RM 7400 UTVARPSVEKJARI með tveimur aðskildum hringingum, stilltur á rafhlöðu sem tekur _ oon við ef rafmagnið slær út. Verð frá £.0 JO,‘ RP 8800 Verð frá 4.050,- ELDHÚSTÆKIÐ VINSÆLA Sterkt og gott tæki með þægilegum hljómi. M 1740 FERÐATÆKI Útvarp og kassettutæki með sterku útvarpi og góðum hljómi. Verð kr. 5.850,- M 7033 Verð kr. 7.800," FERÐAT/EKI Sterk, fáanlegt í þremur litum, innbyggður hljóðnemi og stereo sem gefur því góðan hljóm. VASADISKÓ MGR 78 í miklu litaúrvali og mörgum stærðum. 0 n Verð frá t,40U,' Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780 Ævintýri athafnamanns H FÆRD1161 MTIMHSISPORTU Bókmenntir Sigurjón Björnsson Ásgcir Jakobsson: Bíldudalskóngurinn. Athafnasaga Péturs J. Thorsteinssonar. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins SF. Reykjavík, 1990. 446 blaðsíður. Ásgeir Jakobsson er athafna- samur og mikilvirkur rithöfundur. Andspænis efnisyfírliti þessarar bókar eru talin upp átján ritverk hans auk bæklinga og þýðinga. Megnið af ritverkum hans varðar sjómennsku og sjávarútveg á einn eða annan hátt. Um áratuga skeið hafa því safnast í sjóð hans miklar heimildir og mikil vitneskja á þessu sviði. Hann mátti því teljast vel í stakk búinn til að rita ævisögu hins mikla útgerðar- og athafnamanns Péturs J. Thorsteinssonar. Pétur Jens Thorsteinsson fædd- ist árið 1853. Hann var sonur Þor- steins Thorsteinssonar kaupmanns á Geirseyri við Patreksfjörð og vinnukonu hans, Höllu Guðmunds- dóttur. Þorsteinn þessi var þá kvæntur maður og var annar feng- inn til að gangast við króganum. Rétt föðurnafn fékk Pétur ekki fyrr en um tvítugt. Pétur ólst upp hjá vandalausum, fjarri foreldrum báðum. Eignalaus hóf hann útgerð og verslunarrekstur á Bíldudal vestra og blómgvaðist svo hagur hans að hann varð einn af umsvifa- mestu atvinnurekendum landsins urri skeið. En á miðjum aldri og þegar vegur hans var með mestum blóma brá hann á einkennilegt ráð. Hann vék frá eignum og óðali og fluttist til Kaupmannahafnar með fjölskyldu sinni. Þá er hans gæfu- leið gengin og er starfssaga Péturs mikil hrakfallasaga eftir það. Hann andaðist aldraður maður og eigna- •laus. Bók um sögu steinsteypunn- ar á Islandi FIMMTA bindi safns til iðnsögu íslendinga er komið út hjá Bók- menntafélaginu. Fjallar það um steinsteypuna og þátt hennar í byggingarsögu Islendinga. Höf- undur er Lýður Björnsson sagn- fræðingur. Jón Böðvarsson ritstjóri iðnsög- unnar sagði á fréttamannafundi, þar sem bókin var kynnt, að hún væri raunverulega sagan um það hvernig ísland breyttist úr bænda- samfélagi í tæknivætt þjóðfélag. Steinsteypan hefði komið til sög- unnar fyrir tæpum 100 árum og varð á skömmum tíma nær ein- völd í mannvirkjagerð. Og stein- steypan, ásamt rafknúnum farar- tækjum og rafstýrðum fjölmiðlum hafi gjörbreytt lífskjörum og heimsmynd fólks. Bókin er 440 blaðsíður að stærð. Pétur J. Thorsteinsson að kynnast manninum Pétri J. Thorsteinssyni, mannkostum hans, traustleika, festu, góðvild, athafna- gleði og áræðni samfara glögg- skyggni og aðgæslu. Framhjátöku- barnið Pétur Jens reyndist enginn aukvisi eða ættleri þegar til kas- tanna kom. Þriðji hluti er stuttur. Er þar einkum lýst aðdraganda og orsökum þess að flutt var til Kaup- mannahafnar og reynt að skyggn- ast bak við tjöldin. í fjórða og síðasta kafla er greint frá umsvif- um Péturs á síðari hluta ævi og ævilokum hans. Þar dregur höfund- ur sitthvað fram sem áður hefur ekki legið ljóst fyrir og túlkar at- burðarás með öðrum hætti en gert hefur verið. Bíldudalskóngurinn er saga sem kemur víða við og er barmafull af góðum fróðleik. Þó að hún sé hálft fimmta hundrað blaðsíður hefði hún að ósekju mátt vera lengri því að stundum finnst manni frásögnin í hraðara lagi. Höfundur hefur ágætlega gott vald á efni sínu. Hann ritar fjörlegan og lifandi stíl. Enda þótt hann hljóti að eyða miklu máli í skippundatalningu, saltfisk- sölu, skuldamál, eignir og verslun- ar- og fyrirtækjavafstur á hann engu að síður auðvelt með að rýna í sálarlíf og innri hræringar persóna sinna. Útkoman verður góð bók. Að bókarlokum er nafnaskrá, en heimildaskrá er engin. Þessa vönt- un útskýrir höfundur svo í formála: „Þar sem þetta er fyrst og fremst saga en ekki fræðirit fylgir ekki sú skylda að sparðatína heimildir, enda eru þær flestar alkunnar .. Rétt má það vera, en hagræði hefði þó verið fyrir fáfróða að fá helstu heimildarit skráð í bókarlok. Allmargar góðar myndir piýða þessa bók og kostur er að letrið er svo stórt að lestur þreytir ekki vegna letursmæðar eins og oft vill verða. Keppnispeysur, búningar og fleira merkt frægustu fótboltaliðum iieims Keppnistreyjur: Holland merkt Gullit, Holland m. Von Bosten, Bmsilío m. Romorio, Italío m. Schillochi, Real Modrid m. Sanches, Þýskaland m. Mathaus, A.C. Milan m. Van Basten, Þýskaland m. Klinsmann, A.C. Milan m. Gullit, Inter m. Klinsmann, Argentína m. Maradonna, Juventus m. Baggio. Allar stærðir fró 3ja óra. Liverpool keppnistreyjur. Búningasett: Liverpool, Manch. Utd., Arsenal, Tottenham og England, nr. 26/28 til 38/40. Verö 3.9B0,- Fótboltar nr. 4 og 5 merkfir Liverpool, Arsenal og Manch. Utd. Verö 2.160,-. Einnig A.C. Milan. Treflar, húfur, prjónavettlingar, úln- liðssvitabönd og höfuðbönd. Körfuboltabúningar og treyjur L.A. Lakers, Boston og Detroit. Póstsendum. 5% staAgreiósluafslúttur. Laugavegl 49, slmi 12024 Laugavogi 97, simi 17016 SPORTVÖRUVERSLUNIN evm Ásgeir Jakobsson Eiginkona Péturs var Ásthildur Guðmundsdóttir prests í Kvenna- brekku (systir Theódóru Thorodd- sen). Eignuðust þau mörg mann- vænleg böm og hefur sá ættleggur tekið nokkurt rúm í þjóðarsögunni á ýmsan veg. Ævisaga Péturs J. Thorsteins- sonar skiptist í fjóra hluta. í fyrsta hluta er rækilega greint frá ætt Péturs, þó einkum föðurætt, því að fátt eitt er um móðerni vitað. Um uppvaxtarár Péturs eru fáar heimildir, en það tínt til sem hægt er. Þá er góður þáttur um Bíldu- dalsverslun fyrri tíma. Annar hluti bókar, sem er rúmlega hálft annað hundrað blaðsíður, er starfssaga Péturs á Bíldudal, auk þess sem greint er frá heimilishögum og daglegu lífi. Það er stórfelld og heillandi saga. Hygg ég að höfund- ur hafi þar unnið gott verk og greitt fram dijúgan skerf til at- vinnusögu íslendinga. Það er vissu- lega einnig hollt og lærdómsríkt |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.